Dagblaðið - 15.11.1979, Page 29

Dagblaðið - 15.11.1979, Page 29
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. 29 Rætt við Sigurð A. Magnússon, rithöfund og blaðamann: Minnstu munaöi að hann fæddist í tjaldi „íslendingar guma stundum af því að þeir búi í stéttlausu þjóðfélagi.” Þannig hefst lýsing Sigurðar A. Magnússonar á Pólunum: „þeim stað í höfuðborginni þar sem lifað hefur verið við ömurlegust kjör á þessari öld.” I uppvaxtarsögu sinni frá kreppuár- unum, Undir kalstjörnu, segir hann frá Pólunum og öðrum fátæktarhverfum eða „hálf-slömmum” í útjaðri höfuð- borgarinnar á þeim tima. Hverfum sem betur settir borgarar litu til með hrolli og fyrirlitningu. Bók Sigurðar er nýkomin út en hefur þegar selst mjög vel. í senn skáldlegur og raunsær lýsir hann þar drykkju og kvensemi föður síns, veikindum og dauða móður sinnar. Þau voru svo illa efnum búin að minnstu munaði að hinn tilvonandi rithöfundur og blaðamaður fyrir börn. Þeir fullorðnu voru brynj- aðri.” Pólarnir voru byggðir 1915 fyrir fólk á fátækraframfæri bæjarins. Þeir stóðu þá afskekkt, í hallanum neðan við þar sem nú er Miklatorg. Þegar flugvöllur var seinna byggður í grennd- inni komust þeir í þjóðbraut — og þá vandaðist málið. Einhverju sinni, þegar von var þjóðhöfðingja þessa leið, voru þeir málaðir. Þó aðeins að framan, því ekki þótti ástæða til að eyða of miklu af fé frómra skattborgara. Loks voru Hann hugsar sig um. „Eg trúi óneit- anlega á einhvers konar handleiðslu. Hvað eftir annað, þegar ég hef verið í ógöngum sem ég sá ekki fram úr, þá hefur eitthvað gerzt sem bjargaði mér næstu þrjú, fjögur árin. Eitthvað alveg ófyrirsjáanlegt.sem valdið hefur hvörf- um í lifi mínu.” Fyrsta áhyggjulausa árið Siðast af þessum kral'taverkum var þegar honum var boðið að dvelja í Vestur-Berlín með fjölskyldu sina á góðum styrk i eitt ár og þurfti ekki að gera neitt nema það sem honum sjálf- um datt i hug. Eftir meira en tuttugu ára eril í blaðamennsku og félagsmál- um var næðið kærkomið. Og bókin Undir kalstjörnu varð til. Seinna tók Kamp Knox vió sem lélegt bráðabirgðahúsnæði höfuðborgarinnar en sem betur fer eru þeir einnig horfnir. i ! i f ;l 1 <v,\ „Ég er aðeins barnshöfuð 1 forvitnisferð um glæpi stundarinnar”. Sigurður A. Magnússon notar þessar Ijóðlinur Þorsteins frá Hamri sem inngang bókar sinnar og eru þær vel við hæfi. DB-mynd Hörður. fæddist í tjaldi. Það munaði ekki nema því, að bóndinn, sem faðir hans var í vegavinnu hjá, tók verkafólk sitt í hús rétt meðan á fæðingunni stóð. Fáir til frásagna Við hittum Sigurð A. Magnússon snöggvast að máli en hann er hér í stuttri heimsókn til lækninga en hefur annars undanfarið búið ýmist í Vestur- Berlín eða Grikklandi. Menn segja að bók hans sé m.a. merk fyrir þá sök, að þar er utangarðs-' samfélagi eins og Pólarnir voru lýst af manni sem ólst þar upp sjálfur. Ýmsir höfundar, eins og Laxness, Jakobína Sigurðardóttir og Elías Mar, hafa hins vegar lýst braggahverfum og öðrum hliðstæðum bústöðum utan frá, „staðið álengdar með áhyggjusvip.” En því miður voru þetta svo óheppi- legir uppvaxtarstaðir fyrir börn að fæst þeirra hafa haft þrek eða rithæfileika til að segja frá þeim síðar