Dagblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. UÚFA LÍF OG JÓLA- SNJÓR SEUAST BEZT Hljómplötukaupmönnum víðs vegar um land ber saman um að jólavertíðin sé hafin. Eftir mikla ládeyðu um langt skeið tók fólk skyndilega að streyma í hljómplötuverzlanir seinni hlutann í síðustu viku. Sala var þokkalega góð á laugardag og sömu sögu var að segja um gærdaginn. Tvær íslenzkar hljómplötur virðast skera sig nokkuð úr hvað vinsældir snertir þessa dagana. Platan Ljúfa líf hefur verið með þeim söluhæstu und- anfarnar vikur og selst vel enn. Eina nýja jólaplatan sem kemur á markað- inn þetta árið hefur hvarvetna hlotið mjög góðar viðtökur. Hún nefnist Jólasnjór og er tvöföld. Verð hennar er aðeins 7800 krónur. Hún er ódýrari en margar einfaldar hljómplötur. Ein íslenzk hljómplata til viðbótar virðist vera að sækja í sig veðrið — aðallega úti á landi. Það er nýjasta plata hljómsveitarinnar Brimklóar, Sannar'dægurvísur. Af erlendum plötum virðast tvær plötur vera einna vinsælastar. Þær eru nýjasta Shadowsplatan String of Hits og The Wall með Pink Floyd. Aðrar sem seljast vel þessa dagana eru Some- times You Win með Dr. Hook, hljþm- leikaplata Manhattan Transfer og safn beztu laga Electric Light Orchestra. Algengasta verð íslenzkra hljóm- platna þessa dagana er 8750 krónur. Nokkrar eru þó seldar á lægra verði. Erlendar einfaldar plötur kosta flestar 8750 og 9600 krónur. Tvöföldu plöt- urnar kosta á annan tug þúsunda. Verð þeirraernokkuðmisjafnt. -ÁT tocíirs Mwta ■mm i&m TOOAY’S S0UND Plötuflóðið er gífurlegt og alltaf verða einhverjir undir. Það sama gerist i bókunum — sem enn eru miklu fleiri, DB-mynd Ragnar Th. Undir kalstjömu uppseld — og Miðilshendur og Hvunndagshetjan seljast einnig mjög vel Bók Sigurðar A. Magnússonar, Undir kalstjörnu, virðist ætla að verða metsölubókin í ár. í flestum þeim bókaverzlunum þar sem DB kannaði söluna hafði bók Sigurðar verið lang- mest seld. Hún er nú uppseld en kemur aftur i verzlanir á morgun. Þær bækur sem virðast ætla að veita henni mesta keppni eru Hvunndags- hetja Auðar Haralds og Miðilshendur, bók Einars á Einarsstöðum. Þessar bækur voru i þrem efstu sætunum í Bókabúð Glæsibæjar, Bókaverzlun- inni Arnarvali og Bókabúð Braga. Bók Sigurðar var alls staðar efst en hinar ýmist í 2. eða 3. sæti. Alls kannaði DB sölúna í 10 verzlun- um og bar bóksölum saman um að verulegur kippur hefði komið í söluna síðastliðinn laugardag. Sumir töldu söl- una heldur daufari en í fyrra en annars staðar fengust þau svör að hún væri sizt minni núna. Af öðrum bókum sem selzt hafa mjög vel má nefna Á brattann, minn- ingar Agnars Kofoed-Hansen, Dóms- dag Guðmundar Daníelssonar, Fyrir sunnan eftir Tryggva Emilsson, Þeir vita það fyrir vestan eftir Guðmund G. Hagalín og Tryggva sögu Ófeigssonar. -GAJ 9 SJONVARPSBUÐIN JÓLAMARKAÐURINN íkjallaranum /ðnaðarmannahúsínu HaHveigarstíg 1 Opiðfrákl. 13—18

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.