Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. ----------------------------------: BENT A NOKKRAR VILLUR FÉLAGS- HYGGJUMANNA Margar greinar birtast í blöðunum þessar vikurnar um stjórnmál, enda er kosningabarátta háð með þjóð- inni. Þær eru sumar fremur samdar af baráttugleði en skilningi og þekk- ingu, og í þessari grein ætla ég að benda á nokkrar villur, sem svo- nefndum félagshyggjumönnum eða „vinstri” mönnum hefur orðið á. Villur Þórarins Þórarinssonar Þórarinn Þórarinsson sagði um frjálshyggjuna (sem hann kallaði „markaðsstefnu”) í Tímanum 13. október: „Þetta er stefnan, sem leiddi á sínum tíma til heimskrepp- unnar miklu.” Þessi misskilningur Þórarins er mikill, en algengur. Heimskreppan varð að dómi hag- fræðinga eins og nóbelsverðlauna- hafans Miltons Friedmans vegna raða mistaka í hagstjórn, sem banda- rískir seðlabankastjórar frömdu. Hún varð með öðrum orðum vegna ríkisafskipta (því að seðlabanka- stjórar eru ríkisstarfsmenn), hún var ekki kreppa einkaframtaksins, heldur ríkisafskiptanna. Um þetta geta félagshyggjumenn lesið í bókunum The Great Contraction og Capitalism and Freedom eftir Fried- man. Þórarinn sagði einnig um frjáls- hyggjuna í sömu grein: „Því er haldið fram, að þessi stefna muni leiða til hjöðnunar á verðbólgunni, en hins vegar játað að hún muni leiða til atvinnuleysis, a.m.k. um skeið. Þar sem þessi stefna hefur verið reynd, hefur hún hvarvetna mistekizt. Stærsta tilraunin til að framkvæma hana hefur verið gerð í ísrael eftir að Begin komst til valda.” Þórarinn tók þannig undir þann söng, sem þjóðviljamenn hafa sungið siðasta árið. En sannleikurinn er sá, að israelsmenn nota alls ekki ráð frjálshyggjumanna, því að þeir prenta í sífellu peningaseðla, en um það eru frjálshyggjumenn sammála, að óhófleg aukning peningamagns valdi verðbólgu. Vandi ísraelsmanna er auðskýranlegur, þótt hann sé ekki auðleysanlegur: Þeir berjast við nágranna sína með litlum hvíldum án þess að hafa efni á þvi. Um verð- bólgu geta félagshyggjumenn lesið í —grein eftir dr. Þráin Eggertsson hag- fræðing í bókinni Uppreisn frjáls- hyggjunnar og í bókinni Inflation: Causes, Consequences, Cures eftir Friedman, nóbelsverðlaunahafann Friedrich A. Hayek og fleiri. Víllur Jóns Sigurðssonar Jón Sigurðsson sagði í grein í Tímanum 4.nóvember: „Flestir munu á einu máli um það erlendis að frjálslyndir umbótamenn hafi einna mest lært af kenningum breska hag- fræðingsins Keynes um það hvernig afstýra mætti hinum óskaplegu afleiðingum kapítalismans . . . Hefur Keynes almennt verið talinn faðir þeirra viðhorfa, sem'í þjóðfélagsmál- um eru gjarnan nefnd „sósíal- liberalismi”, eða frjálslynd félags- hyggja.” Þetta er bæði rangt og vill- andi. Þetta er rangt, því að John Maynard Keynes var frjálshyggju- maður. Um það geta félagshyggjumenn lesið í grein eftir Keynes í bókinni The Liberal Tradition from Fox to Keynes og í bréfi hans til Hayeks um hina kunnu bók Hayeks, The Road to Serfdom, en það bréf er birt í bók R. F. Harrods, The Life of John Maynard Keynes. Og þetta er vill- andi, því að þeim fræðimönnum fjölgar í sífellu, sem telja kenningu Keyness um kreppur ekki gilda. Þetta veit upplýstur almenningur