Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1979. Kjallarinn GeirR. Andersen stæðisflokknum, sem hefur almenn mnnnréttindi á stefnuskrá sinni. Hina ástæðuna má rekja allt norður fyrir fjöll, hvar öfundarmenn og óvinir Jóns G. Sólnes sitja á fleti fyrir. Og enn birtist hinn eðlislægi þáttur stjórnmálanna berum augum, þegar þeir Pétur Sigurðsson og Guð- mundur H. Garðarsson fylgja saman, fast á eftir í 8. og 9. sæti listans. Það hafði verið mikið um það rætt, að þeir tveir, sem í seinni tíð hafa verið ímynd og tákn „stétta- stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Ekki svo að skilja að forystumenn flokksins hafi staðið upp og hrópað burt með fólkið, við viljum ekki at- vinnu. Nei, það hefur ekki þurft. Slagorð eins og báknið burt eru miklu fallegri en segja það sama. Því hverjir vinna við báknið? Samdrátt- ur á öllum sviðum hefur einnig verið vinsæll í munni margra sjálfstæðis- manna og athafnamennirnir innan flokksins hafa farið fjálglegum orðum um frelsið til að reka fyrir- tæki sin svo að þau bæru sig. Og svo oft höfum við heyrt sönginn um að fyrirtækin bæru sig ekki eftir hverja kauphækkun, að við vitum hvílík sultarlaun fólk á að hafa til þess að fyrirtæki þessara blessuðu frelsisunnenda beri sig. fylgis” Sjálfstæðisflokksins, myndu draga að það fylgi, sem til dygði. Og getur ekki hugsast, að einmitt það mat kjósenda, að ráðstafa þeim í 8. og 9. sætið hefðulugaðtii þeirrar fylgisöflunar.sem þeim var ætlað að sjá um? Víst er um það, að viðbrögð þessara tveggja frambjóðenda að úr- slitunum fengnum voru ekki sérlega uppörvandi fyrir þá, sem þó treystu þeim til að verja þessi baráttusæti flokksins í Reykjavík. Auðvitað átti að láta á það reyna, hvernig þessi sæti bæði, sem baráttu- sæti, væru skipuð með forystu- mönnum þeirra fjöldasamtaka, sem þeir eru í forsvari fyrir Ef hins vegar kæmi í ljós að kosningum loknum, að þessi sæti höfnuðu ekki hjá Sjálf- stæðisflokknum eftir það mikla traust, sem flokkurinn setur á rétttrú- aða frambjóðendur hinna mismun- andi og fjölmörgu verkalýðsstétta, hlaut flokkurinn að láta lönd og leið þá timasóun, sem felst í því að leita þeirra með logandi ljósi. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það kjósendurnir, fólkið sjálft, sem ákveður hvaða frambjóðendur henta, þegar efnt er til opins próf- kjörs, og starfsheiti skiptir litlu máli á okkar tímum, heldur skoðun og stefna frambjóðenda. Og það er heldur ekki vilji kjósenda, að á- kvörðun þeirra sé virt að vettugi, þannig að kjörnir menn í bindandi sæti kippi stólum hver undan öðrum. Geir R. Andersen. \ grautarógeðið, aðeins í misjafnlega litum skálum. Allir brosa og þykjast vera vinir verkalýðsins, menn sem aldrei hafa unnið ærlegt handtak og hafa ekki hugsað sér að fara að byrja á því nú. Nei, þá er nú auðveldara að skruma fyrir þjóðinni, kyssa verkalýðinn á rassinn á 2—4 ára fresti og láta kjósa sig á þing, fá sér nýja bíla og koma sér vel fyrir og þykjast öðru hvoru vera reiðir í fjöl- miðlum yfir því að fá engu að ráða. Vera svo eins og fálkar í framan ef þeir eru spurðir að því hvað þeir virkilega vilji og koma aftur með sama kosningabullið um, ja um hvað? Jafn réttur hljómar fallega, sömu laun fyrir sömu vinnu hljómar ekki síður, en bezt híjómar þó SAMNINGANA í GILDI. „Öskubuskunum, heiðarleika og sann- leika, er kastað út í yztu myrkur.” Sama grautarógeðið En Ernu get ég glatt með því að hinir flokkarnir þrir sem nú bjóða fram samkvæmt vana eru ekkert skárri. Allir bjóða þeim fram