Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. 18 I jþróttir íþróttir íþróttir V íþróttir } GuAmundur Haraldsson brýzt hcr inn af línunni og skorar eina mark sitt i leiknum gegn Fram. DB-mynd Bj. Bj Framarar misstu unn- inn leik niður í jafntef li — Haukar náðu að jaf na 19-19 eftir að Fram hafði leitt um tíma með 6 mörkum Framarar fóru hreint og beint herfi- lega að ráði sínu í gærkvöld er þeir mættu Haukum úr Hafnarfirði í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik. Þegar síðari hálflcikurinn var hálfn- aður leiddu Framarar 18—14 og allt virtist stefna í öruggan sigur þeirra. Lokakaflann skoruðu Haukar hins vegar fimm mörk gegn aðeins cinu hjá Fram og tókst að krækja sér í óverð- skuldað jafntefii, 19—19. Framarar voru betra liðið lengst af og áttu sigur skilið en klaufaskapur þeirra jafnframt afar óhagstæðri dómgæziu kom þeim í koit í lokin. Haukarnir geta hins vegar vel við unað að ná stigi út úr þessum lcik en verða að taka sig alvarlega saman i andlitinu ef þeir ætla að verða með í baráttunni um íslandsmeistara- titilinn í velur. Staðan íBelgfu Hörkukeppni er nú í 1. deildinni í knattspyrnunni í Belgíu. Staðan eftir leikina um helgina er þannig: FC Brugge 13 9 2 2 28- -8 20 Lokeren 13 9 2 2 24- -7 20 Standard 13 8 3 2 37- -15 19 CS Brugge 13 7 3 3 25- -16 17 Molenbeek 13 6 5 2 16- -11 17 Beerschot 13 6 5 2 17- -13 17 Anderlecht 13 7 2 4 26- -14 16 Waregem 13 3 8 2 14- -13 14 Beveren 13 4 6 3 15- -15 14 Lierse 13 6 1 6 22- -20 13 FC I.iegc 13 4 3 6 17- -22 11 Antwerpen 13 2 6 5 10- -13 10 Wintcrslag 13 3 4 6 11- -31 10 Berchem 13 1 7 5 16- -24 9 Beringen 13 2 3 8 12- -19 7 Waterschei 13 1 5 7 12- -24 7 Charleroi 13 3 1 9 8- -27 7 Hasselt 13 2 2 9 9- -27 6 Beveren varð meistari í vor — Cercle Brugge og Hasselt komust upp úr 2. deild. Strax í upphafi kom i Ijós að Fram- arar voru mun friskari — enginn þó eins og Atli Hilmarsson. Hann skoraði fjögur fyrstu mörk Fram og átti stór- leik i fyrri hálfleiknum og framan af þeim síðari. Leikur hans koðnaði svo niður i lokin eins og reyndar allur leikur Framliðsins. Fram komst í 3—1 og síðan í 7—4 þegar 14 mín. voru af leiknum. Enn jókst bilið og mest munaði sex mörkum, 11—6 Fram í vil. Gunnar Einarsson stóð i marki Hauk- anna til að byrja með og varði aðeins tvö skot á 20 minútum. Ólafur Guðjónsson kom þá inn á og hann byrjaði á að verja vitakast frá Andrési Bridde. Markvarzla hans varð siðan öðru fremur til þess að Haukar fengu annað stigið í leiknum. Hann varði alls 13 skot í leiknum — mörg eftir að Framararnir voru komnir einir í gegn. Góður kafli Haukanna undir lok fyrri hálfleiksins bjargaði málunum og í hálfleik munaði aðeins þremur mörk- um, 12—9 Fram í hag. Rétt er að geta þess að i 5 tilvikum áttu Haukar skot i slá eða stangir Fram-marksins i fyrri hálfleiknum. Haukar mættu ákveðnir til leiks i byrjun síðari hálfleiksins og tókst fljót- Pólverjarnir fækka liðum Pólverjar hyggjast nú fækka liðum