Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 24
Hin, sívinsælu
hlaðrúm
okkar komin aftur
Stáliðjan hf.,
Smiðjuvegi 5, Kðpavogi.
Sfmi43211
| Vöm-og brauðpefwigar-Vöniávísanir
i Perangaseðtar og mynt Gömul umslög og póstkort m
FRÍMERKI m S 1 - J (1 O ^ I5LAND
AUtfyrirsafnarann
Um Ilílonna Laugavegi 15
1 HJU lliayilU Sími23011
Mustang Ghia árg. '79
Þessi glæsilegi bíll er til sölu, nýr, ónotaöur. Allar upplýsingar
á Bflasölu Garðars, Borgartúni 1. Sfmar 18085 —19615.
SKRIFSTÖFU- OG
AFGREIÐSLUSTARF
Staða skrifstofu- og afgreiðslumanns í véla-
deild Vegagerðar ríkisins í Reykjavík er laus til
umsóknar.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra
fyrir 21. nóvember nk.
VEGAGERÐ RÍKISINS,
BORGARTÚNI7
105 REYKJAVÍK.
PÓS TSENDUM
Skóbúðin Suðurveri
Stigahlíð 45-47. S. 83225.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
SAMEINAÐIR
STÖNDUM VÉR
— sundraðir föllum vér
Mér þykir rétt að víkja fáeinum
orðum að upphafsmönnum þessa
pólitíska óskapnaðar sem nú er að
skella á þjóðina, en það eru Alþýðu-
flokksmenn. Ef eitthvað er hægt að
kalla svik í mannlegum samskiptum
og í pólitík, þá er brotthlaup þeirra úr
fyrrverandi ríkisstjórn, svik af
augljósastatagi.
Ætla ég að víkja fáeinum orðum
að þeim forsendum er þeir gáfú sér
við það tækifæri en það var að þeir
hefðu ekki komið máium sínum fram
innan stjórnarinnar. Þessa
fullyrðingu reyndu brotthlaupsmenn
að gera sennilega með ýmsum hug-
lægum íþróttum og málefnalegum
vangaveltum, en heldur var það hjá-
róma málflutningur og stóðst ekki
staðreyndamat. Enda kom það fram
eftir ýmsum sannanlegum gögnum
t.d. i undirbúningi fjárlaga
Tek ég eitt dæmi. Það er grein frá
einum Alþýðuflokksmanna, Eiði
Guðnasyni, fyrrverandi alþingis-
manni, í DB 12/10. 1979, bls.ll.
Þessi grein er ágætt dæmi um
hvernig þessar pólitísku skoppara-
kringlur höguðu áróðri sínum.
Orðréttur útdráttur: „Hópur fram-
sóknarmanna hefur undanfarið setið
með sveitta skalla við að setja saman
svokallaðar „nýjar tillögur” í efna-
hagsmálum. En hverjar skyldu svo
hinar nýju tillögur vera? Efnislega
eru það tillögur Alþýðuflokksmanna
frá í desemtier í fyrra. Tillögur, sem,
vegna andstöðu samstarfsflokkanna,
komust aldrei lengra en inn i greinar-
gerð með desember-frumvarpinu
fræga.
í sameiningu tókst Framsókn og
kommum að koma í veg fyrir að þær
næðu fram að ganga. Nú heita þetta
„nýjar tillögur” í efnahagsmálum.”
Þarna er fullyrt að efnahagsmála-
frumvarpið sé að mestu eftir tillögum
alþýðuflokksmanna. Er manni þá
spurn: Af hverju hlupu þeir? Það
mun ekki mjög erfitt að geta sér til
um ástæðuna. Allt frá upphafi
stjórnarsamstarfsins hefur það legið í
loftinu að allmikill hluti Alþýðu-
flokksmanna var andvígur vinstra
samstarfi og beið einungis eftir
tækifæri til að slíta stjórnarsam-
starfinu á einhverjum sýndará-
greiningi. Enda sagði greinarritari,
Eiður Guðnason, í ræðu um
þjóðmálaástand á borgarafundi,
höldnum á Hótel Loftleiðum þann
11/10. ,,að þeir hefðu beðið i 13
mán.” Hann hagaði að vísu þannig
máli sínu að það hefði verið bið eftir
því að koma áhugamálum sínum í
framkvæmd en þá loks, að eigin
mati, er komnar voru fram tillögur er
þeir telja sínar, þá slíta þeir sam-
starfi. Þetta verður að teljast alger-
lega dæmalaus skoilaleikur og
ævintýramennska enda gátu þeir fá
rök borið fyrir sig um ástæður fyrir
stjórnarslitum, annað en ómerkilegt
þvaður-og rangfærðar ástæður. En
þetta er gott dæmi um hvernig
Alþýðuflokksmenn höguðu mál-
flutningi sínum. Fleirum en greinar-
ritara mun hafa þótt ástæður og
málflutningur Alþýðuflokksmanna
ómerkilegur.
