Dagblaðið - 15.11.1979, Side 31

Dagblaðið - 15.11.1979, Side 31
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. 'C •• ‘ - > ■ ■ ■ Si ■ i 8 1 BÆJARINS Umsjón: FríðríkÞ. Fríöríksson np^TI I ogSngólfur BÍLáL I |J Hjörieifsson stutt kynning á þvl'athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarínnar sýna Julia Leikstjóri: Fred Zinnemann, gerð í U.S.A. 1977. Sýningarstaður: Nýja bió. Mynd þessi er byggð á endurminningum Lillian Hellman sem var bandarisk skáldkona uppi á þessari öld. Hún rifjar upp kynni sín af vinkonu sinni, Júlíu, sem var af efnuðu fólki komin. Þegar Júlía komst til vits gerðist hún kommúnisti og fórnaði lifi sínu fyrir mál- staðinn. Myndin lýsir tilfinningasambandi sem myndast milli þess- ara tveggja kvenna sem eru þó mjög ólíkar. Lillian lifir alveg í einangruðum heimi rithöfundarins en Júlia er aftur á móti með- vituð um hvað er að gerast i heiminum og leggur sitt af mörkum við að teyna að hefta framrás fasismans. Myndin er alveg gallalaus frá tæknilegu sjónarmiði en þvi miður er víða pottur brotinn í efnis- meðferð og leik. Þær stöllur Jane Fonda og Vanessa Redgrave eru langt frá sinu bezta. En hvað um það þá er Júlía án efa bezta kvik- mynd sem fólk getur séð í bænum þessa dagana. Óvenjulegt ástarsamband Leikstjóri: Claude Berri, gerð f Frakklandi 1976. Sýníngarstaður: Mánudagsmynd Háskólabfós. Þessi mynd fjallar um hið eilífa vandamál, ástina, og þá fordóma sem maðurinn héfur skapað kringum hana. Myndin segir frá tveim- ur fertugum vinum, Jacques og Pierre, sem fara ásamt tveim 16 ára dætrum sínum í sumarleyfi til St. Tropez. í sumarleyfinu blossar upp ást á milli Pierre og dóttur Jacques, Francoisu. Siðgæðisins vegna reynir Pierre að berjast á móti tilfinningum sínum en ástin sigrar að lokum, eins og í öllum frönskum myndum. Þetta er mjög fyndin mynd og sérlega næm á það mannlega. Enda muna líklega margir eftir annarri mynd Claude Berri sem sýnd var i sjónvarpinu í fyrravetur, sem var einnig gædd þessum eiginleikum, það var „Gamli maðurinn og barnið”. Það ættu þviallir að hafa gaman af því að skreppa í Háskólabió á mánudaginn. / Pretty Baby Loikstjóri: Louis Malle. Handrit: Polly Platt. Tónlist: JeUy Roll Morton, útsett af Jerry Wexler. Kvikmyndataka: Sven Nykvist Þetta er nýjasta mynd Louis Malle þar sem segir frá uppvexti ungr- ar stúlku á vændishúsi í New Orleans á öðrum áratugi þessarar aldar. Malle sýnir okkur inn í heim vændiskvenna i gegnum ljós- myndara nokkurn sem kominn er þangað til að mynda konurnar. Fallegt yfirbragð myndarinnar gerir umhverfi vændiskvennanna næstum vingjarnlegt og áhorfandi fær það á tilfinninguna meðan á' sýningu stendur að þær lifi þarna fuilkomlega hamingjusamar í sátt við aðstæður sinar. Unga stúlkan, Violet (Brooke Shields), fær þarna heldur óeðlilegt uppeldi og lifir í heimi sem hvorki getur talist heimur fullorðins né heimur barns. Keith Carradine í hlut- verki ljósmyndarans Belloqs er hcr ekki á réttri hillu með sitt stein- andlit og gengur illa að túlka persónu Belloqs. Hér er á ferðinni nokkuð falleg mynd sem vantar, þrátt fyrir góð tilþrif Brooke Shields, drifkraft í söguþræði. Coma Coma: Gerð t Bandarfkjunum 1978. Leikstjóri: Mtcheol Críchton. Sýningarstaöur: Gamla bló. Gamla bíó sýnir um þessar mundir ágætan ,.