á Vestur- löndum. Engin tilviljun er, að banda- ríska vikuritið Time birti fyrir nokkru teiknaða mynd af hag- fræðingum að velta styttu af Keynes af stalli. Um þetta geta félagshyggju- menn lesið i bæklingnum The Counter-Revolution in Monetary Theory eftir Friedman. Jón sagði í sömu grein um ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar 1934— 1939: „Það er árangur starfa þess- arar „ríkisstjórnar hinna vinnandi stétta” að vofu kreppunnar varð bægt frá fjölmörgum alþýðuheimil- um og grunnur var lagður að því þjóðfélagi sem við búum nú við.” Því fór fjarri. Leiða má sterk rök að því, að verk þeirrar ríkisstjórnar hafi verið að auka vandann með inn- flutningshöftum, rangri útlána- stefnu banka og öðrum ríkisaf- skiptum. Um þettageta félagshyggju- menn lesið í bókinni Orsökum erfið- leikanna í atvinnu- og gjaldeyrismál- um eftir dr. Benjamín Eiríksson hag- fræðing, sem var alls ekki frjáls- hyggjumaður, þegar hann samdi bókina 1938, en greindi vandann af mikilli skarpskyggni (þótt tillögur hans til lausnar honum væru ekki allar raunhæfar). Villur Sigurðar Gizurarsonar Sigurður Gizurarson sýslumaður sagði í grein í Dagblaðinu 2. nóvem- ber: „Hvað eru t.d. reglugerðir um friðun fiskimiða .annað en vísindaleg félagshyggja?” Þessi misskilningur Sigurðar er ntikill, en algengur. Hvers vegna verður að friða fiski- mið? Vegna þess að einhverjir sóa, nýta þau óhóflega. Og hvers vegna sóa þeir? Vegna þess að þeir neyðasí ekki til þess að greiða fullt verð fyrir að nýta þau. Og hvers vegna greiða þeir ekki fullt verð? Vegna þess að enginn á fiskimiðin. Með öðrum orðum er orsök sóunarinnar sú, að séreignarréttur gildir ekki á fiskimið- um. Sigurður skilur það ekki, að eins ntá takmarka nýtingu náttúruauð- linda með verðlagningu þeirra og skipulagningu. Og verðlagningin er hagkvæmari og friðsamlegri. Um þetta geta félagshyggjumenn lesið i grein eftir Jónas H. Haralz hag- fræðing i bæklingnum Þjóðhags- legum markmiðum og afkomu íslendinga. Sigurður sagði í sömu grein: „Frönsku frjálshyggjumennirnir (gaullistar og menn d’Estaings) hafa náð miklum efnahagsvexti með því að stýra fjárfestingu einkafram- taksins með mjúkri hcndi og harðri. Auðvitað er það félagsltyggja, sósía- lismi.” Þetta er rangt. Franska hag- kerfið hefur að vísu verið skipulagt rækilegar en viða annars staðar, en sá árangur, sem náðst hefur í Frakk- landi, er þrátt fyrir skipulagninguna, „Vanþekkingin er helzti bandamaður félagshyggjunnar... ” ii Kjallarinn Hannes H. Gissurarson en ekki vegna hennar, enda er rikis- stjórn Raymonds Barres i Frakklandi að reyna að draga úr rikisafskiptum og selja einstaklingum rikisfyrirtæki. Um þetta geta félagshyggjumenn lesið i bókinni Central Planning for the Market Economv eftir dr. Veru Lutz. Rætt sé af þekkingu Félagshyggjumönnum hefur orðið á margar fleiri villur þessar vikurnar, þótt ég bendi einungis á þessar. Miklu máli skiptir, að rætt sé af þekkingu á íslandi um þá kreppu, sem er á Vesturlöndum, enda er smá- þjóð hættara i henni en stórþjóð. Hugsandi menn gagnrýna alls staðar nteð rökum hugmyndir ríkisafskipta- sinna vegna þeirrar kreppu, verð- bólgu og atvinnuleysis, sem þær hafa