Dagblaðið - 13.11.1979, Side 2
......
Strumpamir:
SKEMMDARVERK
Á ÍSLENZKU MÁU
Guðjón Eyjólfsson, Njarðvík,
skrifar:
Eins og flestir landsmenn vita
hefur bókaforlagið Iðunn gefið út
nokkar myndabækur um
„Strumpana”. Eitt megineinkenni
þessara myndabóka er, að texti þeirra
er á svo afbakaðri íslenzku að hann
getur alls ekki talizt boðlegur
íslenzkum lesendum, ailra sízt
börnum.
Börn eru flest viðkvæmar og
áhrifagjarnar sálir og standa því ber-
skjölduð gagnvart vélabrögðum
nútíma auglýsingaiðnaðar.
Nú er algengt að fyrirtæki noti
samræmdar auglýsingaherferðir til
að skapa vinsældir. Því fyrirbæri sem
verið er að auglýsa upp er troðið inn
á neytendur með stórfelldri og
viðtækri auglýsingaherferð þar sem
flestum sefjunarbrögðum nútíma
auglýsingaiðnaðar er beitt markvisst
og skipulega. Það er geftn út bók,
plata, leikföng og myndir sem öll
tengjast þessu sama fyrirbæri (í þessu
tilviki strumparnir).
Það vekur nokkurn ugg, að eitt af
grónustu útgáfufyrirtækjum lands-
ins skuli nú unga út, ótt og títt,
myndabókum á máli sem er til þess
fallið að vinna tilfinnanleg málspjöll
á íslenzkri tungu.
Helzta mállýti sem einkennir
þennan texta er gegndarlaus
ofnotkun orðskripisins „strump”.
Þetta aðskotakvikindi getur tekið á
sig form flestra eða allra orðflokka
íslenzkrar tungu, auk þess sem það
getur merkt hvað sem er, enda verður
merking þess ekki greind nema á
samhenginu.
Þar sem þetta orðskrípi er notað í
ALLJR POKAR
I T/tTLUM
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1?7^
H^LÍKt
næstum hverri einustu setningu
verður málið í bókunum mjög fá-
breytt og orðfátt. Þessar bækur eru
því vægast sagt afar óheppilegt lestr-
arefni fyrir börn og reyndar aðra þá
Islendinga, sem eiga það á hættu að
verða fyrir áhrifum af þessu skripa-
máli.
Það er til skammar fyrir bókafor-
lagið Iðunni að standa fyrir slikum
skemmdarverkum á islenzku máli.
Það er leiðinlegt til þess að vita að
íslenzkt bókaforlag láti gróða-
sjónarmið leiða sig til skipulagðrar
"skemmdarverkastarfsemi á íslenzku
máli og nota fjármagn sitt til þess að
auglýsa upp í sjónvarpi bækur sem
varla geta talizt prenthæfar sökum
stórfelldra mállýta.
Ég vil því koma þeirri ábendingu á
framfæri til allra lesenda þessa bréfs,
að þeir kynni sér hvers konar texti
þetta er sem boðið er upp á í
bókunum um Strumpana. Jafnframt
vil ég skora á Dagblaðið að hætta
strax að birta myndaseríuna um
Strumpana og vanda betur val sitt á
myndaseríum i framtíðinni.
MANNGILDIÐ SITJI í
FYRIRRÚMI samkvæmtþví
ísleifur Bergsteinsson skrifar:
Óánægðir kjósendur! Losum okkur
við froðusnakka úr öllum flokkum,
látum manngildið sitja í fyrirrúmi og
kjósum samkvæmt því.
Þegar þú, lesandi góður, berð
þessa grein augum ætla ég að biðja
þig um að setjast niður og hugleiða í
alvöru málefni þjóðar okkar, og um-
fram allt taka sjálfan þig inn í mynd-
ina. Þú getur meðal annars spurt þig:
Hvað get ég lagt á vogarskálina til
þess að stóru málin i þjóðfélaginu
þ.e. verðbólgan, verðlagsmálin og
uppbygging atvinnuveganna þokist í
rétta átt? Svar þitt gæti t.d. orðið það
að láta vita af óánægju þinni, hætta
að mögla heima og við náungann,
gera óánægju þína opinbera, benda
jafnframt á einhverjar leiðir og
nota síðan atkvæði þitt 2. og 3. des.
nk. En hvaða valkosti höfum við i
þeirri kosningu? Fjórir aðalflokkar
þessa lands hafa allir brugðizt kjós-
endum sinum að meira eða minna
leyti og prófkjör og forval þeirra og
þær reglur sem þar eru settar eru
vægast sagt ólýðræðislegar, svo og
uppsetning kjörseðla. Hér þarf því að
koma til sterkt aðhald og ábending
kjósenda í komandi kosningum!