Til dæmis gat formaður Sjálf-
stæðisflokksins þess, í allgóðri ræðu,
að „Brútus ísl. stjómmála væri
líklegast fundinn.” Klöppuðu fund-
armenn þá óvenju mikið, og varð
ræðumaður að gera hlé á máli sínu
um stund.
Og áfram gekk hin pólitíska
rúlletta. Þeir sem kallaðir voru
Brútusar að kvöldi þess 11. voru
studdir upp í stjórnarstóla fáeinum
dögum síðar, af þessum sama for-
mani, á heldur sérstæðum for-
sendum, þeim, að í raun er þeim
einungis falið að taka sjálfa sig
pólitiskt „af lifi”, þykir máske
mörgum það vera hæfiiegt réttlæti að_
láta þá „strumpa við stjórnvölinn” í
50 til 70 daga eftir þá ævintýra-
mennsku er þeir sýndu af sér, enda
mun það vera staðreynd, að einhvcrs
staðar verða vondir að verh”.
Hins vegar tel ég að allir
Kjallarinn
Bjami Hannesson
þeir, sem unna frelsi lands og þjóð-
ar og bera virðingu fyrir mann-
legri reisn, séu liu hrifnir af þessum
trúðleik Alþýðuflokksmanna. Ætla
ég að leiða nokkur rök að því að
stjórnmálastarfsemi þessa flokks, sé
ekkert annað en nokkurs V« nar póli-
tískur Pompadourismi (Madame
Pompadour var frilla Frakklands-
konungs). Þessi flokkur var þar til
1978 stöðugt að minnka enda engin
furða, þar sem hann var fyrrverandi
verkalýðsflokkur, en var farinn að
haga þannig stefnumálum og stjórn-
málaáhrifum að þeir hafa oftast í
seinni tíð valið hægra samstarf og
auðvaldsleiðir í stefnumörkun ef þeir
hafa átt kost á því. Afleiðing af
þessu varð sú að flokkurinn var í
þann veginn að tapa öllum þing-
mönnum sínum. Þá datt þeim í hug
að reyna pólitíska andlitslyftingu
með því að hafa formannsskipti og
hafa svokölluð opin prófkjör. í ábót
við þetta lofuðu þeir allskyns
umbótum og endurnýjun í stjórn-
málum ef þeir fcngju nægt kjörfylgi.
Flugtak og
fall íkarosar
Ber þá að meta við hvaða
aðstæður kosningarnar 1978 fóru
fram. Þá hafði ríkisstjórn Geirs
Hallgrímssonar setið í fjögur ár við
fádæma lélegan orðstir, t.d. átti hún
tvenn verðbólgumet er ekki hafa
verið slegin siðan, 54,5% árið ’75 og
51,7% frá 1977 til stjórnarskipta
1978. Meðaltalsverðbólga á þessum 4
árum var 41,5%. Hinsvegar var
meðalverðbólga á 4. stjórnarárum
tveggja siðustu vinstristjórna 29,2%.
Sigur unnu Alþýðuflokksmenn, svo
mikinn að heyrst hefur frá aðila, er
varð áhorfandi að sigurvímu sumra,
að þeir hafi orðið eins og apar
nýsloppnir út úr dýragarði (þetta var
að vísu fremur iilkvittinn náungi en
gafþessa lýsingu, sel hana ekki dýrar
en keypti).
En alvara lífsins var fljót að segja
til sín, og þá fór að reyna á til hvers
þeir dygðu. Þá sorgarsögu vita ailir
um er hafa fylgst með stjórnmála-
lifinu síðastliðna 16. mán., en gera
má fáorða úttekt á því. Ber þar hæst
framkomu þingmanna þessa flokks á
síðast liðnu þingi. Við ýms tækifæri
mátti helst halda að þinghúsið væri
leikhús til að stunda það sem einn
þingmaður kaliaði „öskurþing-
mennsku”. Því miður var víst of
mikill sannleikur falinn í þessu nýyrði
Til dæmis var miklum hávaða og
fjölda ræða eytt á heldur ómerkilegt
mál, þar sem eru bílafriðindi
ráðherra. En svo mikill var fyrir-
gangurinn með þetta mál að það
gleymdist víst að afgreiða það á lög-
formlegan hátt; eru reglur þvi
óbreyttar. Einnig má minna á
óþjóðlega pólitiskt siðgæði Benedikts
'Gröndal í „vallarmálinu”, er hann
yfir kokteil og við flirur nokkurra
offisera ætlaði að leyfa alfrjálsan
flæking dátanna af vellinum út um
allt land að vild. Um framkomu
þeirra við stjórnarfallið vita allir,
ætla ég ekki að bæta hér við þá
svikasögu við vinstri menn hér á
landi. En ærið eru þeir orðnir lág-
fleygir núorðið, málefnalega séð.