í 1. deildinni i knattspyrnu þar í landi og er ástæðan sögð sú að of mikill munur sé á beztu og lökustu liðum deildarinn- ar. Vilja Pólverjar með þessu reyna að auka gæði knattspyrnunnar og þá styrkleika landsliðsins um leið. Nú eru 16 liðíl. deildinni en ætlunin mun vera að fækka þeim í 14. Þá eru uppi hug- myndir hjá Pólverjum að gera 2. deild- ina, sem til þessa hefur verið leikin í tveimur 16-liða riðlum, að einni 18 liða deild. Svipaðar ráðstafanir munu vera á prjónunum varðandi lægri dcildir. lega að minnka muninn i eitt mark 11 — 12. Siðan munaði aftur einu marki, 13—14 en aldrei náðu þeir að jafna metin. Siðan fór allt í sama farið aftur um skeið og Fram komst í 18—14 þegar 15 mín. voru til leiksloka. Mikill klaufa- skapur hinna ungu Framara samhliða sífelldum brottrekstrum var Haukun- um mikil hjálp og þeir tóku að saxa á forskotið hægt og bítandi. Þórir Gisla- son, sem hafði verið lítið áberandi til þessa skreið úr híði sínu og skoraði fjögur mörk í röð fyrir Haukana og munurinn var aðeins eitt mark, 18—19. Stefán Jónsson átti síðan lokaorðið i lei'knum er hann jafnaði metin tveimur minútum fyrir leikslok. Bæði liðin fengu góð tækifæri til að krækja sér i sigurinn á þeim tveimur mínútum er eftir voru og en'ginn éins og Birgir Jóhannsson. Hann komst einn upp allan völl en Ólafur Guðjónsson í Haukamarkinu varði skot hans af snilld. Jafntefli varð því staðreynd og geta Framararnir nagað sig i handar- bökin fyrir að tryggja sér ekki öruggan sigur í leiknum. Framliðið er skipað ungum og stór- skemmtilegum leikmönnum og á eftir að gera mörgum liðum skráveifu í vetur. Atli, Birgir og Hannes voru beztu menn liðsins en Iiðið er afar jafnt. Þá varði Sigurður Þórarinsson vel eftir að Gissur Ágústsson varð að fara út a(vegna meiðsla. í Haukunum stóð Ólafur Guðjóns- son upp úr. Hörður Harðarson var ótrúlega slakur. Stefán Jónsson og Þórir Gíslason áttu báðir ágætan leik þótt þeim yrðu á slæm mistök inn á milli, þá var Júlíus Pálsson þokka- legur. Aðrir komust ekki nálægt sinu bezta. Dómgæzla þeirra Gunnars Kjartans- sonar og Ólafs Steingrímssonar var óhemju slök og man undirritaður vart eftir slakari frammistöðuu hjá þeim í. annan tíma. Dómar þeirra bitnuðu mun meira á Frömurunum og á köflum var érfitt að gera sér grein fyrir á hvað var dæmt. Mörk Hauka: Július 5/3, Þórir 5/2, Stefán 3, Árni H. 2, Árni Sv. 2, Sigur- geir 1 ogGuðmundur 1. Mörk Fram: Atli 6, Hannes 4, Theo- dór 3, Birgir 2, Andrés 2/2, Erlendur 1 og Egill I. ■ m______ -SSv. Haukar - Fram 19-19 (9-12) islandsmótifl í handknattleik 1. deild karla. Haukar — Fram 19—19 (9—12). Hafnarfiröi 14. nóvember. Beztu leikmenn: AtJi Hilmarsson, Fram, 7, Birgir Jóhannsson, Fram, 7, Ólafur Gufljónsson, Haukum, 7, Hannes Leifsson, Fram, 6, Þórir Gfslason, Haukum, 5. Haukar: Gunnar Einarsson, Ólafur Gufljónsson, Guflmundur Haraldsson, Ingimar Haralds- son, Stefán Jónsson, Hörflur Haröarson, Ámi Hermannsson, Ámi Sverrisson, Sigurgeir