Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.11.1979, Qupperneq 2

Dagblaðið - 21.11.1979, Qupperneq 2
Steingrimur Hermannsson og Ólafur Jóhannesson. Húrrafyrir Framsókninni DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. Diskóæði útvarpsins G. Sigurðsson skrifar: Tilefni þessa bréfs er að ég hef mikið hlustað á útvarp og finnst mér popplagaval í þeirri stofnun til há- borinnar skammar. Diskólögin og önnur velludægur- lög tröllríða þeim skamma tíma sem ætlaður er popptónlist. Þyngri og vandaðri tónlist heyrist ekki, hljóm- sveitir eins og t.d. YES, Genesis,. U.K. og sólóistar eins og Peter Gabriel, Patrick Moraz og Steve Hackett heyrast ekki. Hins vegar virðist svonefnd banda- rísk bræðslutónlist skipa háan sess og sérstaklega virðist Dóra Jónsdóttir bera mikla umhyggju fyrir banda- rískum tónlistarflytjendum yfirleitt. Þorgeir Ástvaldsson er þó einna verstur popphornamanna með lumm- urnar sínar og sömu lögin viku eftir viku. Burt með diskóið, það á heima ádiskótekunum. Bréfritari kvartar undan diskóæði út- varpsins. DB-mynd RagnarTh. Laun heimsins eru vanþakklæti: Hver fékk slökkvitæki íTryggva- götu fyrir rúmum mánuði? „Fyrir um það bil mánuði átti ég leið um Tryggvagötuna,” sagði kona nokkur sem hringdi til DB. „Beint á móti Gjaldheimtunni var blár Volks- wagen og logaði eldur úr vélinni. Yfir bílnum stóðu þrír karlmenn, að því er virtist ráðalausir. Þar sem ég hef að jafnaði slökkvi- tæki í mínum bíl nam ég staðar og rétti einum manninum slökkvitækið og spurði hvort þeir gætu ráðið við eldinn með tækinu. Að slökkvistarf- inu loknu kom einn maðurinn til mín með slökkvitækið og fékk mér það ásamt miða með bílnúmerinu. Sagði hann að ég skyldi fara með það í slökkvistöðina þar sem ég fengi fyllt ókeypis á tækið. Ég tók við tækinu og fór á slökkvi- stöðina. Kom þá í ljós að þar er ekki fyllt ókeypis á slökkvitæki og mér bent á að fara með það í fyllingu vestur í bæ. Nú var ég að fá slökkvitækið mitt aftur. Þá kom í ljós að tækið hafði eyðilagzt í meðförum mannanna og stend ég nú uppi slökkvitækislaus þar til ég hef keypt mér nýtt tæki. Þau fást að vísu á öUum bensínstöðvum og kosta í kringum 5 þúsund kr. Miðinn með bUnúmerinu er nú týndur og ég man ekki hvert númerið var. Mér finnst alveg lágmark að eig- endur Volkswagenbílsins skili mér aftur heilu tæki. Það var auðvitað eins og hver ann- ar bjánaskapur að fara að senda mig með tækið í fyllingu í stað þess að skila mér áfylltu tæki,” sagði þessi kona sem var mjög óhress yfir þessum málalokum, sem vonlegt er. Ef þeir sem hér áttu hlut að máli lesa þessi orð geta þeir haft samband við DB sem getur komið þeim í sam- band við þessa konu sem gjarnan vill fá nýtt slökkvitæki. S.I. skrifar: Halló, þið á Dagblaðinu. Má maður biðja ykkur fyrir skila- boð eða öllu heldur fyrirspurn. Ég er nefnilega alveg standandi hlessa og enginn sem ég þekki getur svarað því sem mig langar til að fá að vita. Alþjóð hefur nú verið gert kunnugt að þegar þeir Sibbi og Vibbi — afsakið ég meina auðvitað hæstvirtur fjármálaráðherra Sighvatur Björg- vinsson og