valdið. Rikisafskiptastelnan er kreppustefnan. Undir þessa gagnrýni taka ekki einungis borgaralegir stjórnmálamenn, heldur einnig Helmuth Schmidt i Þýzkalandi, Bruno Kreisky í Austurriki og jafnvel James Callaghan i Bretlandi. Þetta skilja íslenzkir félagshyggjumcnn ekki, hcldur saka frjálshyggjumcnn um allt illt, ætla þeim skoðanir, sem þeir hafa ekki, líkja þeim jafnvel við harðstjóra í Chile. Mér kentur ekki i hug að svara þeim mcð illyrðum, enda held ég, að þeir hafi flestir sömu stjórnmálaskoðun 03 frjálshyggju- menn, en að þá skorti skilning og þekkingu. (Pöntunarþjónusta Félags frjálshyggjuntanna, pósthólfi 1334, 121 Reykjavík, útvegar þeim þau rit, sem ég hef nefnt, og önnur, ef jreir hafa áhuga á að bæta ur þcssu.) Van- þekkingin er bezti bandamaður félagshyggjunnar og hún verður hættuleg, þegar henr.i fylgir baráttu- gleði. Hannes H. Gissurarson kjarasamningum, og um þetta verður barist í næstu samningum verkalýðs- félaganna. Boðskapur hinna harðsviruðu forkólfa atvinnurekendavaldsins í Garðastræti trúi ég, að verði að engu hafður. Því verði með rökum vísað á bug, að verkalýðshreyfingin geri óraunhæfa samninga, sem sumir hafa talið nauðungarsamninga, sem atvinnurekendur hafi orðið að skrifa undir, og þurfi af þeim sökum jafn- vel ekki að standa við. Verkamanna- sambandið þingaði norður á Akur- eyri. Um þinghaldið sjálft mætti margt segja, sem verður látið liggja á milli hluta i bili. Þar var mikið fjallað um kjaramál og næstu samninga. Þar var haldið uppi launajöfnunarstefnu þeirri, sem markað hefur spor verka- lýðshreyfingarinnar, allt frá síðasta Alþýðusambandsþingi. Þessari launajöfnunarstefnu hefur því miður ekki verið fylgt af ýmsum öðrum hópum þjóðfélagsins. Það er alkunna, að þeir hæstlaunuðu hafa fengið miklar kauphækkanir í gegnum kjaradóma, sem þeir sitja sjálfir í, sem hæst tala um óraunhæfa nauðungarsamninga verkafólks gagnvart atvinnurekendum. Tímamarkandi samþykkt Á þessu þingi Verkamannasam- bandsins var gengið ennþá lengra í launajöfnunarátt. í ályktun um kjaramál er tekið á um, að verðbóta- kerfið skuli notast til launajöfnunar, þannig að á allt kaup verði greidd sama krónutala í verðbætur, hvort sem maðurinn hefur 220 þúsund á mánuði, helmingi meira, eða hvað annað sem hann hefur í kaup. Þetta er tímamarkandi samþykkt og sú merkilegasta og raunhæfasta í jafnlaunaátt sem fram hefur komið. Ef hægt verður að fylgja þessu eftir, er horfið frá prósentu- reikningnum að stórum hluta. Prósentureikningi sem snillingurinn Þórbergur Þórðarson sagði að hefði verið fundinn upp til að skemmta skrattanum. Þá verður horfið frá því, að þegar til dæmis landbúnaðarvörur hækka, skuli hálaunamaður, sem hefur keypt 5 lítra af mjólk á dag fyrir fjölskyldu sína, allt í einu geta keypt 25 lítra á dag, eða ef hann hefur keypt eitt kjötlæri í sunnudagsmatinn, þá geti hann keypt heilan skrokk fyrir sama vinnuframlag, meðan láglauna- maðurinn verður að minnka mjólkur- og kjötskammtinn, sem hann getur keypt fyrir sama vinnu- framlag og fyrir viðkomandi hækkun. Eða ef rafmagn, olía eða hitaveita ^hækkar, þá skuli hálaunamaðurinn geta farið að eyða meiri olíu, meira rafmagni eða hverju einu sem hefði hækkað