Þann 11. okt. sl. var undirritaður
staddur á almennum fundi, er
Stúdentafélag Rvíkur hélt að Hótel
Loftleiðum, og var þetta fyrsti opni
fundurinn sem haldinn var með
nokkrum helztu forsprökkum
íslenzkra stjórnmála eftir að ljóst var
að Alþýðuflokkurinn ætlaði að slíta
fyrra stjórnarsamstarfi. Þar voru
mættir, töluðu og sátu jafnframt
fyrir svörum: Steingrímur Her-
mannsson, Ragnar Arnalds, Geir
Hallgrímsson og Eiður Guðnason,
hann kom reyndar i staðinn fyrir
Benedikt Gröndal sem átti að mæta,
en af því varð sem sagt ekki. Eftir að
hafa setið fund þennan næstum til
enda og hlýtt á mál fyrrgreindra
aðila, bar ég fram úr sæti spurningar
og reyndar fullyrðingar til þeirra
allra, hvort einhver þeirra væri tilbú-
inn að leggja að veði sæti sitt á
alþingi eða sem ráðherra, með því að
gangast fyrir því að alþingismönnum
yrði fækkað um helming, ráðherrum
um helming, laun þeirra yrðu jafn-
ATH!
BfnÚ tiléfnPskal þeim
senda Daflblaðinu les-
bréf bent á að þau em
birt nema nafn og
ilisfang ásamt naf n-
ari sendanda fylflime
Frá alþingi tslendinga.
framt lækkuð um helming og þannig
yrði á raunhæfan hátt sýnt fordæmi,
er mætti svo útfæra út í allt þjóð-
félagið. Þ.e. gera tilraun til þess að
stöðva þetta gegndarlausa krónu-
kapphlaup. Aðrir launþegar mundu
þá ábyggilega sætta sig við ákveðna
skerðingu.
Enginn þessara heiðursmanna
þorði!
Þá spurði ég þá Alþýðuflokks-
menn sem höfðu tekið til máls á
þessum fundi, en það var auk Eiðs
Guðnasonar þáverandi þingmaður
Vilmundur Gylfason, að þvi hvort
þeir teldu að Alþýðuflokkurinn næði
meira fram af sínum áhuga- og stefnu
málum í samstarfi við Sjálfstæðis-
flokk eftir kosningar, eftir að hafa
heyrt þá talsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins á fundinum halda því fram, að
þeir ætluðu að þurrka Alþýðuflokk-
inn út í kosningunum komandi, og
ekki virtist nú einingin meiri á millum
þeirra en fyrri stjórnaraðila. Eiður
Guðnason svaraði svo þessari spurn-
ingu minni mjög loðið, en helzt
mátti þó skilja á honum að það lægi
ekkert fyrir að Alþýðuflokkur færi i
stjórn með Sjálfstæðisflokki frekar
en öðrum flokkum eftir kosningar.
— Þetta var nú öll reisnin, kæri les-
andi. — Stjórnmálaflokkarnir og
einstakir forsprakkar þeirra hafa
glapið fyrir og svikið þig, og í orð-
ræðu láta þeir sifellt ósmekklegri orð
falla um andstæðinginn. Greinar-
höfundur biður þig því að athuga
eftirfarandi, sem leið útúr þeirri sjálf-
heldu er þessir flokkar hafa stuðlað
að.
Fækka þingmönnum um helming.
en við það eykst vald hvers þing-
manns, hagsmunapotið minnkar,
nefndastörf verða ákveðnari, skrif-
ræði og talandi og önnur störf tengd
þeim á alþingi minnka. Fækkun ráð-
herra um helming og störf þeirra og
staða verði endurskoðuð. Laun ofan-
taldra aðila lækkuð um helming, og
starfsliði þingsins alls fækkað mjög,
húsnæðismál alþingis ættu því ekki
né þyrftu að vera vandamál í náinni
framtíð. Skyldi það ekki vera nóg
fyrir jafn fámenna þjóð og við erum,
að hafa 30 þingmenn og svona 5 ráð-
herra? Næstu 4 ár fari síðan með
stjórn 5 eftirtaldir menn: Georg
Ólafsson verðlagsstjóri, Gunnar
Guðjónsson, stjórnarform. S.H.,
Aron Guðbrandsson í Kauphöllinni,
Jakob Jakobson fiskifræðingur og
Magnús Torfi Ólafsson, fv. ráðherra.
Að þessum 4 árum liðnum fari síðan
fram kosningar, er skæru úr um það
hvernig landsmönnum fyndist hafa
verið stjórnað. Vonandi tækju þessir
áðurnefndu ágætis menn að sér þessa
ábyrgð sem góðir og gegnir þegnár
þessa lands, þó hér sé bent á þá að
þeim forspurðum. Setja þarf ný
skattalög og herða allt eftirlit með
söluskatti, þyngja dóma við skatt-
svikum og auka kröfur um sönnunar-
skyldu í vafatilfellum. Hagur þjóðar-
innar og virðing fyfir sjálfri sér er i
veði. Tökum síðan 1—2 núll aftan af
krónunni og förum að bera höfuðið
hátt í samskiptum okkar í milli, svo
og erlendis. Árið 1961 minnir mig að
Gylfi Þ. Gíslason hafi sagt á þingi að
yfir 1400 milljónir vantaði á inn-
heimtu skatta samkvæmt þjóðar-
tekjum. Hvað skyldi þetta vera há
upphæð nú?
