Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 2
2 /■ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. Nokkur orð vegna pist- is Jóns Skúksonar Vcgna greinar Jóns Skúlasonar, póst- og simamálastjóra, um hvar eöliiegt sc art leita þekkingar i sambandi við byggingaráætlanir á íslenzkum póst- húsum viljum viö undirritaðir taka fram eftirfarandi: Á seinni hluta ársins 1973 skipaði þáverandi póstmálaráðherra, Hanni- bal Valdimarsson, nefnd „ . . . til að gera tillögur um skipan húsnæðis- mála póstþjónustunnar í Reykjavík, með tilliti til þess að starfsemin svari kröfum timans og verði framkvæmd á hagkvæman hátt fyrir landsmenn Raddir lesenda alla. . . ” í nefndinni eiga sæti Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri, sem er formaður, Jón Skúla- son, póst- og símamálastjóri, Hörður Bjarnason, húsameistari rikisins, Matthías Guðmundsson póstmeistari og Tryggvi Haraldsson, póstútibús- stjóri sem fulltrúi Póstmannafélags íslans. Árið 1974 fékk þessi nefnd leyfi frá ráðherra til að senda fulltrúa í 6 daga ferð til Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur til upplýsingaöflunar en áður hafði byggingarnefndin komizt að þeirri niðurstöðu að á þessum slóðum væri helzt fyrirmynda að vænta. Fararstjóri sendimanna var Jón Skúlason. Þá var og með í ferðinni arkitekt á vegum embættis húsa- meistara ríkisins sem annazt hefur teikningar síðan og lagt þær fyrir nefndina ásamt líkani af fyrirhugaðri byggingu. — Væntanleg pósthúsbygging við Suðurlandsbraut, sem Jón ræðir um í grein sinni, var við upphaf þess máls skilgreind af honum sjálfum sem tiltölulega einföld bygging með hag- stæðu verði sem nota mætti til bráða- birgðalausnar vegna húsnæðis Bögglapóststofunnar og Tollpóst- stofunnar. Okkur vitanlega liggur lausn þessa máls ekki fyrir á nægjanlega skil- merkilegan hátt enda nefndarmenn (vinnuhópur) þessara framkvæmda nýkomnir heim úr 10 daga ferðalagi til Frakklands og Englands. Það er þó ljóst, að þessi bygging er hafin þar sem grunnur hefur v^rið tekinn — og teikningar komnar á borðið fyrir hina viðtæku ferð. — Samkvæmt þeim frumteikningum sem við höfum séð af umræddri póst- húsbyggingu við Suðurlandsbraut er Ijóst, að hér er um varanlega stór- Úr afgreiðslu Pósthússins i Reykjavik. DB-mynd Hörður. byggingu að ræða sem gengur að okkar dómi á alvarlegen og óeðlileg- an hátt inn á störf þeirrar byggingar- nefndar sem ráðherra skipaði á sín- um tíma — svo ekki sé meira sagt. Væntanlega skýrast þessi sérkenni- legu mál innan tíðar svo úr því fáist skorið hvert stefnir í byggingar- máluni póstsins á höfuðborgar- svæðinu. Matthías Guðmundsson, póstmeistari Tryggvi Haraldsson, póstútibússtjóri. Höfindi Hagkeðjunnar var hafnað í Framsókn Aöalbjörn Arngrimsson frá Hvammi skrifar: Nú þegar ríkisstjórnir liðinna ára hafa unnið það afrek að binda þjóð- inni skuldabagga svo þunga að eng- inn af bindingshetjunum mundi koma þeim hálfa leið til klakks þótt þeir kæmust yfir einhverja tröllameri sem líkleg væri til að standa undir hinum blýþungu klyfjum, finnst okkur, hinum óbreyttu vesalingum, að hlusta beri á hvert bjargráð sem býðst og taka til rækilegrar at- hugunar ef verða mætti til að grynna lítilsháttar það fjandafen sem óðum nálgast að verða botnlaust. Nú vill svo til að framsóknarmenn eiga í herbúðum sínum mann sem um árabil hefur fylgzt með þróun mála i þjóðfélaginu og árum lengur varað við hinni seigdrepandi þróun sem nú eraðríðaöllu á slig. En Kristján Friðriksson hefurekki aðeins varað við þeirri framvindu i atvinnu- og efnahagsmálum sem allir ættu nú að sjá, hvert muni leiða með óbreyttri stefnu, heldur hefir hann verið óþreytandi við að benda á ráð til úrböta. Á eigin kostnað hefur hann ferðast um landið til að kynna tillögur sínar, hagkeðjuna o.fl., og verður því ekki neitað að hið