Dagblaðið - 12.11.1979, Blaðsíða 27
Orrustan um Bretíand
Ot er komin hjá Bókaklúbbi Almenna bóka-
félagsins bókin Orrustan um Bretland eftir brezka
sagnfræðinginn Leonard Mosley I þýöingu Jóhanns S.
Hannessonar og Siguröar Jóhannssonar. Þetta er
þriöja bókin i ritsafni AB um siðari heimsstyrjöldina,
en áður eru útkomnar í sama flokki Aðdragandi
styrjaldar og Leifturstrið.
Orrustan um Bretland fjallar í máli og myndum um
framkvæmd áætlunar Hitelrs um töku Bretlands, sem
skyldi gerast með ótakmörkuðum lofthernaði og síðan
innrás skriðdreka og fótgönguliðs.
Texti bókarinnar skiptist í sex kafla sem heita:
Kreppir að Bretlandi, Sigurlíkumar fyrirfram,
Dagur amarsins, Árásin á Lundúnir, í deiglu loft-
árásanna, Á útgönguversinu.
Myndaflokkar bókarinnar heita: Hitler nartar í
Ermarsund, Komi þeir bara!, Heljarmennið Churchill,
Stertimenniö Göring, Brottflutningur úr borgum,
Beðið eftir útkalli, Eldsklm, Herhvöt á heimavlg-
stöðvunum, Vængstýfðir emir Þýzkalands.
Bókin er 208 bls. I stóru broti. Setningu og
filmuvinnu hefur Prentstofa G. Benediktssonar
annazt. Bókin er prentuð i Toledo á Spáni.
■aux.i uur'HK
- Fluadrekinn ^
k
Myndtkrvyn «í tMctitma*
u
„Hvunndagshetjan"
eftir Auði Haralds
IÐUNN hefur sent frá sér bókina Hvunndagshetjan,
þrjár öruggar aöferðir til að eignast óskilgetin börn.
Höfundur er Auður Haralds og er þetta fyrsta bók
hennar. Bókin er reynslusaga og lætur höfundur
fylgja henni svofellda greinargerð: „Ég er ógift móðir
þriggja barna og hef undanfarin ár átt mjög annríkt
við að svara þeirri spurningu, hvernig ég hafi farið að
þessu. —Án þess að koma með neinar dylgjur um
frammistöðu spyrjanda á heilsufræðiprófi, hef ég sagt
mjög varlega að ég hafi nú ekki fundiö upp neina nýja
aðferö, heldur aöeins lyft vinstra fæti. . . og þá baðar
sá fróðleiksfúsi út öngunum og segist alls ekki hafa
áhuga á tæknihliöinni, vilji bara vita hvernig mér datt
þetta íhug.”
Hvunndagshetjan skiptist i þrjá mislanga hluta og
þrettán kafla. Bókin er 295 bls. að stærð. Prisma
prentaði.
Unglingasaga fró Afrfku
Út er komin á vegum Iðunnar unglingabókin Hlé-
barðinn eftir danska höfundinn Cecil Bödker. Mar-
grét Jónsdóttir þýddi. — Saga þessi gerist I Afrlku og
segir frá hugrökkum dreng, Tíbesó, sem leggur af stað
til að vinna bug á hlébarðanum ógurlega sem rænir
bændur kálfum sinum. Lendir hann i ýmsum mann-
raunum á leið sinni sem vænta má.
Cecil Bödker er virtur bamabókahöfundur. Hlaut
hún verðlaun i bamabókasamkeppni dönsku akademi-
unnar fyrir bókina Sílas og svartl hesturinn. Hlébarð-
Tvœr nýjar bœkur
eftir Alistair MacLean
Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér tvær nýjar
bækur eftir hinn kunna brezka spennusagnahöfund,
Alistair MacLean.
Hin fyrri er skáldsaga sem á íslenzku er kölluð Ég
sprengi klukkan 10, og er það tuttugasta saga
MacLeans sem út kemur hérlendis. Anna Valdimars-
dóttir þýddi söguna.
Ég sprengi klukkan 10 er 275 bls. Oddi prentaði.
Seinni bókin eftir MacLean er annars eðlis. Hún
nefnist Kafteinn Cook og er byggö á dagbókum þessa
fræga landkönnuðar og leiðabókum hans um ferðir
sinar. Cook sigldi þrisvar sinnum umhverfis jörðina á
árunum 1768—1779. Hann kannaði Kyrrahafið,
kortlagði strönd Nýja-Sjálands og sigldi nær
Suðurheimskautinu en nokkur annar maður fyrir
hans daga.
Bók MacLeans skiptist í sex kafla: Hásetinn, Hverf-
andi meginland, Nýja-Sjáland kortlagt, Ástralia og
Stóru-Rifgirðingar, Suðurskautslandið og Pólýnesía
og Norðvesturleiðin.
Bókin er prýdd fjölda mynda og em allmargar i
litum. Rögnvaldur Finnbogason þýddi Kaptein Cook,
sem er 192 bls., auk myndasíðna, prentuö í Bretlandi.
Snúöur og Snælda
Fáar smábamabækur hafa hlotið jafnmiklar vin-
sældir hér á landi og bækumar um kettlingana Snúð
og Snældu i þýðingu Vilbergs Júliussonar skólastjóra.
Um nokkurt skeið hafa fjórar fyrstu bækumar verið
ófáanlegar, en em nú komnar út að nýju. Snúður
skiptir um hlutverk, Snúður og Snælda, Snúður og
Snælda á skíðum og Snúður og Snælda i sumarleyfi.
