Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979. 5 Jólasvipur verður til á Bögglapóststof unni: Jón Jónsson - Tókíó er von- laus áritun áböggli — reitir fyrír nafn sendanda og viðtakanda eru á nýju kössunum sem fást á kostnaðarverði „Það er að koma dálítill jóla- svipur á bögglapóststofuna,” sagði Kristján^ Hafliðason deildarstjóri þegar fréttamenn DB litu inn í Hafnarhvol i gær. _ ______ „Fólk er byrjað að spyrja — allt of oft um síðustu ferð fyrir jól en ekki þá fyrstu og beztu,” sagði Kristján. Bögglapóststofan í Reykjavík er eina bögglapóststofan á íslandi sem afgreiðir póst til útlanda. Tugir tonna af pósti verða afgreiddir fyrir jólin. Þrátt fyrir meira en 100% aukningu í pósti frá því fyrir 10 árum, hefur að staða og húsnæði ekki hreytzt i heinu sem nemur. „Þessu verður ekki afkastað nema með samvinnu okkar og fólksins,” sagði Kristján. „Við höfum reynt að koma til móts við sendendur með því að láta gera pappakassa af þrem stærðum. Þeir eru seldir á kostnaðarverði”. Kassarnir kosta kr. 130, 200 og 250 eftir stærð. Þeir eru hannaðir eftir þeirri reynslu, sem hér hefur fengizt af stærðum algengustu sendinga. Þetta þekkist sums staðar erlendis og hefur alls staðar gefizt vel. „Jón Jónsson, Tokyo” er dæmi ,um utanáskrift sem veldur vand- ræðum. Kannski gróft dæmi — en svona hefur sézt. Svo kemur fólk eftir hátíðar og rífst yfir því að sending hafi ekki komið til Jóns i Tokyo. Það er afar áríðandi fyrir alla aðila að utanáskrift sé vönduð og greinileg. Sérstaklega er ástæða til að benda á að samræmi verður að vera í Hildur Blumenstein á Bögglapóststofunni haldahér á umbúðunum góðu sem pósturinn selur á DB-mynd: Hörður. Guðrún Ólafsdóttir kostnaðarverði. áritun á pakka og fylgiskjöl. Pósturinn er tilbúinn að veita þjónustu þeim sem nota lognið fyrir lætin næstu daga fyrir jól. Nýju kass- arnir fást á öllum póstafgreiðslum á landinu. Það tekur aðeins um það bil sekúndu að setja kassann saman. Hann verður erfiðari, flöskuhálsinn sem myndast oftast nær þegar líða tekurnær jólum. Allra síðustu forvöð eru að koma bögglum i póst til Bandaríkjanna og Kanada um kosningahelgina. Allra siðustu forvöð eru að setja böggla í póst til Evrópulanda, annarra en Norðurlanda, hinn 7. desember, og til Norðurlandanna hinn 9. desember. Þetta cru brottfarardagar flugvéla, hinna siðustu sem með vissu flytja póst til útlanda fyrir jólin. Um það bil hálfum mánuði fyrr fara síðustu skip með póst. -BS. Samstarfsnefnd fallaðra sem kynnti svör stjórnmálaflokkanna. Frá vinstri: Sigur- sveinn D. Kristinsson, Ragnar Benediktsson, Magnús Kjartansson, Halldór Rafn- arogGísli Helgason. * DB-mynd RagnarTh. Sig. Svör stjómmálaflokkanna við spumingum fatlaðra: „Uppistaða í mann- réttindayfirlýsingu fyrir fatlaða” — og stefna að stærsta félagslega átaki sem gert hefurveríðhérálandi „Allir stjórnmálaflokkarnir hafa nú svarað spurningum þeim sem sam- vinnunefnd fatlaðra lagði fyrir þá. Svör þeirra allra eru jákvæð og við erum ánægðir með þau en við metum þau ekki hvert fyrir sig. Þeim verður komið á framfæri, og það er fólksins að meta þau,” sagði Magnús Kjartans- son, starfsmaður samstarfsnefnd- arinnar, á blaðamannafundi í gær þar sem hann afhenti svörin. „Við teljum svör stjórnmála- flokkanna fyrsta sporið í mótun heild- arstefnu um kjör fatlaðra og mannrétt- indi þeirra. Að koma á jafnrétti fatlaðra og heilbrigðra kostar meira fé en gert er ráð fyrir að enda búa fatlaðir við erfið lífskjör og þjóðfélagið er fullt af hindrunum.” Svör stjórnmálaflokkanna fylla 16 venjuleg vélrituð blöð og þar af er svar Sjálfstæðisflokksins helmingur bunkans því svörum á þremur síðum fylgir fimm síðna greinargerð. Samstarfsnefnd fatlaðra telur svörin mjög mikilvæg og að með þeim sé stefnt i stærsta félagslega átak sem hér á landi hafi verið gert. Eru þau talin uppistaða í mannréttindayfirlýsingu fyrir fatiaða. „Við munum fylgja svörunum og loforðunum eftir. Óskað verður eftir því að Alþingi setji á stofn fasta