Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.12.1979, Qupperneq 13

Dagblaðið - 11.12.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I ;ð i undirbúningnum fyrir OL í Lake Placid. landsliðið. Vakti þetta talsverða undrun en engin skýring hefur verið gefin af hálfu SKÍ. Þá er mikil óánægja með að engar landsliðsæfingar skuli hafa verið haldnar i sumar. Eins og er er ótrúlegt annað en þeir Sigurður Jónsson og Björn Olgeirsson verði fulltrúar íslands á ólympíuleikunum. Báðir eru mjög hæfir skíðamenn. Hins vegar er það klúðurslegt hjá SKÍ að hafa ekki skipulagðar æfingar fyrir landsliðið í sumar. íslandi var boðið að senda 8 keppendur á vetrarólympíuleikana í Lake Placid í Bandaríkjunum, en ákvörðun hefur verið tekin um að senda 6. Finnst mönnum það undarlegt hjá SKÍ að nýta ekki þetta boð og senda fullskipað iið. Tveir göngumenn munu fara utan á ólympíuleikana, tvær konur og tveir karlar til keppni í alpa- greinunum. Eins og dæmið stendur nú eru þeir Sigurður og Björn næsta öruggir með sæti sín og svo Steinunn Sæmundsdóttir með annað kvennasætið. Hins vegar hefur SKÍ ekki treyst sér til að tilnefna aðra stúlku, hvernig svo sem á stendur. Flestir telja að Nanna Leifsdóttir standi næst auða sætinu en eitthvað virðist þessi á- kvörðun vefjast fyrir SKÍ. Um sæti göngumannanna er lítið vitað enn sem komið er en telja verður líklegt að annar ef ekki báðir verði fráÓlafsfirði. „Mér finnst eins og skíðasambandið hafi verið að draga okkar á asnaeyrunum allan timann,” sagði Haukur í gærkvöld. „Maður hefur það á tilfinningunni að landsliðið hafi fyrir löngu verið valið og þessi skrípaleikur sé aðeins hafður í frammi vegna almenningsálitsins. Ég vil taka það fram að ég tel þá Sigurð og Björn báða mjög hæfa skíðamenn, en mér finnst SKÍ engan veginn standa 'nógu hreint að vali landsliðsins ” -SSv. „Les allt upp til agna um enska boltann í blöðum” —segir Ingólfur Magnússon, sem vann 2,5 milljónir í Getraunum um helgina „Maður er náttúrlega ekki búinn að fi þessa peninga i hendumar ennþá en það er þægileg tilfinning að vita af þeim,” sagði Ingólfur Már Magnússon, 28 ára gamall Reykvikingur, er DB spjallaði við hann i gærkvöld. Ingólfur var svo heppinn að vinna rúmlega 2,5 milljónir i Getraunum um helgina og er það hæsti vinningur, sem einn maður hefur fengið hérlendis. Ingólfur var sá eini, sem hafði 12 rétta á seðli sínum en þar sem hann var kerfisseðill var hann með 11 rétta á 6 röðum að auki. Vinningsupphæðin fyrir 12 rétta var 2.425,100 krónur en fyrir 11 rétta fengust kr. 22.100. Alls fær Ingólfur því 2.558.100 krónur sem jólaglaðning. Ekki amalegt það! Auk Ingólfs kom fram 41 röð með 11 réttum. Forest kaupir StanBowles borgar fyrir hann 250.000 pund Nottingham Forest komst í gær- kvöldi að samkomulagi við Tommy Docherty, framkvæmdastjóra, um kaupverð á Stan Bowles. Forest er reiðubúið að borga fyrir kappann 250.000 sterlingspund og átti undirrit- un samnings að fara fram í dag. Aðeins átti eftir að ganga frá nokkrum smá- atriðum og svo þarf Bowles að gangast undir læknisskoðun. Það ætti varla að verða til trafala og að öllum likindum mun Bowles leika með Forest á laugar- dag gegn Middlesborough á City Ground. Kaupin á Bowles koma mjög á óvart þar sem hann er 31 árs gamall og af flestum talinn kominn yfir hátind ferils síns. Bowles hefur heldur róazt í seinni tíð en hér á árum áður sló hann jafnvel