Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1979. FER ÓLAFUR í ANNAÐ SÆTIÐ í REYKJAVÍK Fyrri umferð skoðanakönnunar Framsóknarflokks vegna framboðs til alþingiskosninga í Reykjavik er nú lok- ið með stórsigri Ólafs Jóhannessonar. Hlaut hann 195 atkvæði í efsta sætið. Haraldur Ólafsson dósent hlaut 167 atkvæði en Guðmundur G. Þórarins- son verkfræðingur hlaut 142, Sigrún Magnúsdóttir 70 og Kristján Friðriks- son framkvstj. 54. í næstu fimm sætum urðu Sverrir Bergmann læknir, Svala Thorlacius, sem alls ekki gefur kost á sér, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Þórarinn Þórarinsson.og Bjarni Einars- son. Það sem óvænt gerðist i framboðs- málum framsóknar var framboð Har- aldar Ólafssonar. Áður en hann kom Haraldur Ólafsson skauzt óvænt upp fyrir Guðmund G. Þórarinsson — með stuðningi þéttvaxinna manna. inn i dæmið var almennt talið að Guðmundur G. Þórarinsson yrði valinn i efsta sæti þangað til Ólafur kom til skjalanna. Spámenn höfðu sagt það fyrir að Ólafur teldi að Framsóknarflokkurinn væri ekki i vörn i þéttbýlinu heldur sókn. Kæmi því vel til greina að Ólafur færi í annað sætið í Reykjavik, þegar likur þóttu til þess að Guðmundur G. yrði i efsta sæti. Það er ekki alveg auðséð hvernig þessu mátti koma við enda þótt Guðmundi hefði vegnað betur en Haraldi i fyrri skoðanakönnun. Ólafur hefur þó glímt við meiri vanda en þann. Guðmundur hefur ekki einhlítar vinsældir í sínum flokki. Meðal þeirra sem hafna honum í þingmennsku má nena Kristin Finnbogason, Jón Aðal- stein Jónasson og Alfreð Þorsteinsson. Fleiri mætti nefna. Þessir mcnn hafa gegnt ábyrgðarstöðum í flokknum og hafa um sig sterka sveit manna. Sennilegt er að þeir hal'i stutt Harald Ólafsson. Þó hefur DB áreiðanlega vitneskju um að þeir settu liði sínu enga afarkosti i því efni og hafa atkvæði þeirra skiptst nokkuð þó að allnokkuð hafi hallað á Guðmund. Þessir menn standa allir með Ólafi og fyrst og fremst með Ólal'i. í siðari skoðanakönnun, um næstu helgi, verður úr þvi skorið, hvernig efstu þrír menn raðast. Allt er þó enn með fyrirvara um framboð Ólafs Jóhannessonar. Vangaveltur unt Ólaf í annað sætið i Reykjavik eru a.m.k. enn alveg jafngildar þótt Haraldur hafi betur en Guðmundur G. Þórarinsson i siðari skoðanakönnun. -BS. Teflt upp á Svíþjóðarferð Unglingamót íslands í skák hefst nk. laugardag. Þátttökurétt hal'a skákmenn 20ára og yngri. Teflt verður að Laugavegi 71, i salarkynnum Skáksambandsins. Er þetta i 4. sinn, sem sérstakt unglingamót fer fram. Unglinga- meistarar (slands hafa orðið: Hilmar Karlsson, Þorsteinn Þorstcinsson og Róbert Harðarson. Að venju hlýtur sigurvegarinn þátttökurétt i Hallbergsmótinu i Sví- þjóð, urn áramótin en þangað cr boðið unglingum frá öllum Evrópu- þjóðum og ísraels. Þátttöku ber að tilkynna fyrir 26. okt. til Þorsteins Þorsteinssonar æskulýðsfulltrúa SÍ, s: 75893. -GAJ- Sex flugstöðvar íbyggingu: FLUGSTÖD Á HÖFN NÆST Á DAGSKRÁ ..Fyrsti hluti tlugstöðvarbyggingar á Hornafirði er næslur á dagskrá hjá okkur. Búið er að teikna bygginguna en teikningin liggurenn á borði flugráðs,” sagði Hrafn Jóhannsson, deildarstjóri hjá flugmálastjórn, er hann var spurðurum framkvæmdiri flugstöðva- byggingum i landinu. ,,Við höfum verið með 6 hús i takinu og vonumst til að Ijúka þeim fyrir veturinn. Þetta eru timburhús sem smíðuð eru hérna hjá okkur. Þrjú cru þegar komin upp og búið er að sicypa grunnin;.• vrjr hin þrjú.Þetta eru frekar lítil huscn þægileg.” — En Inetvir fá Reykvíkingar almcnnilega flugstöð? ,,Það er spurning unt fjárveitingu. Mér skilst að slik stöð myndi kosta eina 200 milljarða, en á síðasta ári fengum við 800 milljónir króna til Iram- kværnda á öllu Iandinu. Þó til standi að bvggja flugstöðina upp á nokkrum ár- um er ljóst að við höfum ekki t'é til þess að byrja," sagði Hrafn. -DS. Tapaði veski með 40 þús. kr. ogskilríkjum Ung stúlka úr Hveragerði, Rut Theódórsdóttir tapaði nýlega veski sinu i Árntúlaskóla. í veskinu voru unt eða yfir 40 þúsund krónur og var því miss- irinn tilfinnanlegur. En jafnframt voru í veskinu skilríki sem tímafrekt er að endurbæta. Málið var kært til RLR þvi Rut telur helzt að veskinu hal'i verið kippt úr úlpuvasásínum. En hafi einhver fundið Ijósbrúnt (leðurlitað) veski, þrefalt að gerð, ætlað einnig fyrir ávísanahefti þó það hafi ckki verið í því, er viðkomandi beðinn að skila því til RL.R eða sant- kvæmt skilrikjum. sem i vcskinu kynnu að vera. -A.St. nú ertíl mthtls aó vinna! EMI heimsmeistarakeppnin Stórkostlegir vinningar 1. verðlaun: kr. 9.000.000 auk farand- bikars 2. verðlaun: kr. 2.000.000 auk heiðurs- penings 3. verðlaun: kr. 1.000.000 auk heiðurs- penings __ r- EMI og Oðal óska eftir þátttakendum í Disco-danskeppni einstaklinga. Undan- rásir verða í Oðali. Sigurvegari í lokakeppninni hlýtur að launum rétt til að keppa fyrir hönd Islands í sjálfri heimsmeistarakeppn- inni. EMI-keppninniy sem haldin verður íLondon 18. desember nk. íslenski þátttakandinn fcer í veganesti fríar ferðir fram og tilbaka og uppihald íLondon á meðan keppnin stenduryfir. Vr œntanlegir þátttakendur haji samband við skrifstofu Oðals, Austurstrceti 17, eða i síma 11630. Þátttakendur verða að hafa náð 18 ára aldri, ekki eldri en 35 ára

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.