Dagblaðið - 11.12.1979, Page 3

Dagblaðið - 11.12.1979, Page 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. 3 \ Drungi þjódlífsins speglast i sjónvarpi Grandvar skrifar: Þaö fer ekki á milli mála að smám saman er aö færast mikill og varanlegur drungi yfir allt þjóðlíf í landinu. Þetta hefur ágerzt síðustu mánuði. Allt ber þess vitni. Vantrú fólks á þvi að hægt sé að komast fyrir efna- hagsvandann, landflótti ungs fólks í meiri mæli en fólk veit af og umræður í opinberu fjölmiðlunum beinast inn á neikvæðar brautir. Þótt íslenzka sjónvarpið hafi af og til fengið nýja starfskrafta, sbr. stöðuveitinguna í lista- og skemmti- deild, er ekki um neinar umtalsverðar breytingar að ræða enda fá engir ráðið hjá þessum opinberu fjöl- miðlum aðrir en hinir flokkspólitísku „kommissarar” og nú eru þeir rauðir og einangrunarsinnar i þokkabót. Tökum t.d. bókmenntakynningu Vöku miðvikud. 5. des., þar sem fjallað var um bækur, sem eru nýút- komnar. Hvað var þar að heyra? Einungis eymdin uppmáiuð. íslenzkir höfundar skrifa um volæði, drykkjusýki, utangarðsmenn, persónuleg eða upplogin kynni af eiturlyfjum og flækingi! Hvílíkar bókmenntir hjá bókmenntaþjóðinni! Er þetta uppistaðan í nútíma rit- höfundum íslenzkum? Ekki furða þótt þessi kver seljist ekki! En aðstöðuna vilja þeir hafa. Það er ekki búið nógu vel að íslenzkum rithöfundum! Og sem betur fer er það ekki gert. í sjónvarpi er afþreyingarefni svo til horfið og í stað þess endur- speglast drungi hins íslenzka þjóðlífs í umræðum, kastljósum, heimshorn- um og fréttaskýringum. Kvikmyndir um lífsbaráttusögur eru sigildar. Á föstudagskvöldum eða laugardagskvöldum er fólki boðið upp á verkalýðsmyndir og þær taldar fullgóðar í lýðinn ef einn leikarinn er nafnkunnur og þegar bezt lætur ára- tuga gamlar myndir úr löngu horfnum heimi, eins og t.d. Gög og Gokke — mynd sem sýnd var eitt laugardagskvöldið! Raddir lesenda Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Um sigur Framsóknar- flokksins Þórarinn Jónsson hringdi: Ég held að hinn mikla kosningasigur Framsóknarflokksins megi rekja til búvöruhækkananna í haust auk þess sem þeir voru búnir að undirbúa nýja 13% búvöruhækkun. Ég er því ekki hissa á því að sveita- karlarnir hafi kosið Framsóknar- flokkinn. Ég held annars að Dag- blaðið ætti að gera skoðanakönnun á því hvað hafi valdið þessum mikla sigri flokksins. Hann er ekki „normal” miðað við afrek flokksins i þessari ríkisstjórn sem svo stutt sat við völd. Persónuleiki framsóknar- manna er heldur ekki slíkur að skýringarinnar sé að leita þar. Og enn á þetta eftir að versna þegar fólkinu hefur verið talin trú um að þetta eigi að vera svona. Og ef þetta er endurtekið nógu oft mun fólk sætta sig við þetta. Með tilkomu vinstri stjórnarinnar síðustu og nú þeirrar væntanlegu mun drunginn leggjast af heljarafli yFir íslenzkt þjóðlíf og verða að lokum allsráðandi, líkt og gerist í Austur-Evrópu. Fólk sem hefur dvalizt í Vestur- Evrópu eða Bandaríkjunum og kemur heim eftir nokkurn tíma, og hann ekki langan, sér hvernig þjóðlíf hér er að færast í ömurlegt horf, þar sem fólk uggir ekki að sér fyrr en öllu hefur verið lokaö. „Með tilkomu vinstri stjórnarinnar sióustu og nú þeirrar væntanlegu mun drunginn leggjast af heljarafli yflr fslenzkt þjóðlif og verða að lokum alls ráðandi, likt og gerist I Austur-Evrópu,” segir bréfritari. Taf^arið Geföu honum BULLWORKER LÍKAMSRÆKTUNARTÆKIÐ ijolagjof Þetta er tækið sem hann hefur lengi hafit í huga að eignast og yrði þess vegna kærkomin jólagjöfi Svo getur þú sjálf séð árangurinn eftir t.d. 14 daga þjálfun — beinni í baki — vöðvastœltari — lífsglaðari. Einnig styrkja æfingarnar bœði lungu og hjarta, draga úr tauga- spennu og gefa honum aukið þol við vinnu, nám og íþrótta- iðkanir. Bullworker er mest selda líkamsræktunartœkið / heimi, milljónir manna um allan heim dásama það og þakka þann dag þegar þeir hófu reglubundnar æfingar með Bullworker tœkinu. Ef viðtakandi Buiiworker tækisins er ekki fullkomlega ánægður með tækið eftir 14 daga þjáifun má hann skiía tækinu og fá endurgreiðsiu. LÍKAMS RÆKT ER ÖLLUM NAUÐSYNLEG í NÚTÍMA- ÞJÓÐFÉLAGI 14 daga ski/atrygging • Sendu atktippinglnn sam boiðni um nénarí upptýsingar án skuldbindingar EDA sam pöntun gagn póstkrö/u mað 14 daga skilarétti frá móttöku tmkisins. • Sendió mór: O Upptýsingar □.... stk. Bullworker Nafn HeimiUsfang.............Póstnúmer......... Póstverziunin HE/MA VAL Pósthólf39,202 Kópavogi. Pöntunarsími 44440 T( .-. ...^ Spurning Hlakkar þú til jólanna? Tryggvi Reynisson, 3 ára: Ég hlakka al- veg svaka milið til þvi þá fæ ég pakka og jólasveinarnir koma. É.í vil mest al' öllu fá sprengjubil og kapp.rkstursbil. Atli Rúnarsson, 3 ára: Já há. ég hlakka' sko til. Mig langar að fá rafmagasbraui og svona bíl eins og er alltaf i sjónvarp- inu og líka bilabraut. Grímur Hákonarson, 3 ára: Já, ég hlakka til. Þá fæ ég að sjá jólasveininn og svo fær maður fullt af pökkum og nammi og svoleiöis. Éghugsa ,ð ég fái bil. Hjalti Andrason, 3 ára: Já, ég hlakka til. Það er svo gaman að fá pakka. Ég ætla að fá alla bílana tem alltaf cru í sjónvarpinu, alveg fullt, fullt af bilum. Jakob Már Asmundsson, 4 ára: Ég vcit alveg af hverju jólin eiu. Þau eru af þvi að Jesúbarnið á afmæli. Þá fær maður lika pakka og kökur og góðan mat og lika fullt af nammi i skóinn og allt mögulegt. Árný Árnadóttir, 4 ára: Já, og ég ælla ,að fá stóran vörubil. Ekki dúkku? Nei, ég á svo margar dúkkur. Ég á fimm dúkkur, ég vil bara fá bila.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.