Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. Gottræs Jassvakningartónleikar í Austurbœjarbiói 11. nóvember. Flytjendur: George Adams / Don Pullen kvart- ettinn. Meöiimir: Goorge Adams, tenórsaxó- fónleikari; Don Pullen, pianóleikarí; Dannie Richmond, trommuleikarí og Cameron Brovvn, bassaloikari. Ekki eru liðnar nema fimm vikur frá síðustu tónleikum Jassvakningar, sem gerir hana að einum af mikilvirk- ari tónleikahöldurum höfuðborgar- innar. Einhver hefði talið það ágætis aprílgabb hefði maður sagt fyrir nokkrum árum að á því herrans ári 1979 yrðu frammámenn erlendir úr heimi jassins svo tíðir gestir í henni Reykjavík. Jassvakning hefur því heldur betur gefið mönnum gott ræs, og enn mun von á meiru áður en veturinn er allur. I minningu fóstra Þrír meðlima kvartettsins störfuðu um árabil með meistaranum, sem lést alltof snemma, Charles Mingus. Þeir hafa vaxið frá meistaranum, þótt ýmislegt sitji eftir, sem eðlilegt er. Leikur þeirra er ekki jafn fágaður en á hinn bóginn öllu frjálsari. Þeir heiðruðu að sjálfsögðu minningu síns góða fóstra í byrjun þessara tónleika með Metamorphosis for Mingus, eftir fyrirliðann. Það var eins og þeir þreifuðu eftir viðtökum áheyrenda og leikur þeirra var á vissan hátt var- fæmislegur i byrjun. En þegar var komið að trommueinleiknum var Dannie Richmond auðsjáanlega búinn að uppgötva að það voru alls ekki neinir ísmolar sem hann var að leika fyrir og varpaði allri varfærni fyrir borð. Næsti opus minnti svo á annan horfinn meistara jassins, Duke Ellington, Sound of Love. Haglog sunnangola Viðamesta verk þeirra félaga var svo barnagæla Don Pullens, Double Arce Jake, sem hann samdi upp úr leik tveggja ára sonar síns. Sakleysis- leg var hún byrjunin, en brátt magnaðist leikurinn og píanósóló Dons Pullens skall yfir eins og hagl- hryðja í útsynningi. Á eftir kom síðan flautuleikur George Adams eins og sunnan gola og magnaður bassaeinleikur Camerons Browns. Svo lauk einleiknum með trumbu- slætti Dannie Richmonds, fullum af kímni, skemmtilega uppbyggðum af tveimur megin stefjum og sem endaði í frómri bæn, — Away with the Ku- Klux-Klan, God damn! Svo flæddi ópusinn áfram eins og holskefla i níunda og tólfunda stökkum, með hægari bútum á milli, og endaði svo í dunandi calypso. Ferðalok Að loknu seinbæru hléi héldu kapparnir svo áfram með Haustljóði og Útborgunardegi Skrattans. Þeir skemmtu áheyrendum með frábær- um leik og í lokin heimmðu viðstaddir sinn aukaskammt, og ekkert múður. Að sjálfsögðu urðu kapparnir við þeim óskum og lýstu jafnframt yfir ánægju með viðtökurnar, — gátu þess að nærri fjögurra vikna för þeirra um Evrópu væri að ljúka og nú væru þeir farnir heim. Þeim ber að þakka komuna og Jassvakningu fyrir aðstanda fyrir heimboðinu. Þessir jasstónleikar voru með þeim skemmtilegustu sem ég hef farið á lengi. Kannski mest vegna þess hve þeir komu á óvænt. Ég átti satt best að segja ekki von á svo frábærum tónleikum. TONLEIKARI AUSTURB.BIO 11.NOVEMBERKI.22 GEORGE ADAMS DON PULLEN KVARTETT George Adams tenor sax Don Pullen pianó Dannie Richmond trommur Cameron Brown bassi v ITækniteiknarafélagið [Aðgöngumiðar á afmælisfagnaðinn verða seldir í| |Snorrabæ 15. og 16. nóv. milli kl. 5 og 8 e.h. 19 Skart Myndlist Lítil sýning, sem hér var í siðustu viku, hefur eflaust farið framhjá mörgum. Hér á ég við sýningu Félags islenskra gullsmiða í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, en henni lauk á sunnudagskvöld og er ég hræddur um að margir hafi talið hana í hópi annarra langvarandi