Dagblaðið - 11.12.1979, Síða 20

Dagblaðið - 11.12.1979, Síða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. Veðrið i í dag er spáð austanátt og fremur hlýju veöri. Rigning á Suöaustur- og Austurlandi. Þurrt vaöur an þó viðast hvar skýjaö noröan- og vestanlands. | Kl. 6 (morgun var ahkýjað og 5 stíg í| Raykjavlt, Gufuskálar abkýjaö og 3, Gattarviti láttskýjað og 5, Akureyri al-| skýjað og 3, Raufarhöfn þokumóöa' og 3, Dalatangi alskýjað og 3, Höfn í Homafirði rigning og 5, Stórhöföi í Vastmannaeyjum skýjaö og 6. Þórshöfn í Fsarayjum rigning og 6, Kaupmannahöfn snjókoma og 1, Osló léttskýjaö og -8, Stokkhóknur iéttskýjað og -6, London rigning og 8, Hamborg rigning og 6, París látt- skýjað og 10, Madrid lóttskýjaö og 11, Malorca láttskýjað og 10, Lissa bon iáttskýjaö og 14 og Naw York skýjaö og 5. Jörundur Brynjölfsson fyrrverandi al- þingismaður, sem lézt 3. desember sl„ var fæddur 21. febrúar 1884 í Álftafirði eystra. Foreldrar hans voru Guðleif Guðmundsdóttir og Brynjólfur bóndi Jónsson. Jörundur lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri og síðar kennaraprófi í Reykjavík, nam einnig við kennara- háskólann i Kaupmannahöfn. Var hann við kennslu bæði i Nesjahreppi og í Reykjavík til ársins 1919 er hann gerðist bóndi í Múla í Biskupstungum, síðar í Skálholti og loks í Kaldaðarnesi í Flóa frá 1948—1963. Jörundur var fyrst kjör- inn á Alþingi árið 1916 og átti þar sæti af og til til ársins 1956. Hann var tví- kvæntur.fyrri kona hans var Þjóðbjörg Þórðardótir og síðari kona hans Guðrún Helga Dalmannsdóttir. Jóhann Bjarni Kristjánsson, sem lézt l. des. sl„ var fæddur l. maí I948 i Hafnarfirði. Hann lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla Íslands árið 1977 og gerðist þá starfsmaður Kaupfélags Reykjavikur og nágrennis. Var hann aðstoðarframkvæmdastjóri er hann lézt. Eftirlifandi kona haris er Olga Þórhalls- dóttir og áttu þau tvö böm, sem bæði eru fyrir innan fermingu. Sigriður S. Ólafsdóttir, Ránargötu 33A lézt 10. des. Sigrún Danfelsdóttir Hawkins, Hátúni lOA, lézt aðfaranótt 9. desember. Kristófer Sturluson lézt aðfaranótt 7. des. Lúðvik K. Dagbjartsson, Hringbraut 97, lézt í Borgarspítalanum 8. des. Marfa Jónsdóttir Kerff er látin. Hún verður jarðsungin föstudaginn I4. des kl. 15 frá Dómkirkjunni. Elfnborg Guðbrandsdóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 12. des. kl. 3. Kjartan Hannesson fyrrverandi bóndi að Ingólfshvoli verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði miðviku daginn 12. des. Rladelfía Almcnnur bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur EinarJ.Gislason. Fund ir Frá Sálarrannsóknar- fálaginu Hafnarfirði Fundur verður miðvikudaginn 12. des I Góðtemplara húsinu kl. 20.30. Dagskrárefni annast Stefán H.' Halldórsson og séra Bragi Benediktsson. Stjórnin. KFUK Ab fundur í kvöld kl. 8.30. Guðni Gunnarsson sér um efnið. Englamir-boðberar Guðs. Allar konur velkomnar. Keflavík Slysavarnadeild kvenna Keflavlk-Njarðvik. Jóla fundur veröur haldinn i Tjarnarlundi þriðjudaginn 11. des. kl. 2I.00. Stjórnin. Jólafundur Flugbjörgunar- sveitarinnar verður haldinn miðvikudaginn 12. desember kl. 20,30. Ýmislegt verður til skemmtunar. Munið jóla- pakkana. Takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kvennadeild Slysavarnafélagsins I Reykjavik. Jólafundur kvennadeildar verður haldinn fimmtudaginn 13. des kl. 20 I Slysavarnafélagshúsinu. Þar verður jólahugleiðing, jólahappdrætti, skemmti- þátturinn Megrunaraðgerðin, tízkusýning, notað og nýtt. Félagskonur eru hvattar til að mæta stundvls- lega. Kvenfálag Bœjaríeiða — Jólafundur Jólafundurinn verður haldinn þriðjudaginn 11. des. kl. 20.30 