Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.11.1979, Qupperneq 1

Dagblaðið - 21.11.1979, Qupperneq 1
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979 — 258. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.-AÐAI.SÍMI 27022. hingnasjúkdómur herjar á stærsta minkabú landsins viö Dalvík• NÆR FIMM ÞÚSUND HVOLPAR DRÁPUST —tjónið líklegast ábilinu milljónir króna „Það má segja að það sé kald- hæðni örlaganna að við vorum byrj- aðir að leggja nýtt brynningarkerfi í búið, m.a. af ótta við að eldra kerfið kynni að breiða út sjúkdóma ef þeir kviknuðu, þegar þessi lungnasjúk- dómur blossaði upp og breiddist um búið,” sagði Þorsteinn Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri minkabúsins að Böggvistöðum við Dalvik, í viðtali við DB i morgun. Hátt í 5 þúsund af 10 til 11 þúsund hvolpum þessa stærsta minkabús landsins hafa drepizt i þessum mán- uði, upp i 600 til 700 á dag, þegar mest var, en nú er veikin í rénun. Búið er að taka nýja brynningar- kerfið í notkun og bólusetja öll dýr. Nokkur drepast þó enn daglega. „Yfirleitt er talin litil hætta á að þessi sjúkdómur skjóti upp kollinum og fátítt er að bólusett sé gegn honum nema að gefnu tilefni,” sagði Þor- steinn. Unnt er að selja feldina af sumum dýranna á fullu verði, önnur í lægri verðflokki en verulegt magn er ónýtt. Minkarnir eru tryggðir gegn slíkum áföllum. Er Þorsteinn var spurður hversu miklu tjónið hugsanlega næmi.sagði hann ógerning að svo stöddu að gizka á það með nákvæmni. En miðað við verð fyrir minkaskinn í fyrra og verð- lagsþróun síðan, væri ekki út i bláinn að meta tjónið á bilinu 70 til 90 millj- ónir króna. Þess má geta að gamla brynningar- kerfið hefur þjónað í tæp 9 ár án þess að nokkrir sjúkdómar bærust með þvífyrrennú. - GS Rætt við Einar Jónsson í tiief ni af 30 ára af mæii Fegurðar- samkeppni íslands: Fegurðarsam- keppnierekki tízkusýning eðagáfnapróf — sjábls.8 Sjálfstæðismenn útskýra 35 milljarða niðurskurðinn: Villfélkið skjétasókn gegnverðbélgu — eða langvarandi aðhaldsaðgerðir, sem ekki hafa borið árangur? spyrGeir Hallgrímsson — sjábls.9 • Sovétmenn biðjagísl- unumgriða — sjá erl. fréttir bls.6og7 Á myndinni eru frú vinstrv Haraldur Ólafison, Framsókn, Jóhann Einvarósson, Framsókn, Ellert Schram, Sjólfitœðis- flokki, Albert Guómundsson, SjUfitœöisflokki, Guðmundur J. Guðmundsson, AIþýðubandalagi og Guðrún Hallgrlmsdóttir, AlþýðubandalagL Auk þessara mœttuþama Guðmundur G. Þórarinsson, Framsókn, Friðrik Sófitsson, Sjálfitœðisflokki og Ámi Indriðason — landsliðsmaður I handknattleik — AlþýðubandalagL DB-mynd: Hörður. Aöeins Jóhann hitti í körfuna Frambjóðendur þriggja stjórn- málaflokka mættu í LaugardalshöU- ina í gærkvöld og háðu vítaskots- keppni í hálfleik á leik KR og Njarð- vikur í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. Alls mættu 9 frambjóðendur — 3 úr hverjum flokki. Einhverra hluta vegna létu frambjóðendur Alþýðu- flokksins ekki sjásig. Hver frambjóðandi fékk eitt skot. Aðeins einn þeirra var svo lánsamur að hitta ofan í körfuna, Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri i Keflavík. Hins vegar fór ekkert á milli mála hver var stjarna kvöldsins og það jafnvel þótt sjálfar körfustjörnurnar væru meðtaldar. Það var Albert Guðmundsson. Honum tókst að vísu ekki að hitta úr sínu körfuskoti en bætti það upp á eftir er hann spyrnti knettinum af stakri sniUd beint ofan í körfuna af 6—7 metra færi og sýndi gamalkunna takta. Höllin bókstaf- lega , .sprakk” við þetta uppátæki Alberts og var honum klappað lof í lófa lengi áeftir. -SSv. en Albert átti spark kvöldsins! 10 dagar ef tir í bökunarkeppni DB og bakarameistara: UPPSKRIFTIRNAR STREYMAINN DB á neytendamarkaði bls. 4 DBásameiginlegum framboðsfundi á Austfjörðum: Allirhöfðu lausnáverð- bélguvandanum — enengirtveirþá sömu Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. alþíngismaður og ráðherra ræðir við kjósanda á Egilsstaðaflugvelli eftir fundahelgi fyrir austan. DB-mynd: RagnarTh. -sjábls. 16-17 Sendinefnd útgerðarmanna íFleetwood ræðirviðUÚ — sjábls.9 Sennilega hálsbrotinn eftir vinnuslys Alvarlegt vinnuslys varð f Fljóta- seli í Breiðholtshverfi á sjötta tímanum i gær. Þar var unnið að steypuvinnu og steypunni dælt um slöngu upp á mót fyrstu hæðar. Talið er að slangan hafi stíflazt og við það kastaði steypuslangan manni niður af húsinu. Fallið var. um 3 metrar að sðgn en maðurinn kom illa niður. Er talið hugsanlegt að hann hafi háls- brotnað og reyndist i gær allmikið lamaður, aösögn lögreglunnar. -A.St. A

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.