Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 17
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir ÍR náði stigunum gegn Fram Enn tapar Fram i úrvalsdeildinni í körfuknattleiknum. Lengi vel leit þó út fvrir að liðið mundi hljóta sín fyrstu stig í gærkvöld gegn ÍR í Hagaskóla. Fram hafði forustu lengstum — meðal annars átta stig, þegar fimm mínútur voru eftir. En Fram tókst ekki að halda fengnum hlut. ÍR seig framúr og sigraði með litlum mun, 78—75. Leikurinn var heldur slakur og deyfð ríkjandi lengstum — en leikreynsla ÍR- inga var þung á metunum lokakafla leiksins. Þá unnu þeir upp forskot Fram með skynsaml. leik og tryggðu sér sigurinn. Fram komst í 8—2 i byrjun en ÍR komst yfir í 17—16. Þá náði Fram aftur forustu, sem liðið hélt út fyrri hálfleikinn. 40—35 i hálfleik. Þann mun jók Fram í níu stig í byrjun síðari Laugdælir íham Islandsmeistarar Laugdæla i blakinu voru í ham gegn Þrótti á Laugarvatni í gær í 1. deildinni. Sigruðu í þremur hrinum, 3—0, eða 15—10, 15—8 og 15—13. Laugdælir hafa sigrað í þremur fyrstu leikjunum sínum í 1. deild karla og verða erfiðir fyrir hin liðin í vetur. hálfleiks, 44—35 — og þá virtist allt benda til þess að Fram mundi ná sínum fyrstu stigum. En það varð ekki. ÍR jafnaði í 51—51. Enn kom góður kafli hjá Fram og liðið náði aftur góðri for- ustu, 61—53 — skoraði þá tíu stig í röð án svars frá ÍR. En það var aðeins skammgóður vermir. ÍR saxaði á forskotið — komst yfir og sigraði, þrátt fyrir að liðið léki verulega undir getu í þessum leik. ÍR-ingar geta miklu meira. Stig ÍR: Mark Christiensen 26, Krist- inn Jörundsson 22, Jón Jörundsson 12, Kolbeinn Kristinsson 10, Guðmundur Guðmundsson 4, Jón Indriðason og Stefán Kristjánsson tvö hvor. Stig Fram: John Johnson 30, Símon Ólafs- son 21, Hilmar Gunnarsson 8, Þor- valdur Geirsson 8, Björn Magnússon 4, Björn Jónsson og Ómar Þráinsson tvö hvor. Ipswich George Best, kappinn kunni hér á árum áður, lék með Ipswich i ágóðaleik fyrir stjóra liðins, Robson, á þriðjudag. Það var gegn úrvalsliði Ron Greenwood, enska landsliðseinvaldsins. Jafntefli varð 2—2. Ipswich vann upp tveggja marka forustu enska liðsins, en Ken Reeves og Glen Hoddle, nýju menn- irnir í landsliðshóp Greenwood, höfðu skorað mörkin tvö snemma leiks. 46. tbl. 41. árg. 15. nóvember 1979. Verð kr. 1000 80-85% íslenskra kvenna nota getnaðarvarnir og fæðingum fer ört fækkandi - VIKAN ræðir við Gunnlaug Snædal kvensjúkdómalækni Jólin nálgast - jólaföndur í Vikunni Atli Þór Héöinsson. Atli Þór mark- hæstur hjá Herfölge Dönsku knattspyrnunni er lokið. Esbjerg varð Danmerkur-meistari — varð sex stigum á undan KB, sem um tíma hafði mikið forskot en missti allt niður í lokin. Aðeins einn íslenzkur knattspyrnumaður lék 1 i Danmörku á keppnistímabilinu, Atli Þór Héðins- son, með Herfölge i 2. deild. Liðið varð um miðja deild. Hafði unnið sig upp úr 3. deild í fyrrahaust. Atli Þór var markhæsti leikmaður liðsins. Skoraði níu mörk. Næstir komu Erling Pedersen og Lasse Henriksen með sex mörk hvor. , Norðmenn á i Ólympíuleikana — Sigruðu V-Þjóðverja 1-0 í gær Norðmenn tryggðu sér rétt í úrslit knattspyrn- unnar á Ólympíuleikunum í Moskvu næsta sumar, þegar þeir sigruðu Vestur-Þjóðverja 1—0 í Baunatal í V-Þýzkalandi í gær. Arne Larsen Ökland skoraði