Dagblaðið - 21.11.1979, Blaðsíða 28
Meint auðg-
unarbrot
Toyota-
bflaumboðsins
RannsóKnarlögregla ríkisins rann-
sakar nú meint auðgunarbrot
Toyota-bílaumboðsins i Kópavogi.
Rannsóknir hafa leitt í Ijós að mörg
undandarin ár hefur umboðið tekið
þinglýsingar- og stimpilgjald af veð-
skuldabréfum bifreiðakaupenda án
þess að þinglýsa eða stimpla bréfin.
Greiðslur af hverjum bíl vegna
þessa hafa numið 12—13 þúsundum
króna á þessu ári og nemur upp-
hæðin nokkrum milljónum króna
undanfarin ár, sem hafa runnið beint
til umboðsins. -JH.
Allt ísóma við Kröflu:
Engir skjálft-
ar,engirfram-
bjóðendur
Allt er í friöi og spekt á Kröflu-
svæðinu, 3ja daginn í röð. í nótt
mældust aðeins 3 mjög veikir jarð-
skjálftakippir.
„Það er ómögulegt að segja hvað
þessi rólegheit boða,” sagði Eysteinn
Tryggvason á skjálftavaktinni i
morgun. „Svona ástand í stuttan
tima heföi áður boðað nýja umbrota-
hrinu. En nú hafa rólegheitin staöið
lengur en dæmi eru til áður.”
„Nei, þaö hefur ekkert breytzt
með gufuna hjá okkur eftir að um fór
að hægjast,” sagði Gunnar Ingi
Gunnarsson, staðarverkfræðingur i
Kröfluvirkjun, i rnorgun.
„Við erum ánægðir ef gufan
minnkar ekki, en hitt væri auðvitað
vel þegiö að við fengjum meira af
gufunni.”
,,Hér er allt í sómanum, veður er
gott og við biðum bara eftir kosning-
um,” sagði Gunnar Ingi. „Við erum'
orðnir dálítið leiðir á stjórnmála-
mönnum, enda er það á þcirra
ábyrgð að hér hefur ekkert verið gert
síðan 1976. Nei, þeir hafa ekkert látið
sjá sig hér, frambjóöendurnir. Ætli
þeir séuekki feimnir?!”
-ARH
uu-myna: tiorour.
„Óvitar”:
Fullorðnir leika böm og öfugt
Þœr biðu „slns tlma”, amman og frœnkan, l Þjáðleikhúsinu I gœrdag, þar sem fram fór œfing á nýju bamaleikriti eftir
Guðrúnu Helgadóttur. Leikritið heitir Óvitar og vérður frumsýnt á laugardaginn kl. þrjú. Þar leika böm fullorðið fólk og
fuUorðna fðlkið leikur böm. Það er kannski I stll við pólitlkina þessa dagana....
Soffanías og Bjöm áfrýja til Hæstaréttar:
Okkar vöm ekki
tekin til greina
dómurinn
ákveðinn
fyrirfram
„Ég og lögfræðingur minn erum
nú búnir að sannprófa að okkar vörn
var ekkert tekin til greina og að
dómurinn hefur verið útbúinn áður
en dómarinn kom og réttarhöldin
hófust. Því höfum við nú ákveðið að
áfrýja málinu til Hæstaréttar og
krefjast nánari rannsóknar,” sagði
Soffanías Cecilsson í Grundarfirði,
sem í fyrradag var dæmdur til fjár-
sekta fyrir skelfiskveiði og vinnslu án
leyfa.
„Til þess að sannprófa okkar
framburð í réttinum hefði dómarinn
þurft að yfirheyra þá menn í sjávar-
útvegsráðuneytinu, sem ég og lög-
fræðingur minn höfum talað við. Til
þe's hafði dómarinn engan tíma á
milli réttarhaldsins og dómsupp-
kvaðningar,” sagði Soffanías.
Soffanías sagðist ekki ætla að láta
bát sinn róa meira á skelfisk að sinni,
enda væri kvótinn í Breiðafirði brátt
uppurinn. Hins vegar sagðist hann
ætla að sækja um skelfiskleyfi og
vinnsluleyfi næstu daga og ætti hann
von á að geta hafið skelveiði eftir
áramótin. „Annars bíð ég nú eftir
þessu rækjuleyfi sem Kjartan ráð-
herra og hreppsnefndin hér eru að
lofa mér og ætla að skoða þann
möguleika þegar þar að kemur,”
sagði hann að lokum.
-GS.
Flokkakynning í sjónvavpi í gærkvöld:
Minnihlutastiómir næst?
íhuga verður alvarlega hvort ekki
ætti að prófa timabil minnihluta-
stjórna hér á landi eftir kosningar,
eins og tíðkazt hefur á ýmsum öðrum
Norðurlöndum, sagði Kjartan
Jóhannsson (A) i kosningaþætti sjón-
varpsins. Hann taldi, að vel mætti,
vera að meiri árangur yrði af slíkum
minnihlutastjómum en hefði verið af
meirihlutastjómum að undanförnu.
Fulltrúar Alþýðubandalags og
Alþýðuflokks sátu fyrir svörum i
þættinum í gærkvöld.
