Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. Thor Vilhjálmsson — Faldafeykir, 228 bls. Útg.: Lystrœninginn Framan á ritgerðasafni Thors Vilhjálmssonar, „Faldafeykir”, er mynd eftir hann sjálfan, skondin og kannski táknræn. Framarlega á henni er silaleg fígúra með eins konar Barbapapasniði og getur augsýni- lega enga björg sér veitt þrátt fyrir að hún haldi um vísi að spjóti og skjaldarómynd. Á skjön við hana valhoppar eða dansar önnur vera, öllu liðlegri, er glaðhlakkaleg í fasi og veifar bæði lensu sinni og skrautleg- um hatti (?), — hefur öll tögl og hagldir í einvígi þessu. í baksýn er svo bátur, — fiskilandið ísland? Ég vona að það fyrirgefist mér þótt ég sjái í hinum vígreifa valhoppara lík- ingu skáldsins, því þótt Thor segi þarna sjálfur frá í mynd, þá er hún ekki slæm lýsing af því sem i bókinni er að finna. Vandarhögg og prís Þar eru hin ýmsu einvígi hans á rit- vellinum í aldarfjórðung og er von á öðru bindi. Og hver andstæðingurinn eftir annan er flæktur í orðanet skáldsins, sumir sleppa með áminn- ingu en öðrum eru veitt svo þung vandarhögg að þeir hafa vart náð sér síðan. Fyrir lesendur af minni kyn- slóð er Thor grimmur ólíkt skemmti- legri penni en Thor hrifinn. Lof hans og prís um hina og þessa listamenn verður bara það, lof og pris án frekari skilgreiningar, stundum ansi mærðarlegt. Fúll og argur getur Thor Bók menntir líka verið og þá hættir honum til að beina ritvopni sínu að fólki og fyrir- bærum sem liggja helst til vel við lagi: hinum ýmsu úthlutunarnefndum listamannalauna, Hallgrímskirkju, kvikmyndaeftirliti, lágkúru kana- sjónvarps,' snobbuðum millistéttar- kerlingum, útvarpsmaníu langferða- bílstjóra og öðru í þá veru. Ekki er ég viss um að ég mundi setja slíka pistla í bók, nema því aðeins að ég væri viss um stílsnilld þeirra. Harkaleg útreið Þegar þessi gállinn er á honum verða einnig straumrof í tengslum Thors við aðrar listgreinar. Popplist og uppákomur fá t.d. harkalega út- reið hjá honum,"— sem endurspeglar svo aftur hið nána samband Thors við „belle peinture” og fagurfræði eftirstríðsáranna. Nokkrar aðrar greinar eru hreinar bagatellur og standast tæpast tímans tönn, t.d. frásögn af því að margir nafngreindir listamenn franskir hafi undirritað ávarp gegn Alsírstríðinu og stutt lof um bók Olofs Lager- krantz um Dante, upphaflega birt í Europa lettararia árið 1965, — m.a.o. skyldu lesendur þess rits hafa skilið tilvísun í Menntamálaráð og „þingeyskan stórlax”? Rassskellingar En þegar saman fara í greinum Thors vendilega yfirvegaðar rök- semdir, ískalt háð og ýkjublandin fyndni, þá eru þær „hot stöff” eins AÐALSTEINN INGÓLFSSON THOR GRIMMUR OG HRESS 1 og diskókynslóðin mundi segja, — varanlegt framlag til menningar- umræðu. Meðal þeirra er „Pas de deux við Bolafljót”, þar sem Guð- mundur Daníelsson er rassskelltur fyrir grein um amerísku skáldsöguna „Birtan er komin” þar sem ýmsar danskar mannvitsbrekkur fá á bauk- inn fyrir framkomu þeirra í handrita- málinu og „Draumurinn um Kjarvalsstaði” þar sem Thor talar bæði sem einstaklingur og formaður BÍL. Bókinni lýkur með greinagerð- inni vegna Kristmannsmálsins svo- nefnda, sem er allt í senn, gneistandi af fyndni, raunaleg og grátbrosleg, en þó með grafalvarlegum undirtón, — enda sjálft málfrelsið þar til umræðu. Og hvað sem almenningi kann að finnast um hinar ýmu uppákomur Thors á opinberum vettvangi, þá skal enginn væna hann um kjarkleysi eða tómt eiginhagsmunapot. Trú á tján- ingarfrelsið Það er t.d. eftirtektarvert að í tæpum helming greinanna í „Falda- feykir” er Thor að taka upp hansk- ann fyrir einstaklinga eða málstað og það gerir hann án þess að skeyta um eigin skinn. Út úr öllum hans grein- um skín bjargföst trú á tjáningar- frelsið. Á timum þegar alþingismenn kunna ekki lengur að hatast og menn- ingarverur ýmsar þora ekki að tala tæpitungulaust af ótta við að missa af einhverjum bitlingnum, þá ætti Thor „apassionato” og jafnvel „furioso” að vera skyldulesning í skólum. Hinn lífseigi Lystræningi á þakkir skildar fyrir útgáfu af þessu tagi og megi honum auðnast að gefa út annað bindi af Thor. „0>Ufurl?«ðu«M áUlfur íjúftum samla muni móttaka i BRAUTARHOLTI 6 fimmtud.og föstud. kl. 5-7e.h. Ryðvarnarskalinn Ódýr gæðadekk- úrvals snjómynztur mjög hagstætt verð Gúmmívinnustofan TTTl MOHAWK G78X15 28.000 700X15 34.000 Super snjómy íz nr B78X 14(600X12) B78X 14(175X14) (Volvo) C78X 14(695X14) GR78X14 G60X14 BR78X 15(560X15) (600X15) F78X 15(710X15) FR78X15 GR78X15 HR78X 15(700X15) Ueppa) LR78X 15(750X15) (Jeppa) l2Xl5(BushTrack) 125 X 12 með nöglum 520X 10 Yokohama 22.200 21.200 25.500 30.400 33.800 21.800 22.300 27.600 31.200 31.900 34.500 66.800 18.000 13.600 iMichelin 205X 16 Michelin (Range Rover) Flestar stærðir sólaðra hjólharða SAMYANG 600X12 615X13 560X13 560X13 600X13 645X13 640X13 695X14 Sendum gegn póstkröfu um land allt 17.900 18.400 18.700 18.700 20.050 21.400 23.350 27.800 Ti/sö/u 1 REUAUITI BMW 528 automatic árg. '77 BMW 520 árg. '77 BMW 728 árg. '78 BMW 316 árg. '78 Renault 20 TL árg. '77 Renault 16 TL árg. '76 Renault station árg. '73 Renault 4 Van árg. '74, '76 og '78 Renault 4 Van F6 árg. '77, '78 og '79 Ford Fairmont Dezer automatic árg. '78 Gudmundur H. GarAanson vKbktptafrwOingur. Frjálst útvarp og sjónvarp! Opið laugardaga kl. 1-6. Kristinn Guðnason hf. bifreiða- og varahlutaverzlun, Suðurlandsbraut 20, simi 86693. Undirbúningsfundur aö stofnun samtaka áhugafólks um frjálsan rekstur út- varps og sjónvarps verður í kvöld kl. 20.30 að Hótel Esju. Frummælendur eru Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur og Ólafur Hauksson ritstjóri. Fundarstjóri er Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur. Undirbúningsnefnd.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.