Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
DB á ne ytendamarkaði
Verðlaun fyrir uppskrift geta
farið í 20 miilj. ísl í USA
í því mikla „keppnislandi”,
Bandaríkjunum, þar sem svimandi
háar upphæðir eru greiddar í verð-
laun, er alls konar uppskrifta-keppni
árlegur viðburður. Það eru þá gjarn-
an hveitiframleiðendur sem standa
straum af kostnaðinum og greiða
verðlaunin. AUt í auglýsingaskyni.
Neytendasíðan á í fórum sípum
gamla bandaríska matreiðslubók þar
sem eru margar verðlaunauppskrift-
ir. Upphæðirnar eru svimandi háar, í
það minnsta á okkar vesæla, frónska
mælikvarða. Hæstu verðlaunin, í
eins konar landskeppni, voru hvorki
meira né minna en 50 þúsund dalir
eða 20 milljón islenzkar ferða-
mannakrónur.
Ekki eru verðlaunin í fyrstu keppni
Landssambands bakarameistara og
Dagblaðsins svo mikil þótt okkur
þyki þau flott — Flórídaferð fyrir
tvo. En hver veit nema þessi fyrsta
keppni okkar geti orðið vísir að ann-
arri og meiri keppni í framtíðinni.
Iher veit nema islenzkir þátttak-
endur geti komizt í bandaríska
keppni með milljónaverðlaunum
Reglur
samkeppninnar
Eftirfarandi reglur hafa verið settar í uppskriftasamkeppni
Landssambands bakarameistara og Dagblaðsins:
1. Þátttaka er öllum heimil nema starfandi bökurum.
2. Uppskriftunum skal skilað til Dagblaðsins fyrir 1.
desember á meðfylgjandi eyðublaði.
3. Hverjum þátttakanda er einungis heimilt að senda eina
uppskrift.
4. Tekið verður tillit til hráefniskostnaðar enda er verið að
leita eftir ódýrum uppskriftum.
5. Landssamband bakarameistara áskilur sér ráðstöfunarrétt
yfir þeim uppskriftum, sem berast.
Uppskriftasamkeppni
Landssambatids bakarameistara
og Dagblaðsins.
Nafn:____________________________
Heimili:
Sími: _
Nafn uppskriftar:
Magn:______________
Hráefni grömm Verðpr.ein. Samtals
Samtaís:
Bökunarhiti: _
■Bökunartími:
Skýringar: ___
síðar meir.
Fyrir nokkrum árum var efnt til
bökunarkeppni hér á landi á vegum
hveitiframleiðanda og íslenzk kona
komst í bandaríska keppni. Það var
ógleymanlegt ævintýri sem sagt var
frá i Vikunni á sínum tíma.
í bandarísku matreiðslubókinni,
sem minnzt var á áður, eru ekki-
aðeins kökuuppskriftir heldur upp-
skriftir að hvers konar réttum, aðal-
réttum, forréttum og eftirréttum. Svo
eru kökurnar auðvitað sér á parti.
Vel má vera að það vefjist fyrir ein-
hverjum að reikna út hvað kostar í
kökurnar. Það er þó ekki neinn vandi
ef maður veit hvernig á að fara að
því. Algert skilyrði er að vita ná-
kvæmlega hve mikið af hverju á að
fara í kökuna. Það er ekki hægt að
nota uppskrift sem hljóðar: „svolítið
af þessu og svolítið af hinu”!
Þegar liggur ljóst fyrir nákvæm-
lega hvað i kökuna fer er ekki annað
að gera en að kynna sér hvað hver
hlutur kostar, t.d. kg af hveiti, sykri,
stykkið af egginu o.s.frv., og marg-
falda svo og leggja saman. — Það
getur verið dálítið erfitt að verðleggja
t.d. eina tsk. af salti og 2 tsk. lyfti-
duft eða matarsóta. Við verðleggjum
það á 5 kr. Það er ekki fjarri lagi.
Heimilisuppskriftir eru þannig kann-
ski ekki alveg jafnnákvæmlega
verðlagðar og uppskriftir sem bakar-
arnir fara eftir því þeir nota miklu
stærri skammta. Þá verður að finna
nákvæmar út hvað hlutir eins og t.d.
krydd og lyftiduft kosta. Þá er það
heldur enginn vandi.