sjálf. „Flestir leikbræðra minna lentu í strætinu, leiddust út í óreglu og enduðu i strætinu,” segir Sigurður. „Það var eins og bernskan hefði merkt þá þótt þeir færu vel af stað. Sumir voru til dæmis afbragðs fótboltamenn og voru komnir i landslið þegar eitthvað brast og þeir gáfust upp. Sjálfur man ég ekki betur eftir neinu skeiði ævi minnar eins og þessum eina vetri sem ég bjó í Pólunum. Hann brenndi sig inn í mig, í senn hrollvekj- andi og spennandi. En við fundum greinilega hvað við vorum fyrirlitin, stimpluð af umhverfinu. Og það er sárt þeir rifnir smátt og smátt, sá seinasti l%5. Stjórnaði óaldar- flokki tólf ára „Hvað heldurðu að hafi bjargað þér?” „Kannski að ég bjó þar aðeins einn vetur. Annars var ég orðinn rakið efni i glæpamann, stjórnaði óaldarflokki tólf ára. Fyrirmynd okkar var myndasaga i Visi um Hróa Hött. Við stálum okkur aurum til að kaupa gott og komast í bíó.” „Gáfuð þið fátækum af þýfinu eins og Hrói Höttur?” „Nei, við héldum ekki að neinn hefði það verra en við sjálfir. En ég hefði áreiðanlega lent úti i vitleysu, enda á ég ætt til þess, — ef ég hefði ekki af tilviljun bjargast inn í KFUM — og þar gekk ég eftir þröngum vegi dyggðarinnar öll táningsárin — hvorki reykti, drakk, fór í bió né á böll, né neitt þaðsem kostaði peninga. Ég er eilíflega þakklátur fyrir þetta og þá sérstaklega Friðrik Ólafssyni, sem nú er dáinn. Annar góður maður, sem tók mig að sér, var Magnús Sigurðsson, þá kennari i Laugarnes- skólanum. Ég var nefnilega fæðingar- tossi í skóla og lærði seint að lesa.” „Ertu ennþá trúaður?” „Ja, það er nú það,” segir Sigurður og brosir. „Ég er að minnsta kosti ný- kominn af kirkjuþingi á Krít og þangað fór ég að beiðni vinar míns Sigurbjörns biskups, sem er einn þeirra manna sem ég virði mest á þessu landi.” Sárafáar Ijósmyndir eru til af Pólunum, þessu fyrirlitna örbirgðarsamfélagi. En frá- sögn Sigurðar vekur þá spurningu, hvort ekki sé óæskilegt að hrúga mörgum illa stöddum fjölskyldum i eitt húsbákn. Það getur orðið börnum ofurefli að alast upp á slikum stað. „Þetta var fimmtugasta og fyrsta æviár mitt,” segir hann, „og það fyrsta sem ég þurfti ekki að hafa fjárhags- áhyggjur.” Hann segist ætla að koma aftur heim til íslands eftir eitt ár. Fjölbrey tileik i Sigurðar í blaða- mennsku er alkunnur. Eftir ellefu ára starf á Morgunblaðinu tók hann við Samvinnunni til að gera hana að vett- vangi fyrir frjálsari blaðamennsku og frægar eru blaðadeilur hans um m.a. atómkveðskap, trúmál, leikhús og sein- ast Varið land, þar sem hann var dæmdur í þungar sektir fyrir að segja meiningu sína umbúðalaust. „Heldurðu ekki þú reykir nú friðar- pipu i sátt við alla menn þegar þú kemur hcini altur til ættjarðarinnar?" „Nei, það er af og frá,” svarar sá sem ól bernsku sina í utangarðshverf- um höfuðborgarinnar, „ég held ég versni með aldrinum. En hvar ég legg til atlögu næst, það veit ég ekki. Ég er eins og teningur sem lífið veltir og ég hef ekki hugmynd um, hvaða hlið kemuruppnæst . . .” -IHH Gróðrarstöðin ^ j GARÐSHORN 88 VIÐ REYKJANESBRAUT • FOSSVOGI OPIÐ FRÁ9-21 ALLA DAGA VIKUNNAR - JAFNT UM HELGAR SEM VIRKA DAGA SÍMI40500

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.