Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 10
BLAÐIÐ frfálst'áháð dagblað Útgefandi: Dagbiaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfseon. Ritatjóri: Jónas Krístjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjórí: ómar Valdknarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: HoNur Sfemonarson. Menning: Aöebteinn Ingótfsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haroldsson. Handrít: Asgrfmur Pélsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Adi Rúnar HaUdórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sig- urðsson, Dóro Stefánsdóttir, Elfn Afcertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólofur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karísson. Ljósmyndir: Ami Péll Jóhonnsson, Bjomlerfur Bjamleifsson, Hörður VHhjélmsson, Rognor Th. Sig- urösson, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þréinn ÞoríeHsson. Sökistjóri: Ingvar Svoinsson. DreHing arstjórí: Mér E. M. HaHdórsson. Ritstjóm Sfðumúla 12. Afgreiösla, éskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðatefmi blaðsins or 27022 (10 Ifnur) Setning og umbrot: Dagblaðfð hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeWunni 10. Áskríftarverð é ménuðl kr. 4000. Verð f lausasölu kr. 200 eintakið. Séra Ólafur og séra Gylfi Ólafur Jóhannesson er ekki á flæði- skeri staddur, þótt svo ólíklega vildi til, að hann félli í aðvífandi þingkosning- um. Stjórnmálaaðallinn hefur séð um, að tekjur hans munu síður en svo rýrna, ef hann sezt í helgan stein. Sem fyrrverandi alþingismaður fengi hann 333 þúsund krónur á mánuði í eftirlaun. Sem fyrrverandi ráðherra fengi hann 480 þúsund krónur á mánuði í eftirlaun. Og sem fyrrverandi prófessor fengi hann 271 þúsund krónur á mánuði í eftirlaun. Samtals eru þetta yfir milljón krónur á mánuði eða nákvæmlega 1.084 þúsund krónur á núverandi verð- gildi. Ólíkt eftirlaunum flestra annarra stétta eru þessi eftirlaun verðtryggð af sjálfum ríkissjóði. Enn mundi bætast í sarp Ólafs hinn 1. marz næst- komandi, þegar hann verður 67 ára. Þá hefur hann aldur til að fá til viðbótar þær 68 þúsund krónur á mánuði, sem tryggingastofnunin ætlar öldruðum smælingjum að lifa á. Þetta er ekki verðtryggð upphæð, enda ætluð smælingjum þjóðfélagsins. Sama er að segja um þær 55 þúsund krónur á mánuði, sem Ólafur fengi tveimur árum síðar, þegar kona hans nær einnig 67 ára aldri. Ef við gerum ráð fyrir, að landsfeður okkar verði svo elskulegir að hækka ellilaun smælingja framvegis í takt við verðbólguna, eru samanlögð ellilaun Ólafs 1.207 þúsund krónur á mánuði á núverandi verðgildi. Þórir Bergsson tryggingafræðingur rakti dæmi Ólafs í ágætri kjallaragrein í Dagblaðinu hinn 29. október síðastliðinn. Þórir rakti einnig dæmi Gylfa Þ. Gísla- sonar, sem er enn hrikalegra, enda var Gylfi lengur þingmaður en Ólafur og starfar enn sem prófessor. Eftir tveggja ára starf sem prófessor til viðbótar verður alþingismaðurinn, ráðherrann og prófessorinn Gylfi Þ. Gíslason búinn að vinna sér fyrir verðtryggð- um eftirlaunum, sem nema samtals 1.237 þúsundum króna á mánuði á núverandi verðgildi. Og Gylfi getur haldið áfram að vera prófessor í fimm ár til viðbótar og bætt við sig 10% lífeyrisrétti sem prófessor. Svo fengi hann auðvitað úr trygginga- stofnuninni eins og starfsbróðir hans, Ólafur. í greininni fjallar Þórir Bergsson tryggingafræð- ingur um skiptingu aldraðra í þrjár stéttir. í lægstu stétt eru þeir, sem