Dagblaðið - 21.11.1979, Side 8

Dagblaðið - 21.11.1979, Side 8
VESTUR- BARÐSTRENDINGAR Fyrirhugaður stofnfundur Rauða kross- deildar V-Barðastrandarsýslu verður haldinn í félagsheimilinu Patreksfirði fimmtudaginn 22. nóvember nk. kl. 20.30. Allt áhugafólk um málefni Rauða krossins er hvatt til að mæta. Undirbúningsnefndin. SKRIFSTOFU OG VERZLUNARHÚSNÆÐI Til leigu ca 100 ferm skrifstofu- og verzlunar- húsnæði — hornhús — á jarðhæð við eina fjöl- förnustu götu í gamla miðbænum. Nánari upplýsingar í síma 26755. E.v. 31126. Félagsfundur hjá Félagi starfsfólks á veitingahúsum verður haldinn að Óðinsgötu 7 fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20. Fundarefni: 1. Uppsögn samninga. 2. Önnur mál. Sýnum samstöðu og mætum öll. Stjórnin. Þvottavélar GerðSL 128 Þessi nýja vél er með 18 valstillingum og uppfyllir allar hugsanlegar þvottaþarfir. Tveir þeytivinduhraðar eru á vélinni, 800 og 400 sn. pr. mín. S&puhólf er fjórskipt. Hægt er að velja um Iftið eða mikið vatn við þvottinn til sparnaðar & orku. Frystikista Utanmál: H X B X D: 85 X 60 X 55 cm. Orkuþðrt 3 kv 220/300volt. í Austurveri, Háaieitisbraut 68, sími 84445 og 86035. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. Einar Jónsson blaðar hér f gömlum úrklippum um fegurðarsamkeppnir sem haldnar hafa veríð hériendis. DB-mynd: R.Th. 30áraafmæliFegurðarsamkeppniíslands — 25ársíðan fyrsta stúlkan keppti erlendis: Fegurdarsamkeppni er ekki tízkusýning eða gáfnapróf —segir Einar Jónsson, sem starfað hef ur við f egurðarsam- keppniríþrjátfuár Einar Jónsson, forstöðumaður fegurðarsamkeppna á íslandi, er manna fróðastur um íslenzka fegurð enda hefur hann starfað við fegurðarsamkeppnir meira eða minna í 30 ár F.inar var að því spurður hvernig staðið hafi á því að fegurðarsamkeppni var hér fyrst haldin. „Þetta byrjaði allt saman i Tívolí árið 1949. Þar var haldin fjáröflun fyrir Fegrunarfélag Reykjavíkur og það þótti því tilheyra að velja fegurstu stúlkuna i Reykjavík. Þávar aðeins kosin Ungfrú Reykjavík. í þá daga buðu stúlkurnar sig sjálfar fram. Það kom alveg urmull af stúlkum til viðtals, jafnvel þó þær hefðu ekkert til að bera. Það var geysilega erfitt að velja á milli allra þessara stúlkna. Þá þótti fegurðarsamkeppni mikill viðburður og verðlaunin sem voru ferð til útlanda þóttu geysileg. í þetta skiptið var það ferð til Kaupmanna- hafnar. Ég man nú ekki hvað hún hét sú er sigraði en hún var ljóshærð og voðalega sæt. Á þessa fyrstu fegurðarsamkeppni komu-U.000 manns og það var alveg stórkostlegt á þessum tíma. Að þessari fyrstu keppni stóðu ég og Einar Pálsson. Það var síðan ekki fyrr en fimm árum síðar að islenzk stúlka fór í erlenda keppni. Það var Arna Hjörleifsdóttir. Hún fór til London 1954 til að taka þátt í Miss World. Henni gekkalveg ágætlegaog svaraði þannig fyrir sig að athygli vakti. Þá voru þær skólaðar upp Á þessum fyrstu árum íslenzkra fegurðarsamkeppna var ekkert til sparað. Stúlka sú er varð Ungfrú ísland var sett í málaskóla og hún var sett í tízkuskóla. Hún var sem sagt skóluð upp í heilt ár áður en hún fór utan til að taka þátt í keppni. Þær stóðu sig líka vel, þessar stúlkur. Það fór alltaf einhver með þeim