Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 12. NOVEMBER 1979.
«
Iþróttir
Iþróttir
23
i
Iþróttir
Iþróttir
Upphafskaflinn var Vals
—og hann nægði til sigurs á Víking í meistaraf lokki kvenna
Valur sigraði Víking 16—13 í
Laugardalshöll i gærkvöld í 1. deild
kvenna í allfjörugum leik. Vikings-
stúlkurnar báru greinilega allt of mikla
virðingu fyrir mótherjum sínum í upp-
hafi — Valsstúlkurnar gengu á lagið og
eftir aðeins sex mín. stóð 5—1 fyrir
Val.
Eftir það fór Vikingur að saxa á for-
skotið hægt og bítandi. Staðan í hálf-
leik 8—6 og síðan jafnaði Víkingur í
8— 8 i byrjun síðari hálfleiks. Jafnt'var
9— 9 og 10—10 en á næstu mínútum
gerðu Valsstúlkurnar út um leikinn.
Komust í 13—10 og Harpa Guðmunds-
dóttir var þá mjög atkvæðamikil í Vals-
liðinu. Þennan þriggja marka mun tókst
Víkingi ekki að minnka og það þótt
tveimur Vals-stúlkum væri vikið af
velli Iokamínúturnar. Meira að segja
skoraði Valur síðasta mark leiksins.
Leikurinn var ekki rismikill en þó
fjörugur á köflíim — falleg mörk
skoruð og það þótt markverðir lið-
anna, Ólafía Guðmundsdóttir og
Jóhanna Guðjónsdóttir, Víking, stæðu
vel fyrir sínu.
Mörk Vals skoruðu Harpa 6, Erna
Lúðvíksdóttir 4/1, Ágústa 3, Björg 1,
Elín I og Sigrún I. Mörk Víkings
skoruðu Ingunn 5/1, Erika 4, íris 2,
Sigurrós og Metta eitt hvor. Bæði lið
misnotuðu eitt vítakast.
- hsím.
Valur-Víkingur 16-13 (8-6)
íslandsmótið i handknattleik 1. deild kvenna, Laugardalshöll 11. nóvember.
Valur — Víkingur 16—13 (8—6). Beztu leikmenn (hæst gefið 10). Harpa Guð-
mundsdóttir, Val, 7, Erna Lúðviksdóttir, Val, 6, Eríka Ásgrfmsdóttir, Viking, 6,
Ingunn Bernódusdóttir, Viking, 6, Ágústa Dúa Jónsdóttir, Val, 6.
Valur: Ólafia Guðmundsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Erna Lúðvfksdóttir, Elín
Kristinsdóttir, Sigrún Bergmundsdóttir, Ágústa Dúa Jónsdóttir, Guðbjörg
Einarsdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Katrfn Ólafsdóttir
og Hanna Jóhannsdóttir.
Vfkingur: Hlfn Baldursdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Sigurrós Björnsdóttir,
Agnes Bragadóttir, Ingunn Bernódusdóttir, íris Þráinsdóttir, Metta Helgadóttir,
Eríka Ásgrimsdóttir, Vilborg Baldursdóttir, Sigrún Olgeirsdóttir, Guðrún Sig-
urðardóttir og Sveinbjörg Halldórsdóttir.
Brottvikningar af velli: Sigrún Bergmundsdóttir op Hanna Jóhannsdóttir,
báðar Val. Dómarar Grétar Vilmundarson og Pétur Christiensen.
Stórleikur Guðríðar
— þegar meistarar Fram hóf u titilvömina
Margrét Theódórsdóttir skoraði 7
mörk fyrir Haukana og átti góðan leik.
DB-myndir Hörður.
Halldóra Mathiesen lét ekki sitt eftir
liggja og læddi knettinum fjórum
sinnum í netið hjá Þór.
Grindavík-Fram 10-22 (6-10)
tslandsmótið 11. deild kvenna. Grindavík — Fram 10—22(6—9). Njarðvlk
11. nóvember.
Beztu leikmenn (hæsta einkunn 10). Guðriður Guðjónsdóttir Fram 8,
Oddný Sigsteinsdóttir Fram 6, Þórlaug Sveinsdóttir Fram 5, Jóhanna
Halldórsdóttir Fram 5, Sjöfn Ágústsdóttir Grindavik 5.
Grindavík: Ágústa Gisladóttir, Berglind Demusdóttir, Sjöfn Ágústsdóttir,
Hildur Gunnarsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Kristólfna Ólafsdóttir, Runný
Danlelsdóttir, Maria Jóhannesdóttir, Hulda Guðjónsdóttir, Ingunn Jónsdótt-
ir, Rut Óskarsdóttir.
Fram: Guðrfður Guðjónsdóttir, Kolbrún Jóhannesdóttir, Jenný Grétudótt-
ir, Guðrún Sverrisdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir,
Sigrún Blómsterberg, Helga Magnúsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir. Kristín
Orradóttir, Arna Steinsen.
Áhorfendur 100.
KR rótburstaði
FH í Firðinum
—vængbrotið FH-lið átti enga von
12—6, 14—8 og siðan 20—8. Algerir
yfirburðir KR. Lokatölur urðu, sem
fyrr sagði 22—10 og hefði munurinn
jafnvel getað orðið enn meiri.
