Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.11.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 15.11.1979, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. Merkingar á kjöti og afurðum eru margbrotnar. Þvl betur sem neytandinn er heima á þvi sviði þeim mun betri vöru tryggir hann heimilisfólki sinu. — Skrokkurinn á myndinni er svokallaöur „stjörnuskrokkur”, eða afburðagott kjöt. DB-mynd Ragnar Th. Merking á vet- urgömlu og fullorðnu fé Hagstæð útkoma hjá stærstu fjölskyldunni: VIKULEGINNKAUP OG FISKURINN ÓKEYPIS Loksins kemur hér bréf frá hús- móður sem er með einstaklega lága meðaltalsupphæð, eða ekki nema 18.825 kr. á mann. Seðillinn er frá septembermánuði. Þetta er líka ein- hver mannflesta fjölskyldan sem hefur verið með í könnun okkar á kostnaði við heimilishaldið, eða 12 manna. Hún er búsett í Garðabæ. í bréfinu segir m.a.: „Við erum tólf í heimili, þar af fimm í skóla. Fjórir fullorðnir vinna úti og koma ekki í mat í hádeginu en þá er haft nesti meðferðis. Tveir hafa mat á vinnustað. Við vorum að klára úr frystikist- unni í ágúst, en tókum tíu slátur í september. Við eigum eftir að kaupa kjöt. Við reynum að jafna stórút- gjöldum á mánuðina, kaupum þá stærri skammta í þeim mánuðum, sem ekki þarf að greiða stórar upp- hæðir, t.d. rafmagn, síma og hita. Við kaupum vikulega inn, nema mjólk og brauð og förum þá í Fjarðar- kaup eða Kostakaup. Kartöflur og rófur höfum við úr heimagarði. Eins fáum við fisk á veturna, þar sem tveir synir okkar eru á vertíð og koma með fisk heim, sem oft dugar i marga mánuði. Á haustin kaupum við 1/4 hluta úr nauti og stundum tek ég fryst slátur eftir áramótin, eftir að farið var að pakka fimm saman í kassa. Um miðjan september fóru tveir að heiman svo í vetur verðum við tíu t heimili. Aftur á móti koma hingað tvö börn eftir skóla á daginn og eru hér í 2—3 tíma. Fá þau drykk og aðra aðhlynningu, því foreldrar þeirra vinna úti. Ég læt þetta nægja núna en það verður fróðlegt að fylgjast með næstu mánuðum. Með beztu kveðjum, Elínbjörg Kristjánsdóttir.” Það er sannarlega orðið langt síðan seðill hefur verið með jafn lága eða lægri meðaltalstölu og septemberseð- ill þessarar fjölskyldu, sem er jafn- framt stærsta fjölskyldan „okkar”. Þar er svo sannarlega vel á málum haldið. Að sjálfsögðu sparar það heilmikil útgjöld að fá stóra skammta af fiski gefins og eins sparar það mikil útgjöld (fyrir utan hugarangur) aðeiga kartöflur úr eigin garði. Vikuleg innkaup eru einnig áreið- anlega til þess að minnka útgjöldin. Við þekkjum öll freistinguna þegar farið er út í búð eftir einu sápustykki en komið heim með fullan poka af tómum „óþarfa”. - A.Bj. Síðasti söludagur núeinnigálagmetið Nú eiga allar viðkvæmar lagmetis- vörur, bæði kjöt og fiskur, að vera merktar með síðasta leyfilega sölu- degi. Og frá og með áramótum á einnig að skrá pökkunardagsetningu á umbúðirnar. — Lagmetið var und- anþegið þessum ákvæðum með reglu- gerð frá 1977. Nú hefur ráðuneytið breytt þessari reglugerð þannig að nú á síðasti söludagur að vera skráður á allt lagmeti. Ekki verður betur séð en að mjög góðar merkingar séu orðnar á unnum kjötvörum, osti og ýmsum fleiri matartegundum. - A.Bj. VI —- Kjöt af veturgömlu geldfé, gimbrum og geldingum, þegar skrokkar eru holdmiklir og fallegir en vega minnst 18 kg. Aðrir skrokkar eru metnir og merktir í ær- og hrúta- flokka. Kr. 1478.