Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.12.1979, Qupperneq 11

Dagblaðið - 11.12.1979, Qupperneq 11
11 \ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. / ....................... ... Nepal: Konungurinn orð- inn vaKur í sessi Síöasti ottómaninn í Tyrkjaveldi bannaði blöðum i ríki sínu aö prenta orðiö „dynamo” vegna þess að það líktist um of orðinu „dynamite” (sprengiefni). Á sama hátt bannar Birendra konungur í Nepal að leiknir séu leikir eins og Hamlet eða Macbeth á fjölum leikhúsa í höfuðborg rikis hans, Kathmandu. Ekki er þó rétt að segja að hætta sé á að konungsmorð í þessum leik- verkum verði liklega einhverjum Nepalbúa til hvatningar til að myrða konung sinn. Rúmlega níu af hverjum tiu'Mbúum landsins stunda landbúnað viö erfiö kjör og nær allir Nepalbúar dá konung sinn sem fulltrúa guðs á jörðu hér. En Birendra konungur og menn hans muna þá staðreynd að byltingar eru oftast framkvæmdar af litlum minnihluta fólks í borgunum og ekki mátti miklu muna að slikt tækist í maí síðastliðnum. Birendra konungi tókst með naumindum að sleppa þá heill á húfi og aðeins eftir aö vera búinn að reka forsætisráðherra sinn og lofa stúdentum alls kyns endurbótum á menntakerfinu og endurreisn margra flokka lýðræðis þar sem þjóðarat- kvæðagreiðsla yrði fyrsta skrefið. Hinn 34 ára gamli konungur var síðan sagður hafa verið blekktur af ótrúum ráðgjöfum, og er talið að stúdentarnir hafi trúað orðum hans. Einn af guðum Nepalmanna, Vishnú, tilbeðinn af einum landsmanna i höfuðborginni Kathmandu. Birendra konungur lærði í Harvard í Bandaríkjunum og er sagður hafa nokkuð af lýðræðishugmyndum þaðan. Síðan í mai síðastliðnum hefur þúsundum pólitískra fanga verið sleppt úr haldi i Nepal. Hætt hefur verið eftiriiti með dagblöðum og stjórnmálaflokkar hafa haldið mikla útifundi þrátt fyrir að þeir séu ekki formlega löglegir. Sumum þykir þó of löng biðin eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni um lýðræðið. Upphaflega var gert ráð fyrir að hún færi fram í sumar, tveim til þrem mánuðum eftir uppreisn stúdentanna. Nú er ljóst að vegna veðurfars verður ekki gengið til kosninga fyrr en i maí næstkomandi. Grunsemdir vaxa um að konungur og ættmenn hans hyggist ganga á bak orða sinna. Konungsættin og fleiri henni áhangandi eiga mikið í hættu ef lýðræði fengi að skjóta rótum í Nepal. Ríkið er eitt hið fátækasta í heiminum en lítill hópur ibúann^ hefur náð því að raka til sín miklum auði. Fjórða hvert barn sem fæðist i Nepal deyr á fyrsta ári og þrír fjórðu íbúanna þjást af næringarskorti. Rúmlega þrír fimmtu af þjóðar- tekjunum eru ýmiss konar erlend aðstoð. Hins vegar er talið að hátt í helmingur hennar hverfi í vasa þeirra sem um stjórnvölinn halda og hjálparkokka þeirra. Hópur fólks í Nepal er mjög ánægður með þetta á- stand og ef lýðræðisleg vinnubrögð yrðu tekin þar upp er hætt við að al- menningur mundi snúast gegn þeim. Lýðræðisskipulag gilti í landinu i eitt og hálft ár, við lok sjötta áratugarins. Þá batt faðir núver- andi konungs enda á það og síöan hafði verið friðsamlegt einveldi í Nepal þar til í maí síðastliðinn. Stúdentar í Kathmandu fóru í hópgöngu til að mótmæla aftöku á Ali Bhutto fyrrum forsætisráðherra i nágrannaríkinu Pakistan. Lögreglan sá ástæðu til að skipta sér af málinu og nokkrir stúdentanna urðu fyrir meiðslum. Óeirðir brutust út og breiddust siðan til annarra borga í Nepal. Stúdentum óx fljótt móður og mótmæli gegn illri meðferð á félögum þeirra breyttust skjótt í kröfur um bætt fræðslufyrir- komulag og síðan í kröfur um endur- reisn lýðræðis. Birendra konungur gafst upp fyrir kröfum þeirra 24. maí síðastliðinn. Nepalmenn óttast nágranna sína Indverja mun meira en Kínverja. í þeim efnum geta þeir vísað til reynslu síðari ára. Indland tók Kashmir árið 1948, réðst inn í Goa árið 1955 og lenti í styrjöld við Pakistan árið 1971. Síðan