Dagblaðið - 11.12.1979, Page 7

Dagblaðið - 11.12.1979, Page 7
DAGBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. 7 Hofffur á Vesturlöndum: Met atvinnuleysi spáö í OECD-löndum næsta ár erfiðleikar í gjaldeyrismálum og skortur á olíu—aldrei fleiri án atvinnu frá lokum síðari heimsstyrjaldar Vestræn lönd stefna á næsta ári inn í metatvinnuleysi, hægasta hagvöxt og erfiðleika í gjaldeyrismálum. Þannig munu niðurstöður OECD í París vera um horfurnar í efnahagsmálum Vestur- landa. Er ætlunin aö birta skýrslu um þessi mál hinn 17. desember næst- komandt. Talið er að 1 það miunsta sautján milljónir verði atvinnulausar í OECD löndunum á næsta ári. Er það hæsta tala síðan við lok síðari heims- styrjaldarinnar. f OECD eru öll lönd Vestur-Evrópu og auk þess Bandaríkin, Kanada og Japan. Þessi nýja spá sérfræðinga um horfur í efnahagsmálum er mun verri en fyrri spár. Kemur þar til að óvissa í olíumálum er mun meiri en áður. 'Ástandið í íran hefur valdið þvi að hætta er talin á þvi að ýmis lönd Vest- ur-Evrópu verði fyrir beinum olíu- skorti strax á næsta ári. Áöur hafði verið reiknað með að lífskjör fólks í OECD löndum mundi batna um 4,5% árið 1980 en nú er talið að vöxturinn verði ekki meira en 1%. Einnig kemur fram í skýrslunni að gætt hafi hamsturs á olíu sem enn auki á hækkun á verði hennar. Verði efnahagur OECD landanna þrengri en áður var ráð fyrir gert getur það aftur aukið erfiðleika landa eins og Dan- merkur, sem einmitt ætlar að rétta við efnahag sinn með auknum útflutningi til þessara landa. Suður-Afríka: Kettimir éta 600 þúsund fuda á ári Stjórnvöld i Suður-Afríku hafa á- kveðið að hefja mikla herferð gegn villiköttum á eyju einni, sem er í hafinu um það bil 2000 kílómetra suðaustur af Cape Town. Er ætlunin að kasta eitruðu æti úr þyrlum niður á eyjuna og með því fella að velli sem flesta af hinum 6000 köttum, sem taldir eru vera á þessari smáeyju. Það voru norskir selveiðamenn sem settu fimm ketti á land á Marioneyju fyrir tveim áratugum. Þeir fjölguðu sér skjótt og útrýmdu innan tíSar öllum músum á eyjunni og lögðust þáá fugla.sem verpa þar. Er nú svo komið að sérfræðingar telja ýmsum fuglategundum hætt vegna ásóknar kattanna í varpstöðvar þeirra. Áður hefur verið gripið til þess ráðs að skjóta kettina og einnig að gera þá ófrjóa en ekkert hefur dugað, þeim hefur fjölgað stöðugt. Eitrið sem varpað er niður á eyjuna hefur þegar valdið miklum usla meðal kattanna og einnig mikilli mót- mælaöldu meðal kattavina. Stjóm- völd segja þó ekkert annað að gera en útrýma köttunum. Hafa sérfræðing- ar komizt að þeirri niðurstöðu að þeir éti allt að sex hundruð þúsund fuglum á ári. Margar fugla- tegundirnar verpa á víðavangi þar sem kettirnir eiga auðvelt með að komast að þeim en auk þess em þeir sagðir vera hinir slyngustu í að klifra í klettum og komast að hreiðrum og ná sér í æti. Yfirvöld fullyrða að eitrið sem köttunum sé gefið sé lang- heppilegasta aðferðin til að útrýma þeim og ekki sé annars úrkosti til að fuglastofnar bíði ekki of mikinn skaðaaf. Gíslamir njóta góörar aöbúðar —segir einn þeirra í sjónvarpsviðtali Bandariskur landgönguliði, einn hinna fimmtiu og þriggja gísla sem stúdentarnir halda í