Mar- teinsson, Lárus Karl Ingason, Júlfus Pálsson, Þórir Glstason. Fram: Gissur Ágústsson, Siguröur Þórarinsson, Atli Hilmarsson, Theodór Guflfinnsson, Sigurbergur Sigsteinsson, András Brídde, Hannes Leifsson, Eriendur Davfflsson^Jóhannes Krístinsson, Egill Jóhannesson, Gústaf Bjömsson, Birgir Jóhannsson. Dómarar Gunnar Kjartansson og Ólafur Stoingrímsson. Haukar fengu 8 vfti — misnotuflu þrjú. Fram fákk 3 víti — eitt misnotafl. Fimm Frömurum var vikifl af loikvelli, Agli tvfvegis, Theodór, A4a, Birgi og Andrési tvfvegis. Einum úr Haukum, Júlfusi. Ahorfendur voru 400. Gríndvíkingar stóðu íHaukum algjört áhugaleysi einkenndi 18-13 sigur Haukanna Veturinn verður ekki árangursríkur hjá Haukadömunum ef þær sýna ekki meiri áhuga í leikjum sínum en gegn Grindavík i 1. deild íslandsmóts kvenna í handknattleik í gær. Þrátt fyrir 18—13 sigur var frammistaða þeirra afar slök og einkenndist af al- geru áhugaleysi á leiknum. Grindavík- urstúlkurnar reyndu af fremsta megni að leika eins og þær bezt gátu og unnu síðari hálfleikinn 9—7. Það dugði hins vegar ekki til því staðan í hálfieik var 11—4 Haukum í vil. Jafnræði var með liðunum framan af og þegar fyrri hálfleikurinn var rúm- lega hálfnaður var staðan 5—4 Hauk- um í hag. Grindavíkurdömurnar skor- uðu ekki meira í fyrri hálfleik en Haukar bættu við sex mörkum. í síðari hálfleiknum náði vitleysan al- geru hámarki og mistökin, sem liðun- um urðu á, voru oft á tíðum grátleg. Ein og ein hélt þó haus innan um og gerði það að verkum að hægt var að ljúka leiknum. Minnstur varð munur- inn í síðari hálfleik, þrjú mörk — 15— 12, en Haukar bættu aðeins við i lokin. í Haukaliðinu bar Margrét Theo- dórsdóttir af en Kolbrún og Sjöfn áttu einnig ágætan leik. Halldóra Mathiesen og Guðrún Aðalsteinsdóttir voru afar rólegar og sýndu lítið af eigin getu. Hjá Grindvíkingum voru fjórar áberandi beztar. Hildur Gunnarsdóttir, Sjöfn Ágústsdóttir, Svanhildur Kára- dóttir, sem skoraði falleg mörk, og Rut Óskarsdóttir sem varði eins og berserk- ur i markinu í s.h. Hins vegar afar litið í þeim fyrri. Mörk Hauka: Margrét 8/4, Sjöfn 3, Kolbrún 3, Björg, Svanhildur, Sesselja og Halldóra eitt hver. Mörk Grindavikur: Sjöfn 5, Svan- hildur 4, Hildur 3 og Kristólina 1. ________________________-SSv. Staðan í Hollandi Staðan í úrvalsdeiidinni í Hollandi eftir leikina um síðustu helgi er nú þannig: Ajax 12 9 2 1 27—14 20 Feyenoord 12 6 6 0 23—9 18 Alkmaar 13 8 2 3 26—13 18 PSV Eindh. 13 6 4 3 26—17 16 Utrecht 13 5 6 2 21—13 16 Roda 13 6 2 5 20—20 14 Twente 12 6 2 4 18—19 14 Den Haag 13 4 6 3 15—17 14 Go Ahead 13 5 3 5 20—16 13 Excelsior 13 4 5 4 21—21 13 Zwolle 13 4 3 6 14—15 11 Sparta 12 4 2 6 15—16 10 Maastricht 13 2 6 5 15—18 10 Tilburg 13 2 6 5 13—22 10 Haarlem 13 3 3 7 15—25 9 Vitesse 13 3 3 7 17—28 9 Breda 12 2 3 7 8—20 7 Nijmegen 12 3 0 9 12—23 6 Ajax var hollenzkur meistari í vor — Excelsior, sem Ámi Sveinsson lék með, og Tilburg komust upp úr 