Dagblaðið - 21.11.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979.
7
Erlendar
fréttir
Thatcher boð-
artilfundar
um N-írland
Ríkisstjórn Margrétar Thatcher í
Bretlandi hefur boðað fulltrúa bæði
kaþólskra og mótmælenda í Norður-
írlandi til fundar í London. Er ætlunin
að finna ráð til að endurreisa einhvers
konar heimastjórn í þessum hluta
Bretaveldis. Heimastjóm var afnumin
og Norður-írlandi stjórnað beint frá
London fyrir sjö árum, þegar mót-
mælaaðgerðir kaþólskra virtust vera að
breytast í borgarastyrjöld. Margrét
Thatcher hefur sagt að hún muni ekki
láta sér nægja loðin svör eða þver-
móðsku einstakra hagsmunahópa í
Norður-írlandi.
Anthony Blunt:'
Taldi kommún-
ismann eina
kostinn gegn
nasismanum
Mál Anthony Blunt, fyrrum listráðu-
nautar drottningar og njósnara Sovét-
ríkjanna, verður tekið til umræðu á
brezka þinginu í dag. Á fundi með
fréttamönnum í gær sagði Blunt að
hann hefði talið kommúnismann eina
kostinn gegn nasisma og fasisma á
fjórða áratug aldarinnar. Því hafi hann
ákveðið að svíkja þjóð sína. Hann segir
þó að hann viti nú að honum hafi
skjátlazt. Blunt segir að hann hafi ekki
stundað neinar njósnir fyrir Sovétríkin
eftir 1945. Hann hafi aftur á móti
aðstoðað vin sinn, Guy Burgess, við að
flýja til Sovétríkjanna árið 1951.
Frakkland:
Ekkja de
Gaulle
látin
Yvonne de Gaulle, ekkja fyrrum
Frakklandsforseta, lézt hinn 8. þessa
mánaðar. Voru þá Uðin nákvæmlega
níu ár frá því að eiginmaður hennar
lézt.
Yvonne var ávaUt mjög lítið í sviðs-
ljósinu og til dæmis er aðeins vitað til
þess einu sinni að hún hafi komið fram
opinberlega fyrir hönd eiginmanns síns.
Var það við minningarguðsþjónustu í
Notre Dame dómkirkjunni í París eftir
dauða John F. Kennedy, forseta Banda-
ríkjanna. Þá var de GauUe viðstaddur
útförina í Washington.
Yvonne var fædd aldamótaárið.
Faðir hennar var efnaður iðjuhöldur i
Calais. Hún gekk að eiga de Gaulle árið
1921, þoldi með honum súrt og sætt og
fór til dæmis með honum í útlegðina i
London á styrjaldarárunum siðari, er
Þjóðverjar hernámu Frakkland.
Þau hjón áttu fjögur börn. Eitt
þeirraerlátið.
CARTER HÓTAR HERNAÐ-
ARAÐGERDUM GEGN ÍRAN
í fyrsta skipti síðan bandaríska
sendiráðið í Teheran var tekið hinn 4.
þessa mánaðar lét Carter Bandaríkja-
forseti þess getið í gær að stjórn hans
kynni að grípa til vopna til að frelsa
gíslana, sem þar eru í haldi. Sagði
forsetinn að svo gæti farið nema
þeim yrði sleppt úr haldi heilum á
húfi.
Tilkynnt var í Pentagon — her-
málaráðuneyti Bandaríkjanna — að
flugmóðurskipið Kitty Hawk væri á
leið inn á Indlandshaf en þar er ann-
að risaflugmóðurskip, Midway, fyrir
ásamt fleiri bandarískum herskipum.
Eru skipin sögð vera farin að nálgast
Persaflóa.
Bandarískir embættismenn vildu
ekki í gær útiloka það að gripið yrði
til hernaðaraðgerða gegn írönum til
að frelsa gíslana.
í Teheran var fyrirhuguð í morgun
mikil stuðningsganga fylgismanna
þeirra sem nú ráða ríkjum í sendiráði
Bandaríkjanna í borginni. Var búizt
við að hundruð þúsunda yrðu í göng-
unni. Khomeiní trúarleiðtogi ávarp-
aði fólk í gær og hvatti það til að taka
þátt í göngunni.
Sagði Khomeini að Carter Banda-
ríkjaforseti væri geðveikur og auk
þess umkringdur trúðum. Sönnur
hefðu fundizt fyrir því að gíslarnir í
sendiráðinu hefðu verið njósnarar og
yrðu meðhöndlaðir sem slíkir.
Hin opinbera fréttastofa í íran dró
i morgun til baka tilkynningu tim að
íranir muni hætta að taka við
greiðslum fyrir olíu í dollurum.
Tíu gislum var sleppt úr banda-
ríska sendiráðinu í gær. Hefur þá
verið sleppt þrettán alls. Átta svert-
ingjum og fimm konum.
transkir stúdentar hafa veríð iðnir við
að brenna eftirmyndir Carters forseta.
og með þvi lýst andstöðu sinni við
stefnu hans.
Zambía:
ÞÚSUNDIR HÓPAST
í HER LANDSINS
Þúsundir landsmanna i Zambíu
flykkjast nú til herstöðva i Zambíu í
kjölfar almenns herútboðs sem
Kenneth Kaunda forseti landsins
boðaði til í gær. Er það vegna síendur-
tekinna árása herliðs frá
Zimbabwe/Ródesíu inn fyrir landa-
mæri Zambíu undanfama daga. Hafa
meðal annars verið sprengdar i loft upp
nokkrar mikilvægar brýr á þjóðvegum.