eina mark leiksins á 78. mín. og norski þulurinn, sem lýsti leiknum beint í gærkvöld, sló þá jafnvel ítölskum og spænskum útvarpsmönnum við. Eftir að hafa hrópað og hrópað á „frábærri norsku” goal — mark, norskt mark, klökknaði hann á eftir. V- Þjóðverjar þurftu að sigra með tveggja marka mun til að komast til Moskvu en Jupp Derwall, landsliðs- einvaldur Þjóðverja með atvinnulið þeirra, sagði eftir leikinn. „Þeir voru framar okkur á öllum sviðum og höfðu allan rétt á því að vinna sér sæti á Olympíuleikunum.” Lokastaðan í riðlinum var þessi. Noregur 4 3 10 7 V-Þýzkaland 4 112 3 Finnland 4 0 2 2 2 Markatalan var ekki gefin í skeyti Reuters. Hamilton komst í undanúrslitin Fresta varð leik Celtic og Aberdeen í 8-liða úr- slitum skozka deildabikarsins í gærkvöld. Einnig leik Morton og Kilmarnock. Hins vegar voru tveir leikir háðir og kom mjög á óvart, að Hamilton úr 1. deild komst í undanúrslitin á kostnað Dundee úr úr- valsdeildinni. Dundee sigraði 1—0 á heimavelli í gær — markið skorað þremur mín. fyrir leikslok eftir gífurlega pressu nær allan leikinn — en það nægði ekki. í heimaleik sínum sigraði Hamilton 3—1. Þá komst Dundee Utd. einnig í undanúrslitin — sigraði Raith Rovers 1—0 á útivelli í gær. Paul Heggerty skoraði eina mark leiksins í síðari hálf- leik.Fyrri leik liðanna lauk án þess mark væri skorað . íþróttir eru einnig á bls. 18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. 17 flDANpI A ISLANDI: SJÖFN. A POLYTIX plastmálnin S \j i |=> J Plastmálning Grænt fRAMLEIÐAND! Á ÍSL vegna þess að: Hvers veéna er íslenzk framleiðsla með mestum gæðum fyrir minnstan pening. 1 POLYTEX ■ með mestum gæðum f; O POLYTEX lykt, sem hverfur fljótt í 3 POLYTEX hefur jafna og fallega á 4 POLYTEX ■ umferðum svo bú átt e hefur litla en þægilega lykt, sem hverfur fljótt úr húsinu. er auðvelt í notkun og hefur jafna og fallega áferð. þekur algjörlega í 2-3 umferðum svo þú átt ekki á hættu að þurfa að mála 5-6 umferðir. 5 6 7 8 POLYTEX, glært til íblöndunar, gefur þér möguleika á að ráða glansáferðinni og þvottheldni. POLYTEX ýrist lítið úr rúllu og þess vegna er hægt að mála án þess að breiða yfir aila hluti í herberginu. POLYTEX litir eru allir Ijósekta og því þarf ekki að hafa áhyggjur af upplitun. POLYTEX er framleitt í 30 staðal- litum og fæst að auki í 1380 Óskalitum. POLYTEX og ÓSKALITIR fást í öllum helztu málningarverzlunum Aðrar eftirsóttar málningar- vörur TEXOLIN AKRYLHÚÐ er vatns- þynnt plastefni. Þeir, sem hafa reynslu af þessu efni eru sam- mála um, að þac hsfur fráþæ.t veörunarþol og viðloðun vió tré, svo sem glugga, hurðir, kai.na, grindverk og margt fleira. MET HÁLFMATT lakk gefur jafna og fallega silkimatta áferð. Það hentar einkar vel á glugga, hurðir, í eldhús, forstofur, böð og margt margt fleira. É-21 GÓLFHÚÐ er grimmsterkt gólflakk og þvi mjög gott á vinnusali, í sláturhús, verk- stæði, þvottahús, bifreiöar- geymslur og alls staðar annars staðar, þar sem mikið mæðir á. MET VÉLALAKK er fljótþorn- andi lakk, með háum glans. Fjöldi notkunarmöguleika, s.s. á bifreiðar, vinnuvélar, járngrind- ur og ýmis verkfæri. Einnig má nota það á tréverk. fagleg þjónusta í fyrirrúmi w 0 Knstiin Knsiiínsson T.Amsiola £» •uglýtmg.þiónusla sl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.