Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
I
Iþróttir
Iþróttir
19
Iþróttir
Iþróttir
D
r
— FH vann öruggan sigur á Islandsmeisturunum ífyrsta leik 1. deildar, 21-17
,,Ég er virkilega hress eftir þennari
sigur — og hann kom mér ekki á óvart.
Ég vissi hvað býr í strákunum. Þeir
hafa góða boltameðferð og gerðu alveg
það sem fyrir þá var lagt. Héldu höfði
allan leikinn. Ég held að geta okkar
hafi komið Valsmönnum á óvart —
þeir hafa talið sig örugga um sigur
fyrír leikinn,” sagði Geir Hallsteins-
son, þjálfari FH-inga og aðaldriffjöður
liðsins eftir að lið hans vann öruggan
sigur á Islandsmeisturum Vals í Laugar-
dalshöll á laugardag. Það var fyrsti
leikurinn i 1. deild karla á þessu
keppnistímabili. Úrslit i leiknum, Valur
17 —FH21.
Það urðu því mjög óvænt úrslit i
fyrsta leik mótsins — og því er spáð að
svo verði um marga leiki í vetur.
Enginn leikur unninn fyrirfram. FH
hefur staðið sig heldur illa í haust-
leikjunum — Valsmenn hins vegar all-
þokkalega — og það kom því á óvart
að FH hafði yfirburði gegn íslands-
meisturunum. Sigurinn í minnsta lagi.
FH-liðið drifið áfram af góðum leik
Geirs og snjallri markvörzlu Birgis
Finnbogasonar, var betra liðið allan
leikinn. Valsmenn hins vegar daufir og
allt öryggi skorti — einn lakasti leikur
Vals um langan tíma. Þetta er þó
aðeins tímabundið slen — Valsliðið
með alla sina leikreyndu leikmenn og
efnilegu ungu pilta verður áreiðanlega
sterkt í vetur. Þar er ekkert hrun fram-
undan eins og margir vildu gefa í skyn
eftir hinn slaka leik gegn FH. FH-liðið
verður einnig í fremstu baráttu — til
alls liklegt, þegar Geir hefur heflað
betur þann mikla efnivið sem hann
hefur fyrir hendi i liði sínu.
Jafn fyrri háifleikur
Pétur Ingólfsson, nýi leikmaðurínn hjá FH frá Armanni, komst frír að marki Vals um miðjan siðarí hálfleikinn. Vippaði knettinum yfir Óla Ben. en knötturínn hafnaði i
stöng og út aftur. Pétur skoraði þrjú mörk í leiknum. DB-mynd Hörður.
Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn
hvað markaskorun snerti en frum-
kvæði FH ótvírætt. Allar jafnteflis-
tölur upp í 8—8 þar sem FH-ingar
skoruðu yfirleitt á undan. Valur komst
þó einu sinni yftr, 6—5, á 18. mín.
Skotmenn Vals voru slakir —
helmingur markanna skoraður úr vita-
köstum. Aðeins eitt utan af velli —
Hamborg á ný
íefstasæti
— Átti stórieik gegn
Borussia Dortmund,
sem varíefstasæti
fyrir umferðina
Hamburger SV vann auöveldan
sigur i Hamborg á efsta liðinu fyrir
umferðina, Borussia Dortmund, í
vestur-þýzku Bundeslígunni í knatt-
spyrnunni á laugardag. Við það náði
Hamburger efsta sætinu á ný. Ferðin
erfiða og leikurinn við Dynamo
Tibllsi í Evrópubikarnum sat ekki i
leikmönnum Hamborgar-liðsins — þeir
höfðu algjöra yfirburði gegn
Dortmund. Lokatölur4—0.
Buljan skoraði tvö af mörkunum,
Hrubesch eitt og Kevin Keegan, sem
var bezti maður á vellinum, einnig eitt
en einnig var dæmt mark af, sem hann
skoraði, vegna rangstöðu. Bæði lið
hafa 17 stig en Hamburger SV miklu
betri markamun. Eintracht Frankfurt
er stigi á eftir og sigraði i Kaiserslautern
— fyrsti tapleikur heimaliðsins þar á
leiktímabilinu.
Úrslit á laugard. urðu annars þessi:
Gladbach-Múnchen 1860 1—1
Leverkusen-Stuttgart 1—3
Braunschweig-Bochum 3—0
Kaisersl. -Frank furt 0—1
Hamburger-Dortmund 4—0
Bayem-Uerdingen 3—0
Hertha-Werder Bremen 0—0
Duisburg-Köln 0—2
Schalke-Dússeldorf 2—2
Staða efstu liða:
Hamborg 12 7 3 2 27—11 17
Dortmund 12 8 1 3 24—17 1 7
Frankfurt 12 8 0 4 25—14 16
BayernM. 12 6 3 3 22—13 15
Schalke 12 5 4 3 22—14 14
Jón Karlsson. FH skoraði síðasta
markið í hálfleiknum og staðan 9—8
fyrir FH í hálfleik. Liðið misnotaði eitt
viti og Guðmundi Árna Stefánssyni var
vikið af velli.