Hjá alþýðuflokksmönnum kom
fram að Vilmundur Gylfason dóms-
málaráðherra ynni að hugmyndum
um sérstakan skattadómstól og hefði
veitt því máli forgang.
Ragnar Amalds (AB) sagði
Magnús H. Magnússon ráðherra
ranglega eigna sér „félagsmálapakk-
ann”. Alþýðubandalagsmenn í ASÍ
hefðu undirbúið flest þau mál og
Magnús oftast aðeins átt eftir að
skrifa undir. Ragnar kvaðst sem
samgönguráðherra hafa gert það sem
til stóð varöandi „félagsmálapakka”
sjómanna. Aðeins hefði verið eftir
eitt mál, lögskráning á fiskiskip.
Svavar Gestsson (AB) kvað
alþýðuflokksmenn hafa hlaupið frá
góðum málum, sem ríkisstjórnar-
flokkarnir hefðu ætlað að koma
fram, svo sem úrbætur í húsnæðis-
lánakerfinu og verðtryggðan lífeyris-
sjóð fyrir alla landsmenn. Mesti
vandinn 1 vinstri stjórninni hefði
verið að Framsóknarforystan hefði
verið í sárum eftir kosningaósigur og
átt erfitt með að standa að sam-
starfinu með heilindum. Hún hefði
alltaf verið að reyna að sannfæra
alþýðubandalagsmenn um að
kaupránsstefna stjórnar Framsókn-
ar- og Sjálfstæðisflokks hefði verið
rétt.
Kjartan Jóhannsson sagði, að
„framsóknaráratugurinn” hefði
einkennzt af bráðabirgðalausnum.
Hann taldi hugmyndir sjálfstæðis-
manna um 35 milljarða niðurskurð
rikisútgjalda vera yfirboð. Jón
Baldvin Hannibalsson (A) sagði, að
þjóðin hefði tapað 400 milljörðum á
verðbólgunni eða 2 milljónum á
mann, sem komið hefði fram í verri
kjörum.
-HH
frjúlst, úháð dagbJað
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓV. 1979.
Missti fót við
ökkla í
vinnuslysi
í gærdag féll stálhurð á birgða-
geymslu varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli á fót manns sem þar starfar. Hafði
maðurinn runnið til í bleytu er verið var
að loka dyrum birgðageymslunnar.
Níðþung hurð lenti á rist mannsins og
mölbraut fótinn. Maðurinn var þegar
fluttur i sjúkrahús flugvallarins og
síðan til Reykjavíkur. Þar var fótur
hans tekinn af við ökkla. Hinn slasaði
er búsettur í Njarðvík og er um fertugt.
-A.St.
Femtáslysadeild
eftirárekstur
Hörkuárekstur varð á veginum á
Bæjarhálsi á mótum Bæjarbrautar í
Árbæjarhverfi í gær kl. 13.50. Bíl var
ekið af Bæjarbrautinni rakleitt inn á
Suðurlandsveginn og á bil sem þar fór
um. í bílnum sem ekið var á var tvennt
fullorðið og tvö börn. Skrámuðust þau
öll eitthvað en ekki alvarlega. Öku-
maður hins bílsins var ómeiddur. Bíl-
arnir voru stórskemmdir.
-A.St.
Umferðarslys
íKópavogi
Ekið var á 55 ára gamlan fótgang-
andi vegfaranda á Digranesvegi í Kópa-
vogi í morgun. Meiddist hann nokkuð
en ekki lífshættulega.
Þá varð i gær hörkuárekstur á
Digranesbrúnni yfir gjána. Engin
meiðsl urðu á fólki en tveir utanbæjar-
bílar eru mjög illa leiknir eftir. -A.St.
Fleiri skoðanakannanir
á Akureyri:
Kratarefstir
HjáPóstiogsfma
Enn berast fréttir af skoðanakönn-
unum um fylgi stjórnmálaflokkanna á
Akureyri.
Á skrifstofu Slippstöðvarinnar tóku
23 þátt í könnun. Úrslit urðu sem hér
segir:
Alþýðuflokkur 1 atkvæði
Framsóknarflokkur 1 atkvæði
Sjálfstæðisflokkur 7 atkvæði
Alþýðubandalag 4 atkvæði
Sólness-listinn 4 atkvæði.
Auðir seðlar 6.
Starfsmenn Pósts og síma í Hafnar-
strætinu stóðu að annarri könnun. 75
manns tóku þátt í henni.
Alþýðuflokkur 14atkvæði
Framsóknarflokkur 9 atkvæði
Sjálfstæðisflokkur lOatkvæði
Alþýðubandalag 13 atkvæði
Sólness-listinn 13 atkvæði.
Auðir og ógildir seðlar 16.
42af54 starfsmönnum hjá Bifreiða-
stjórafélaginu Stefni tóku þátt i
könnun. Úrslit urðu:
Alþýðuflokkur 7 atkvæði
Framsóknarflokkur lOatkvæði
Sjálfstæðisflokkur 5 atkvæði
Alþýðubandalag 3 atkvæði
Sólness-listinn 12atkvæði.
Auðir seðlar voru 3 og ógildir 2.
-ARH