Dagblaðið - 21.11.1979, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979.
WBIABID
frfálst, úháð dagblað
'Útgafandi: Dagblaðið hf.
Framkvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kdstjénsson.
RitstjómarfuRtrúi: Haukur Halgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsson.
Skrtfstofustjóri ritstjómar: Jóhannas Raykdal.
(þróttir: HaMur Sfcnonarson. Menning: Aðaktainn Ingótfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrfmur Páteson.
Blaðamann: Anna Bjamason, Ásgsir Tómaason, Atli Rúnar Haldórsson, Atii Stainarsson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stafánsdóttir, Elfn Afcertsdóttir, Gtesur Slgurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur
Geirsson, Siguröur Sverrisson.
Hönnun: Hilmer Karisson.
Ljósmyndir: Ami Péll Jóhannsson, Bjamielfur Bjamletfsson, Hörður VHhjélmsson, Regnar Th. Sig-
urðsson, Sveinn Þormóðsson.
Skrtfstofustjóri: óiafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þréinn Þorielfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Mér E. M. HaNdórsson.
Ritstjóm Sfðumúla 12. Afgraiðsla, éskrtftadeild, auglýsingar og skrtf stofur Þverhohi 11.
Aðabftni blaðsins er 27022 (10 Ifnur)
Setrífng og umbrot: Dagbiaðið hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: HUmir hf., Sfðumúia 12. Prentun:
Árvakur hf., Sketfunni 10.
Áskrtftarverð á mánuöi kr. 4000. Verð í lausasölu kr. 200 eftitakið.
Beintíæð
Hagstæð úrbót felst í þeirri ákvörðun
sjávarútvegsráðherra, að hlutur fisk-
vinnslunnar af lánum Fiskveiðasjóðs
verði stóraukinn. Þjóðin mun hagnast á
þeim breytingum, verði þær varanlegar,
þar sem miklu meiri arð má fá af fjár-
festingu i fiskvinnslu en fleiri fískiskip-
um. Til þessa hafa fiskiskipin haft algeran forgang.
Þess er að vænta, að ríkisstjórnir næstu ára muni
fylgja fram þeirri breytingu, sem nú hefur verið gerð.
Hingað til hefur Fiskveiðasjóður lánað nokkurn veg-
inn í hlutföllunum 10—30 af hundraði til fiskvinnslu
en 70—90 af hundraði til kaupa á fiskiskipum. Þetta
kerfi virðist stjórnvöldum undanfarinna ára hafa þótt
nokkuð gott, þótt sífellt yrði augljósara, að við höfum
fjárfest of mikið í fiskiskipum. Fiskiskipastóllinn er
orðinn alltof stór. Um það eru flestir á einu máli, en
menn greinir að sjálfsögðu á um, hversu mikið hann er
umfram þarfir. Sumir sérfróðir menn hafa talið, að
skipastóllinn væri jafnvel helmingi of stór.
Slíkar skoðanir mæta vaxandi skilningi, einnig
ýmissa útvegsmanna.
Menn vita, að hamla þarf gegn ofveiði, svo sem á
þorski og loðnu, með hörðum friðunaraðgerðum.
Flestir munu gera sér grein fyrir, að friðunaraðgerðir
háfa gengið of skammt til þessa en ekki of langt.
Hvaða vit hefur þá verið í því, að því fé, sem aflað er
í Fiskveiðasjóð og nýta átti til hagsbóta fyrir þjóðar-
heildina, skyldi hafa verið varið til fiskiskipa í hlutföll-
unum 70—90 af hundraði?
Á meðan þekkja menn, að útflutningstekjur okkar
má auka stórlega með frekari úrvinnslu og bættum
gæðum.
Nú er stefnt að því, að útlánahlutfallið verði strax á
næsta ári nokkuð jafnt milli fiskvinnslu og fiskiskipa.
í náinni framtíð, segir sjávarútvegsráðherra, má búast
við, að hlutfallið snúist alveg við, þannig að fisk-
vinnslan fái yfirgnæfandi meirihluta lánanna.