sam- vinnunefnd með fulltrúum allra flokka og fulltrúum fatlaðra og unnið verði eftir sameiginlegri áætlun að því að hrinda i framkvæmd þeim fyrirheitum sem svörin fela i sér,” sagði Magnús Kjartansson. Samstarfsnefndin lagði áherzlu á að atvinna fyrir fatlaða væri eitt mikils- verðasta mannréttindamál þeirra. Því væri æskilegt að iaunþegasamtök og samtök atvinnurekenda tækju þátt í þessari baráttu. Vinnan væri öllum hópum fatlaðra mikilvæg en hóparnir væru margskonar, ekki aðeins þeir sem í hjólastól eru heldur einnig hækjufólk, blindir og andlega fatlað fólk. Góðra gjalda væri vert að vinna vel að endurhæfingu en mikilsverðara að þjóðfélagið styddi fatlaða til að hjálpa sér sjálfir, skapaði þeim atvinnu- möguleika og aðstöðu á vinnustað og til að komast leiðar sinnar. Væri það arðsemishugsjón fyrir þjóðfélagið að hrinda slíku í framkvæmd, eins og Halldór Rafnar, formaður Blindra- félagsins, orðaði það, en hann er einn samstarfsnefndarmanna. Fatiaðir ánægðir með f mmkvæði Reykjavíkurborgar: TILLIT TEKIÐ TIL FATLAÐRA — gangstéttir lagaðar, auknir sérflutningar Samstarfsnefnd fatlaðra fór á blaðamannafundi í gær lofsamiegum orðum um það fordæmi sem Reykja- víkurborg hefði sýnt með stofnun nefndar sem í sætu fulltrúar allra stjórnmálaflokka og fulltrúar fatlaðra. Meginviðfangsefni hennar hefur verið að fjalla um hvaða úr- bætur mætti gera til að auðvelda fötluðum að komast leiðar sinnar í borginni. Fyrir tilstilli nefndarinnar hefur sérstakur bill verið í stanzlausum flutningum fatlaðra dag hvern. Þurfa margir slíkir á bílnum að halda til að komast til og frá vinnu og eins til að komast til dagnámskeiða eða dag- dvalar á vistheimili fatlaðra við Há- tún. Er nú í ráði að fjölga slíkum flutningabílum. Nefndin hefur og komið því til leiðar að búið er að lagfæra gang- stéttir niður allanLaugavegþánnig að fatlaðir geta þar konfizt upp á og af gangstéttum. Þá er og ákveðið fyrir tilstilli nefndarinnar að gangstéttir verði ekki byggðar nema gert sé ráð fyrir umferð fatlaðs fólk. Allt var þetta taiið góð byrjun, en bent á margt sem enn væri ógert. Fyrir blinda þyrfti t.d. að koma upp hljóðkerfi við öll umferðarljós. Þá var rætt um fáránlega snjómokstursaðferð í Reykjavík er snjó væri rutt af götum og upp á gangstéttir. Gerði þetta flestum gangandi mjög erfitt fyrir en lokaði fötluðum allar leiðir til sjálfsbjargar í umferðarmálum. -A.St. Allt vaðandi í innbrotum Illa virðist nú ára hjá einhverjum á höfuðborgarsvæðinu þvi allt var vaðandi í innbrotum og ránum um helgina. Brotizt var inn í hús við Grettisgötu og þaðan stolið 50 þúsund kr. í reiðufé. Innbrot var framið i hús við Kastalagerði og þar rænt og ruplað og skemmdir unnar. Farið var inn í vinnuskúr við Miðvang 41 í Hafnarfirði og stolið all- miklu af naglabyssuskotum sem geta verið hættuleg í höndum óvita. Brotizt var inn í Hildu við Borgar- tún 22, en órannsakað var hverju stoiið var. Þá var brotizt inn hjá Skalla i Lækjargötu aðfaranótt sunnudags en ekki var vitað hverju stolið var. Þá var brotizt inn i Handið að 'Laugavegi 168 á laugardag og stolið logsuðutækjum. í gærmorgun kom í ljós að brotizt hafði verið inn í byggingarvöruverziun Byko i Kópavogi. Málið er í rannsókn. -A.St. Leiörétting Nafn 8. manns á lista Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum misritaðist í upptalningu Dagblaðsins á fram- bjóðendum. Hann heitir Hannes E! Halldórsson matreiðslumeistari. Verksmiðjusala Verksmiðjusalan er fíutt að Hverfísgötu 56 STRÆTISVAGN STANZAR VIÐ DYRNAR. THboösverð á öHum vömm Sérstaka athygli vekjum viö á DÖMUDRÖGTUM ÚR ULL VERÐ AÐEINS KR. 30.000. Stakir dömujakkar kr. 20.000. Stök pils kr. 10.000 Barnajakkar úr ull kr. 15.000 (stærðir 8, 10, 12) Verksmiðjusaian Barnaúlpur frá kr. 9.000.- Buxur frá kr. 3.000.- Skyrtur frá kr. 2.000.- Blússur frá kr. 1.000.- Peysur i úrvali o.m.fl. OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD Hverfisgötu 56 Sími 12460 -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.