Talið er að Kaunda forseti vilji fara
varlega í sakirnar og hafi því aðeins
boðið út her landsins en ekki sagt Zim-
babwe/Ródesíu stríð á hendur. Mun
hann vilja komast hjá því að skæru-
liðaðagerðir gegn stjórn Muzorewas
biskups verði að meira vandamáli en
orðið er.
SOVÉTMENN BIÐJA
r
GISLUNUM GRIÐA
Útvarpsstöð, sem er í Sovétrikjunum
en sendur út á írönsku, hvatti til þess í
gær að gíslarnir í bandaríska sendiráð-
inu yrðu látnir lausir. Var þetta til-
kynnt í Washington í Bandaríkjunum í
gærkvöldi. Er þetta í fyrsta skipti sem
slíkt kemur opinberlega fram hjá
Sovétmönnum.
Sovézka útvarpsstöðin er í Baku í
Azerbaijan og er nefnd Rödd írans.
Var sagt að frelsun gíslanna væri bæði
nauðsynleg af mannúðar- og stjórn-
málaástæðum.
Bandarísk stjórnvöld segja að með
þessu hafi orðið afstöðubreyting af
hálfu Sovétmanna og verið geti að það
hafi áhrif á lausn deilunnar um gislana.
Fyrir tæpum tveim vikum sá Banda-
ríkjastjórn ástæðu til þess að mótmæla
málflutningi þessarar sömu útvarps-
stöðvar. Þá var málstaður þeirra, sem
tóku sendiráðið bandariska og gislana
studdur.
TILKYNNING
frá yfirkjörstjóm Vestfjarðakjördœmis.
Við kosningar til Alþingis, sem fram eiga að fara 2. og 3. desember 1979, verða
eflirtaldir framboðslistar í kjöri í Vestfjarðakjördæmi:
A
listi Alþýðuflokksins
1. Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra, Kriuhólum 2 Reykjavik
2. Karvel Pálmason, form. verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvfkur,
Traðarstig 12 Bolungarvik
3. Gunnar R. Pétursson rafvirki, Hjöllum 13 PatreksGrði
4. Ægir Hafberg bankastarfsmaður, Flateyrí
5. Anna Helgadóttir húsmóðir, Hlfðarvegi 39 tsafirði
6. Bjarni Pálsson skólastjórí, Núpi Dýrafirði
7. Jóhann R. Simonarson skipstjórí, Sætúni 1 tsafirði
8. Hannes Halldórsson matreiðslumaður, Suðureyri Súgandafirði
9. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, Eyrargötu 8
Ísafirði
10. Hannibal Valdimarsson bóndi, Selárdal Arnarfirði.
B
listi Framsóknarflokksins
1. Steingrímur Hermannsson, fyrrv. alþingismaður, Mávanesi 19 Garðabæ
2. Ólafur Þ. Þórðarson skólastjórí, Reykholti Mýrasýslu
3. Sigurgeir Bóasson skrífstofustjórí, Vitastig 11 Bolungarvik
4. Finnbogi Hermannsson kennari, Núpi Mýrahreppi
5. össur Guðbjartsson bóndi, Láganúpi Rauðasandshreppi
6. Magdalena Sigurðardóttir húsfrú, Seljalandsvegi 38 Ísafirði
7. Jósef Rósinkarson bóndi, Fjarðarhorni Bæjarhreppi
8. Sigurjón Hallgrímsson skipstjórí, Miðtúni 19 tsafirði
9. Gunnlaugur Finnsson bóndi og kennarí, Hvilft önundarfirði
10. Guðmundur Ingi Krístjánsson skáld, Kirkjubóli önundarfirði
D
listi Sjálfstæöisf lokksins
1. Matthfas Bjarnason, fyrrv. alþingismaður, tsafirði
2. Þorvaldur Garðar Krístjánsson, fyrrv. alþingismaður, Reykjavfk
3. Sigurlaug Bjarnadóttir kennarí, Reykjavik
4. Einar Kr. Guðfinnsson námsmaður, Bolungarvfk
5. Ólafur H. Guðbjartsson húsgagnasmiður, Patreksfirði
6. Þórir H. Einarsson skólastjóri, Drangsnesi
7. Krístfn Hálfdánardóttir skrífstofumaður, Ísafirði
8. Ágúst Glslason bóndi, Botni, N-ísafjarðarsýslu
9. Sigríður Pálsdóttir húsmóðir, Bfldudal
10. Ásgeir Guðbjartsson skipstjórí, Ísafirði.
G
listi Alþýðubandalagsins
1. Kjartan Ólafsson, fyrrv. alþingismaður, Álfheimum 68 Reykjavik
2. Aage Steinsson deildarstjóri, Seljalandsvegi 16 Ísafirði
3. Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri, Stóra-Krossholti V-Barðastrandar-
sýslu
4. Guðvarður Kjartansson skrifstofumaður, Ránargötu 8 Flateyri
5. Ingibjörg G. Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræðingur, Silfurgötu 7 tsafirði
6. Pálmi Sigurðsson bóndi, Klúku Kaldraneshreppi, Strandasýslu
7. Krístinn H. Gunnarsson kennarí, Völusteinsstræti 24 Bolungarvik
8. Halldór G. Jónsson verkamaður, Lönguhlfð 22 Bfldudal
9. Halldóra Játvarðsdóttir bóndi, Miðjanesi Reykhólasveit, A-Barða-
strandarsýslu
10. Guðmundur Fr. Magnússon sjómaður, Brekkugötu 8 Þingeyri.
Aðsatur yfirkjörstjórnar Vestfjarðakjördæmis til kjördags verður á skrif-
stofu bæjarfógeta á ísafirði, sími 3733.
Talið verður í Gagnfræðaskólahúsinu á ísafirði þegar að kjörfundi loknum
og verður nánar auglýst síðar.