Nú á að lána til fjölbreyttari umbóta en áður og
lengja greiðslufrest lána.
Það hefur verið eftir öðru í þjóðfélaginu, að fisk-
vinnslan hefur verið afskipt í lánafyrirgreiðslu úr Fisk-
veiðasjóði.
Þjóðin getur ekki byggt á sjávarútvegi í sama mæli
og verið hefur, eigi lífskjör hér að batna á næstu árum.
Uppbygging iðnaðar hefur dregizt svo úr hömlu, að við
gjöldum seinagangsins nú þegar í verri kjörum.
Þótt hlutur sjávarútvegs af framleiðslu þjóðarinnar
ætti að minnka með því að aðrar greinar eflast, mun
sjávarútvegur áfram verða mjög mikilvæg grein, sem
ber að styðja á réttum sviðum. Tvímælalaust er fisk-
vinnslan sá þáttur sjávarútvegs, sem efla ber jafnframt
eflingu annars iðnaðar í landinu.
Þetta hafa stjórnvöld seint séð.
Höfundar frumvarps um bættan aðbúnað á vinnu-
stöðum, sem flutt var á siðasta þingi en síðan svæft
fyrir dugleysi stjórnmálamanna, bentu á, að aðbúnað-
ur starfsfólks í helztu framleiðslugreinum þjóðarinnar
er mjög víða langt fyrir neðan það, sem telja má mönn-
um bjóðandi.
Væntanlega mun talsverður hluti hins nýja fjár-
magns, sem fiskiðnaðurinn fær, nýttur til að bæta að-
búnað á vinnustað.
Jafnframt fæst betri meðferð á framleiðslunni, sem
getur mætt sívaxandi gæðakröfum þeirra þjóða, sem
kaupa af okkur vöruna.
Ekki var seinna vænna, að fiskvinnslan hlyti
stuðninginn beint í æð.
„Það verður að
lækka laun f ram-
leiðslustéttanna”
Þessi demantur er ekki fyrir neina venjulega kaupendur. Þetta er Hope-demantunnn, sem er frægur viða um beim, vegur
45,5 karðt og er i eigu Smithsonian-stofnunarinnar f Washington i Bandaríkjunum. Enginn fæst til að gizka á verðgildi hans
ef 4 frjáisum markaði væri.
Demantar nýjasta
vopniðgegn ,
verðbólgunni
Peningarnir lækka stöðugt í verði
og ekki aðeins hér í landi verðbólgu-
sérfræðinganna heldur líka úti í hin-
um stóra heimi. Hafa margir af þessu
miklar áhyggjur eins og eðlilegt er.
Þeir sem vilja leggja fyrir, hvort sem
er i litlum eða miklum mæli, telja sér
ekki fært að geyma fé sitt í formi
peninga eða bankainnistæðna.
Nú sem oftar er gripið til þess ráðs
að kaupa gull, þennan nánast gagns-
lausa málm sem þó er og hefur verið
svo verðmætur vegna þess hve lítið er
til af honum. Sagt er að guliæðið í
heiminum nálgist nú jafnvel það sem
var á timum gullnámsins í villta vestr-
inu eða í Alaska fyrir nærri þvi einni
öld. Munurinn er aðeins sá að nú á
tímum kaupa menn gullið á alþjóð-
legum mörkuðum í stað þess að grafa
það úr jörðu í óbyggðunum.
Gullið er ekki eitt um hituna nú
fremur en endranær. Aðrir dýrir
málmar og þá ekki síður steinar eru í
háu verði, eins og til dæmis dem-
antar. Mikil hreyfing er í demanta-
viðskiptum um þessar mundir og í sí-
vaxandi mæli eru demantar að verða
sú trygging sem fólk af öllum stéttum
og þjóðernum leitar í gegn verðbólg-
unni.
Evrópumenn, Japanir, arabar og
Ameríkanar, allir eru æstir í demant-
ana. Hér ýtir undir bæði áðurnefnd
verðbólga og svo einnig pólitísk
þróun i heiminum. Þegar ríki er á
fallandi fæti og jafnvel verið að
sparka ríkjandi þjóðhöfðingja kemst
oft mikil hreyfing á viðskipti með
dýra steina. Auðvitað er það misjafnt
eftir því hve viðkomandi ríki eru
auðug og þá valdhafarnir þar.
