Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979.'
ísrael:
Allir arababorgarstjór-
amir sögöu af sér
ísraelsk hernaðaryfirvöld voru í
morgun viðbúin hinu versta þar sem
óttazt var að óeirðir brytust út á
vesturbakka árinnar Jórdan og Gaza-
svæðinu i kjölfar afsagnar allra ara-
biskra bæjarstjóra þar.
Með afsögn sinni vilja bæjarstjór-
arnir mótmæla brottvísun bæjar-
stjórans í Nablus, sem er stærsta
borgin á yfirráðasvæði ísraelsmanna,
þar sem arabar búa. ísraelsmenn til-
kynntu brottvísun hans í gær. Er hún
sögð gerð á grundvelli orða sem
bæjarstjórinn, Bassam al-Shaka, lét
falla um PLO. samtök Palestínu-
araba. Segja ísraelsk yfirvöld að
Shaka hafi látið i Ijósi samúð með
starfsemi PLO samtakanna.
í Nablus og fleiri borgum er allt
viðskipta- og atvinnulíf nær algjör-
lega lamað vegna allsherjarverkfalls
sem þar skall á í gær. Skólum araba
var víðast hvar einnig lokað í mót-
mælaskyni. í mörgum bæjum á
resturbakkanum og Gazasvæðinu
fóru arabiskir unglingar um og köst-
uðu grjóti að bifreiðum og reyndu að
brenna hjólbarða þeirra.
Ekki er ljóst hvort israelsk yfirvöld
samþykkja afsagnir bæjarstjóranna
arabisku. Þeir hafa verið við völd
hver í sínum bæ á grundvelli laga sem
giltu fram til 1967 er vesturbakki ár-
innar Jórdan var undir stjórn
Jórdaníu.
Fyrsta Irananum
sparkaðfrá
Bandaríkjunum
Svo virðist sem íranskur stúdent sem
stundað hefur nám við Háskólann i
San António í Texas verði fyrstur fyrir
barðinu á strangari reglum um landa
hans i Bandarikjunum. Útlendinga-
eftirlit þar í borg segir að stúdentinn
hafi brotið reglur um atvinnu þar
vestra. Hafði hann starfaðsem þjónn á
veitingahúsi með skólanum.
Þingmenn i Washington hafa krafizt
þess að hætt verði að þjálfa nærri þrjú
hundruð íranska herþotuflugmenn,
sem dvalizt hafa i Bandarikjunum að
undanförnu.
Reyntað loka
fyrireiturgasið
Sérfræðingar i Toronto i Kanada
vinna enn að því að reyna að tryggia að
eitrað gas komist ekki út í andrúmsloft-
ið eftir járnbrautarslysið á dögunum,
þegar vagnar hlaðnir tönkum með eitr-
uðu gasi fóru út af sporinu. Ekkert er
þó enn vitað hvenær þeir 75 þúsund
ibúar sem næst búa slysstaðnum fá
leyfi til að fara aftur til sins heima. I
gær fengu 150 þúsund manns heimild
til að snúa aftur til heimila sinna í
Mississauga borg, sem er skammt frá
Toronto.
Þessir tveir ungu Kampútseupiltar
sitja þarna hjá móður sinni, sem
örmagnaðist rétt eftir að hún var
komin yfir landamærín til Thailands.
Hungursneyðin i Kampútseu og meðal
flóttamanna þaðan sem dveljast i Thai-
landi, verður stöðugt alvarlegri og
aðstoð berst aðeins af skornum
skammti þvi ekki hefur tekizt sam-
komulag um hver á að sjá um dreifingu
hjálpargagna og matar.
Nærri 300 farast
íjarðskjálfta
Vitað er að upp undir þrjú hundruð
manns hafa látizt í jarðskjálfta sem
gekk yfir austurhluta Iran i gær. Er
þarna um að ræða sama svæði og varð
sem verst úti i skjálftunum fyrir rúm-
lega ári. Þá er talið að um það bil
fimmtán þúsund manns hafi farizt.
Björgunarsveitir fóru strax i gær-
kvöldi á vettvang og færðu bágstödd-
um mat, lyf og skjólflíkur.
Flest fórnardýranna höfðu grafizt i
rústum og aur nærri borgunum Qaen
og Khaf nærri landamærum Afghan-
istan.
Sjúkrahús í héraðinu sem varð verst
úti eru þegar fullsetin og særðir voru i
morgun fluttir á brott með herþyrlum.
Einnig var her írans kominn á staðinn
með venjulegar flutningaflugvélar sem
notaðar voru við hjálparstarfið.
