Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 39
39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
Sjónvarp
D
I
Útvarp
22. NOVEMBER
—dagur bamaima
Barnadagur útvarpsins hefur
loksins verið ákveðinn 22. nóvember
eftir að honum hafði verið frestað
einu sinni.
Á barnadeginum verður margt til
skemmtunar og fróðleiks, einkum
fyrir börn. Meðal annars verður
þáttur með blönduðu efni klukkan
21.15 um kvöldið. Myndin er tekin í
stúdíói útvarpsins er nemendur úr
Leiklistarskóla barna komu i heim-
sókn. Sigriður Eyþórsdóttir skóla-
stjóri skólans, situr á stól t>rir fram-
an börnin en við hlið þeirra stendur
Jónína H. Jónsdóttir, sem ræðir við
börnin.
í þættinum sem nefnist Hring-
ekjan koma fram börn frá ýmsum
landshlutum og segja frá sjálfum sér
og áhugamálum sínum. Þá ræðir
einn strákur, Finnur að nafni, við
Bessa Bjarnason leikara.
-DS/DB-mynd Hörður.
Sjónvarp íkvöld kl. 21,55:
Fógur rödd og heill-
andi framkoma f bar-
áttunni gegn kyn-
þáttaaðskilnaði
Suður-afríska söngkonan Miriam
Makeba er m.a. þekkt fyrir að hafa
tekið blámannatónlist innan úr svört-
ustu Afríku og fært hanaí búning ,,sið-
menningarinnar”, — gert blámanna-
tónlistina að diskótónlist.
Makeba skemmtir islenzkum
sjónvarpsáhorfendum í kvöld kl.
21.55. Þá er sjónvarpað upptöku frá
tónleikum Menningar- og vísinda-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna árið
1978. Það ár var helgað baráttunni
gegn kynþáttaaðskilnaði.
Miriam Makeba, sem er fædd og
uppalin í Suður Afriku, hefur verið bú-
sett i Bandarikjunum um árabil. Hún
var gift bandaríska blökkumannaleið-
toganum Carmichael og átti með hon-
um róstusamt líf. Eiginmaður hennar
- :• ákærður fyrir morð og önnur mis-
indisverk. Þau slitu samvistum.
1 baráttunni gegn kynþáttaað-
skilnaðarstefnunni hefur Miriam
Makeba notað hina fögru söngrödd
sina og heillandi framkomu.
-A.Bj.
MONIKA-útvarpkl. 21.35:
SVEITALÍFSSAGA
— spennandiog
rómantísk
Lestur nýrrar útvarpssögu hefst á
mánudagskvöldið. Er það sagan
Monika eftir Jónas Guðlaugsson i
þýðingu Júníusar Kristinssonar.
Guðrún Guðlaugsdóttir les söguna en
áður en fyrsti lestur hefst flytur
Gunnar Stefánsson smáspjall um
höfundinn. Gunnar var spurður um
hann og söguna.
„Jónas Guðlaugsson var einn af
þeim höfundum sem fóru til Dan-
merkur á fyrsta tug aldarinnar og
skrifaði á dönsku. Hann var fæddur
1887 og dó 1916, tæplega þrítugur að
aldri.
Jónas heitinn Guðlaugsson rithöfund-
ur.
Hann orti nokkuð af ljóðum, bæði
á dönsku og íslenzku, og skrifaði
nokkrar sögur. Monika hefur aldrei
verið þýdd á íslenzku fyrr en núna en
henni var vel tekið í Danmörku á
þeim tíma sem hún kom þar út. Enda
var ísland þá óþekkt land og spenn-
andi.
Sagan gerist á íslandi og er svona
sveitasaga, dramatísk og rómantísk í
senn. Eins og gefur að skilja eftir
þeim tima sem hún kemur út á lýsir
hún gömlum tíma sem nú er horfinn.
Mér finnst svolítið gaman að þvi að
heyra þá lýsingu,” sagði Gunnar. Og
við verðum að vona að fleiri séu hon-
um sammála.
- DS
ALÞJÓDALðGREGLAN
—sjónvarp íkvöld kl. 22,40:
Alþjóðalöggan
glæpaklíka?
„Alþjóðalögreglan afhjúpuð
hefði verið betra nafn á þennan
hátt,” sagði Bogi Arnar Finnboga-
son, þýðandi og þulur, um myndina
Alþjóðalögreglan, sem sjónvarpið
sýnir okkur í kvöld.
„Alþjóðalögreglan er borin þung-
um sökum og hún er talin veita
heiðarlegu fólki álíka vörn gegn
glæpalýð oghrip gegn regni. Einkum
þykir ámælisvert að aðild að henni
eiga ýmsar verstu glæpaklíkur heims
sem hafa verið þekktar fyrir allt
annað en lýðræðisleg vinnubrögð.
Fullyrt er að allar upplýsingar sem
Alþjóðalögreglan fær séu óðar
komnar til stjórnenda helztu glæpa-
klíkna heims sem hafa sambönd á
réttum stöðum.
Þó þykir mest gagnrýni vert af
öllu að nasistar höfðu þar öll tögl og
hagldir um árabil enda var forseti
Alþjóðalögreglunnar á striðsárunum
enginn annar en Reinhardt Heydrich,
yfirmaður þýzku lögreglunnar, þar á
meðan hinnar illræmdu SD-öryggis-
deildar SS-sveitanna.
Og árið 1968 voru nasistar þar enn
við völd því þá var yfirmaður
Alþjóðalögreglunnar Paul nokkur
Deckopf, skósv<-inn Heydrichs, en á
striðsárunum var ’■ inn í valdaklíku
nasista. Áður en hann settist í for-
setastólinn fékk hann tandurhreint
sakavottorð bæði frá þýzku lög-
reglunni og þeirri svissnesku. En
heldur þótti kárna gamanið þegar
vondir menn grófu upp aðalskjölin
varðandi hann frá striðsárunum og
fundu Deckopf þar á meðal banda-
manna sinna og lýsinga á ferli hans.
Niðurstaða myndarinnar er að
það sé álíka gáfulegt að trúa Al-
þjóðalögreglunni fyrir leyndarmálum
og að gera Gróu á I.eiti að trúnaðar-
\ ini sintim," sagði Bogi.
Eftir lýsingu hans að dæma virðist
myndin vera vel þess virði að sjá
hana og jafnvel þannig að hreint tjón
sé að missa af henni. -DS.
Rakarastofan Kiapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofa Klapparstíg
Tímapantanir
13010
Sígildir
skrifstofustolar
Úrval af skrifstofustólum með
sjúlfvirkum hœðastilli.
Stáliðjan hf.
SMIÐJUVEGI5 KÓPAVOGI