bandariska sendi- ráðinu í Teheran, sagði í sjónvarpsvið- tali í gær að vel væri farið með þá en þeir vissu lítið um hvað fram hefði farið utan sendiráðsbyggingarinnar þeim til bjargar. — Stúdentarnir hafa verið okkur mjög vingjarnlegir — ég veit að það er erfitt að trúa þessu, — sagði land- gönguliðinn í sjónvarpsviðtali, sem tekið hafði verið við hann af N BC sjón- varpsstöðinni i setustofu sendiráðsins í gærdag. Var því síðan útvarpað i gær- kvöldi. — Ég veit að allir gíslarnir vilja ikomast heim ég veit ekki hvernig samn- ingar um þau mál standa, sagði land- gönguliðinn, sem er 21 árs að aldri, heitir William Gallegos og er frá Pueblo í Colorado. Hann sagði að gíslarnir fengju nægi- lega að borða og næg tækifæri til að þrífa sig, bursta tennur og skipta um föt eftir þörfum. Auk þess væri séð svo um að þrifalegt væri í kringum þá. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti hef- ur áður gefið Bandarikjamönnum þær upplýsingar að gíslarnir væru f stöðugri lífshættu og bundnir á höndum og fót-* um. Þeim væri einnig refsað fyrir að mæla orð af vörum og stöðugt væri beint að þeim hlöðnum byssum. Auk þess sagði forsetinn að gíslarnir væru stöðugt hvattir til að gefa yfirlýsingar sem færu í bága við skoðanir þeirra. Landgönguliðinn sem rætt var við í sjónvarpinu sagði aö stúdentarnir, fangaverðir þeirra, hefðu sagt gíslun- um það að þeir yrðu látnir lausir um leið og keisarinn fyrrverandi yrði afhentur irönskum yfirvöldum. Ef hann aftur á móti yrði ekki framseldur yrðu þeir leiddir fyrir dómstól. — Ég veit ekki hvað yrði þar á eftir og læt það aðeins í hendur þjóðar minnar, sagði landgönguliðinn. — Ég bertrausttil hennar. Litla kisan Prýðisbók fyrir unga lesendur.’ Verð aðeins kr. 2.990,- Hagprent hf. „Brugðið er upp myndum úr lifi fimm systkina, sem með vaxtarverkjum táningsins álíta sig flugfær úr hreiðri, nema sú yngsta, auðvitað, hún er enn „aðeins barn” og á því stað við pilsfald móður. En svo kemur kettlingur inní myndina, lítil písl, sem, eins og systkinin sjálf, er að hamast við að átta sig á því umhverfi sem hún er borin í. Myndskreytingar falla skemmtilega vel að efni, eru gáska- fullar og mjög vel gerðar. Séra Siguröur Haukur Guðjónsson segir m.a. i Morgunhlaðinu 6. desem- ber slðastliðinn: Skákmótið íBuenos Aires: Larsen eykur ennforystuna Danski stórmeistarinn Bent Lar- sen jók enn á yfirburði sína á skák- mótinu í Buenos Aires í gær er hann sigraði Oscar Panno frá Argentínu. Nú þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af þrettán er Larsen 2,5 vinning- um á undan Tony Miles frá Bretlandi sem er í öðru sæti á mótinu. í gær gerði Miles jafnntefli við Boris Ivkov frá Júgóslavíu og Najdorf frá Argen- tínu gerði einnig jafntefli við Svíann Ulf Anderson. Biöskákir urðu hjá þeim Spassky og Tempone frá Argentínu, Quin- teros frá Argentínu og Zenon Franco frá Paraguay, Petrosjan og Lom- bardy og Rubinetti frá Argentínu og Gheorghiu frá Rúmeníu. Larsen er þá með 9 vinninga eftir tíu umferðir, Miles með 6,5, Najdorf 6 vinninga og Anderson með 5,5. Erlendar fréttir Umferðarleikurinn mmHBox fíestum /eikfangaverz/unum og kaupfé/ögum

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.