þriller” sem gerður er eftir skáldsögu Robin Cook. Myndin fjallar um ungan kvenlækni sem vinnur á einu stærsta sjúkrahúsi Bandaríkjanna. Eftir að vin- kona hennar deyr i smáaðgerð (fóstureyðingu) fer hana að gruna að ekki sé allt með felldu með starfsemi sjúkrahússins. Hún byrjar að rannsaka hvað raunverulega olli dauða vinkonu hennar og mætir mikilli andstöðu frá yfirmönnum spítalans. Það er engum greiði gerður með að rekja söguþráðinn meira, þvi ánægja áhorfandans af slíkum myndum felst í því að geta sér til um hvað skeður næst. Crichton tekst oft vel upp við að skapa spennu og aldrei betu'r en þegar hann fer í smiðju.meistarans Hitchcocks. Hins vegar er myndin svolítið væmin á köflum eins og flestar amerískar kvik- myndir í dag. Að öðru leyti er þetta ágæt mynd og vel þess virði að sjá. Jl (i Útvarp Sjónvarp LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 21,10: Óleyfilegir ástar- ' kennara — í leikriti kvöldsins sem er eftir brezkan höfund Leikfélag Húsavikur fiytur leikrit kvöldsins. Hér er Leikfélagið við sýningu á Fiðlaranum á þakinu. Í kvöld kl. 21.10 verður flutt í út- varpi Ieikritið Herra Gillie eftir James Bridie í þýðingu Hjartar Halldórssonar. Leikritið segir frá kennara nokkrum, herra Gillie. Gillie, sem í rauninni er rithöfundur þó lítið fari fyrir skrifum hans, býr í skozkum bæ. Hann er góður kunningi Wat- sons læknis. Þrátt fyrir það ásakar Watson hann í sífellu fyrir að lána ibúð sína til ástafunda þar sem í hlut eiga dóttir hans, Nellý, og Tom Donnelly, sem er einn af nemendum Gillies. Presturinn átelur Gillie einnig fyrir þetta ósiðlega athæfi og segir hann hafa hrundið unga fólkinu út i ógæfuna. Það er saumað að kennaranum á allar hliðar og hann verður að endurskoða afstöðu sina. Kannski hittir hann naglann á höfuðið, þrátt fyrir allt, i lokin. Höfundurinn, James Bridie, sem í rauninni hét Osborne Henry Mavor, fæddist í Glasgow árið 1888. Hann var læknir að mennt. James Bridie stofnaði Glasgow Citizens Theatre og varð fyrst frægur fyrir leikrit sín Líf- færafræðingurinn I‘t31 og Tóbias og engii 'nn 1932. Bridic sækir oft yrkis- efni s í i B rlíuna cn flytur þau til i tíma og rúmi. Leikri. Iians eru þrungin kímni, fjörlegun. samtölum og skemmtilegri blöndu af hugmyndaflugi og raunsæi. James Bridie lézt í Edinborg 1951. Áður liafa heyrzt í útsarpinu leikritin Tobías og engillinn 1958 og Sofandi klerkur 1970. Verkið er flutt af Leikfélagi Húsa- vikur og með hlutverkin fara Sig- urður Hallmarsson (Herra Giliie), Herdís Birgisdóttir (Frú Gillie), Þorkell Björnsson (Watson læknir), Jón Friðrik Benónýsson (Tom Donelly), Anna Ragt arsdóttir (Nellý), Sverrir Jónsson (Herra tV^b). Leikstjóri er Gísli Halldórsson og t'ekúrlqikritið röskan klukkutima i flutningi. '• ' -F.I.A. Sjónvarp: Velur tónlistina á meðan klukkan tifar Björn Emilsson velur tónlistina I sjónvarpinu, bæði á meðan klukkan gengur og eins fyrir auglýsingar. DB-mvnd Ragnar Th. Hver ætli velji lögin sem spiluð eru i sjónvarpinu? heyrði ég einhvern spyrja um daginn. Að vísu verð ég að viðurkenna að þessi sama spurning hefur vaknað hjá mér og svo er cflaust með fleiri. Nú hef ég komizt að því að þeir eru tveir hjá sjónvarp- inu sem hafa það starf. Þeir Björn Emilsson ogSverrir Kr. Bjarnason. Þeir félagar eru kallaðir hljóðmenn og vinna við útsendingu. Þeir velja tónlistina, fylgjast með réttum styrk- leika og réttri gerð. „Við veljum tón- listina bara af handahófi,” sagði Björn Emilsson í santtali við DB. ,,Oft reynum við þó að láta tónlistina vera i tengslum við dagskrána. Við spilum mikið af íslenzkum plötum og þá oft þær sem eru nýút- komnar,” sagði Björn. Aðspurður um hvort sjónvarpið eigi plötusafn 'sagði Björn: ,,Já, sjónvarpið á plötu- safn en þvi miður er það ennþá i bráðabirgðageymslu. Við höfum einnig aðgang að plötusafni útvarps- ins.” Björn sagði cnnfremur að sjón- varpið bæði keypti inn plötur og eins væru þær oft aðscndar frá hljóm- plötuútgefendum. -EI.A.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.