Dagblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþrótt Ekkert leynd- armál lengur Skagamenn fengu 1,5 milljónir fyrir Karl Þórðarson Mjög treglega hefur gengifl að fá upplýsingar um hversu mikið þau islenzku félög, sem „selt” hafa leikmenn til útlanda, hafa fengið 1 sinn vasa. Hefur ekkert verið gefið upp I þessum málum en I skýrslu íþrótta- bandalags Akraness, sem okkur barst I hendur fyrir skömmu, eru birtir allir reikningar hinna einstöku ráða innan bandalagsins. í reikningum knatt- spyrnuráðs kemur skýrt og greinilega fram að ÍA hefur fengið kr. 1,508,160 — 1,5 milljón — fyrir Karl Þórðarson frá belgiska félaginu La Louviere. Þetta er nokkuð sem ekki hefur komifl fram skýrt áður. Fram til þessa hefur mikil leynd rikt yfir öllum slíkum greiðslum og félögin ekkert geftð upp. Skagamenn brjóta hins vegar isinn alveg kaldir og setja þetta í reikninga sína. I sömu reikningum kemur fram að hagnaður af heimsókn Feyenoord nam um 5,5 milljónum króna! Skagamenn ekki á flæðiskeri staddir með peninga. Velta knattspyrnuráðsins nam 56,7 milljónum fyrir árið 1979 og hagnaður um 2,8 milljónir. Þetta er vafalítið langstærsta ár þeirra Skagamanna hingað til, en tölur jíessar sýna að það eru engir smáaurar sem renna orðið í gegnum íþróttahreyfinguna. Á þingi íþróttabandalags Akraness/ sem var hið 35. í röðinni, var Þröstur Stefánsson endurkjörinn formaður ÍA við mikinn fögnuð. Tæplega 50 manns sátu þingið og var ákveðið að skora á bæjaryfirvöld á Akranesi að hefja nú þegar byggingu löglegrar sundlaugar Sundlaugin á Akranesi er aðeins 12,5 metrar á lengd. Framtíð Keegan óráðin Kevin Keegan hefur enn ekki gert upp hug sinn varðandi áframhaldandi samning hjá Hamburger Sport Verein eða hvort hann heldur frá Þýzkalandi að keppnistímabilinu loknu I vor. Keegan hefur fengið tilboð frá Kuwait og svo hefur New York Cosmos verið á höttunum á eftir honum lengi og boðið honum gull og græna skóga. Ron Greenwood er búinn að lýsa því yfir að fari Keegan til Kuwait sé hann þar með búinn að fyrirgera landsliössæti sínu. Keegan lét hafa eftir sér, er hann heyrði þessi ummæli Grrenwood, að hann hefði engan áhuga á að leika með landsliðinu. Síðar dró hann þó ummæli sin til baka og óiiklegt þykir að hann taki tilboðinu frá Kuwait, þótt það hljófli upp á milljón punda árslaun. Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar verður í kvöld kl. 20.00 i félags- heimilinu við Sæviðarsund. Venjuleg aðalfundarstörf. erum ifid komin med fukt hús af/óla- skrauti ogjólapappir sem enginn annar ermeó. E/m/G: Dúkar Servíettur Bönd Slaufur Merkimiðar Kort Kerti, spil Leikföng WMHÚSIO Laugavegi 178 — Sími 86780 (nœsta hús við Sjónvarpið) Haukur hefur nú dregið sig úr landsliðinu og mun ekki verða m Haukur Jóhannsson er hér á fuilri ferð i keppni erlendis fyrir nokkrum árum. Er Skíðasambandið f ram af stökkpallir Fyrr i haust sagði Björn Þór Ólafsson, hinn kunni skiðakappi frá Ólafsfiröi, upp störfum, sem þjálfari hjá Skiðasambandi íslands vegna óánægju. Uppsögn Björns hafði vofað yfir lengi og ætlaði hann að láta af störfum sl. vetur. Fyrir miklar for- tölur fékkst hann þó til að vera áfram þjálfari hjá sambandinu en sagði starfi sinu lausu i haust. Aðalástæðan mun hafa verið sú að Birni fannst norrænu greinunum ekki vera gert nógu hátt undir höfði. Eftir þetta lægði öldurnar nokkuð en nú er annað og.alvarlegra mál komið upp. Mikillar óánægju gætir nú hjá skiða- mönnum viða um land vegna vals og undir- búnings íslenzka skiðalandsliðsins fyrir