tóku Indverjar öll völd í Sikkim nágrannaríki Nepal fyrir aðeins fjórum árum. Þessi ótti og andúð á Indverjum dregur nokkuð úr vinsældum stærsta flokks landsins og þess sem einkum beitir sér gegn ríkjandi valdhöfum. Er það Kongressflokkur Nepal en hann hefur mikil tengsl við Indiru Ghandi og flokk hennar í Indlandi. Samt er taliö vist að sá flokkur mundi hafa mikla yfirburði ef frjáls- ar kosningar færu fram í landinu. En áður en þær gætu farið fram verður þjóðaratkvæðagreiðslan um endur- reisn lýðræðisins þóað fara fram. Ekki hefur neinn stjórnmálahópur í Nepal enn krafizt þess að konungs- ríkið verði lagt niður. Flestir lands- menn eru þeirrar skoðunar að konungur sé eina sameiningartákn þjóðarinnar en Nepalbúar skiptast bæði í marga og misjafna þjóðflokka, sem tala ýmiss konar tungumál. Þó er talið að ástand mála geti vel breytzt í skyndingu ef Birendra konungur virðist ekki ætla að standa við loforð sitt um endurreisn lýðræðisins. — Eða eins og einn stúdentanna sagði — konungurinn getur vel verið hatturinn eða sameiningartákn þjóðarinnar en hann sé hins vegar engan veginn sá sem hugsa eigi fyrir þjóðina. TÍMAMÓT Það er stundum sagt, að alltaf séu tímamót, og það má auðvitað til sanns vegar færa. Tímamót eru þó ekki alltaf jafn örlagarík. Tímamót i lífi heillar þjóðar markast gjarnan af stórviðburðum. Og stórviðburður er einmitt að gerast hér á landi þessa dagana. Sú kosningabarátta, sem hér var háð af snerpu og harðfylgi allra íslenzku stjórnmálaflokkanna fyrir siðustu kosningar og leiddi til spennu um úrslitin, voru þó smámunir, ef litið er til þess tíma, sem i hönd fer eftir kosningar, vegna þeirrar óvissu, sem skapazt hefur að þeim loknum. Afturgöngur Og úrslit kosninganna komu öllum á óvart, ekki sízt forystumönnum og formönnum flokkanna. Úrslit kosn- inganna urðu kjósendum einnig ráð- gáta, sem þeir hafa ekki enn áttað sig á. Fyrir kosningar var það álit alls þorra fólks, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi koma sterkastur út. Þetta álit fólks var byggt á þeirri forsendu, að vinstri stjórnin hafði í raun sungið sitt síðasta að allra dómi, meira að segja þeirra, sem að henni stóðu, og þvi var eðlilegt, að öðru jöfnu, að álykta sem svo, að eini flokkurinn, sem haföi verið utan stjórnar myndi auka fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn hafði líka hrist upp andrúmsloftið svo um mun- aði, með yfirlýsingunni um „leiftur- sókn gegn vinstri stjórn”, og þetta var nokkuð, sem hinir flokkarnir höfðu ekki búizt við. Enda varð allt á tjá og tundri innan hinna flokkanna og þeir reyndu, hvað mest þeir máttu að koma saman slagorðum, sem áttu að yfirgnæfa stefnumörkun Sjálf- stæðisflokksins. Það tókst þó ekki. Leiftursóknin varð allsráðandi í kosningabaráttunni, allt snerist um hana, hjá Sjálfstæöisflokknum jafnt og hinum flokkunum. Og „leiftursóknin” var það sem kosið var um, bæði með og móti. Þar sá fólk loks fram á breytingar. Og hér er einmitt komið að meginkjarnan- um. Það voru breytingarnar, sem svo margir óttuðust! Spurningin stóð einmitt um það, hve margir óskuöu i raun eftir því að snúið væri við blaðinu í efnahagsmál- um og undanhaldinu snúiö í sókn. Og hér kom fram, eins og bezt verður á kosið, hve íslendingar eru ihalds- samir í eðli sínu og tregir til breytinga á því ástandi, sem þeir hafa búið við. Úrslit kosninganna leiddu glögg- lega í ljós, að íslendingar hafa sætt sig að fullu við það verðbólguástand, sem ríkir.og þeir þekkja orðið svo gjörla og kunna tökin á. Breyting frá þessu ástandi skapar óvissu, að þeirra mati. fhaldssemin er íslendingum í blóð borin, og því lá það beinast við að kjósa þann flokk, sem er íhalds- samastur í öllum greinum, Fram- sóknarflokkinn. Og nú standa landsmeon í ná- kvæmlega sömu sporum og fyrir kosningarnar, afturgöngurnar eru komnar á kreik — og vinstri stjórn enn i sjónmáli — og því verður ekki breytt, nema með kaldri skynsemi og raunsæi. Hvers vegna? — Vegna þess Fleiri ástæður liggja þó að baki kosningaúrslitanna en meðfædd íhaldssemi landsmanna, þótt hún vegi þyngst. Ein ástæðan er sú, að Kjallarinn Geir R. Andersen nokkur hluti þess fylgis, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft og ætti að geta haft enn, hefur verið „hrætt”. í burtu frá flokknum með ýmsu móti, ef til vill ómeðvitað, en þó á forusta flokksins þar nokkra sök. Gagnstætt því sem áöur var, hefur flokkurinn nú boöið heim ýmsum ný- stefnum, sem áður áttu þar ekki upp á pallborðið. Félagsmál eru þar efst á blaði. Talsmenn rauðsokka og „félagsmálapakka” eru þar framar- lega í hópi, og síðast en ekki sízt hefur verið gerð gangskör að þvi að hefja verkalýösleiðtoga til vegs og virðingar. Þetta hefur ekki reynzt það að- dráttarafl sem ætlað var. Fram- sóknarflokkurinn hafði ekkert af þessu í stefnuskrá sinni og hefur aldrei haft. Samt eru honum allir vegir færir í skammdegiskosningum, og hann kemur út úr þeim sem sigur- vegari! Landsmenn eru lítt hrifnir af vinstri flokkunum. Þeir sem að öðru jöfnu myndu hafa kosið Sjálfstæðis- flokkinn finna nú ekki lengur þau glöggu mörk, sem áður skildu þann flokk frá vinstri flokkunum. Og þótt Framsóknarflokkkurinn sé ekki ímynd manna um hægri flokk, hefur hann ávallt haldið.baráttumál- um sínum utan og aftán við verka- lýðsmál, launþegasamtök og ný- stefnur hvers konar. Þetta ræður úr- slitum. Verkalýðsforingjar eiga að halda sig við sinn „leista”. Þeim er ekki ætlað af umbjóðendum sínum að nota stöðu sina sem stökkpall inn á Alþing íslendinga, eins og þeir eiga flestir sammerkt. Ekki þó allir. Og dæmi eru um forsvarsmenn stórra launþegahópa, sem láta sér nægja að vinna fyrir sina umbjóðendur. Svo er t.d. um formann stærsta launþega- hópsins, BSRB. Það er einmitt þess vegna sem Sjálfstæðisflokkurinn missir fylgi. Hann er of opinn fyrir nýstefn- um.sem þó hafa löngu gengið sér til húðar í nágrannalöndunum. En sú bylgja, sem mest kveður að í þeim löndum, hægri bylgjan svonefnda, hefur ekki átt upp á pallborðið hjá flokknum, og raunar verið vísað á bug, þótt flokkurinn sé einmitt runn- innúrþeim jarðvegi. Það má því segja, að hefði Sjálf- stæðisflokkurinn haldið fast við upp- runa sinn og þá stefnu, sem honum var mörkuð i upphafi væru sigur- möguleikar hans ótvíræðir í hverjum kosningum. Og auðvitað kæmi það ekki i veg fyrir samvinnu við aðra flokka, nema siður væri. Upplausn eða árangur Á þessari stundu er óljóst hvað verða mun í stjórnmálaþróun hér á landi. Formenn flokkanna sitja sem dæmdir og svara fáu og þá helzt ein- hverju tviræðu, þegar bezt lætur. En takist kommúnistum að fá þann flokk, sem hér er oft nefndur „miðflokkur”, Framsóknarflokk- inn, til þes að standa gegn stjórnar- samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, er hálfur sigur unninn fyrir kommún- ista. í raun er aðeins um eitt að ræða i þessum efnum.Framsóknarflokkur sem sigurvcgari kosninganna á að láta þjóðarheill sitja í fyrirrúmi og bjóðast til að taka höndumsaman ð Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokk- inn og mynda ríkisstjórn hið bráðasta, til þess að útiloka frá aðild þann flokk, sem svarið hefur þess dýran eið að koma á fullkominni upplausn í þjóðmálum á íslandi. Á slíka þriggja flokka stjórn á Sjálf- stæðisflokkurinn að sættast. Að frágengnu því samstarfi á Sjálf- stæðisfiokkurinn ekki og má ekki fyrir neinn mun eiga aðild að stjórnarsamstarfi, eftir það sem á undan er gengið. Sjálfstæðisflokkur- inn þarf umfram allt að líta sér nær og taka til óspilltra málanna í leiftur- sókn varðandi innri uppbyggingu, áður en það verður of seint. GeirR. Andersen. £ „Úrslit kosninganna leiða í Ijós, að íslendingar hafa sætt sig við verðbólgu- ástandið.” ✓

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.