Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.11.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1979. 3 Athugasemd við baksíðuf rétt Dagblaðsins: BOEING 727 vinsæl- asta þotan á markaðnum —verðurframleidd til ársloka 1985 Misskildi skýrsluna Hr. ritsljóri: „Vegna skrifa A. J. í Dagblaðinu 9/11 ’79 um „áróður óábyrgs embættismanns” vill landlæknir taka eftirfarandi fram: Sá „áróður” sem hér um ræðir og eignaður er undirrituðum er skýrsla iandlæknis, Heilbrigðiseftirlits ríkis- ins, Matvælarannsókna ríkisins, yfir- dýralæknis og nokkurra sérfræðinga er starfa við rannsóknastofur. Áður en skýrslan var birt var hún borin undir fleiri aðila og enginn lagði þann skilning í skýrsluna er fram kemur í bréfi A. J. Megin- atriði er að A.J. hefur algjörlega mis- skilið skýrsluna og er honum því boðið að ræða við mig á skrifstofu minni í Arnarhvoli eða hvern þann siarfsmann framangreindra stofnana er hann kýs. Vona ég að hann hafi nægan hug til þess. Ólafur Ólafsson landlæknir. Reiknistofnun bankanna: Sliku er ekki til að dreifa í Dag- blaðinu 8. nóvember, þar sem reynt er að læða því inn hjá lesendum að Flugleiðir kaupi nýja flugvél sem sé nánast verðlaus að nokkrum tíma liðnum. Einnig að verð flug- vélarinnar sé óeðlilega hátt. Fram- leiðsla þessara flugvéla sé brátt úr sögunni o. fl. þessu líkt. Allt er þetta rangt. Boeing 727 þotur eru þær vinsælustu sem nokkru sinni hafa verið framleiddar. Þær eru ennþá í fullri framleiðslu. Engin gerð af þotum hefir verið framleidd í þvíliku magni. Flugvél sú sem Flugleiðir eiga nú i smiðum er sú 1622. i fram- leiðsluröðinni. Samkvæmt upplýs- ingum sem stöðugt berast um flug- vélakaup og pantanir er ekkert lát á því að flugfélög viða um heim panti þotur af gerðinni Boeing 727. Þannig hafa aðeins nú í október og nóvem- ber verið pantaðar fjölmargar flug- vélar. Þar má nefna flugfélögin Eastern Airlines, sem pantaði 10 þotur, Air France fjórar og Air Canada, sem fær 14 þotur af þessari gerð. Afhending fer fram 1980 til 1983 og gert er ráð fyrir að Boeing 727 verði i framleiðslu að minnsta kosti til ársloka 1985. Alls er Boeing 727 i notkun hjá 96 flugfélögum og öðrum aðilum, sem stunda flugrekstur. Svo afkastamikl- ar eru Boeing verksmiðjurnar við smíði 727 þotanna að ein slik flugvél er framlcidd á tæplega tveim dögum. Ekki er undirrituðum kunnugl um hvaðan upplýsingar Dagblaðsins i „Baraaðsnapa sératvinnu” Pétur Pétursson, Selfossi hringdi: Mig langar til að kvarta undan því, hve bankaþjónusta hefur versnað hér. Siðan Reiknistofnun bankanna tók að sér að gera yfirlit yfir ávisana- og hlaupareikninga hefur þessi þjón- usta stórlega versnað. Núna tekur 10—15 daga að fá þetta yfirlit en áður afgreiddu bankarnir þetta sjálfir beint. Reiknistofnunin póstleggur þessi yfirlit í stað þess að notfæra sér daglegar ferðir sem bankinn er með til stofnunarinnar. Ef sá háttur væri hafður á gæti maður gengið að þessu vísu í bankanum og það kæmi í veg fyrir þessa löngu bið. Þetta ástand er fyrir neðan allar hellur og að mínu mati er Reikni- stofnunin bara að snapa sér atvinnu. FÖT MEÐ VESTI átiERRA W3URINN AöALSTRfETI REYKdAVlK SÍMI12834 Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Fiugleiða, skrifar: Stundum er sagt að tilgangslaust sé að mótmæla óhróðri í blöðum og röngum og villandi fréttaflutningi. Sérstaklega ef leiðrétting eða mótmæli komist ekki í sama eintak blaðsins. Vandaðri blöð hafa jafnan þann hátt á, er þau skrifa um málefni sem orka tvímælis, að leita umsagnar beggja málsaðila. Hlaupa ekki eingöngu eftir gróusögum og þó þær séu birtar að einhverju leyti, gefa þá mótaðila tækifæri til þess að koma skoðunum sínum að i sama blaði. „Boeing 727 þotur eru þær vinsælustu sem nokkru sinni hafa verið framleidd- ar,” segir bréfritari. téðri grein eru enda slíkt sjálfsagt einkamál blaðsins. Það breytir hins vegar ekki því, að með kaupum á þessari nýju þotu, svo og annarri viðbót flotans, stefna Flugleiðir að bættri þjónustu við farþega félagsins. Nýja flugvélin verður búin fullkomnustu tækjum og fer verð hennar að sjálfsögðu eftir því. Vara- hlutakaup með vélinni eru einnig eðlileg. Vegna breyttrar fargjaldastefnu Bandaríkjastjórnar, hækkandi verðlags á eldsneyti og af fleiri á- stæðum eiga ýmis flugfélög nú í vök að verjast. Nýjar og fullkomnari flugvélar eru, ásamt aðhalds- og varnarráðstöfunum, þau ráð sem flugfélög hafa gripið til. Þótt Dag- blaðinu þyki sýnilega fátt fréttir nema þær neikvæðu, fá landsmenn vonandi samt sem áður nýjan og glæsilegan farkost afhentan i maí 1980. Að gefnu tilefr\j skal þeim sem senda Dagblaðinu les- endabréf bent á að þau eru ekki birt nema nafn og heimilisfang ásamt nafn- númeri sendanda fylgi með. Raddir lesenda Viltu fá sjónvarp á fimmtudags- kvöldum? Guðriður Bjarnadóttir: Endilega! Ég hlusta mikið á útvarp á fimmtudags- kvöldum en það er allt í lagi að l'á sjón- varp þá lika. Vilhelm Guömundsson sendibilstjóri: Nei, það vil ég ekki. Ég horfi litið á sjónvarpið. Þeir scm hafa nóg með fri- tima sinn aðgera þurfa ekki sjónvarp. Haukur Hauksson í Bilasölunni Braul: Já, það vil ég. Þcir sem eiga litasjón- vörp hörfa á allt alltaf. Stillimyndina sem annað! Berta Bragadóttir húsmóðir: Nei. Ég horfi litið á sjónvarpið en hlusta oft á útvarp á fimmtudögum, til dæmis á lcikritin. Hafdis Jónsteinsdóttir verzlunarstjóri: Þvi ekki það? Annars vil ég ckki siður lengri sjónvarpsdagskrá um helgar. Margrét Karlsdóttir, vinnur hjá bæjar- fógetanum í Keflavik: Nei, þaðersjálf- sagt mál að hafa cinn dag sjónvarps- lausan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.