KR-liðið lék í heildina vel, engin þó
betur en Arna Garðarsdóttir i hægra
horninu. Þessi unga stúlka er þegar
orðinn einn af burðarásum liðsins og á
svo sannarlega framtiðina fyrir sér. Þá
áttu þær Karólína, Hjördís og Hansína
að vanda yfirvegaðan leik og rétt er að
geta ungrar stúlku, Guðrúnar
Vilhjálmsdóttur. Þá varði Ása
Ásgrímsdóttir stórvel í markinu þann
skamma tíma sem hún var inná.
Hjá FH var fátt um ftna drætti. Það
var helzt að Svanhvít léki af eðlilegri
getu, svo og Hafdís Sveinsdóttir sem
var í markinu framan af. Katrín átti
ágætan leik í vörninni er voru afar mis-
lagðar hendur í sókninni. Þá átti Kristj-
ana slakan leik. Skoraði að vísu 5 mörk
en tilraunirnar hafa vart verið undir 15.
Veturinn á eftir að reynast FH þungur í
skauti sýni liðið ekki betri leik en í gær.
Mörk KR: Hansína 8, Arna 4, Anna
Lind 3, Birna2, Karólína 2, Guðrún I,
Hjördís 1 og Olga 1.
Mörk FH: Kristjana 5, Svanhvít 3,
Sólveig 1 og Anna 1. -SSv.
FH - KR10-22 (6-9)
íslandsmótið i 1. deild kvenna. FH — KR 10—22. Hafnarfirði 11.
nóvember.
Beztu leikmenn (hæsta einkunn 10) Arna Garðarsdóttir KR 7, Svanhvít
Magnúsdóttir FH 6, Hansfna Melsteð KR 6, Hafdis Sveinsdóttir FH 5,
Karólina Jónsdóttir KR S.
FH: Hildur Einarsdóttir, Katiin Danivalsdóttir, Kristjana Aradóttir,
Sigríður Úlfarsdóttir, Sólveig Birgisdóttir, Kristin Pétursdóttir, Svanhvit
Magnúsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Hafdis Sveinsdóttir, Kolbrún Gunnarsdótt-
ir, Björg Gilsdóttir, Sigurborg Eyjólfsdóttir.
KR: Ása Ásgrlmsdóttir, Hansina Melsteð, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Anna
Lind Sigurðsson, Arna Garðarsdóttir, Birna Benediktsdóttir, Hjálmfrfður
Jóhannesdóttir, Hjördfs Sigurjónsdóttir, Olga Garðarsdóttir, Helga Bach-
mann, Karólina Jónsdóttir.
Dómarar Andrés Krístjánsson og Ólafur Jóhannesson. Áhorfendur 50.
KR hóf ísiandsmótið einkar glæsi-
lega í vetur með stórsigri yfir FH í
Firðinum í gærdag. I.okatölur urðu
22—10 KR í hag eftir að staban í hálf-
leik hafði verið 9—6 KR í tag. Sigur-
inn var allan timann örug^ur og FH
virkaði blóðlitið enda engip furða. í
liðið vantar nú 5 stúlkur sem féku með í
fyrra. Tvær eru þungaðar, ein farin til
náms í Þýzkalandi, ein hætf og sú
fimmta var meidd í þessum leH^. Þær
sem koma i staðinn náðu engan vkginn
að fylla upp í skörðin og sigur KR varð
á endanum ákaflega fyrirhafnarlitill.
Það var Hjördís Sigurjónsdóttir, sem
opnaði markareikning KR með miklu
þrumuskoti, sem fór í báðar stangir
FH-marksins á leið sinni i netið. Þar
með var tónninn gefinn og þótt KR
næði ekki yfirburðaforystu fyrr en í
síðari hálfleik var allur annar blær á
leik þeirraenFH.
Eftir 8 mín. var staðan jöfn, 2—2, en
þá sagði KR skilið við andstæðinginn.
Staðan breyttist í 6—3 og íhálfleikvar
sami munur, 9—6. Hafi FH-stúlkurnar
gert sér vonir um að minnka muninn i
s.h. urðu þær að engu því KR skoraði
þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og tryggði
sér sigurinn strax. Staðan breyttist i
Haukar lögðu Þór
íslandsmeistarar kvenna Fram hófu
titilvörnina á sannfærandi hátt í
Njarðvík er þær mættu Grind-
vikingum. Framstúlkurnar sigruðu
22—10 eftir að hafa leitt 10—6 í hálf-
leik og var sigur þeirra lengst af mjög
öruggur. Það var fyrst og fremst stór-
leikur Guðríðar Guðjónsdóttur sem
færði Fram þennan stóra sigur því hún
skoraði alls 9 mörk og var þó ekki inn á
nándar nærri allan timann. Yfirburða-
leikmaður á vellinum. Grindvísku
stúlkurnar sýndu á köflum þokkaleg
tilþrif en æfingleysi hrjáir liðið mjög
Þrjár af stúlkunum sem voru með i
fyrra hafa nú hætt og það er mikil
blóðtaka fyrír svo lítið lið.