fórn- Kristján Friöriksson, höfundur Hagkeöjunnar. fúsa fræðslu- og hvatningastarf Kristjáns hefur vakið verðskuldaða alhygli hjá miklum fjölda manna nema ef vera skyldi háttvirtum al- þingismönnum. Nú hefði mátt ætla að forystu- menn framsóknar, sem nú reyna al' öllum mætti að rífa flokkinn upp úr þeirri lægð sem hann féll í við siðustu kosningar, settu það á oddinn að tryggja þessum manni öruggt sæti og fá hann inn á þing þar sem hann hcfði getað barizt með þeim og þeir með honum til sigurs þeim stórkost- legu ' hugmyndum sem Kristján er þekktur fyrir og sem, ef rétt væri að staðið, ættu að skila í þjóðarbúið svimandi háum upphæðum án þess að krefjast verulegra fórna. Vonandi er þjóðin ekki orðin svo heilaþvegin að hún skilji ekki hvað hér er að ske. Einhverjum mikilhæf- asta manni sem gefur sig að stjórn- málum í dag, manni sem árum saman hefur fórnað sér i leit að úrræðum með hagsmuni fjöldans fyrir augum, er skákað til hliðar í stað þess að velja honum beina braut til þeirrar að- stöðu sem þjóðin þarf að fá hann í. Um þetta hefði ég getað farið mörgum fleiri oðrum en að sinni held ég að þess gcrist ekki þörf. Kristján frá Éfri-Hólum þarf ekki að kynna frekar. Það hefur hann sjálfur gert með verkum sinum. Ekkert mjólkur- þambástefnuskrá Valgaröur Guöjónsson, í 2. sæti á lista Sólskinsflokksins, hringdi og sagði það ranghermt i frétt Dagblaðs- ins að flokkurinn hefði aukið mjólku'rþamb á stefnuskrá sinni. „Þetta er svo langt frá okkar hugsunargangi,” sagði Valgarður. Bruninn íKópavogi: 62 þúsund kr. hafa borizt Alls hafa nú borizt 62 þús. krónur til gjaldkera Dagblaðsins vegna söfn- unar fyrir einstæða tveggja barna móður í Kópavogi sem missti nánast allt sitt innbú óvátryggt i bruna aðfaranótt I. október. sl. Eftirtaldir aðilar hafa látið fé af hendi rakna. EÞ 5000 kr„ SJ 7000 kr„ EG 10.000 kr„ NN 5000 kr., Ásta og Alli 10.000 kr„ Gísli Jónsson & co. 25.000 kr. Gjaldkeri DB í Þverholti 11 mun taka við framlögum fram að næstu helgi. INNKAUPASTJÚRAR Mikið úrval af: Gjafavörum — leikfongum — jólatrésskrauti — spilum og snyrtivörum. Heildverzlun Suðurgötu 14 Reykjavik Peturs Peturssonar ^21020-25101 SKARTGRIPIR við öll tœkifœri SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A — Sími 21355. Bfréfritara þykir of mikið af fimleikum i iþróttaþáttum sjónvarpsins. Of mikið af fimleikum íþróttaunnandi hringdi: Mig langar til að kvarta undan iþróttaþáttum sjónvarpsins. Stjórn- andi þeirra þátta virðist ekki hafa neinn metnað lil að gera sjónvarps- áhorfendum til hæfis. Þar gengur allt út á fimleika, skautasýningar og þess háttar. Mér finnst sérstaklega sem fimleikarnir skipi alltof háan sess i þessum þáttum. Ég geri mér grein fyrir þvi að þessi þáttur þarf að taka tillit til mismun- andi áhugamála áhorfenda en hann verður líka að fara eftir því hvaða iþróttagrcinar eru vinsælastar hér á landi. Það eru knattleikirnir en ekki fimleikar. Einnig eru frjálsar iþróttir mjög heppilegt sjónvarpsefni. Bréfritarí óttast, aö það sé kvalarfullr fyrir fiskinn þegar hrognin eru kreist úr honum. DB-mynd Árni Páll. Finnur f iskurinn til? Guörún Á. Runólfsdóttir skrifar: Ég var að horfa á fréttatima sjón- varpsins sunnudagskvöldið 4. nóvember. Var þar sagt frá silungs- 'og laxeldismálum og sýndar aðferðir við að ná hrognunum úr fiskinum. Ég hef auðvitað minna en ekki neitt vit á þessum málum og langar þvi að fá svar við eftirfarandi: Finnur ftskurinn til — og ef svo — er það ekki kvalafullt fyrir hann þegar hrognin eru kreist úr honum á þann máta sem gert er? Ég er viss um að þetta hefur eitthvað verið rannsakað og þvi langar mig til að beina þessari spurningu til þeirra sem vitneskju hafa til að svara. Ég vonast eindregið eftir svari og vil þakka fyrirfram fyrir upplýsingarnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.