Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. .Mikill er vanþroski minn, sem af þvi reynsluleysi stafar afl ég skuli aldrei hafa komist í hóru hús eða tukthús ..." skrifar Mátfnflur í seinustu bók sinni, „Ur sálarkirnunni. Okkar sérstæðasta skáldkona, Mál- fríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi, varð áttræð i fyrradag. Þrátt fyrir þennan háa aldur er hún nýbúin að gefa út tvær fyrstu bækumar sínar, Samastað í tilverunni og Úr sálarkirn- unni. Þær þóttu mjög fyndnar og nýstárlegar í formi. ,,Það cr hægt að byrja hvar sem er og enda hvar sem er,” segir einn vellesinn vinnufélagi minn. Þriðja bókin er á leiðinni. Hún heitir Auðnuleysingi og Tötrughypja. Það er, að sögn höfundar, skáldsaga um tvo aumingja, sem taka saman og eiga ekki pott. Eru því grautlaus, en eiga von í einni gulrófu, en hún fer ofan í pytt. Græn af slýi er hún endurnýjuð í eld- húsi. Þau borða hana og halda i sér lífi með þvi. Nennti ekki að hlusta á ráðherralistann Við fengum að fljóta með útgefand- anum, Sigfúsi Daðasyni, Ijóðskáldinu Parísarmenntaða, þegar hann fór með prófarkir að Auðnuleysingjanum heim til hennar. Málfriður, sem er svo fíngerð og öldruð, að hún getur rétt staðið á fót- unum, tók okkur vel og með aðstoð Sigfúsar bar hún okkur te og ost og ristað brauð. Sítrónur og nokkrar smá- kökur. „Minir Ijúfustu vinir, fáið ykkur sykursteikt brauð,” segir hún. Á borðinu er aukabolli. „Þetta er undirskál Guðs,” segir hún. Við spjöllum um daginn og veginn. „Hvernig lizt þér á ráðherralistann?” spyr Sigfús — þetta er stjórnarskipta- dagana. „Nennti ekki að hlusta á hann,” segir Málfriður. „Berðu enga virðingu fyrir yfir- völdum?” spyr ég. „Nei, ég lít ekki upp til þeirra fremur« en Satanas þess, sem hrakinn var ofan í gjótu þar sem hann verður að dúsa alla - tíð.” inga Huld Hákonardóttir LJÖSMYNDIR RAGNAR I H SIGUFÐSSON Hún sýnir okkur mynd af apakettin- um Tarsier — „einn nánasti ættingi mannkynsins, skelfing ógeðslegur, með augu eins og undirskálar, mjótt trýni, eldspýtnafingur og sogskálar á löppun- um og getur hlaupið upp tré. Mikið er ég búin að gleðjast yfir honum.” Ég dáist að afköstum hennar á rit- vellinum. „Ég væri búin að skrifa meira ef ég hefði byrjað fimm ára eins og Dóri litli Laxness.” Helblá alvara Þaö ivrsia sem eftir hana kom á prenli var þýðing á frönsku ljóði sem hét „Svefn kondórsins” (kondór er hræfugl sem býr í Andesfjöllum). „Það var sett með smáu letri aftast í Vísi. Þeir héldu það væri rækallsins ekkisens bull.” Frá því á stríðsárunum og allar götur síðan má finna Ijóðaþýðingar eftir Málfríði í ólíkindalegustu tímaritum, svo sem sósíalíská kvennablaðinu Mel- korku og Stefni, málgagni ungra sjálf- stæðismanna. Hún þýddi skáld eins og Ezra Pound, sem var heimsfrægur og svo gáfaður að sagt var að ekki gætu nema tíu manns i heiminum skilið hann. „Segðu heldur þúsund sinnum það,” biður Málfríður. „Og skerðu mér ost- sneið ef þú nennir. Ég er orðin svo rell- in síðan ég varðsvona óhræsis gömul.” >aa!a\a/- Málfríður kann þá list að kvarta og kveina svo maður vcltist um af hlátri: „Þegar illa liggur á mér léttir það lundina að hugsa 'um Helvíti.” Málverkið af henni á veggnum gerði Fanney Jónsdðttir. „Og svona var ég.” Mestan hluta ævi sinnar hefur Mál- friður verið heilsuveil, hrjáð af berklum og fleiru. „Þess vegna hafði ég alltaf næði,” segir hún í sátt viðörlög sín. „Veikindin hindruðu að ég væri sett i eitthvert ólukkans púl, barneignir eða til að mjalta kýr . . .” „Meinarðu þetta í raun og veru?” „Já, mérer helblá alvara!” Vitur maður hefur sagt: íslenzkar bókmenntir eru skínandi fátækar. Drakk Tagore kúahland? „Fáið ykkur meira tc, vitrurnar minar. Hér er listileg kaka, öll úr kókosméli. Nei, við skulum annars Jón og Guðrún. Ef ekki Jón þá Sigur- jón.” „Þú hefur dregið upp nöturlegar myndir af lífi formæðra okkar í gömlu torfbæjunum.” „Eldhúsin væru ekki einu sinni not- hæf sem hesthús nú á dögum. Og einn sagnfræðingur heldur að fólk áður fyrr hafi ekki þvegið sér í hreinlætisskyni, heldur sem helgiathöfn. Fornkona á 19. öld var spurð um þetta og hún svaraði: „Ég var lauguð þegar ég fædd- ist og býst við að ég verði lauguð aftur þegarégdey.” Út frá-þessu berst talið að þrifnaði Indverja og hún hefur það eftir góðum heimildum að Nóbelsskáldið Tagore hafi drukkið kúahland sér til heilsubót- ar. Fanney málaði lika þessa mynd: „En svona var ég ekki. ekki borða hana. Það er mannsandlit á henni.” Inn í stofuna berst ákafur ritvélar- sláttur úr úr næsta herbergi. Það er leigjandi hennar, Guðbergur Bergsson, sem líklega er að ljúka við barnaleik- ritið sem listahátíðarnefnd pantaði hjá honum. En hvenær dagsins skrifar Málfríður helz)? „Ég veit það ekki. Mér finnst ég aldrei taka á penna. Enda get ég ekki lesið það sem ég skrifa og þá er það ónýtt. Mikið áttu annars gott, Inga Huld, að heita svona fallegu nafni. Á minni tíð mátti ekki skira neitt nema Brúðkaup Eggerts Ólafssonar „Hvemig vinnurðu bækurnar þínar?” „Hef ekki hugmynd um það. Maður cr eins og ísjaki, aðeins yfir- borðið sést. Eins er það með meðvit- undarþröskuldinn. Minnið í mér líkist kommóðu með mörgum skúffum. Öðru hvoru opnast einhver þeirra rétt sem snöggvast. Það birtist mynd, ja, það getur verið tiltek- inn maður sem ég hef séð I svip fyrir fjörutíu árum. Eftir eina sekúndu lok- astskúffanaftur. Þetta hendir mig daglega. Annars er

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.