Er slikt ástand ríkir komast gjarn-
an nokkrir demantar á markaðinn,
annaðhvort opinberlega eða undir
borðið.
Þannig var það líka þegar shahinn
af íran varð að yfirgefa páfugls-
hásætið. Áður en það varð voru dem-
antakaupmenn og aðrir áhugamenn
komnir í startholurnar og viðbúnir
öllu. Öllum var kunnugt um að keis-
arinn og fjölskylda hans áttu ógrynni
af dýrmætum demöntum.
Svo fór sem sérfræðingar spáðu,
keisarinn féll og sá sér þann kost
vænstan að selja mikið magn dem-
anta. Þeir voru boðnir dl kaups í
Sviss. Það voru steinar frá einu
karati og þaðan af hærra. Þeir
hrepptu hnossið sem snarastir voru í
snúningum og höfðu mesta fjár-
magnið. Hverjir voru það? Auðvitað
arabarnir með allan olíugróðann.
Annars eru það Bandaríkjamenn
sem að sögn eru ákafastir. demanta-
kaupenda. Þar er meira að segja
hægt nú orðið að kaupa þá póst-
leiðis. Heildarkaup hafa meira en tí-
faldazt síðan 1970. Þá var salan um
það bil 700 milljónir dollara en er nú
að sögn ekki minni en tíu milljarðar
dollaraáári.
Árið 1975 kostaði eins karats dem-
antur jafnvirði um það bil 1,4
milljóna íslenzkra króna. Nú mun
verðið vera komið upp í 2,3 til 3,5
fyrir karatið.
Nú þegar haustnætur gengu í garð
boðuðu tvær andstæðar fylkingar til
þinghalda.
Atvinnurekendur í höfuðstöðvum
sínum hér fyrir sunnan, en Verka-
mannasambandið för norður til
Akureyrar og þingaði þar. Ólík voru
sjónarmið þessara fylkinga, annars-
vegar hámarksgróði atvinnurekenda,,
hinsvegar lífsafkoma verkafólks.
Reiknimeistararnir úr palesandernum
við Garðastræti fluttu alþjóð ennþá
einu sinni boðskap atvinnurekenda.
„Undirstöðuatvinnuvegir þjóðar-
innar þola ekki þetta háa kaup.”
Hinn sígildi 3. taxti Dagsbrúnar
hljóðar upp á 212.931 á mánuði, nú
ef fólk er svo heppið að vera búið að
vinna í fjögur ár, er þessi taxti
kominn í 219.862 á mánuði, hærra
kemst hann ekki.
Þetta er kaupið, sem atvinnurek-
endur og forsvarsmenn þeirra telja
stafa af óraunhæfum, og jafnvel
nauðungarsamningum, sem atvinnu-
rekendur haft orðið að gera við
verkalýðshreyfinguna, og þetta sé
kaupið sem verði að lækka, helst með
því að afnema visitölu alveg, alla
vega nota hana til kjaraskerðingar.
Þeir ættu að prófa þessi laun á
sjálfum sér og fjölskyldum sínum.
Hver á að njóta
gróðans?
Þessi boðskapur er fluttur í sama
mund og fyrrverandi forsætisráð-
herra Ólafur Jóhannesson leggur
fram á Alþingi á síðustu dögum frá-
farandi rikisstjórnar skýrslu um
þjóðhagsáætlun samda af Þjóðhags-
stofnuninni, þar sem hagur atvinnu-
veganna er rakinn.
Þar er sagt um sjávarútveg, aðal-
undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar:
Horfur eru á að sjávarvörufram-
leiðsla aukist um 5% á þessu ári.
Verðmæti sjávarvöruframleiðslu
verði 51% hærri en árið 1978.
Hver á að njóta þessa gróða?
Einvörðungu atvinnurekendur eða
þeir sem með vinnuafli sínu skapa
hann fyrst og fremst?
Þetta er það, sem tekist'er á um í