Dagblaðið - 21.11.1979, Síða 19

Dagblaðið - 21.11.1979, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1979. 19 Nviar hfpkiw Ný skáldsaga: Sveindómur eftir EgilEgiisson Iðunn hcfur gefið út skáldsöguna Sveindóm eftir Egil Egilsson. Þetta er önnur bók höfundar. Fyrir tveim árum sendi hann frá sér skáldsöguna Karlmenn tveggja tíma. Höfundur er eðlisfræðingur að mennt og stundar nú kennslu við Háskólann. Um hina nýju skáldsögu segir meðal annars í for- lagskynningu: „Sveindómur er saga úr Reykjavík og lýsir lífi drengs á unglingsaldri, heima og í skólanum. Hver eru þau uppeldis- og þroskaskilyrði sem sam- félagið býr honum? Hvemig er heimilislífi háttað i streituþjökuðu samkeppnisþjóðfélagi? Hvernig snýst skólinn við þeim einstaklingum sem eiga örðugt með að aðlagast hegðunarkröfum hans, námi og námsefni, oft viðsfjarri þeim veruleika sem nemendur hrærast í? Sveindómur skiptist i tuttugu og níu kafla. Brian Pilkington gerði káputeikningu. Prentrún sf. prentaði bókina sem er 136 bls. Margaret T rudeau segir fró Út er komin á vegum Iðunnar bókin MARGARET ‘TRUDEAU: I hreinskilni sagL Rekur þar fyrrverandi ieiginkona Pierre Trudeau, áður forsætisráðherra Kanada og foringja Frjálslynda flokksins, lífshlaup sitt. Segir hún frá uppvaxtarárum sinum, lífi meöal hippa, tilhugalifi sínu og forsætisráðherrans, hjóna- bandi þeirra og embættisskyldum og ioks endalokum sambúðar þeirra. í kynningu bókarinnar segir svo meðal annars: „Vegna stöðu sinnar fór Margaret Trudeau í margar opinberar heimsóknir, kosningaferðalög, :veizlur hjá þjóðhöfðingjum og stjómmálamönnum. jEn formreglumar, öryggisráðstafanirnar, öll sýndar- mennskan lagði höft á frelsisþrá hennar sem henni fundust að lokum óbærileg.” Caroline Moorhead skráði frásögn Margaretar og skiptist hún i þrettán kafla, auk formála og eftirmála. Fjöldi mynda er í bókinni. Þýðinguna gerði Bima Ambjörnsdóttir, Prisma prentaði. Undir kalstjömu Sigurður A. Magnússon rithöfundur. Mál og menning hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Undir kalstjörnu, eftir Sigurð A. Magnússon. Undir- titill er Uppvaxtarsaga. Heiti bókarinnar er sótt til kvasðis eftir Þorstein frá Hamri. Undir kalstjörnu er veraldarsaga ungs drengs sem elzt; upp á kreppuárunum í fátækra- og jaðarhverfum Reykjavíkur, í Kleppsholti, við Suðurlandsbraut, i Laugardal, Laugarnesi, Pólunum við öskjuhlíð. Lýst er af mikilli nærfærni hvernig heimurinn verður til í vitund bams og foreldra hans og umhverfi sér lesandi bæði með næmum augum barnsins og með yfir- veguðum skilningi sögumanns á fullorðins aldri. í formála höfundar segir: „Þessi saga rekur atvik sem gerðust i reyndinni en getur þó ekki talist sannsöguleg vegna þess að hún endurvekur og umskapar löngu liðna atburði sam- kvæmt lögmálum sem eru ekki alténd virk í daglegu lífi. Þeir einstaklingar sem við sögu koma eiga sér flestir fyrirmyndir úr raunveruleikanum, þó öllum nöfnum sé breytt, en þær fyrirmyndir verða meðengu móti kallaðar til ábyrgðar á verkum eða viðhorfum sögupersónanna sem eru rissaðar upp að geðþótta höfundar. Hver sá lesandi sem þykist þekkja sjálfan sig eða aðra á blöðum bókarinnar gerir það á eigin ábyrgð.” Undir kalstjörnu er 256. bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. raðqnE, wr-M&p, jswsoirt'; Viö bíöum eftir jólum — Ný, íslenzk bamabók á bamaðri í þessari nýstárlegu bók Herdisar Egilsdóttur er hverj- ,um degi frá I.