Dagblaðið - 15.11.1979, Page 32

Dagblaðið - 15.11.1979, Page 32
Frestur Rússa rennur út á miSnætti: Stórar ákvarðanir teknar ásíöushi klukkutímunum —ákveðnir möguleikar opnir, segir talsmaður Norsk Hydro „Verið er að vinna að þessum málum í ráðuneytinu af fullum krafti,” sagði Kjartan Jóhannsson, viðskiptaráðherra í viðtali við DB í morgun, er fréttamaður spurði hann um gang viðræðna um olíuviðskipti. Hann bætti við að á þessu stigi væri ekki hægt að fullyrða um niður- stöður málsins. Þær yrðu naumast ljósar fyrr en eftir 5—6 klukkutíma, þ.e. síðdegis í dag. „Viðræður eru í gangi og hafa raunar verið og ákveðnir möguleikar á viðskiptum standa opnir af okkar hálfu,” sagði talsmaður Norsk Hydro í Osló í viðtali við DB í morgun. Horfur virðast á því að samningar verði gerðir við Sovétmenn um kaup á svartolíu, bensíni og gasoltu. Áður tiltekinn frestur af hálfu Sovétmanna til að skrifa undir samningsdrög sem gerð voru í Moskvu sl. sumar rennur út á miðnætti í nótt. Sovétmenn geta fallizt á fyrirvara um að minna magn verði keypt en samningurinn gerir ráð fyrir, ef ákvörðun af hálfu ísiands verður til kynnt á samningstímanum. Þetta gefur möguleika á því að haldið verði áfram að kanna aðra möguleika á olíukaupum en frá Sovétríkjunum. Þannig yrði stefnt að því að við yrðum ekki háðir einum aðila um öll okkar olíukaup, þegar frá er talið þotueldsneyti og smurolíur, sem við kaupum annars staðar. -GS/BS JOFN PROSENIUHÆKK- UN Á ÖLL LAUN1. DES. —reikna frekar með hærri tölunni, segir Magnús ráðherra „Það hefur verið reiknað með því að kauphækkunin 1. desember verði í prósentum jafnmikil á lægri sem hærri laun,” sagði Magnús H. Magnússon ráðherra í morgun. „Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða tala verður valin í prósentuhækkanirnar, en ég reikna með því að hærri talan verði valin,” sagði Magnús. Samkvæmt siðustu fréttum um visitöluútreikninga virðist stefna í að kauphækkun á hærri launin ætti að verða um 13 prósent og um 11 prósent á hin lægri, ef farið yrði eftir Ólafslögum. Siðastliðið vor var 2% kjaraskerðingu á lægri launin frestað til 1. desember, svo að skerðing lægri launanna var þá minni en hinna hærri. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið, að skerðing lægri launanna komi ekki til framkvæmda. Jafn- framt verður ekki farið út í almenna skerðingu verðbóta 1. desember. Spurningin er þá hvort 13 eða 11 prósent yrðu valin eða tala þar á milli sem kauphækkun allra. Yrðu 11% valin væri um að ræða skerðingu á verðbótum hærri launanna. Magnús H. Magnússon reiknar með að hærri talan, það er um 13%, verði valin sem kauphækkun fyrir alla. -HH. Ungum manni, er sagðist viðriðinn dauðsfall, sleppt úr gæzluvarðhaldi: Ástæða til frekari rannsókkar „Það eru ýmis atriði enn óljós, en ekki þótti ástæða til að fá gæzluvárð- haldsúrskurðinn framlengdan,” sagði Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri í viðtali við DB í morgun. Ungum manni var í gær sleppt úr gæzluvarðhaldi eftir að hafa fyrir viku sagzt vera viðriðinn andlát manns i Reykjavík fyrir rúmu ári. Þann fram- burð hefur hann dregið til baka. Er Þórir var spurður hvort frelsi unga mannsins þýddi minnkandi líkur á aðild hans að andlátinu svaraði hann: „Alla vega að því er hann varðar.” Að svo komnu hafa engir aðrir