Óánægðir kjósendur sem lesa
þessa grein mína ættu að láta í sér
heyra, þeir þyrftu að taka höndum
saman og mynda samtök, er yrðu afl
sem tekið væri tillit til, sem og breytti
þeirri óheillarþróun er á sér stað í
stjórnmálalífinu og landsmálum öll-
um.
Nýlega ritaði ung og skelegg kona,
Dóra Stefánsdóttir blaðamaður mjög
góða kjallaragrein í þetta blað, þar
sem hún hvatti kjósendur til þess að
kjósa ekki eða skila auðu: Þessu er ég
algerlega ósammála, kjósum, sitju'm
ekki heima eða skilum auðu. Tölum
saman, myndum síðan samtök,
skrifum lesendabréf og greinar.
Umfram allt, látið vita að þið séuð
til.
í upphafi eru orðin, síðan fram-
kvæmdir!
Geir Hallgdmsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Pappírskenning
Sjálfstæðisflokksins
Páll Kristjánsson skrifar:
í kosningabaráttu Sjálfstæðis-
flokksins kemur glöggt fram að hug-
myndir um frelsi fyrir alla og um allt.
sem raunar ætti að kalla aðgerða-
leysi um allt og alla, hafa mjög rutt
sér til rúms innan flokksins frá því að
úrslit síðustu kosninga urðu kunn.
Geir Hallgrímsson lýsir því yfir og
er æði háttstemmdur, að fái flokkur
hans nægilegt fylgi (með stuðningi
krata) skuli landinu stjórnað með því
að stjórna ekki.
Þannig hyggst Geir sitja aðgerða-
laus um næstu áramót, þegar kjara-
samningar verða lausir, og láta sér
nægja að fylgjast með framvindu
mála verði hann oddviti næstu ríkis-
stjórnar. Og þetta ætlar hann að
gera þrátt fyrir að langvinnar kjara-
deilur hafi margoft á liðnum árum
skekið þjóðarbúið og haft slæm áhrif
á allan þjóðarhag.
Er nema von að fólk spyrji hvort
Sjálfstæðisfiokkurinn hafi eftir eins
árs „stjórnarandstöðu” ekkert
annað til málanna að leggja en
pappírskenningu, sem lítið dugar
þegar út i lífið sjálft er komið.
Skýringin á jafnaumu kosninga-
máli og þessu kann að vera sú, að
sjálfstæðismenn telji bezt að hafa
ríkisstjórn eins aðgerðalitla og
mögulegt er, þegar Geir Hallgríms-
son veitir henni forstöðu, svo ekki sé
talað um þá hörmung, sem úr yrði
settist Benedikt Gröndal hið næsta
honum. Þessi skýring nægir þó
þjóðinni alls ekki. Sjálfstæðis-
flokkurinn verður að setja saman á-
byrga efnahagsstefnu er tekur til allra
þátta efnahagsmálanna. Meðan það
hefur ekki verið gert kýs ég ekki yfir
mig nýja viðreisnarstjórn, því að sú
nafngift er sem stendur argasta öfug-
mæli á samstjórn Sjálfstæðisfiokks
og krata.
Pólitísk viðrini
Stefán Hreiðarsson, Garðabæ, skrif-
ar:
f blaðagrein fimmtudaginn 1.
nóvember hvetur Erna V. Ingólfs-
dóttir landsmenn til að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn i komandi kosning-
um. „Batnandi mönnum er bezt að
lifa,” segir Erna á eftir yfirlýsingu
um að hún hafi hingað til verið póli-
tískt viðrini og kosið síðasta ræðu-
mann. Ja, þvílíkt og annað eins. En
nú er Ernu batnað, eða hvað?
Ég fæ ekki betur séð en það sama
sé nú uppi á teningnum hjá henni,
blessaðri. Síðasti ræðumaður er
nefnilega þriðji maður á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi. Þessi verðandi þingmaður
spjallar oft við Ernu um pólitik enda
er grein hennar mjög í takt við
skoðanir þingmannsefnisins.
Ég hvet Ernu til að skoða hug sinn
vel, því ég veit, að við erum sammála
um að pólitísk viðrini eiga ekki að
bláðra um pólitik i blöðum eða
hvetja menn til eins né neins i þvi
^sambandi.
Óánægð með
S.P. hringdi:
Einhver var að hæla Stundinni
okkar á lesendasiðu DB nýverið. Ég
hef aðra sögu að segja. Ég á tvö
börn. Þau spyrja alltaf hvenær
barnatíminn byrji. Þeim finnst
Stundin okkar enginn barnatími.
Stundina
Þeim finnst bara myndin um
Barbapapa skemmtileg. Annað efni
virðist vera sniðið fyrst og fremst
fyrir eldri börnin.