eða hreinlega græða á verð- bótum, sem áttu aðeins að leiðrétta viðkomandi hækkun. Með þeirri leiðréttingu, að allir fengju sömu krónutölu til að mæta hækkunum á nauðsynjavörum, held ég að allt tal um mismunun á kaup- greiðslum til handa hinum mismun- andi launahópum i þjóðfélaginu myndi þagna og þetta væri veruleg tilraun til að halda niðri verðbólg- unni, hvað launin áhrærir. Með þess- ari samþykkt reynir verulega á það, Kjallárinn Bjarnf ríður Leósdóttir hvort eitthvað er að marka allt talið um forgangsrétt lægstu launanna. Með þessu yrði gengið inn á kaup- hækkun í gegnum verðbætur á lægstu launin og þeim yrði lyft í staðinn fyrir að moka í þá sem hæst launin hafa. Þetta yrði prófraun á siðferðisþrek launastéttanna í landinu. Ríkis- stjórnir hefðu síður möguleika á því að skerða svona verðbætur. Fólk skildi, að þær væru aðeins til þess að fólk gæti keypt nákvæmlega jafn- mikið af t.d. landbúnaðarvörum fyrir sama vinnuframlag, fyrir og eftir hækkanir, nema þeir sem væru á lægstu laununum. Þeirra hagur rýmk- aðist kannski örlítið, en ekkert í lík- ingu við þá skrúfu sem prósenta upp úr á öll laun veldur, í kannski 50% verðbólgu. Eflaust verður erfitt að ná sam- komulagi við aðrar stéttjr um að fara þessa leið. í sólstöðusamningunum 1977, sem svo oft er vitnað til og atvinnurek- endur með prófessora og aðra fræð- inga fyrir sér hafa talið óraunhæfa samninga, var krónutalan í heiðri höfð af verkalýðshreyfingarinnar hálfu, en atvinnurekendur heimtuðu alltaf sömu prósentu á öll laun. Eingöngu eftir þeirra kröfu varð seinni hluti samningstímabilsins þannig. Með því var auðvitað léttara þegar vísilalan yrði skert að lækka laun þeirra lægstlaunuðu. Fólksins í fram- leiðslustéttunum. Ábyrgasta lausnin í ólafslögunum var skýrt tekið á um það, eftir kröfu Framsóknar og Alþýðufiokks að vísitalan skyldi mæla í sömu prósentu uppúr. Frá Þjóðhagsstofnun hefur ævinlega komið sama ályktun. Hver man ekki kjaradóminn sem lyfti visitöluþakinu af flugmönnum, það var eingöngu sú kauphækkun, sem þeir fengu, þegar allt ætlaði um koll að keyra. í blóra við þessar hækkanir þeirra hæstlaun- uðu á síðan að lækka laun þeirra sem vinna að framleiðslugreinunum með því að skerða alla visitölu. Þessari þróun verður ekki snúið við með prósentureikningi, þar sem sarna prósentan er notuð á öll laun upp úr og niður úr. Hún gerir aðeins rikis- valdi auðveldara að vaða inn í kjara- samninga, skerða vísitöluna, sem auðvitað er fyrst og frcmst gert til að lækka laun framleiðslustéttanna. Það er ennþá i fullu gildi, sem orðrétt er haft eftir einum af framámönn'tm atvinnurekenda- valdsins. „Það verður að lækka laun fram- leiðslustéttanna”. Sú ályktun, sem gerð var á Verka- mannasambandsþinginu, var svo afdráttarlaus og afgerandi, að undan henni verður ekki vikist. Að um leið og það er viðurkennt, að ekki séu líkur á stórfelldum kjarabótum í komandi samningum, verði verðbæt- ur notaðar til launajöfnunnar. Sama krónutala í verðbætur handa öllum, háum sem lágum. Þetta er ábyrgasta lausnin í kjaramálum, þetta er ábyrgasta lausnin í efnahags- málum. Bjarnfriður Lcósdóttir, Akranesi y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.