sýninga á þeim stað og ætlað að sjá hana síðar. A.m.k. var það nærri komið fyrir mig. Allt um það var þetta afar álit- leg sýning, ekki einungis vegna þess að þar mátti sjá glóandi gull og skin- andi silfur, heldur var umgjörð hennar bæði smekkleg og haganleg, eins og gullsmiðum sæmir. Fólk virðist loks vera farið að skilja hve skemmtilega má búa um sýningar án mikils tilkostnaðar. Þarna sýndu yfir þrjátíu gullsmiðir, ungir sem gamlir, en heiðursgestur var Leifur Kaldal. Einnig mátti berja augum verðlauna- gripi úrsamkeppni félagsins. Að kanna stöðuna Um sögu íslensks skarts þarf vart að fjölyrða, — það hefur fylgt þjóð- inni frá upphafi — og má telja gull og silfursmíði einn þjóðlegasta listiðnað okkar. En það var ekki tilgangur félagsins að rekja sögu greinarinnar, enda mundi slík sýning þurfa 011 u meira rými'en Bogasalurinn hefur upp á að bjóða, — heldur að kanna stöðuna og þá væntanlega að búa sig undir nýja landvinninga. Hvernig erum við svo stödd í gull- og silfur- smíði? Nú ættu kannski aðrir og mér fróðari menn að úttala sig um það, en þó skal ég láta mína skoðun í ljós, hvers virði sem hún svo er. Við erum ekki illa stödd, það held ég að sýning- in hafi berlega upplýst. Við eigum fjölda traustra handverksmanna og á sýningunni var ekkert sem nokkur maður þyrfti að skammast sin fyrir. En hins vegar finnst mér einnig sem við séum ekki á mjög háu plani hvað listræna dirfsku og útsjónarsemi áhrærir. Spurning um milliliðinn Það er fátt um tilraunir, fátt um nýsköpun í formi, fátt um notkun á nýjum efnum, íslenskum steinteg- undum o.s.frv. Það er freistandi að bera þessa litlu sýningu saman við aðra slíka, sem nýverið lauk í Nor- ræna húsinu, þótt það sé einnig ósanngjarnt. Finnsk skarthefð á sér nefnilega sögu sem er varla lengri en sú íslenska, en þó standa þeir niörg- um fetum framar en við hvað snertir þá eiginleika sem ég nefndi hér áðan. Form eru meðhöndluð af einstakri smekkvisi og úr þeini er unnið af mik- illi hugkvæmni. Þetta er ekki spurn- ing um fólksfjölda einvörðungu, heldur milliliðinn: skólana. í Finn- landi er gull- og silfursmíði mikils metin i handverksskólum og lista- skólum og undir hana er hlaðið á all- an hátt. Hvergi er slakað á listrænum kröfum. Ef þessi milliliður væri til staðar hér á landi, þá væri íslensk gull- og silfursmíði orðin viðfræg. En það er ástæðulaust að hala uppi tóman barlóm varðandi þessa sýningu í Bogasalnum. Þar voru margir sem stóðu vel fyrir sínu og rúmlega það: Jens Guðjónsson að sjálfsögðu, Pétur Hjálmarsson verð- launahafi með sín fínlegu afstrakt- form, Ásdís Thoroddsen með silfur og „semi-precious” steina Lslenska og Einar Esrason, einnig hönnuður fíngerðra forma. Og þökk sé öllum öðrum fyrir að gefa okkur tækifæri til að greina heildarmynd. Altarissilfur eftir Leif Kaldal, málverk eftir Baldvin Björnsson. I.jósm. Hiirður. Félag sjátfstæðismanna í Hfíða- og Hohahverfí Félagið heldur stjórnmúlafund um efnahagsstefnu Sjálfstæðis- flokksins í kvöld, fimmtudaginn 15. nóv., kl. 20.30 í Valhöll, Háa- leitisbraut. RAGNHILDUR HELGADÓTTIR BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON Stefna Sjáffstæðisfíokksins er: • öflugra atvinnulíf • lœgriskatta • minna ríkisbákn FRIÐRIK SOPHUSSON ELLERT B. SCHRANI Hvernigieysum við vandann? Birgir Isleifur flytur stutta framsögu. Nokkrir frambjóðendur flokksins svara fyrirspurnum og rœða málin. Hhtum frambjóðendur - Spyrjum spurninga - Ræðum máiin Komið — Hlustið — Frœðizt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.