Enda geta þeir af fáu státað nema
svikum og blekkingum við allt og
alla, utan íhaldið, og þar hlutu þeir
að launum Brútusarheitið marg-
fræga. Niðurstaða sú, sem vinstri
menn og verkalýðssinnar geta dregið
af samstarfi við Alþýðuflokkinn, er
að þeir svíkja á versta tíma, pólitískt
séð, enda kunna þessfr
Pompadouristar best við sig í
pólitísku frillulíffvið íhaldið.
Sér grefur gröf,
þótt grafi
Fleiri eru komnir á pólitíska eyði-
merkurgöngu en Alþýðuflokksmenn,
svo er einnig orðið með Sjálfstæðis-
flokkinn. Það hefir verið pólitísk á-
róðurslína hjá þeim síðasta áratuginn
að rógbera og afflytja stjórnarstörf
og flokkssamstarf vinstri manna.
Rógurinn hefir verið svo ákaflega
rekinn að þeir eru farnir að trúa
honum sjálfir, en ekki gáð að eigin
málum, hvorki flokksmálum né
skynsamlegri stefnumörkun í lands-
málum.
Þetta hefir komið augljóslega
fram í nýliðnum prófkosningum. Þar
er kominn fram alvarlegur
klofningur og það sem er enn alvar-
legra fyrir flokkinn er það, að verka-
lýðsarmur flokksins er að troðast
undir í samkeppni við aðal auðs og
valds innan flokksins. Þetta hefur
orðið svo alvarlegt að þeir láta skipta
um í sætum í Rvik til að reyna að
breiða yfir það, að meginvalda-
blökkin í blokknum er að tengjast
hugmyndafræði stórauðvaldsins.
Sönnun fyrir þessu mati mínu er hin
nýja stefnuskrá frá 17/2 1979 og úr-
slit prófkosningnna. „En ekki er
sopið kálið þó í ausuna sé komið”.
Segja má að til sé réttlæti. Á ég þar
við ósamlyndisróginn og meint úr-
ræðaleysi vinstri manna, er þeir hafa
verið sí og æ að brigsla þeim um. Nú
er þetta allt komið í þeirra eigin
heimahaga, enda var formaður
flokksins, Geir Hallgrímsson, heldur
framlágur í sjónvarpinu þann 4.
nóv., er hann var spurður um ástand
mála í eigin flokki. Ekki gat ég vor-
kennt formanninum mikið, þar sem
leitis-Gróur og lyga-Merðir flokksins
eru búnir i áravís að reyna að koma
illu til leiðar milli vinstri manna.
Hafa þeir rekið þann rógburð, frá
fjöru til fjalla, svo ákaflega, að þá
hefir ekkert vantað nema sópskaftið i
klofið til að útlitið líktist innrætinu
og undanskii ég þar ekki formanninn
sjálfan, á stundum.
Sameinaðir
stöndum vér,
sundraðir
föllum vér
Það sem vinstri menn verða að
gera í komandi kosningaáróðri og
umfjöllun landsmála er það, að vera
ekki að deila hver við annan það er
einungis vatn á myllu and-
stæðinganna, heldur að vinna
markvisst að því að ná helst starf-
hæfum meirihluta að kosningum
loknum. Þetta ættu þeir að geta, eða
í það minnsta að reyna, vegna þeirrar
stöðu sem nú er kominn upp í stjórn-
málununi. Þeir verða að leggja til
hliðar hverskyns áróður, gegn hver
öðrum (Alþýðubandalag, Fram-
sókn), og einbeita sér að and-
stæðingunum.
Ekki mun af veita þegar
Potemkintjöld og Kínalífselíxírar
birtast i kosningamálum hægri-
aflanna. Þau verða skrautleg þegar
þau birtast, það mun nokkuð öruggt.
Ég vona að kjörorð vinsri manna í
komandi kosningum verði. Burt með
stórauðvaldið og Pompadouristana.
Frjáls þjóð í frjálsu landi. Sam-
einaðir stöndum vér. Sundraðir föll-
um vér. Bjarni Hannesson,