upp á tryggingastofnunina eina eru komnir eða þá óverðtryggða lifeyrissjóði. Starfsmenn ríkis og bæja eru hærra settir, því að eftirlaun þeirra eru baktryggð af almannafé. Hæst trónir svo háaðall alþingismanna og ráðherra, sem geta bætt hverjum eftirlaununum ofan á önnur. Lagafrumvarpið um forréttindi stjórnmálaaðalsins kom fram í þinglok 29. apríl 1965. Með samhljóða at- kvæðum var það keyrt í gegn með afbrigðum og sam- þykkt samhljóða í tæka tíð, 10. maí/Um málið var alger einhugur. í sérréttindahópnum voru og eru menn á borð við Eðvarð Sigurðsson og Pétur Sigurðsson, sem áratugum saman hafa þótzt vera að berjast fyrir lífeyrissjóðum handa stéttum sínum. Sú styrjöld Eðvarðs, Péturs og fleiri hefur aðeins dugað til að búa til óverðtryggða lífeyrissjóði handa smælingjunum. Þeir þingmenn voru hins vegar ekki nema tvær vikur að búa sjálfum sér til verðtryggðan lífeyri, þar sem hver liðúrinn hleðst ofan á annan. Svo eru stjórnmálamenn hissa á fyrirlitningu og van- trausti almennings! DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. kynsystra sinna en atkvæðum öfgafólks íkynþáttamálum Hræsni mun vcra óhjákvæmilegur fylgifiskur sijórnmálanna. Svo virðist þósem núverandi brezk ríkis- stjórn gangi lengra í þeirri iðju en flestar aðrar. Í öfgafullri viðleitni sinni til að halda lituðum innflytjend- um frá Bretlandi er rikisstjórn Mar- grétar Thatcher að mynda fáránlegt óréttlæti. Eftir næstu áramót mun brezkur rikisborgari af karlkyni geta óáreittur fengið að ganga að eiga konu af nigeriskum uppruna eða þá frá Burma og koma með hana til Bret- lands. Hvít kona með brezkan rikis- borgararétt getur á sama hátt gifzt Pakistana eða Kenyamanni og þau fá óáreitt að flytja til Bretlands. Aftur á móti gegnir öðru máli ef konan, sem hefur brezka ríkisborg- araréttinn, er af lituðum kynstofni. Ef hún ákveður að giftast erlendum ríkisborgara þá getur hún verið nær þvi viss unt að þurfa að flytja frá Bretlandi eða búa þar ein. Að sjálfsögðu mun væntanlegt frumvarp, scm lagt verður fram um þessi mál af ríkisstjórn Margrétar Thatcher, hvorki ræða um hvítt eða litað fólk. Slikt mundi bera alit ol mikinn keim af kynþáttafordómum. Í frumvarpinu verður aftur á móti sagt, að aðeins konur sem sannanlega hafi fæðzt á Bretlandseyjum hafi heimild til að „flytja” með sér eigin- mann til landsins. Konur sem fæddar eru annarsstaðar hafa ekki heimild til slíks, jafnvel þótt þær séu brezkir ríkisborgarar. Tilgangurinn með þessu frum- varpi, sem væntanlega verður að lög- um um næstu áramót, er að koma i veg fyrir að konur af indverskum uppruna og einnig í minna mæli frá Vestur-lndíum, sem setzt hafa að í Bretlandi, geti fengið eiginmenn sina til sín frá heimalandinu. Til skamms tíma höfðu íbúar fyrri nýlendna Breta sjálfkrafa rikisborgararétt í Bretlandi óskuðu þeireftir því. Þegar ýmsir þingmenn íhalds- flokksins spurðu William Whitelaw, innanríkisráðherra i brezku ríkis- stjórninni, hvernig færi þá með brezkar konur af hvitum kynstofni sem fæðzt hefðu i nýlendunum fyrr á tímum benti ráðherrann hinum áhyggjufullu þingmönnum á þá stað- reynd að samkvæmt lögunum hefði hann heimild til að gera undantekn- ingar. í þeim tilvikum, sem um hvitar konur væri að ræða, mundi hann ákveða að beita ekki lögunum. Óréttlæti þessara væntanlegu laga er öllum augljóst. Fólki, sem stendur í nákvæmlega sömu aðstöðu, er mis- munað i efnum sem eru kannski hið mikilvægasta í lifi þeirra, — réttinum