Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. Erlendar fréttir London: Heimtuðu f é og skartgripi af prinsinum Konungssonur frá Saudi Arabíu var rændur svo um munaði á dögunum. Þar sem hann bjó í ibúð í Lundúnum réðust að honum karl og konur, otuðu að honum byssu og heimtuðu fé og skartgripi. Þau komust burt með verð- mæti sem metin eru á nokkur þúsund pund. Prinsinn, Isenden Bin Saud sem er 28 ára gamall, er sonur Khaleds konungs af Saudi Arabiu. Þjófarnir komust inn í íbúð hans með því að þykjast þurfa að gera við símann. Lögreglan setti strax og spurðist um þjófnaðinn mikið lið manna i að reyna að finna þjófana. Meðal annars var notuð þyrla við að leita á svæðinu í kring um heimili prins- ins. En allt kom fyrir ekki. Kosið um heimastjórn Baska og Katalómu Atkvæði um takmarkaða sjálf- stjórn tveggja stærstu iðnaðarsvæða Spánar verða greidd í dag. Þetta er annars vegar Katalónía og hins vegar Baskaland eða Baskahéruðin á Norður-Spáni. Yfir 100 manns hafa látið lífið á þessu ári í skærum og átökum hers og lögreglu og heimastjórnamanna Baska. Flestir hafa fallið fyrir skæru- liðasamtökum Baska, sem nefnd eru ETA. ETA krefst algerrar sjálfstjórnar Baskahéraðanna. Hefur ETA skorað á fólk að fara ekki á kjörstaði tií þess að kjósa, enda þótt það sé andvígt takmörkun á heimastjórn. Það sé vatn á myllu Spánarstjórnar. Óttazt er, að sveitir ETA kunni að fremja hermdarverk á borgurum, sem þátt taka í kosningunum. Aðskilnaðarmenn í Katalóníu hafa ekki beitt hermdarverkum í kröfum sínum fyrir sjálfstjórn. Þó er óttazt að í dag kunni að koma til átaka milli hersins og aðskilnaðarmanna. í Barcelona, höfuðborg Katalóníu, fundust í gær 50 metra löng jarð- göng. Höfðu þau verið grafin áleiðis að byggingarsamstæðu þar sem hátt- settir menn í hernum búa ásamt fjöl- skyldum sínum. Telur lögreglan ekki vafa á því, að þessi jarðgöng haft átt að nota til þess að sprengja hús á svæðinu í loft upp. Bæði Katalónía og Baskahéruðin nutu nokkurrar sjálfstjórnar fyrir borgarastyrjöldina á Spáni 1936—39. Franco hershöfðingi var andvigur henni og afnam hana. í dag eru það rúmlega fjórar milljónir manna, sem rétt eiga til að taka afstöðu með at- kvæði sínu. Sumir meðal Baska eru ekki ánægðir með að héruð þeirra fái heimastjórn heldur krefjast algjörs sjálfstæðis. Myndin er af fundi fólks, sem óskar eftir hinu síðarnefnda. -'USf Viö veljum framboðslista fyrir FLOKK ALLRA STÉTTA - SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN - í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins reynir á, hvort hann er ennþá FLOKKUR ALLRA STÉTTA Sigrum í Alþingiskosningum meö sterkum framboðslista allra stétta STÉTT MEÐSTÉTT Stuðningsmenn Guðmundar H. Garðarssonar Frakkland: Heldur langt gengið í vímuvörnum Föður einum í bænum Cologne i Frakklandi fannst dóttir sín vera full ung til að byrja að reykja. Þvi var það er hann rakst á hina 14 ára gömlu mey púandi að hann ákvað að refsa henni svo um munaði. Hann neyddi hana til þess að sitja inni heilan dag og reykja á annað hundrað vindlinga. Eftir þessa meðferð þurfti stúlkan að komast undir læknishendur og var lögð á sjúkrahús til meðferðar við nikótín- eitrun. Faðirinn var aftur á móti dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir að valda skaða á heilsu dóttur sinnar. Drykkja brezkra kvennaeykst gffurlega Drykkjuvandamál kvenna fer sífellt í vöxt, að því er segir í brezku blaði nýlega. Þar i landi er svo komið að þriðjungur félaga í AA, samtökum alkóhólista, er konur. Haft er eftir einum forustumanna þeirra samtaka að áfengissýki meðal kvenna aukist stöðugt. Samkvæmt athugun kemur í ljós, að þriðjungur kvennanna í AA samtökunum eru annaðhvort við skrifstofu eða sölustörf. Auk þess er ein af hverjum tíu konum í félaginu í ýmiss konar þjónustu- greinum. Rúmlega fjórar af hverjum tíu konum og fjórðungur karla, sem eru undir þrítugu í AA samtökun- um í Bretlandi á við ofneyzlu á pillum að stríða auk áfengisins. VIÐ VELIUM FRAMBO FYRIR FLOKK ALLRASTÉTTA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.