Dagblaðið - 11.12.1979, Page 6

Dagblaðið - 11.12.1979, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. Ný gerð af mannbroddum fyrir háa, lága, mjóa og breiða hæla, einnig vað- stígvél. Mannbroddarnir eru ávallt fastir undir skónum en meðeinu handtaki má breyta þeim þannig að gaddarnir snúi inn að skónum svo að þeir skemma ekki gólf eða teppi. Komið og fáið ykkur Ijónsklærnar frá Skóvinnustofu Sigurbjöms Austurveri, Háaleitisbraut 68. Sími 33980. I H | Auglýst er \l/j eftir umsóknum um starf röntgentæknimanns við tæknideild Borgarspítalans Starfssvið: Uppsetningar, viðgerðir og eftirlit með tæknibúnaði á röntgen- deild. Grunnmenntun: Rafeindavirkjun eða raftæknifræði. Starfsþjálfun og undirstöðukennsla við Röntgendeild Borgarspitalans og e.t.v. i samvinnu við aðra spitala í fyrstu, en siðar viðbótarnámskeið eftir þörfum hjá erlendum framleiðendum eða sjúkrahúsum. Frekari upplýsingar um starfið veita framkvæmdastjóri spítalans og yfir- læknir röntgendeildar. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum skulu sendar sömu aðilum fyrir 15. desember nk. Reykjavik, 30. nóvember 1979 Borgarspítalinn. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar kennarastöður Vegna forfalla eru lausar til umsóknar kennarastöður við Nýja hjúkrunarskólann. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf við skólann í janúar eða febrúar næstkomandi. Til greina kemur ráðning í hálfa stöðu. Skólastjóri gefur allar upplýsingar um kennslugreinar og starfsaðstöðu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og störf skulu sendar ráðuneytinu fyrir 30. desember næstkomandi. Menntamálaráðuneytið Ifl Félagsráðgjafi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast í full- trúastöðu í Breiðholtsútibúi, Asparfelli 12. Umsóknarfrestur til 31. des. nk. Upplýsingar veita deildar- fulltrúar í síma 74544. SKÍÐA- SLEÐAR Minni: 19.800,- Stærri:25.600,- Frelsismúm- umlokað Fyrirætlanir stjórnvalda I Kfna að banna allan fréttaflutning með veggspjöldum á svokölluðum Frelsismúr f Peking hafa vakið mótmæli þar f landi. Sagði f einu veggspjaldanna sem sett voru á vegginn að ef svo færí mundu aðeins koma upp margir og dreifðir staðir þar sem fólk mundi hengja upp fregnir, kröfur og gagn- rýni. Freisismúrjnn er rétt við mikla fólksbifreiðaafgreiðslu þar sem mikill mann- fjöldi fer um. Hefur efni veggspjaldanna þar oftsinnis verið gagnrýnt f dagblöðum og af opinberum aðilum. Khomeini svar- að f ullum hálsi —Shariat-Madari trúarleiðtogi krefst pölitfsks sjálfstæðis og heimastjómar í Azerbai jan Annar áhrifamesti trúarleiðtogi íran, Shariat-Madari, svaraði ásök- unum Khomeinis fullum hálsi í gær og krafðist bæði stjórnmálafrelsis og heimastjórnar fyrir Azerbaijan fylki. Þykja orð Shariat-Madari ein hin skeleggustu sem mælt hafa verið gegn Khomeini í íran um langa hríð. Khomeini sagði i ávarpi, sem hann flutti frá hinni helgu borg Qom, að þeir sem berðust gegn stjórninni í Teheran væru fulltrúar erlends valds og því svikarar. Shariat-Madari spuröi Khomeiní á móti hvernig hann gæti ætlazt til þess að koma á friði í borg þar sem full- trúar Teheranvaldsins hefðu drepið saklaust fólk. Þar á Shariat-Madari trúarleiðtogi við átök sem urðu í borginni Tabriz í Azerbaijan fylki á sunnudaginn er I það minnsta fimm manns féllu i átökum á milli stuðningsmanna þeirra Khomeinis og Shariat-Madari. Auk þess er vitað um að tugir manna særðust. Shariat-Madari sagði að þeir sem tekið hefðu þátt í andófinu gegn Khomeini í Tabriz væru heiðarlegir múhameðstrúarmenn. Þeir væru félagar í Alþýðuflokki múhameðs- trúarmanna og stunduðu síður en svo neina undirróöursstarfsemi fyrir er- lent vald. Aumt líf hjá Amin Idi Amin, fyrrum forseti Uganda, hans er sagður hafa verið tekinn úr hefur það orðið heldur slæmt í útlegð- sambandi og byssur hans teknar frá inni í Líbýu. Hann er sagður búa í honum. Amin er auk þess sagður vera einangruöu húsi nærri ströndinni. Sími undir stöðugu eftirliti líbýskra varða. Erlendar fréttir Skotiðáskæruliðá Herflugvélar stjórnarinnar i Salis- bury í Zimbabwe/Ródesiu réðust í gær á stöðvar skæruliða í nágrannarikjun- um Mosambik og Zambiu. Fulltrúar skæruliöa i London, þeir Nkomo og Mugabe, sögðu aö árásirnar sönnuðu að stjórn hvítra og svartra í Zimba- bwe/Ródesíu hefðu í raun ekki áhuga á að ná samkomulagi við hreyfingar svartra i landinu. ísrael: Borgar- stjórí syknaöur Bassam Shaka, arabíski borgarstjórinn í Nablus á vestur- bakka árinnar Jórdan, var sýknaður i fyrri viku og israelsk stjórnvöld hættu við að visa honum úr landi. Á myndinni sést er félagar hans fagna honum er hann var látinn laus. Ákærurnar fjölluðu um að Bassam Shaka værí stuðningsmaður PLO hreyfingar Palestínuaraba.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.