til að búa með sínunt nánustu. Þar verður farið eftir hvort um er að ræða karl eða konu af hvítum eða lit- uðum kynþætti. Samkvæmt lögum Efnahags- bandalags Evrópu, sem Bretland hef- ur gengizt undir, hefur vestur-þýzk eða ítölsk kona heimild til að flytjast til Bretlands ef þær óska þess. Konur frá öðrum Efnahagsbandalagsríkjum mega einnig koma með eiginmcnn sína með sér — hvernig sem þeir eru á litinn og jafnvel þó þeir væru frá Mars. Þau fá að búa óáreitt í Bret- landi. Á sama tíma er ætlunin að ERLEND MÁLEFNI K.. Gwynne Dyer hindra litaða konu sem er brezkur ríkisborgari í að gera hið sama, nema þvi aðeins að hún sé fædd á Bret- landseyjum. Hún verður að velja á milli eiginmanns síns og lands sins. William Whitelaw innanríkisráð- herra er yfirleitt talinn skynugur og hófsamur maður í skoðunum. Hann var nýlega spurður þess í einkasam- tali hvernig hann ætlaði eiginlega að fara að því að uppfylla kosningalof- orð íhaldsflokksins sem varða heim- ildir fólks til að setjast að í Bretlandi. ,,Ekki meira en ég kemst af með,” svaraði ráðherrann. Hann er aftur á móti fastur i klemmu á milli þeirra kjósenda ihaldsflokksins sem óska þess sumir hverjir heitast að engum lituðum manni verði heimilað að flytjast til Bretlands og forsætisráð- herrans, Margrétar Thatcher, sem telur bráðnauðsynlegt að uppfylla í það minnsta einhverjar óskir þessara kjósenda flokksins. Innflytjendur af lituðum kynstofni hafa aðeins verið um það bil fimmtíu þúsund á ári undanfarinn áratug. Nær allir þeir sem koma eru afleið- ingar fyrri innflutnings þessa fólks. Börn þeirra, foreldrar eða makar, sem áður höfðu flutzt til Bretlands. Hið svokallaða ,,flóð” litaðra inn- flytjenda til Bretlands er aðeins litill hluti þeirra tveggja milljóna lituðu brezku ríkisborgara sem þegar eru komnir. Þarna er sem sagt aðeins um síðustu tauma flóðsins að ræða. Hin nýju lög munu ekki hafa neinar raunhæfar takmarkanir á hlutfall litaðra íbúa á Bretlandseyj- unt. Þetta er bæði Margréti Thatcher og William Whitelaw mætavel Ijóst. Hér er aðeins um að ræða pólitiska hræsni. Rök hinna frjálslyndari flokks- manna i íhaldsflokknum eru þau að þessi væntanlega lagasetning muni halda kynþáttahöturunum góðum. Ef þeir fái ekki einhver lög um þetta efni muni þeir aðeins krefjast frekari aðgerða og þá jafnvel skipulagðrar brottvisunar litaðs fólks frá Bret- landi. Nýju lögin komi aðeins niður á unt það bil þrjú þúsund lituðum kon- um með brezkan ríkisborgararétt á ári hverju. Það sé þó skárra en hinn kosturinn og auk þess hreki það ekki þessa kjósendur til hins nazistíska flokks, Þjóðernisfylkingarinnar (National Front). Sagt er að ekki sé rétt að berjast gegn óréttlæti með þvi að gæla við það. Kynþáttahatarar í Bretlandi eru rniklu fremur innanlandsvandamál íhaldsflokksins heldur en vandamál brezku þjóðarinnar. Þetta viður- kenna jafnvel ýmsir af þingmönnum flokksins. Um það bil tuttugu og fimm þeirra hafa gefið í skyn að þeir muni greiða atkvæði gegn væntan lcgu frumvarpi sem hér hefurverið rætl um. Það mundi nægja til að það yrði ekki samþykkt, ef þingmenn Verka- mannaflokksins og Frjálslyndra og aðrir standa sameinaðir gegn þvi. Það væri verðugur endir á þessum til- raunum til að halda við kynþátta- hatri, misrétti kynjanna og hræsni i stjórnmálum. Bretland: Thatcher ætlar að gæla við kyn- þáttahatarana —vill fremur fórna lífshamingju þrjú þúsund litaðra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.