og á þeim erlendu slóðum sem þær sóttu voru alltaf „mömmur” sem önnuðust þær allan tímann meðan þær dvöldu í landinu. Við höfum líka átt stúlkur í flestum sætum í öllum keppnum erlendis. Á tímabili var Fegurðarsam- keppnin i algjörri lægð hér á landi. Ég hætti að skipta mér af fegurðar- samkeppnum hér á landi 1965—6 nema ég hafði erlenda umboðið áfram. Ég hef verið alþjóðadómari siðan 1957. Það er 21 land sem standa saman og hafa komið sér upp lögum og reglum sem verður að fara eftir þegar stúlka er send í keppni erlendis. Það fer engin stúlka héðan í keppni erlendis nema hún sé sam- þykkt af mér. Ég sé um að hún hafi 100 dollara í veganesti, síðan kjól og þjóðbúning. Fyrir þremur árum kom þetta gallabuxnastand upp. Þá var bara ekki að finna vel klædda og snyrti- lega stúiku. Nú er þetta að breytast sem betur fer og stúlkur eru farnar að gera sér grein fyrir þýðingu þess að vera vel snyrtar og klæddar. Fegurðarsamkeppnin breyttist síðan aftur á betri veg þegar Guðni Þórðarson tók við henni. Guðni hélt rétt á hlutunum og gerði vel. Hann fékk til dæmis alþjóðafegurðar- drottningar til að koma hingað til lands. Sumar eru ekki nógu sterkar Þegar ég lít yfir farinn veg er ég mjög ánægður. Það hafa aldrei komið upp nein vandræði með stúlk- urnar og þær hafa margar náð mjög góðum árangri. Sumar stúlkur eru þó ekki nógu sterkar til að bera þennan titil og hann hefur stigið nokkrum þeirra mjög til höfuðs. Það eru nú samt til stúlkur sem hafa náð mjög góðum árangri og þær hafa ekkert breytzt við það, eins og t.d. Maria Guðmundsdóttir og Guðrún Bjarna- dóttir, svo að einhverjar séu nefndar. Ég trúi því að þeir menn sem hafa tekið að sér Fegurðarsamkeppni íslands nú séu hæfir menn og eigi eftir að gera þetta vel. Mér þykir verst að keppnin skuli lenda í kosningaveseni. Árið 1977 var keppnin haldin á sjálfan kosninga- daginn og samt sem áður var troð- fullt hús. Ég er því ekkert smeykur með þessa keppni.” — Þarf ekki stúlka sem þátt tekur í slíkri keppni að kunna eitthvað fyrir sér í tungumálum? ,,Nei, fegurðarsamkeppni er hvorki tizkusýning né gáfnapróf. Þar ræður fegurðin úrslitum, þó fram- koman skipti að sjálfsögðu mjög miklu máli. Framkoma stúlkunnar getur riðið baggamuninn. Eg er hlynntur því að stúlkur taki þátt í svona keppnum því það getur gefið þeim ótal möguleika ef þær á annað borð kunni að notfæra sér þá. Fegurðarsamkeppni er stórviðburður og fyrst og fremst landkynning.” sagði Einar Jónsson að lokum maðurinn sem í þrjátíu ár hefur að meira eða minna leyti komið íslenzkri fegurð á framfæri. -EI,A. Saltað í9700 tunnur Síldarsöltun er senn lokið hér á Eski- firði. Alls var saltað í tæplega 9700 tunnur. í fyrra var saltað í 12500 tunnur hérna. Hjá Friðþjófi hf. var saltað í rúmlega 5000 tunnur, hjá Auð- björgu hf. 3500 og Sæbergi hf 1100 tunnur. Hér hafa verið eftirlitsmenn frá Sildarútvegsnefnd að taka út síldina. Fer sú síld næstu daga á Póllands- markað. Nú er verið að landa úr Hólmanesinu 95 tonn af blönduðum fiski eftir 9 daga útivist. 630 tonn af loðnumjöli fóru fyrir helgina. Ekkert hefur farið af loðnulýs- inu. -Regína, Eskifirði/-ARH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.