George Best við í hneykslismálum. Bowles hóf feril sinn hjá Manchester City en entist ekki lengi þar. Leið hans lá til Bury og þaðan til Crewe. Áfram hélt hann ferðinni og lék með Carlisle. Það var þar sem hann vakti fyrst veru- lega athygli og QPR keypti hann. Hann hefur leikið um 240 leiki með QPR og skoraði fjöldann allan af mörkum. Bowles hefur leikið 5 landsleiki fyrir England. Mörgum þykja það vafalítið undarleg skipti að selja Tony Wood- cock og kaupa Bowles en Brian Clough, framkvæmdastjóri Forest, hefur löngum þótt sérstakur og fer sínu fram. Manchester United hefur fengið til liðs við sig frægasta varnarmann Júgó- slava og liðið er einnig á höttunum eftir framlínumanni. Hefur United komið víða við i leit sinni og það nýjasta er að Brasilíumaðurinn Carlos Roberto D’Oliveira er efstur á óskalistanum. United mun reiðubúið að borga 650.000 pund fyrir kappann, sem leikur með Vasco da Gama í Ríó De Janeiro. Margir muna enn eftir Trevor Aylott — ungum strák sem skoraði sigurmark Chelsea í tveimur leikjum í röð haustið 1977. Það fyrra var gegn Bristol City í 1 —0 sigri og í næsta leik skoraði hann einnig eina markið í 1—0 sigri yfir Forest sem varð enskur meistari það keppnistímabil. Lítið hefur heyrzt af kappanum síðan en um daginn rákumst við á í ensku dagblaði að hann er kominn til Barnsley — undir stjórn Allan Clarke — og er búinn að gifta sig íþokkabót! Marius Tresor, miðvörðurinn sterki, mun ekki fara til Bayern Munchen eins og ráð var fyrir gert fyrir skemmstu. Bayern leitar nú með logandi ljósi að miðverði og telur sig hafa fundið einn góðan — Einar Aas — frá norska liðinu Moss. Aas þessi er landsliðs- maður og kvaðst ekki myndi hika við að taka tilboði frá Bayem ef það bærist. Skitt með ólympíuleikana sagði Aas en hann og félagar hans í norska landsliðinu komust í 16-liða úrslit á OL í Moskvu á næsta ári. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ingólfur vinnur í Getraunum. ,,Ég hef verið með í getraununum í nokkur ár og þetta er í fjórða skiptið, sem ég fæ vinning. Ég hef þó aldrei áður hlotið 1. vinning og upphæðirnar hafa ekki ver- ið neitt í samanburði við þetta. ” Ingólfur er mikill áhugamaður um ensku knattspyrnuna og á sín uppáhaldslið eins og flestir þeir, sem eitthvað fylgjast með knattspyrnunni í Englandi. „Liverpool og Arsenal eru mín uppáhaldslið og ég les allt upp til agna, sem skrifað er um ensku knatt- spyrnuna í dagblöðunum." Mikil aukning hefur orðið í haust á sölu getraunaseðla og hefur salan aukizt jafnt og þétt frá því í haust. Vinningsupphæðin var nú um 3,4 milljónir og það er ekki svo litil búbót að krækja í slíka summu því allir get- raunavinningar eru skattfrjálsir. Verð á hverri röð er aðeins kr. 50 og ættu menn þvi að freista gæfunnar fyrir jólin. Auk þess að eiga möguleika á stórum vinningi styrkja menn um leið íþróttahreyfinguna. -SS\. Þessa mynd af Ingólfi Má Magnússyni, konu hans og syni tók Sveinn Þormóðsson á heimili þeirra hjóna i gærkvöldi. Ingólfur var svo heppinn að vinna rúmlega 2,5 milljónir f Getraunum um helgina. Upphæðin kemur sér vel, þvi þau hjón voru nýlega búin að festa kaup á annarri fbúð, þar sem sú sem þau búa i nú var orðin of Iftil. AUSTURVERI HÁALEITISBRAUT 68 SÍMI 84445 40 ára reynsla GREIÐSLUKJÚR PÓSTSENDUM SJÓN ER SÖGU RÍKARI Kafflkönnur grillofnar Borðlampar margar gsrðir

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.