Frá þvi að þessar barnabækur komu fyrst út hjá
forlaginu hafa þær selzt i tugþúsundum eintaka.
í góðra vina hópi
og Flugdrekinn
öm og örlygur gefa út Allt í lagi bækurnar og eru
þær sérstaklega ætlaðar börnum með þaö i huga að
gefa á uppörvandi hátt einfaldar skýringar á ýmsu sem
þau kunna að óttast og velta fyrir sér á því skeiöi
bemskunnar þegar hugurinn er að mótast. Tilgangur-
inn er að sýna fram á að það sé ekki allt sem sýnist —
þaðsé i rauninni ALLT í LAGI.
Allt i lagi bækumar eru eftir Jane Carruth, mynd-
skreytingar eru eftir Tony Hutchings. Andrés Indriða-
son þýddi yfir á íslenzku.
Það mjakast hjá
Mary Mulvane
ív /2
UM
HELGINA
OMAR
VALDIMARSSO
Heldur er farið að birta til hjá
greyinu henni Mary Mulvane í saka-
málanýlendunni í Ástralíu og Poliy
vinkona hennar af fangaskipinu virð-
ist pluma sig dálaglega — líklega
barnar Will veitingamaður hana í
næsta eða þarnæsta þætti af And-
streymi.
Þessir þættir eru prýðilega ásjá-
legir, ágætlega gerðir og yfirstéttin
skrautlega þúin. Ekki er laust við að
af þeim sé amerískur keimur — að
minnsta kosti eru þeir góðu afskap-
lega góðir og þeir vondu ógurlega
vondir, alveg eins og í Kofa Tómasar
frænda. Hvað með það, við hugsum
dusilmennunum Pikes og Greville
þegjandi þörfina.
Helgin bauð upp á talsvert af
ágætu efni, bæði útvarp og sjónvarp,
þótt ég segi ekki að ég hafi beinlínis
legið við tækin frá föstudegi til
sunnudagskvölds. Nýja liðið í viku-
lokunum fór ágætlegá af stað og
virkaði afslappað. Ekki veit ég hvort
þau hafa heyrt um kostulegan rétt,
sem hægt var að fá í sjoppunni á
Geithálsi meðan hún var og hét að
næturlagi. Þangað komu einu sinni
tveir strákar með stelpur með sér og
keyptu „svið með öllu” á línuna.
Það voru svið með frönskum kartöfl-
um, kokkteilsósu og hrásalati. Það
hljómar ekki verr en skyr með sultu.
Svavar Gests var með fyrsta þátt-
inn sinn um íslenzka dægurmúsík og
ef marka má fyrsta þáttinn, þá
verður það ekki slakt sem á eftir
kemur. Svavar er manna fróðastur
um þetta efni, sem allt of litil skil
hafa verið gerð og ég er viss um að
fleiri en ég bíða spenntir eftir fram-
haldinu.
Talsvert þótti mér íslenzkuþáttur
sjónvarpsins í gærkvöld hafa sett
ofan — ég var um það bil að átta
mig á heiti hans þegar hann var bú-
inn, og þá sá ég ekki betur en að
kreditlistinn væri álíka langur og
þátturinn sjálfur.
Síðasti þáttur vakti nokkra athygli
fyrir það sér i lagi, að flutt voru
nokkur erindi úr bálki Megasar,
„Vertu mér samferða inn í blóma-
landið, amma.” Fyrir nokkrum árum
gerði ég sjónvarpsþátt með þremur
trúbadorum — Böðvari Guðmunds-
syni, Erni Bjarnasyni og Megasi. Þar
sungu þeir allir hvassar vísur — og
Megas m.a. þennan sama brag um
blómalandið. Þegar upptöku þáttar-
ins var lokið urðu þeir sjónvarps-
menn kindarlegir og sendu svo þátt-
inn fyrir útvarpsráð til að taka
ákvörðun um hvort óhætt væri að
sýna barnið. Útvarpsráðsmenn hlógu
og skemmtu sér á einkasýningunni,
að því er Þjóðviljinn sagði frá á þeim
tíma, en ákváðu svo að Megas mætti
ekki syngja þetta í sjónvarpið. Og
þátturinn var aldrei sýndur.
Sjónvarpsmyndin með Bette
gömlu Davis og Robert Wagner á
föstudagskvöldið var hins vegar
örugglega móðgun við áhorfendur.ÓV
c
Þjónusta
Þjónusta
Þjónusta
Fyllingarefni - Gróðurmold
Heimkeyrt fyllingarefni og gróðurmold á hagstæðasta verði.
Tökum að okkur jarðvegsskipti og húsgrunna.
KAMBUR
Hafnarbraut 10, Kóp., sími 43922.
Heimasimi 81793 og 40086.
TT
ER GEYMIRINN I OLAGI ?
HLÖDUM ENDURBYGGJUM GEYMA
Góö þjónusla -sannqjarnt vetó
Kvold oq helgarþjónusta s b1271 -51030
RAFHIEDSIAN sf
Húseigendur - Húsbyggjendur
Húsgagna- og byggingameistarí getur bætt við sig verkefnum.
Vinnum alla trésmiðavinnu, svo sem mótauppslátt, glerísetningar,
glugga- og hurðasmiði, innréttingar, klæðningar og milliveggi og
annað sem tilheyrir byggingunni. Önnumst einnig raflögn, pipulögn
og múrverk. Vönduð vinna, vanir fagmenn. Simi 82923.
Geymið auglýsinguna.