í byrjun síðari hálfleiks greip
þjálfari Vals, Hilmar Bjömsson, til
þess ráðs að láta Bjama Guðmundsson
taka Geir úr umferð. Það
misheppnaðist hins vegar algjörlega þó
svo Valsmenn jöfnuðu i 9—9. Það var
eftir að Geir braut af sér og var vikið af
velli i tvær mínútur. FH skoraði tvö
mörk — komst í 11 —9, þegar Geir kom
inn á aftur — og eftir 10 mín. var FH
komið fjórum mörkum yfir, 15—11.
Um miðjan hálfleikinn var fimm
marka munur og þá var greinilegt að
hverju stefndi. Leikur Valsmanna
ákaflega slakur — sóknarleikurinn
mjög þunglamalegur og vömin off
hriplek. Markvarzla Brynjars Kvarans
og siðan Óla Ben. í síðari hálfleiknum
lítil sem engin. Lokakaflann hugsuðu
FH-ingar mest um að halda fengnum
hlut — leiktöf var meira að segja dæmd
Valur-FH 17-21 (8-9)
tslandsmótið 1. deild karla. Valur — FH 17—21 (8—9) Laugardalshöll
10. nóvember.
Beztu leikmenn (hxsta einkunn 10). Geir Hallsteinsson, FH, 7, Birgir
Finnbogason, FH, 7, Guðmundur Magnússon, FH, 6, Bjarni Guðmunds-
son, Vai, 6, Valgarður Valgarðsson, FH, 6.
Valur. Brynjar Kvaran, Brynjar Harðarson, Bjami Guðmundsson,
Hörður Hilmarsson, Steindór Gunnarsson, Stefán Gunnarsson, Þorbjöm
Jensson, Jón H. Karlsson, Stefán Halldórsson, Ólafur Benediktsson,
Þorbjöm Guðmundsson og Gunnar Lúðviksson.
FH. Birgir Finnbogason, Guðmundur Magnússon, Valgarður
Valgarðsson, Sxmundur Stefánsson, Guðmundur Ámi Stefánsson, Eyj-
ólfur Bragason, Árai B. Árnason, Pétur Ingólfsson, Magnús Teitsson,
Geir Hallsteinsson, Krístján Arason og Sveinn Krístinsson.
Dómarar Björa Krístjánsson og Óli Olsen. Áhorfendur 600.
á þá — en það losnaði um bæði lið,
þegar sigur FH var i höfn. Sex mörk
skoruð síðustu tvær minúturnar og þá
lika misnotað viti. öruggur sigur FH.
21 — 17.
Éins og áður segir bar mest á Geir og
Birgi í FH-Iiðinu en Guðmundur
Magnússon og Valgarður Valgarðsson
voru einnig drjúgir: Kristján Arason
hættulegur vinstri handar-skotmaður.
Stór og sterkur. Þá hefur FH fengið
góðan liðsauka þar sem Pétur Ingólfs-
son, áður Ármanni, er, en hins vegar
bar lítið á nýju leikmönnunum, sem
gengu úr Stjörnunni í FH, Þeim Eyjólfi
Bragasyni, Árna B. Árnasyni og
Magnúsi Teitssyni. Eflaust þó leik-
menn, sem eiga eftir að styrkja FH-lið-
ið. Bezt er að hafa sem fæst orð um
Valsliðið. Þetta var ekki þess dagur.
Mörk Vals skoruðu Stefán
Halldórsson 6 — allt víti — Þorbjörn
Guðmundsson 3, Þorbjöm Jensson 2,
Steindór Gunnarsson 2, Stefán
Gunnarsson, Gunnar Lúðvíksson, Jón
H. Karlsson og Bjarni Guðmundsson
eitt hvér.
Mörk FH. Valgarður Valgarðsson
4, Krístján Arason 4/2, Guðmundur
Magnússon 3, Pétui Inólfsson 3, Geir
Hallsteinsson 3/1, Guðmundur Árni
Stefánsson 2, Sæmundur Stefánsson og
Magnús Teitsson eitt hvor.
Valur fékk sjö vítaköst — Sveinn
Kristinsson varði það síðasta frá
Stefáni. FH fékk 4 vítaköst. Brynjar
Kvaran varði eitt frá Geir. Einum Vals-
manna var vikiðaf velli — Herði Hilm-
arssyni — þremur úr FH. Guðmundi
Árna, Geir og Valgarði.
-hsím.
Knattspymuþjálfarar
Knattspyrnufélagið Víðir, Garði, óskar eftir að
ráða þjálfara næsta keppnistímabil. Upplýsingar
í síma 92—7290.
Nú er gler
CD
f
ítísku
littala býður fráh ..ara línu í glösum,
bollum, diskum, skálum o.fl.
Komiö í nýju GJAFAVÖRUDF.ILDINA
og skoöiö nýju geröirnar meö lausu
handfangi ætlaðar fyrir heita og kalda
drykki.
KRISTJÓn
SIGGEIRSSOn HE
m
LAUGAVEG113. REYKJAVIK, SÍMI 25870