—24. desember ætlaður sérstakur kafli *með sögum, myndum, gátum og föndurverkefnum. Eins og nafnið bendir til er ætlazt til þess að bókin geti stytt börnum stundir meðan þau bíða eftir jólunum og hún er um leið jóladagatai. En hún getur að sjálfsögðu átt viö hvaða tíma ársins sem er og er tilvalin jóla- og tækifærisgjöf. Bókin er 95 blaðsíður i stóru broti, útgefandi lsa- foldarprentsmiðja hf. íslandsleiðangur Stanleys 1789 Fimmtudaginn 15. þessa mánaðar afhentu þeir Steindór Steindórsson frá Hlöðum og örlygur Hálf- danarson bókaútgefandi þeim dr. Finnboga Guö- mundssyni landsbókaverði og Þór Magnússyni þjóð- minjaverði fyrstu eintökin af einni vönduðustu og glæsilegustu bók sem Bókaútgáfan öm og örlygur 'hefur enn gefíð út, ferðabókinni Islandsleiöangur i Stanleys 1789 sem Steindór Steindórsson þýddi. í bók- j inni eru um eitt hundrað pennateikningar og tuttugu og þrjár litmyndir eftir vatnslitamyndum og oliumál- verkum. Þá fylgja bókinni tvær sérprentaðar litmynd- ■ ir, önnur frá Rauðarárvík við Reykjavík en hin frá bæjarhlaöi i grennd við Heklu. Þessar tvær sérprent- anir eru ætlaðar til innrömmunar. tslandsleiðangur Stanleys 1789 var annar í röðinni erlendra leiðangra hingað til lands. Hinn fyrsti var leiðangur Sir Joseph Banks 1772. Stanley var kunnugur Sir Joseph Banks og mun Banks hafa hvatt hann tii fararinnar. Stanley og félagar hans komu til íslands aö nýafstöðnum hörmungum móðuharðind- anna. Auk þess sem leiðangursmenn segja berum orðum í dagbókum sínum má lesa margt á milli linanna um hagi og ástand þjóðarinnar, einmitt þegar hún er að byrja aö rétta við eftir hinar miklu hörm- ungar, en engar aðrar lýsingar erlendra manna eru til frá þeim árum og raunar harla fátt frá allri 18. öldinni. Fylla dagbækurnar þvi i verulega cyðu, og allrar virðingar verðar, bæði fyrir fræðimenn og aðra sem áhuga hafa á sögu landsins. Ferðabókin er prýdd fjölda mynda sem fæstar hafa birzt áður á bók og er stórmikill menningarsögulegur fengur að þeim. Þrír leiðangursmanna geröu fjölda- margar teikningar hér á landi af landslagi, fólki og mannvirkjum og þegar þeir komu aftur til Englands voru fengnir tveir af fremstu málurum Breta til þess að gera vatnslitamyndir og oliumálverk eftir teikning- unum. Ferðabókin er i litprentaðri öskju. Það er ein af vatnslitámyndunum sem gerðar voru i Englandi og Lífsfletir j Það er ætíð vandasamt verk að skrifa ævisögu manna j þannig að vel fari. Rithöfundurinn þarf að búa yfir | hæfileikanum að geta sett sig inn í tilfinningalíf þess sem um er skrifað. Þetta hefur Birni Haraldssyni i tekizt mjög vel i ævisögu Árna Björnssonar tónskálds, 'nýrri bók frá Bókaforlagi Odds Bjömssonar sem ber nafniðLifsfletir. Árni Björnsson tónskáld er fæddur i Lóni í Keldu- hverfi 23. desember 1905. Strax í ajsku kom í Ijós að Árni var gasddur óvenjulegum tónlistarhæfileikum, og frá því hann man fyrst eftir sér hefur tónlistin átt hug hans ailan.Hann hefur samið mikinn fjöida tónverka, allt frá dægurlögum til klassískra verka. Árið 1952 varð Árni fyrir fólskulegri líkamsárás jsem olii því að hann gat ekki helgað sig tónlistar- ‘starfinu eins og hann hafði ætlað sér. En þrátt fyrir mikla sjúkdómserfiðleika semur hann ennþá tónverk. Bókin er 160 blaðsiður auk 32 myndasíðna, prentuð og bundin í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Káputeikningu gerði Guðbrandur Magnús- mmim' Mar AUGA Nálarauga Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út bókina I Náiarauga eftir Ken Follett. Nálarauga er stórkostlega spennandi njósnasaga úr siðustu heimsstyrjöld en jafnframt óvenjulegt ástar ævintýri. j Einkennisnafn njósnarans er Die Nadel. „Nálin" en aðalvopn hans er flugbeittur rýtingur. Hann er út valinn sendimaður Hitlers í