sama Hver man svo eftir þvi hver lofaði hverju og hver sveik hvað? Eftir fjögur ár er alltaf hægt að segja að það hafi verið hinir. Dóra Stefánsdóttir, blaðamaður. Kjallarinn Finnbogi Hermannsson stjórnmálalegri sálgreiningu kalla þetta pólitískan geðklofa ef þeir þykjast finna vott af þessu hjá öðrum flokkum. Þessi fyrirsögn skreytir reyndar leiðarann hjá þeim af og til. Annað frægt mál sem heyrir undir sams konar sálgreiningu, þ.e. pólitískan geðklofa, er erlend stór- iðja á íslandi. Um þessar mundir munu starfa þrjú slik fyrirtæki í iandinu. Álverið i Straumsvík, kísilgúrverksmiðjan við Mývatn og loks járnblendiverksmiðj- an við Grundartanga. Það vill svo til að flokkur að nafni Alþýðubandalag- ið falleraðist á vesturheimskum „glæpamannaauðhring”, Júníon nokkrum Karbít, og gerði við hann samning varðandi eignaraðild að verksmiðju uppi við Grundartanga í Hvalfirði. Reyndar átti flokkurinn iðnaðarráðherra i þeirri ríkisstjórn sem þennan samning gerði og var hann mjög áfram um fram- kvæmd málsins. Samvinnan við karbítinn varð ekki löng og fram- kvæmdir ekki aðrar en að teknar voru mógrafir miklar við tangann og látið þar við sitja. Norskt fyrirtæki kom svo inn i málið í tíð Gunnars Thoroddsen eins og alþjóð er kunn- ugt. Nú hrópar flokksblaðið aftur á móti upp yfir sig af vandlætingu eins og afturbatapíka og telur það hina mestu ósvinnu að maður utan þeirra vébanda skuli dirfast að lýsa andúð á stóriðjubransanum og þeir sem það geri hljóti að vera i vitlausum flokki. Það eru ekki nema sex ár síðan Al- þýðubandalagsráðherrar stóðu í stór- iðjubrölti og það við amerískan auð- hring sem einna drýgstur var að framleiða gasvélar og nálasprengjur fyrir Johnson og Nixon handa Víet- nam. Þrátt fyrir þessi lík í lest sem ég hef nefnt rís flokkurinn ævinlega úr öskustónni fyrir kosningar sem heila- þveginn engill, ber sér á brjóst eins og faríseinn og þakkar Guði fyrir það að hann skuli ekki vera eins og aðrir flokkar. - Finnbogi Hermannsson, Núpi, Dýrafirði. er kominn \ í gluggann Jólasveinnmn er kominn í gluggann hjá okkur. Sumir gleðja ættingia og vini langt úti í heimi, og til þess þarf svolitla fyrir- hyggju. Rammagerðin hefur f yfir 20 ár gengið frá jólapökk- um og sent um allan heim. Rammagerðinni er mikið úrval af [fallegri gjafavöru við allra hœfi, m.a. silfur9 keramik, skinna- og ullarvörur, bœkur, hljómplötur og þjóðlegir Þór veljiö gjafirnar. Rammageröin pakkar og sendir. Allar sendingar eru fulltryggöar. Komið tímanlega. Sendum um allan heim! RAMMAGERÐ1N Hafnarstræti 19 / VARAHLUtir 4 '"TSMURSÍÍ yERKST/Eoi bílagler eiLAMÁLUN ^ Búið bílinn undir veturinn Við bjóðum eftirtalda þjónustu í því skyni fyrjr lágt verð. Kr. 26.500.- fyrir 4 cyl. bíl, kr. 31.400.- fyrir'fi cyl. bíl og kr. 39.600.- fyrir 8 cyl. bíl. 1. Mótorstilling Stilltir ventlar Head hert Blöndungur hreinsaður Bensinkerfið athugað Bensfndæla hreinsuð Kerti athuguð Þjöppun mæld Platlnur stilltar Kveikjuþétti athuguð Kveikjuþræðir athugaðir Kveikjulok og hamar athugað Kveikja smurð Viftureim athuguð Loftsia athuguð Frostlögur mældur 2. Undirvagn Púströr athugað Höggdeyfar athugaðir Athugað hvort leki úr mótor, glrkassa eða drifi 4. Þurrkuarmar og rúðusprautur athugaðar 5. Stýrisgangur Slit I stýrisupphengju athugað Split f spindlum athugað Slit I miðstýrísstöng athugað Slit f stýrisvél athugað 6. Hemlar Vökvamagn athugað Hemlaátak jafnað Handhemill athugaður 3. Tengsli stillt. 7. Ljós athuguð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.