verið yfirheyrðir vegna þessa máls en í þágu rannsóknarinnar vildi Þórir ekki segja, að svo stöddu, hvort ástæða væri til þess eða ekki. - GS Flugleiðir kaupa íKóreu — ogseljaaftur Flugleiðir hafa fest kaup á fjórum Fokker Friendship skrúfuþotum i Suður-Kóreu. Hér er um að ræða þrjár F-27—200 vélar, sem taka 48 manns i sæti, og eina F-27—500, sem tekur 56 manns í sæti. Flugleiðir og Korean Airlines undir- rituðu kaupsamninga í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, i fyrradag. Flug- vélarnar verða afhentar í janúar- byrjun. Fyrirhugað er að selja tvær af eldri F-27 vélum Flugleiða, en að ein 27— 200 vélin og 27—500 vélin komi í þeirra stað. Finnair kaupir svo tvær 27—200 vélar úr Kóerupakkanum af Flug- leiðum. -ARH ■ r r „Hvað er þctrn, þarf maður ekki einu sinni að borga? Nei, hann þurfti ekkert að borga, viðskiptavinur Tryggingastofitunar rikisins, þegar hann tók við endurskinsmerki úr hendi Lúðvlks Eiðssonar lögreglumannsfyrir utan húsakynni Trygginga - stofitunar I gœr. Lögregiumenn stóðu þar vakt og dreifðu ókeypis endurskinsmerkjum til tryggingabótaþega og annarra er hofa vildu. -ARH/DB-mynd: Sveinn frjúlst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 15. NÓV. 1979. Sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi: Af latölur á borðið eftir 2 sólarhringa — tilað auðvelda stjórnun veiðanna „Stjórnunaraðgerðir í fiskveiðum og ákvarðanir í þvi sambandi krefjast stöðugs aðgangs að nýjustu og beztu upplýsingum um aflamagn og aflasam- setningu,” sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra m.a. í ræðu sinni á Fiskiþingi, sem nú stendur yfir. Falaðist hann eftir aðstoð þingheims i þeim efnum og hét jafnframt að beita sér fyrir fjámiagni til að mæta auka- kostnaði við slíkt. Fiskifélagið hefur safnað saman slíkum upplýsingum og haldið til haga í fjölda ára, en upplýsingastreymið er það hægfara að það kemur ekki að gagni við stjórnun. „Mér dettur t.d. i hug að aflatölur hvers laugardagskvölds gætu legið fyrir hjá Fiskifélaginu á mánudagsmorgni. Ákvarðanir sem taka þarf i stjórnun fiskveiða geta verið mjög afdrifaríkar, það má ekkert til spara að þær séu byggðar á beztu fáanlegum upplýsing- um,” sagði Kjartan. -GS Skoðanakönnun í Lands- bankanum á Akureyrí: Sólnes efstur Starfsmenn í Landsbankanum á Akureyri gerðu sér til dundurs að efna til skoðanakönnunar um fylgi flokkanna i sínum röðum. Af um 50 starfsmönnum tóku 39 þátt í leikn- um. Úrslit urðu sem hér segir: Alþýðuflokkur 9 atkvæði, Framsómnarflokkur 6 atkvæði, Sjálfstæðisflokkur 7 atkvæði, Alþýðubandalag I atkvæði, Sólness-listinn 13atkvæði. Auðir seðlar voru 3. -ARH Krafla: Vaxandi titringur í morgun Um klukkan 9 í morgun höfðu 12— 13 litlir skjálftar komið fram á mælum skjálftavaktarinnar við Mývatn frá þvi á miðnætti sl. Er það jafnmikill fjöldi og varð allan sólarhringinn þar á undan. „Þetta er hálfgerð berjatinsla hjá okkur,” sagði Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur í morgun. „Skjálft- arnir hafa verið þetta um og yfir 20 á sólarhring undanfarna daga þar til i gær að þeir urðu aðeins tólf. Nú virðrst eitthvað líflegra undir niðri.” Eysteinn kvað land halda áfram að rísa hægt. Og nú tekur á þolinmæðina aðbíðaþróunarinnar. -A.St.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.