Fram hóf leikinn af miklum krafti
og komst fljótlega í 4—0. Grindavikur-
dömurnar voru þó ekki á þeim
buxunum að færa Fram sigurinn á
neinu silfurfati og tókst að jafna 4—4
með miklu harðfylgi. Þá var eins og allt
púður væri úr þeim og Fram komst í
8—4 og leiddi 10—6 í hálfleik.
í síðari hálfleiknum var ekki um
ýkja mikla keppni að ræða og
munurinn jókst jafnt og þétt.
Guðríður var sem fyrr sagði yfir-
burðamaður á vellinum og átti stór-
góðan leik. Þá voru þær Oddný, Þór-
laug, Jóhanna og Arna sterkar, auk
Guðrúnar og Jennýjar. Hjá Grindavík
■ stóðu þær upp úr Sjöfn Ágústsdóttir og
Rut Óskarsdóttir i markinu.
Mörk Fram: Guðríður 9, Jóhanna
4, Guðrún 3, Arna 2, Þórlaug 2, Jenný
1 og Oddný 1.
Mörk Grindavíkur: Sjöfn 5, Hildur
3, Svanhildur 2. -emm.
Haukar úr Hafnarfirði unnu Þórs-
stúlkurnar á Akureyri í fyrsta leik
liðanna í 1. deild íslandsmótsins i
handknattleik i gærdag. Lokatölur
urðu 16—12 Haukum í hag eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 9—6 fyrir
Hauka.
Haukar byrjuðu betur og komust í
3—0 en eftir það munaði aldrei nema
1—2 mörkum á liðunum þar til undir
lok fyrri hálfleiksins. Staðan varð fljót-
lega 9—10 i síðari hálfleiknum en
Haukastúlkurnar voru sterkari á
endasprettinum og sigruðu sem fyrr
sagði 16—12.
Leikurinn var nokkuð jafn og sigur
Haukanna of stór miðað við gang
leiksins. Haukarnir höfðu frumkvæðið
allan leikinn og Þórsstúlkunum tókst
aldrei að jafna metin. Tvö vítaköst
fóru forgörðum hjá Þór i leiknum en
ekkert hjá Haukum. Nokkurt mannfall
hefur orðið í Iiði Þórs frá i fyrra og
m.a. má nefna að ein hefur gengið til
liðs við Vals.
Mörk Hauka: Margrét 7/2,
Halldóra 4/1, Svanhildur 2, Sjöfn I,
Sesselja 1 og Björn 1.
Mörk Þórs: Magnea 5/2, Dýrfinna
2, Harpa 2, Valdís 1, Sigríður 1 og
AnnaGrétal. -ST.A.
Þór - Haukar 12-16 (6-9)
Íslandsmótið 1 1. deild kvenna. Þór — Haukar 12—16 (6—9). Akureyri
11. nóventher.
Bestu leikmenn (hæsta einkunn 10) Halldóra Mathiesen, Haukum, 7,
Margrét Theödórsdóttir, Haukum, 7, Magnea Friðriksdóttir, Þór, 7, Harpa
Sigurðardóttir, Þór, 6, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Haukum, 5.
Þór: Auður Dúadóttir, Erla Adolfsdóttir, Guðný Bergvinsdéttir, Kristín
Guðmundsdóttir, Borghildur Freysdóttir, Magnea Friðríksdóttir, Anna
Gréta Halldórsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Harpa
Sigurðardóttir, Valdis Hallgrímsdóttir.
Haukan Sóley Indríðadóttir, Hulda Hauksdóttir, Margrét Theódórsdótt-
ir, Halldóra Mathiesen, Björg Jónatansdóttir, Sjöfn Hauksdóttir, Sesselja
Friðþjófsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir. Guðrún Aðalsteinsdóttir, Svan-
hildur Guðlaugsdóttir, Anna Karen Sverrisdóttir, Helga Hauksdótir.
Dómarar Ólafur Haraldsson og Guðmundur Lárusson Áhorfendur 50.
HVER ER STEFNA FL0KKANNA?
Samtökin Viðskipti og verzlun efha tilfundar með fulltrúa Alþýðuflokks-
ins, Jóni Baldvini Hannibalssyni, þriðjudaginn 13. nóvember að Hótel
Esju.
FUNDURINN HEFST KL 08:15 ARDEGIS
og lýkur kl. 10.00 (morgunkaffi).
Kynnt verður stefna Alþýðuflokksins í:
- VERÐLAGSMÁLUM
- GJALDEYRISMÁLUM
- T0LLAMÁLUM
- SKATTAMÁLUM FYRIRTÆKJA
- VAXTAMÁLUM
Fundur þessi er opinn öllum félagsmönnum Verzlunarráðs tslands,
Landssambands ísl. verzlunarmanna, Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur, Kaupmannasamtaka Islands, Félags ísl. stórkaupmanna og Bíl-
greinasambandsins.
FUNDURINN HEFST SUNDVÍSLEGA KL 08:15 ÁRDEGIS.
ISAMTÚKIN VIÐSKIPTI 0G VERZLUNI