Mikill fjöldi fólks sem misst hefur
heimili sín í skjálftunum t gær hafðist
við á víðavangi eða í tjöldum í nótt.
Fregnir herma að vel geti verið að tala
látinna eigi eftir að hækka verulega.
Auk látinna er vitað um í það minnsta
sextíu manns sem eru verulega slasaðir.
Upptök skjálftans í gær voru sögð
austar en skjálftans mikla í fyrra. Hinn
fyrrnefndi mældist 5,6 stig á Richters-
kvarða.
Sameinuðu þjóðirnar:
Oryggisráðið neit-
ar kröfum írans
— kæra þeirra á hendur Bandaríkjunum ekki tekin fyrir á
meðan gfslamir eru í sendiráðinu
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í, gær samhljóða að taka
kæru írans á hendur Bandaríkjunum
ekki fyrir að svo stöddu. Er talið að
fulltrúar í öryggisráðinu, þar á
meðal fulltrúi Sovétríkjanna, muni
ekki samþykkja slíka kröfu fyrr en
lausn fæst á málum gislanna eitt
hundrað í bandaríska sendiráðinu í
Teheran.
Cyrus Vance utanríkisráðherra
Bandaríkjanna er sagður hafa komið
til aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna í
New York. Hafi hann rætt við marga
fulltrúa í öryggisráðinu og hvatt þá
til að neita að taka kæru írans-
stjórnar á dagskrá ráðsins.
íran kærði Bandarikin í kjölfar til-
kynningar um að hinir síðarnefndu
hyggðust hætta öllum olíuviðskiptum
við íran. Reyndar hafði íransstjórn
tilkynnt áður að afgreiðslu oliu til
Bandaríkjanna yrði hætt.
Talið er að fulltrúar í öryggisráð-
inu muni leitast við að draga
ákvörðun um næsta fund ráðsins sem
lengst svo þeir þurfi ekki að taka
opinbera afstöðu til kröfu írana.
Fulltrúar flestra þjóða hjá Sam-
einuðu þjóðunum munu flestir spegla
þá afstöðu ríkistjórna sinna að taka
sendiráðs sé ekki réttlætanleg, en
með því eru brotin gömul alþjóðalög.
London:
UNGFRU HEIM-
URKJÖRIN
í KVÖLD
Verðandi hundasálfræðingur og
stúlka, sem e.t.v. gæti orðið fjár-
málaráðherra síns heimalands innan
skamms, eru meðal keppiendanna
sjötíu sem safnazt hafa saman í
London undanfarna daga. Erindið er
að taka þátt i keppninni um titilinn
Ungfrú heimur — Miss World — en
úrslit fást um hann í kvöld.
Þó að verðlaunin séu ekki nema
um það bil jafnvirði fjögurra
ntilljóna íslenzkra króna gefst þeirri
stúlku sem sigrar góður möguleiki á
að vinna sér frama í alþjóðlegum
sýningarheimi.
Ekki hyggja þó allar stúlkurnar
sem taka þátt i keppninni á frama á
þvi sviði. Sænska stúlkan ætlar til
dæmis að verða hundasálfræðingur
og fulltrúi Cayman eyja i Karabiska
hafinu segist gjarnan vilja verða fjár-
málaráðherra lands síns, en þar eru
skattar á almenning nálega engir.
Líklegast er talið að ungfrú Bret-
land sigri i keppninni. Veðmál í
London standa henni mjög í hag.
Bretland:
Thatcher vill
ekki eiginmenn
Brezka ríkisstjórnin lagði fram frum-
varp í gær um að eiginmönnum og unn-
ustum innflytjenda sé ekki heimilt að
flytjast til þeirra í Bretlandi. Á þá einu
að gilda þótt innflytjandinn sé með
fullgild brezk rikisborgararéttindi.
Tilgangur þessara laga er sá að tak-
marka aðstreymi litaðra manna til
Bretlands. Var það eitt af kosningalof-
orðum Margrétar Thatcher að gera
ráðstafanir til þess.
Andstæðingar hins nýja frumvarps
segja að mesta óréttlætið sé að það
bitni eingöngu á eiginmönnum litaðra
kvenna, sem ekki hafi fæðzt í Bretlandi
þó þær hafi þar ríkisborgararétt. Karl-
menn hvítir og svartir og hvitar konur
þurfa ekki að óttast að verða fyrir
barðinu á ákvæðum frumvarpsins. Er
þá sama hvort viðkomandi er fæddur í
Bretlandi eða annars staðar.