vetrarólympiuleikana, sem fram fara í Lake Placid i Bandaríkjunum í febrúar. íslenzka landsliðið fór i haust i æfinga- búðir til Ítalíu, og nú, sem stendur, er landsliðið i æfingaferð i Noregi og Svi- þjóð, eins og kom fram i viðtali við Sæmund Óskarsson, formann Skíðasam- bands íslands, í sjónvarpinu i gærkvöld. Sæmundur gat þess i gærkvöld að þeir Haukur Jóhannsson og Kari Frímannsson, báðir frá Akureyri, hefðu ekki farið utan með landsliðinu en ekki var gefin nánari skýring. Það vekur alltaf athygli þegar menn draga sig út úr landsliðsundirbúningi og DB sneri sér þvi i gærkvöld til Hauks Jóhannssonar á Akureyri og spurðist fyrír um hvers vegna hann hefði ekki farið utan með landsliðinu. „Þetta er fyrst og fremst peningaspurs- mál hjá mér. Þessi undirbúningur lands- liðsins fyrir ólympíuleikana hefði komiö til með aö kosta mig hátt í 1 1/2 millj. króna í beinum útgjöldum. Þar ofan á bætist vinnutap og annar tilfallandi kostnaður. Ég fékk engan styrk frá Skíðasambandinu og hreinlega sá mér ekki fært að fara. Ég hef fyrir fjölskyldu að sjá og þegar áhuga- mál manns er orðið svona kostnaðarsamt vaknar sú spurning hvort maður eigi að fórna öUu fyrir það. Hins vegar má geta þess að í samtaii við formann SKÍ kom það fram að et ég færi ekki í þessa ferð til Noregs og Svíþjóðar myndi það rýra möguleika mína mjög. Með öðrum orðum, ég varð að kaupa mig inn í landsliðið ef ég ætlaði mér sæti þar.” DB tókst ekki að ná tali af Karli Frimannssyni þar sem hann er nú við skíðaiökanir í Bandaríkjunum. „Karli fannst hann fá mun meira út úr Banda- ríkjaferðinni, en undirbúningi landliðsins og ákvað því að nota tækifærið,” sagði Haukur einnig. Dagblaðið hefur aflað sér upplýsinga um hvers vegna Haukur og Karl í rauninni ákváðu að fara ekki utan með landsliðinu. Þegar grennslazt var fyrir um ástæðurnar kom ýmislegt fleira I Ijós og virðist svo sem nokkuð víða sé pottur brotinn hjá Skíða- sambandinu eftir þeim heimildum, er DB aflaði sér. Þegar landsliðið fór til Ítalíu í haust var ákveðið að borga allan kostnað þeirra Sigurðar Jónssonar og Steinunnar Sæmundsdóttur. Björn Olgeirsson fékk einnig styrk sem mun hafa numið um helmingi kostnaðar. Aðrir keppendur voru ekki styrktir og á meðal þeirra voru bæði Haukur og Karl. Slík vinnubrögð vekja vissulega nokkra undrun en Skíðasam- bandið mun hafa borið miklum fjárskorti við. í sjálfu sér er ekkert við þá skýringu að athuga enda er SKÍ (Skíðasamband íslands) illa statt fjárhagslega, eins og flest önnur sérsambönd innan ÍSÍ. En hvers vegna þessi mismunun á keppendum? DB hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Húsvíkingar hafi beitt SKÍ ákveðn- um þrýstingi til þess að tryggja að sam- bandið styrkti Björn til Ítalíufararinnar. SKÍ gekkst fyrir útgáfu blaðs í haúst og voru Húsvíkingar manna ötulastir við að safna í það auglýsingum. Lætur nærri að þeir hafi safnað fyrir um hálfa milljón króna. Þegar i ljós kom að SKÍ ætlaði sér ekki að styrkja Björn til fararinnar, hótuðu Húsvíkingar að draga fjármagnið til baka. Það varð því úr að sambandið styrkti Björn. Óneitanlega nokkuð loðið. Skíðalandsliðið fór einnig í svipaða æfingaferð til Ítalíu í fyrrahaust. Sambandið borgaði þá allan kostnað keppenda. Ennfremur fékk sambandið styrk frá Rossignol skíðaverksmiðjunum auk þess sem keppendur fengu skíði frá fyrirtækinu. í haust brá hins vegar svo við aö Rossignol hvorki gaf skiði né styrkti Björn Þór Olafsson sagöi af sér I haust.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.