Ekki
„hnallþórur"
Með uppskriftasamkeppninni er
verið að leita eftir góðum en jafn-
—Skilafrestur
hértill.des.
framt frekar ódýrum kökum. Ba<tar-
arnir hafa í huga að baka sjálfir eftir
þessum uppskriftum síðar og hafa
kökurnar á boðstólum. Verða þær þá
sennilega verðlagðar eftir því sem
þær kosta í framleiðslu „höfundar-
ins”.
Það er ekki verið að leita eftir
„hnallþórum”, eins og áður hefur
komið fram. Engar reglur eru um
það hvernig uppskriftin er fengin en
margir eiga i fórum sínum gamlar
uppskriftir sem e.t.v. hafa einhvern
tíma birzt á prenti. Það er ekki bein-
línis ætlazt til þess að viðkomandi
uppskriftir séu hannaðar sérstaklega
fyrir keppnina.
Munið að skilafresturinn er til 1.
desember næstkomandi. Við munum
við og við á tímabilinu birta seðilinn
sem færa á uppskriftina og verðút-
reikninginn inn á.
- A.Bj.
20 MILU. KR. VERD-
LAUNAUPPSKRIFT
Þegar þar að kemur verða upp-
skriftirnar úr samkeppninni birtar á
neytendasíðunni. Á meðan við bíðum
eftir þeim skulum við lita á þann
baksturinn sem fékk 20 milljón króna
verðlaunin í landskeppni í USA fyrir
mörgum árum. Þetta eru eins konar
„vafningar” og úr uppskriftinni
koma 24 stk.
Blandið saman ....
1/2 bolla smjörl.
3 msk. af sykri
1 1/2 tsk. af salti
1 tsk. vanilludr.
l/2bolla af flóaðri mjólk
Bætið út í . . . .
2pk. geri, uppleystuí
1/4 bolla af ylvolgu vatni.
Blandið saman við ....
1 1/2 bolla hveiti og hrærið deigið
vel saman. Breiðið klút yfir og látið
bíða í 15 .mín.
Bætið þá í . . . .
3 eggjum, einu í einu, og hrærið vel
í áeftir.
Blandið út í . . . .
1 1/2 bolla af hveiti og hrærið vel í.
Nú á deigið að vera mjúkt.
Látið deigið hefast með því að breiða
yfir skálina og láta hana standa í um
það bil 1/2 klst á heitum stað.
Blandið nú saman 3/4 bolla af söxuð-
um hnetum, 1/2 bolla af sykri og 1
tsk. af kanel.
Skiptið deiginu í 24 bita, búið til af-
langa, um það bil 20 cm langa bita.
Veltið þeim úr hnetunum og snúið þá
að vild. Vafningarnir eru síðan látnir
á smurða plötu og bíða í 5 mín.
Bakaðir í meðalheitum ofni, um
176°C, í 12—15 mínútur.
Hráefniskostnaður í þessa 20 millj-
ón kr. verðlaunauppskrift er mjög
nálægt 683 kr. eða um 36 kr. fyrir
hvert stykki.
- A.Bj.
Uppskrift
dagsins
Lítið þarff oft tilað gera hvunn-
dagskökuna að spariköku
Skilafrestur í uppskriftakeppninni
er 1. des. Þeir sem eiga gómsætar en
ódýrar uppskriftir í fórum sínum eru
hvattir til þess að fylla út seðilinn og
senda til DB.
Margir halda að kökur þurfi endi-
lega að vera rándýrar til þess að vera
góðar. Það er mesti misskiiningur.
Ódýrar kökur geta einnig verið
góðar. Svo þarf oft ekki mikið til
þess að „hressa upp á” algjöra
hvunndagsköku til að hún verði að
sannkallaðir „spari-köku”, kannski
smásúkkulaðibita eða eitt epli.
Munið að það er til mikils að
vinna: 1. verðlaun eru Flórídaferð
upp á 6—800 þúsund kr. fyrir tvo og
2. og 3. verðlaun heimilistæki. A.Bj.