Englandi, sérstakur hæfileika og gáfumaður sem fer sínar eigin leiðir og svifst einskis. Hann hefur haft aðsetur i London um margra ára skeið, og nú hefur hann komizt á snoðir um eitt mesta hernaðarleyndarmál stríðsáranna — og íef honum tekst að skýra yfirboðurum sínum i Þý/ka jlandi frá þvi, er innrás bandamanna á meginlandið Ifyrirfram dæmd til að mistakast. En leyniþjónusta Breta(M15) er á hælunum á Nálinni og cltinga leikurinner hafinn. Nálarauga hefur þegar verið kvikmynduð. Bókin er 308 blaðsiður, prentuð í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Hersteinn Pálsson þýddi bókina. sýnir kirkjuna i Skálholti, leiðangursmenn, tjöld þeirra og gesti. Bókaútgáfan hefur vandað til ferðabókarinnar sem mest hún mátti og er bókin hinn mesti kjörgripur. Verð hennar með söluskatti er kr. 39.650,00. Sam- hliða meginútgáfunni voru gefin út 89 eintök, tölusett og árituð. Af tæknilegum ástæðum mun forlagiö aðeins geta afgreitt rúmlega 1100 eintök af bókinni fyrir næstu áramót. rir jólin Ein? Tvær? Engin hola ■■■ í gærkvöldi voru hvorki meira né minna en 38 auglýsingar i sjónvarp- inu í tveimur auglýsingatímum. Það er þó ekkert hjá því sem verður, þegar nær dregur afmæli frelsarans. Nær allar auglýsingarnar í gærkvöldi voru tiltölulega nýjar af nálinni, utan ,,Ein? Tvær? Engin hola”. í guð- anna bænum takið þessa bölv . . . auglýsingu af skjánum! Þáskaut líka ein eldgömul auglýsing í svarthvítu upp kollinum, þegar Jóakim frændi fékk martröðina. Það eru bæði til verri og betri auglýsingar en sáust í gærkvöldi. Heima hjá mér reynum við smá Pollýönnuleik, þegar auglýs- ingarnar eru i algleymingi. Við eigum okkar uppáhaldsauglýsingar. Einum finnt Hitachi auglýsingin bezt, öðrum sú frá Sjóvá og enn einum emmess auglýsingin úr barnaafmæl- inu. Sú alversta er líklega auglýsingin þar sem maðurinn segir okkur að við- skiptavinirnir geti auðvitað valið sjálfir áklæðið á eitthvert hundljótt söfasett sem hann er búinn að bjóða landsmönnum upp á frá upphafi sjónvarpsins! Þegar nær dregur jól- um og auglýsingatimarnir geta farið upp í 10—15 mínútur, styttum við okkur stundir heima hjá mér með því að hafa smá getraun í gangi um hve margar auglýsingarnar verða. Hver má geta tvisvar í hvert sinn og borgar fyrir. í fyrra var gjaldið 20 kr. eða 40 kr. á mann. Líklega verður það 50 kall í ár. Sá sem getur rétt fær pott- inn. Þetta getur orðið spennandi ef heimilismenn eru ekki of getspakir. Potturinn komst einu sinni upp i 1300 kr.! Það er nú annars meiri franska út- salan sem sjónvarpsmenn hafa lent á. Guði sé lof að hún var ekki rússnesk eða finnsk. Að skaðlausu hefði mátt hafa morðmyndina á undan fluginu. Það er óþarfi að halda öllum lands- lýð vakandi fram undir miðnætti vegna fræðslumyndar, þótt hún væri svosemágæt. -A.Bj. J Þjónusta Þjónusta Fyllingarefni - Gróðurmold Heimkeyrt fyllingarefni og gróðurmold á hagstæðasta verði. Tökum að okkur jarðvegsskipti og húsgrunna. KAMBUR Hafnarbraut 10, Kóp., slmi 43922. Heimasími 81793 og 40086. — ER GEYMIRINN I OLAGI ? HLÖDUM ENDURBYGGJUM GEYMA Góft þjónusta • sanngjarnt verð 1 Kvöld og helgarþjónusta s 51271 -51030 RAFHIEDSIAN sf ALFASKEID 31 SÍMI 51027 Húseigendur - Húsbyggjendur Húsgagna- og byggingameistari getur bætt við sig verkefnum. Vinnum alla trésmiðavinnu, svo sem mótauppslátt, glerlsetningar, glugga- og hurðasmiði, innréttingar, klæðningar og milliveggi og annað sem tilheyrir byggingunni. Önnumst einnig raflögn, pipulögn og múrverk. Vönduð vinna, vanir fagmenn. Simi 82923. Geymið auglýsinguna.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.