Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979.
Gilnter Wallraff sem skrifað hefur bækur um aðferðir Sprínger blaðaútgáfufyrir-
tækjanna er enn I fullu fjöri. Ný bók um Sprínger og félaga er komin út og hefur
selzt vel þrátt fyrir tilraunir til að þegja hana I hel, að sögn Wallraffs.
jgPlPgra:/
Jri
Edward Kennedy veifar til fólksins I heimaborg sinni Boston. Honum virðist ganga flest f haginn nú I byrjun kosningabarátt-
unnar. Lengst til vinstri er kona hans, Joan.
Bandaríkin:
Kennedy með mest
fylgi frambjódenda
—þriðjungur er þó enn dákveðinn hvem hann vill sem forseta
Edward Kennedy öldungadeildar-
þingmaður nýtur mests fylgis sem
væntanlegur forseti Bandaríkjanna
af þeim sem orðaðir hafa verið við
embættið. Er þá átt við bæði repu-
blikana og demókrata. Kom þetta
fram í skoðanakönnun, sem ABC
sjónvarpsstöðin birti í gær.
Tuttugu og níu af hundraði vilja að
Kennedy verði forseti. Hins vegar ber
þess að geta að þriðjungur þeirra er
spurðir voru höfðu ekki gert upp hug
sinn til málsins.
Skoðanakönnunin fór þannig fram
að hringt var i 1506 manns, viðs
vegar um Bandaríkin, hinn 3. og
fjórða þessa mánaðar.
Jimmy Carter núverandi Banda-
rikjaforseti hlaut aðeins tilnefningu
sautján af hundraði fólks eða tólf af
hundraði minna en Kennedy.
Republikanarnir Ronald Reagan,
Howard Baker, John Connally og
Gerald Ford fengu 9, 4,3 og 3%
þeirra sem spurðir voru. Dcmókrat-
inn Jerry Brown rikisstjóri í Kali-
fomiu fékk I %. Aðrir fengu minna.
Öpið:
Mánud.
1—6
Þríójud.
1—6
Fimmtud.
1—6
Föstud.
Krónan
±í(dM®
fat$%%ríte9ötU 56
Bjóöum mjög ódýran bama-, dömu- og herrafatnað
Meðalannars:
Buxurfrá kr. 3.000,-
Skyrturfrá kr. 2.000.-
Blássurfrá kr. 1.000.-
Peysur—úlpur
jakkar o.m.fl.
Allt
w>g
avrt
oay
Fatamarkaður
Hverfisgötu 56
Danmörk:
Sjö sjýlfsmorð í
heróínmálaferlum
Alda sjálfsmorða hefur nú gripið um
sig meðal þeirra sem tengjast einni
mestu rannsókn lögreglunnar á heróín-
smygli í Danmörku. Sjö þeirra hafa
þegar ráðið sér bana, með byssu,
hengingu eða tekið inn of mikið af
eiturlyfjum.
Athyglisvert er að aðeins einn þeirra
sem ráðið hefur sér bana hafði verið
handtekinn er það varð. Það var 31 árs
kona, sem dæmd hafði verið í eins og
hálfs árs fangelsi fyrir þátt sinn í
málinu. Hengdi hún sig í klefa sínum.
Hinir sex voru aðeins grunaðir um
aðild að heróínsölu og dreifingu.
Talið er að i það minnsta nokkrir
hinna látnu hafi ráðið sér bana vegna
ótta við sér æðri menn i samtökum
eiturlyfjasmyglara og dreifenda. Einnig
er talið að sumir hafa ekki þolað þann
skort á heróíni sem þeir sjálfir máttu
búa við eftir að rannsókn málsins
hófst.
Meira en áttatíu manns sitja nú i
fangelsi vegna rannsóknar á þessu máli
er einkum varðar heróínsmygl og dreif-
ingu.
írán:
Kristur væri
f sendiráðinu
—ef hann væri á lífi nú, segir Khomeini
trúarieiðtogi—stúdentamir komnir
ífimmdagaföstu
Khomeini, trúarleiðtogi i Iran,
hafnaði algjörlega í gær tilmælum
frá Jóhannesi Páli páfa um að gíslun-
um í bandaríska sendiráðinu yrði
sleppt lausum. Sagði hann það furðu-
legt að páfi færi nú að skipta sér af
innanlandsmálum í íran, þar sem
hann hefði alveg látið það ógert á
meðan keisarinn var við völd.
Khomeini gerði harða hríð að
Jimmy Carter Bandarikjaforseta og
kallaði hann óvin mannkynsins.
Einnig sagði hann að ef Jesús Kristur
væri á jörðu hér þá mundi hann vera
í sendiráðinu (væntanlega með
stúdentunum, sem stóðu fyrir töku
sendiráðsins ).
Stúdentarnir hafa tilkynnt að þeir
hafi nú hafið fimm daga föstu sem
beinast á gegn hinni illu Ameríku.
Talsmaður þeirra sagði í gær að er
taka sendiráðsins fór fram hafi þeir
aðeins verið vopnaðir tíu skamm-
byssum. Hafi þeim komið mjög á
óvart hve lítil mótspyrna var veitt af
starfsliði sendiráðsins. Fyrirfram
hafi því verið trúað að í það minnsta
nokkrir þeirra mundu falla í bardaga
við töku sendiráðsins.
Vaxandi óróleika gætiri nú í
Bandaríkjunum vegna gislanna í
sendiráðinu. Óeirðir hafa verið í New
York og í Kaliforníu. Carter forseti
hefur varað fólk við slíku þar sem
ekkert geti hafzt upp úr árásum á
írani i Bandaríkjunum annað en að
gíslarnir í Teheran hljóti verri
meðferð.