Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 34
L/nviu^riuiL>. mruiuurvvJ«Ji\ 1. mvj » L-m
TURA
high SPEi
:o
UÓSMYNDAPAPPÍR
FRÁ VÞÝZKALANDI
Getum nú boðið stórkostlegt úrval af
„ TURA High Speed” plastpappír.
Áferðir:
II vítt glans
llvltt hálfmatt
Hvitt silki
Gráður: Nytt frá TURA. TURA fix adh.
2: Mjúkur Hefur sömu eiginleika og plastpappir.
3: Normal Að lokinni skolun og þurrkun flettið bakhlið af og
4: Harður pappirinn límist á næstum hvað sem er.
Hvitt finkorna (næstum matt)
Format á pappír:
7X10 100 bl. kr. 3765.-
9X9 100 bl. kr. 3820.-
9X13 100 bl.kr. 5160.-
13X18 100 bl. kr. 9900,-
13X18 25 bl. kr. 2775.-
16X21 lOObl.kr. 16.185.-
18X24 100 bl.kr. 19.125.-
18X24 10 bl. kr. 2420.-
24X30 10 bl. kr. 3990.
‘30X40 10 bl. kr. 6315.-
40X50 10 bl. kr. 9900.
50X60 10 bl.kr. 13.700.-
A th.: gefum magnafslátt.
AMATÖR
Einnig TURA professional.
TURA: Report-Rapid hight sensitive clorobromid.
TURA: Portraid-Rapid-fljótvirkur clorobromid.
TURA: Brom: hlutlaust kaldtón f/alhliða notkun.
TURA: 21 din sv/hv. filmur 135—20 verð: 975.- 135—36 1250 kr.
TURA: P—150 17 m Bulk film. 22—23 din. Mjög finkorna. Kr. 7630.
Skólar—Klúbbar: gerið pöntun
á meðan úrvalið er nóg.
Póstsendum.
UÓSMYNDAVÖRUR
Laugavegi 55. Sími 12630.
^Ný þjónusta-------------
í Reykjavík
Gerum viö springdýnur og skiptum um áklæði samdægurs.
Seljum einnig nýjar dýnur, allar stærðir.
Dýnu- og bólsturgerðin
Skaftahlíð 24. — Sími 31611.
KARTA sófasettið er eitt ódýrasta settið á markaðinum.
KARTA er fáanlegt f ýmsum teg. áklæða.
VERÐKR. 587.000.
STÍLHÚSGÖGN staðgrkr 490000
AUÐBREKKU 65 - SÍMI44600.
Rafgeymaverksmiðjan
PÓLAR H.F.
Einholti 6, sími 18401.
Fellahellir fimm ára:
HANN Á AF-
MÆU í DAG
—sungu gagnf ræðaskólakrakkarnir í Breiðholti
„Ertu með I mjólkurferð?” æpa gagnfræðaskólastrákarnir, heldur en ekki hressir.
Þetta er heilbrigt lif!
„Tvö Hellisstykki með osti og eina
kakómjólk?”
„Pétur, ætlarðu á ballið?”
Hrópin og köllin glumdu i Fellahelli
á föstudagsmorguninn var þegar DB
leit þar inn. Þar voru nefnilega löngu-
frímínútur og gagnfræðaskóla-
krakkarnir streymdu niður í félags-
heimilið til að notfæra sér þá þjónustu
sem nýlega hefur verið tekin hér upp:
að kaupa sér holla næringu.
Æskulýðsráð Reykjavíkur ræður
þarna ríkjum og morguninn sem við
komum var sérlega mikill ys og þys því
fimm ár voru liðin síðan starfsemin
hófst og í tilefni þess átti að halda ball
um kvöldið með alvöruhljómsveit.
„Við höfum boðið krökkunum sem
voru hérna fyrst og vonum innilega að
þau komi þótt þau séu nú orðin 18—19
ára,” sagði Sverrir Friðþjófsson, for-
stöðumaður og höfuðþurs í hellinum.
En krakkarnir sungu „Hann á af-
mæli í dag” yfir kakómjólkinni.
„Útrásar-
herbergið"
„Við byrjuðum í haust með þessa
morgunhressingu,” sagði Sverrir, „og
það hefur orðið mjög vinsælt.
Krakkarnir fá holla næringu í staðinn
fyrir prinspólóið í sjoppunum. Og
verðinu höldum við i algjöru lágmarki.
Fjárráðin eru svo misjöfn hjá þeim og
allir þurfa að fá að vera með.”
Eftir hádegið er félagsheimilið
bundið af ýmiss konar fullorðins-
málum, svo sem Námsfiokkum
Reykjavíkur (þangað sem hús-
mæðurnar koma með börnin sín með
sér) en klukkan fjögur er það opnað
fyrir gagnfræðaskólakrakkana aftur.
Og þau láta ekki á sér standa.
Þau sögðust öll vera mjög ánægð
með staðinn.
„Ætti bara að vera opinn lerigur á
kvöldin,” sagði einn, „til hálftólf eða
tólf”. (Nú er opið til ellefu).
Þau haf aðgang að billiardi,
borðtennis, púðaherbergi, sjónvarpi og
guð veit hverju.
„Sumum krökkum finnst töff að drekka,
öðrum ekki,” sagði Kolfinna Guðmunds-
dóttir, 14 ára. Áfengisneyzla unglinga
hefur minnkað undanfarið.
„Til hvers er púðaherbergið?”
spurðum við.
■ ■Til að fá útrás í!”
„Er það gott?”
„Maður svitnar alla vega nóg!”
Sjónvarpið er lítið notað nema þeg-
ar kom úrvalsmyndir eins og til dæmis
„Áfram, kúreki.” En stuttar filmur
með popphljómsveitum, sýndar i púða-
herberginu, eru mjög vinsælar.
Og tvisvar í viku er dansað eftir
diskó. Á föstudagskvöldunum snýr
ÞorgirÁstvaldsson plötunum og helur
svo gott lag á krökkunum að þau cru
farin að fjölmenna á staðinn í stað þess
að hanga úti í bæ til að „detta í það”.
Samkvæmt skýringu Sverris
„detta” þau þannig „í það” að þau fá
sér tvo, þrjá sopa af víni og eru síðan á
ímyndunarfylliríi allt kvöldið.
En leiki nokkur grunur á því, að þau
séu undir áhrifum, fá þau ekki að
koma inn i Fellahelli.
Þar mega þau heldur ekki reykja
fyrr en eftir kl. 4 og þá aðeins í and-
dyri.
Að læra að verða
sjálfstæð
„Þykir fínt í ykkar hópi að drekka
áfengi?” spyrjum við. Krakkarnir, þau
eru víst fjórtán ára, steinþegja. Loks
segir ein, sem heitir Kolfinna: „Sumum
Sverrír Fríðþjófsson hlúir að krökkunum af áhuga og hugkvæmni með aðstoð Elfsabetar Þórísdóttur.