1. deild. Haukar—Grindavík 18-13 (11-4) íslandsmótífl ( handknattleik 1. deild kvenna. Haukar — GríndavBc 18—13 (11—4). Hafnar- firfli 14. nóvember. Beztu loikmonn: Margrót Theodórsdóttir, Haukum, 7, Svanhildur Káradóttír, Gríndavflc 6, Rut Óskarsdóttír, Gríndavfk, 6, Kolbrún Jónsdóttir, Haukum, 5, Sjöfn Ágústsdóttír, Gríndavflc, 5. Haukar: Hulda Hauksdóttir, Sóley Indríöadóttir, Sjöfn Hauksdóttír, Svanhildur Guðiaugs- dóttir, Halldóra Mathiosen, Guörún Aflalsteinsdóttir, Kolbrún Jónsdóttír, Sesselja Fríflþjófs- dóttir, Margrét Theodórsdóttir, Helga Hauksdóttir, Anna Karen Svenrisdóttír, Björg Jónatans- dóttír. Grindavflc: Rut Óskarsdóttir, Hulda Gufljónsdóttir, Svanhildur Káradóttir, Ágústa Gbla- dóttir, Sjöfn Ágústsdóttír, HikJur Gunnarsdóttír, Ásrún Karlsdóttír, Kristólina Ólafsdóttír, Runný Daníelsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Berglind Demusdóttir, María Jóhannesdóttir. Dómarar ólafur Jóhannesson og Jón Magnússon. Haukar fengu 7 vfti — þrjú misnotufl. Grindavflc fókk ekkert vfti f leiknum. Engum vfsafl af leikvelli. Áhorfendur 100. Hollendingar í erf iðleikum Hollenzki landsliðseinvaldurinn Jan Zwartkruis á nú í miklum erfiðleikum að koma saman liði í hinn þýðingar- mikla Evrópuleik við A-Þjóðverja næsta miðvikudag. Sex af aðalmönn- um hans eru meiddir, m.a. Kerkhof- tvíburarnir, Jan Poortvilet, Jan Peters (Alkmaar), Wim Janscn og Johnny Rep. Zwartkruis hefur m.a. valið Frans Thijssen, Ipswich, í hópinn nú en aðrir íþróttir leikmenn eru Schrijvers, Ajax, Does- burg, Sparta, Kroi, Ajax, Wijnstekers, Feyenoord, Hovenkamp, Alkmaar, Brandt Stevens, PSV, Schienaker, Ajax, Metgod, Alkmaar, Korput, Feyenoord, Nanninga, Roda, La Ling og Tahamata, Ajax. Þá hefur hann valið Rene van der Kerkhof þrátt fyrir meiðsli. Forest komst í átta-liða úrslit —sigraði Bristol City 3-0 í gærkvöld Nottingham Forest vann öruggan sigur á Bristol City í enska deildabik- arnum í gær, 3—0. Það var annar leikur liðanna. Jafntefli í þeim fyrri i Bristol. í 8-liða úrsiitum leikur Forest á útivelli við West Ham en tvö síðustu árin hefur liðið sigrað í þessari keppni. Stcax í byrjun leiksins stóð Joe Royle, miðherji Bristol-liðsins, fyrir opnu marki en Peter Shilton varði snilldarlega frá honum. Á 11. mín. náði Forest forustunni með marki Martin O’Neil og á 43: mín. skoraði bakvörðurinn Viv Anderson með þrumufleyg — og á 60. mín. skoraði Tony Woodcock þriðja markið. Fékk knöttinn á miðjum velli, lék á marga mótherja og sendi knöttinn í markið. Hann ákveður nú i vikulokin hvort hann fer ti! Kölnar en eftir leikinn i gær bauð Brian Clough honum nýjan samning hjá Forest. Tveir aðrir leikir voru háðir á Eng- landi í gær. í 2. deild sigraði Chelsea West Ham 2—1 á Stamford Bridge að viðstöddum 31 þúsund áhorfendum. Frost og Fillari skoruðu mörk Chelsea en Pat Holland eina mark West Ham. Þásigraði Blackburn Chesterfield 1—0 i 3. deild.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.