Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 28
 FOLK ÁSGEIR TÓMASSON DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979. Hfómsva/tin Hver etns og hún var skipuö þegar tveggja laga platan var hljóörituð. Söngkonumar þrjár, þær Bva. Bma og Bva, syngja nú með BrunaKöinu. ■__ ni Hver- platan er kom- in út aö nýju — Fyrsta upplagið reyndist meingallað Tveggja laga plata Akur- eyrarhljómsveitarinnar Hver er komin á markaðinn að nýju. Plata þessi kom fyrst út j júlí síðastliðnum. Upplag hennar reyndist hins vegar vera gallað svo að henni var ekki dreift i verzlanir. Á plötu þessari eru lögin Helena og Ég elska þig. Þau eru bæði samin af liðsmönn- um hljómsveitarinnar Hver. Til greina hefur komið, að sögn Jóns Ólafssonar útgef- anda, að Pálmi Gunnarsson syngi Helenu inn á sólóplötu ,sína sem nú er í vinnslu. „Þetta er öðrum þræði leynilögreglusaga. — Ungur, afskaplega ríkur maður finnst látinn. Hann er einn af for- stjórum stórrar verksmiðju og í fyrri hluta bókarinnar segi ég frá ævi hans frá fæð- ingu til dauða. Seinni hlutinn fjallar síðan um það hvernig vinur mannsins kemur upp um morðið á honum.” Þannig iýsti Jón Birgir Pétursson í örstuttu máli efni nýrrar skáldsögu sinnar sem fer í prentun nú í vikunni. Hún hefur enn ekki hlotið nafn, en hvorki meira né minna en 61 tillaga hefur komið fram. Jón, sem til skamms tima var fréttastjóri Dagblaðsins, samdi söguna síðastliðið sumar og fram á haust. Örn og Örlygur gefa hana út. Jón Birgir kvaðst ekki vera með aðra bók í smíðum. ,,Núna er ég bara að vinna fyrir brauðinu. Ég hef í raun- inni ekki efni á svona löguðu, — ætli maður fái ekki sem svarar lélegasta Iðjutaxta fyrir ritstörf.” Eftir Jón Birgi Pétursson hafa áður komið út tvær bækur, ævisögur Meyvants á Eyði og séra Róberts Jack. Þá hefur hann einnig þýtt nokkr- ar bækur. Blaðamennskuferil sinn hóf hann árið 1958 og ritaði hann þá íþróttafréttir fyrir Þjóðviljann. Yfir sextíu nöjh á hana konta til greina SELKERAKVÖWIN Albert Guðmundsson var fyrsti sœlkeri vetrarins eru sívinsæ/ Birgir Thorlacius varð ráðuneytis stjóri í forsætis-og menntamálaráðu neytinu 1947. Hann hóf störf í stjórnarráðinu 1935. Meðal mennta- málaráðherra sem hann hefur starfað með má nefna Björn Ólafsson, Bjarna Benediktsson, Gylfa Þ. Gisla- son, Magnús Torfa Ólafsson, Vil- hjálm Hjálmarsson, Ragnar Arnalds og nú Vilmund Gylfason. Birgir hefur stundum verið talinn heimaríkur í stjórnardeild sinni. Eins og að líkum lætur hefur hann leitt suma ráðherrana við hönd sér fyrstu sporin. Þegar skólastjóradeilan í Grinda- vík stóð sem hæst báru reyndari starfsmenn ráðuneytis menntamála saman ráð sín til að finna lausn á deilunni. Lá hún ekki á borðinu. Óvíst var talið að ráðherra gæti leyst hana. Varð þá einum starfsmannin- um að orði: „Verðum við ekki að tala við Birgi sjálfan?” Margir sjálfstæðismenn, sumir málsmetandi, töldu að Þorsteinn Pálsson, framkvæmdstjóri Vinnu- veitendasambandsins, ætti erindi í al- þingisframboð i Reykjavík, að minnsta kosti prófkjör. Vinnuveitendur Þorsteins eru sagðir hafa tekið málinu fálega, töldu að Þorsteinn hefði staðið sig vel í starfinu og lofaði góðu. Þó þyrfti að reyna hann í stórri samningalotu, sem væri ef til vill ekki langt undan. í slíkum hita væri enginn maður til skiptanna, hversu hæfur sem hanr. • væri. Rotter- damverö á búvörum Þegar Steingrímur Hermannsson, Ifyrrum landbúnaðarráðherra, fann upp norsku aðferðina og gerði hana' að leiðarljósi sínu í efnahagsmálum jvarð einum gárunganum á orði: í,,Hann hlýtur að hafa tekið Lofoten- jaðferðina í einhverjum misgripum jenda er árangurinn eftir því. Sú að- Iferð er notuð til að halda niðri vöðva- •bólgu í hreindýrum en ekki verðbólgU' á íslandi. Það er engin furða þótt' lallar landbúnaðarvörur séu hér á iRotterdamverði.” Af skrif- stofunni. í Þessi mynd er af Sveini Kristjánssyni, góðkunnum Akureyringi og fyrrverandi knattspyrnumanni. Hann hefur um áratuga skeið unnið við skrifstofustörf hjá KEA. í sláturtíðinni tekur hann sér hins vegar frí frá pappírsvinn- unni og sér um kjötafgreiðslu sláturhússins. Sveinn er til hægri á myndinni. FAX, Akureyri. Húsfyllir hefur verið á öllum sæl- kerakvöldum Hótels Loftleiða til þessa. „Það hafa verið langir bið- listar og mikill spenningur fyrir því að komast á þessi kvöld,” sagði Emil Guðmundsson, hótelstjóri á Loft- leiðum, í samtali við DB. Fyrsta sælkerakvöld vetrarins var haldið í síðustu viku. Albert Guð- mundsson var sælkerinn í það sinn. Að sögn Emils verður næsta kvöld á dagskránni þann 15. nóvember. Þá ráða Anna Alfreðsdóttir, starfs- stúlka hjá SAS; og Svanhildur Sigurðardóttir hjá Flugleiðum mat- seðlinum. Þann 6. desember verður síðan síðasta sælkerakvöld ársins. Höfundur matseðilsins í það skiptið verður Agnar Kofoed Hansen flug- málastjóri. „Auk sælkerakvöldsins hans Agnars verður ýmislegt fleira á döf- inni hjá okkur í desember,” sagði Emil Guðmundsson. „Við ætlum að gangast fyrir aðventukvöldi, Lúcíu- kvöldi og loks jólapakkakvöldi.” Eftir áramótin verður starfseminni haldið áfram. í janúar og febrúar verða sælkerakvöldin haldin á hálfs- mánaðar fresti. Hótel Loftleiðir hófu þessa starf- semi á síðasta vetri. Þá voru haldin þrjú sælkerakvöld undir stjórn þeirra Jónasar Kristjánssonar, Sigmars B. Haukssonar og Geirs R. Andersen. Matseðill Alberts Guðmundssonar birtist á Neytendasíðu Dagblaðsins í dag. Albert Guðmundsson var til staðar á fyrsta sœlkerakvöldi vetrarins. Hann rabbaði við gestina og var þeim innan handar við val ó vlnum. DB-mynd Magnús Hjörleifsson Aö tala viö Birgi sjálfan Vinnu- veitendur sjálfum sér líkir FÓLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.