hæstvirtur dómsmálaráð- herra Vilmundur Gylfason — settust í dúnmjúka ráðherrastólana og fóru að gramsa í skúffunum I skrif- borðunum sínum fundu þeir þessar príma tillögur sem þeir Steingrimur Hermannsson og Tómas Árnason höfðu skilið eftir þar. En það sem ég er svona hissa á er þetta: Af hverju heyrir maður ekkert frá hinum krataráðherrunum? Eru alveg tómar skúffur í þeim ráðuneyt- um sem þeir höfðu sjálfir í síðustu stjórn. Og hvernig er það með skúff- urnar hjá Alþýðubandalagsráðherr- unum? Er ekkert í þeim heldur? Voru það þá bara Frammararnir sem höfðu eitthvað til málanna að leggjaaf viti? Ef svo er hrópa ég nú bara húrra fyrir gömlu, góðu Framsókn. „Loksins, loksins" Jón Sigurjónsson skrifar: Ákvörðun rikisstjórnarinnar um breytingar á ráðstöfunum tekna af aðlögunar- og jöfnunargjaldi er mjög ánægjuleg . Hefði þurft að taka slíka ákvörðun mörgum árum fyrr því að lengi hefur iðnaðurinn búið við skarðan hlut á meðan landbúnaði (og jafnvel sjávarútvegi) hefur verið hampað án afláts. Hafa þar verið í gangi óteljandi styrkir, langtímalán með lágum vöxtum, breyting lausa- skulda í föst lán (hvað eftir annað), niðurgreiðslur o.fl. o.fl. Nei. — Það var sannarlega kominn tími til þess að brjóta í blað i þessutr efnum. Á Bragi Sigurjónsson iðnaðarráðherra miklar þakkir skildar fyrir ákvörðun sína. Afengismál á slæmum tíma Sigurunn Konráðsdóttir hringdi: Mig langar til að koma á framfærú þeirri spurningu til útvarpsráðs hvers vegna þátturinn Til umhugsunar um áfengismál er á þeim tíma sem enginn getur hlustað á hann. Mér finnst að þessi þáttur ætti að vera á öðrum og betri tima. SKARTGRIPIR við öll tœkifœri SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A - Sími 2135S. Bragl Sigurjónsson iðnaðarráðherra. Bflar sátu vfða fastir f snjónum á Reykjavfkursvæðinu um helgina. DB-mynd S. SAT FASTUR í SIÖ TÍMA Guðmundur Halldórsson leigubíl- stjóri hríngdi: Aðfaranótt laugardagsins var ég fastur í bíl mínum í Suðurfelli i Breið- holti í 7 klst. Mér finnst full ástæða til að kvarta yftr þessu við ruðningsdeild borgar- innar, að menn skuli sitja fastir í bílum sínum klukkustundum saman í ekki verra veðri en raun bar vitni. Þarna voru mjög margir bílar fastir og fólk beið í bílum sinum vegna þess að okkur var sagt að von væri á ruðn- ingstæki þá og þegar en það kom ekki fyrr en kl. 8.30 morguninn eftir. IbúarviðRauðavatn: INNKAUPASTJORAR! Mikið úrvalaf: Gjafavörum — leikföngum — jólatrésskrauti — spilum og snyrtivörum. HEILDVERZLUN PÉTURS PÉTURSSONAR SUÐURGÖTU 14 - REYKJAVÍK - SÍMAR 21020 - 25101. Innilokaðir í snjó yfir alla helgina Reið kona við Rauðavatn hringdi: íbúarnir hérna við Rauðavatn voru lokaðir inni yfir alla helgina. Það er yfirleitt fullorðið fólk sem býr hérna og við vorum algjörlega innilokuð alla helgina og komumst ekki einu sinniíbúðir. Hefði kviknað í eða eitthvað komið fyrir þá hefði ekki verið hægt að komast á staðinn fyrir snjónum. Þetta nær ekki nokkurri átt. Ég veit ekki betur en við borgum okkar vega- skatt eins og allir aðrir.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.