-pr. kg. VII — Veturgamlir hrútar eru merktir VII ef þeir eru vöðvafylltir og holdgóðir og ekki slátrað seinna en 10. október. Kr. 1290.- pr. kg. Sl — Kjöt af sauðum 2ja og 3ja vetra ef skrokkarnir eru vel holdfylltir og hæfílega feitir. Rýrir og óhæfilega feitir sauðaskrokkar fara i ærflokka eftir gæðum. Kjöt af hrútum geltum að vori, þrcvetrum og yngri hafnar einnig í þessum flokki. Kr. 1478.- pr. kg. GI — Kjöt af geldum ám 2ja og 3ja vetra ef skrokkarnir eru holdfylltir og vel útlítandi. Kr. 1290.- pr. kg. GII — Skrokkar af eldri geldám og þeim sem missa lömb sín að vorinu og ganga lamblausar yfir sumarið ef holdfylling er góð. Rýrir skrokkar og mjög feitir skrokkar af geldám hafna í ærflokkum. Kr. 965.- pr. kg (heild- söluverð). ÆI — Kjöt af mylkum ám ef skrokk- arnir eru holdgóðir og vel útlítandi. Kr. 965.- pr. kg (heildsöluverð). Ef þeir eru sæmilega holdugir og ekki útlitsljótir fara þeir undir ÆII. Kr. 817.- pr. kg (heildsöluverð). Rýrir skrokkar og ljótir hafna í ÆIII. Kr. 723,- Kr. pr. (heildsöluverð). Fallegt og holdgott kjöt af mylkum ám, 3ja vetra og yngri, er merkt ÆIZ. Kr. 1290.-pr. kg. Fullorðnir hrútar og rýrir vetur- gamlir hafna í þrem gæðaflokkum: HI, ef skrokkarnir eru holdgóðir 2ja til 4ra vetra og vel útlitandi. Kr. 965,- pr. kg (heildsöluverð). HII. 5 vetra og eldri með sæmilegt holdafar og allgott útlit. Kr. 817.- pr. kg (heild- söluverð). HIH er fyrir rýra skrokka og Ijóta. Kr. 723.- pr. kg (heildsölu- verð). Kjöt með heilbrigðisstimpil 2 er flokkað þannig: Kjöt af dilkum fær DIV. Kr. 965.- pr. kg (heildsölu- verð). Kjöt af fullorðnu fé og vetur- gömlu og eldra fær: FIV. Kr. 817.- pr. kg (heildsöluverð). í næsta þætti tökum við fyrir ung- kálfakjöt. DJUPSTEIKT LAMBAKJÖT Rúmt kiló af lambakjöti er soðið Salt, pipar og brauðmylsnu eftir þangað til það er orðið vel meyrt og þörfum bein fjarlægð úr því. Kjötið er skorið *) Grænmetisjafningur. rvæ , þrjár í hæfilega bita eða sneiðar og krydd- gulrætur, 1 laukur, 1/2 guirófa, að meðsalti og pipar. Þvi er velt upp Smátt skorið hvítkál, eða annað úr eggjum og brauðmylsnu. Djúp- handbært grænmeti er soðið unz það steikt í feiti. Framreitt með græn- er vel meyrt. Soðið jafnað og græn- metisjafningi*) og brúnuðu smjöri ^ metið skorið í bita og soðið í sósunni eða brúnni sósu. Ætlað fjórum. Um stund. Bragðbætt með salti, pipar og köldu smjöri. Hráefni. Hráefniskostnaður er í kringum 1250 grömm af lambakjöti með bein- 3.433 kr. eða um 858 kr. á mann. Þá um er að vísu ekki reiknað með steik- 2egg ingarfeitinni. Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 - Sími 15105 Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stxrð og yðar. Þar að auki eigið þér von í að fá fría mánaðarúttekt fvrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í nóvembermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaó kr. Alls kr. m ifitiv Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.