að Slðumúla 11. Ostakynning. Munum jóla- pakkana. Kvenfélag Breiðholts verður með jólafund sinn miðvikudaginn I2. desember kl. 20.30 i anddyri Breiðholtsskóla. Vegna barnaárs sjá börn að mestu leyti um skemmtiatriöi, einnig verður skyndihappdrætti og kaffiveitingar. Eins og undanfarin ár býður Kvenfélagiö öllum 67 ára og eldri i Breiðholti I og II til samverustundar á samt fjölskyldum félagskvenna. Kvenfélagið Seltjörn Jólafundur félagsins verður þriðjudaginn II. des. kl. 20 i félagsheimilinu og hefst með borðhaldi. Ágústa Björnsdóttir sýnir myndskreytingar, Barnakór Mýrar húsaskóla syngur. Jólahugvekja. Aðaifurtdir GETRAUN SKÓLABÖBN umterðarráð Spurningakeppni „í jólaumferðinni". I desember heyja 6 til 12 ára börn um land allt spurningakeppni um umferðarmál, er kallast „I jóla- umferðinni”. í ár voru prentaðir 35 þúsund getraunaseölar sem dreift hefur verið í öllum grunnskólum landsins. Að keppninni standa: Umferðarráð og menntamála- ráðuneyti ásamt löggæzlumönnum, umferðar nefndum bæjarfélaga og skólanefndum á hverjum stað. Tilgangur getraunarinnar er að vekja athygli skóla- barna og fjölskyldna þeirra á ýmsum mikilvægum reglum umferðarinnar, og þó hjálp þeirra fullorðnu sé mikilvæg við lausn getraunaleiksins er mikiö atriði að láta bömin spreyta sig sem mest sjálf á verkefninu. FRAM Aöalfundur knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn i félagsheimmilinu v. Safamýri mánudaginn 17. des. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Ferðafélag íslands Þriðjudagur 11. des. kl. 20.30. Myndakvöld á Hótel Borg. Bergþóra Sigurðardóttir og Pétur Þorleifsson sýna myndir m.á. frá Borgarfirði eystra, Tindfjöllum. Kverkfjöllum, Hoffellsfjöllum, Goöaborg I Vatna- jökli og víöar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tilkynningar dajojar til JÓLA &>_—-------»5 Gatan er ekki leiksvæcii z&indindisfelóg Skumanna Bindindisfólag ökumanna Jóladagatal Bindindisfélag ökumanna hefur staðið að útgáfu jóla dagatals ásamt almanaki fyrir 1980. Fyrirhugaðer aö senda hvorutveggja endurgjaldslaust til barna og full- orðinna nú fyrir jólin. Myndin sýnir hvemig hið nýja jóladagatal litur út. Fjórðungsmót á Kaldármelum 1980 Nú hefir verið ákveðið að fjórðungsmót hcsta manna á Vesturlandi veröi haldið að Kaldármelum I Kolbeinsstaðahreppi dagana 3.-6. júll 1980. Fram- kvæmdastjóri mótsins hefir verið kosinn Leifur Jóhannesson ráðunautur, Stykkishólmi. Sjö félög á Vesturlandi standa að mótinu. Mótssvæöið á Kaldár- melum hefir ekki verið notað áður fyrir svo stórt mót* og þarf þvl að byggja þar upp ýmsa aðstöðu svo sem hreinlætisaðstöðu, stóðhestahús og veitingaaöstöðu en Snæfellingar eru ákveðnir I að þaö megi allt takast sem bezt. Af stóöhestum sem vitaö er um að cigi að af- kvæmasýna eru öfeigur 818 frá Hvanneyri, Bægi- fótur 840 frá Gullberastöðum og Fróði 839 frá Hesti. Ennfremur verða afkvæmaprófaðir Glanni 917 frá Skáney og Fáfnir 847 frá Svignaskaröi. Einnig er meiningin að sýna sem einstakling Klaka 914 frá Gull- berastöðum. Þetta eru þcir hestar sem vitað er um núna en eflaust eiga margir cftir að bætast við. Afgreiðslutími verzlana i desember Auk venjulcgs afgreiðslutima er heimilt að hafa verzlanir opnar sem hér segir: Laugardaginn 8. desember til kl. 18.00. Laugardaginn 15. desember til kl. 22.00. Laugardaginn 22. desember til kl. 23.00. Aðfangadag 24. desember til kl. 12.00. Þorláksmessu ber nú upp á sunnudaginn 23. desem ber og eru verzlanir þá lokaðar. 1 staðinn er opið laugardaginn 22. desember til klukkan 23.00. Á aðfangadag á að loka verzlunum á hádegi. Á gamlársdag er verzlunun einnig lokaðklukkan 12 á hádegi. Fyrsta vinnudag eftir jól, þann 27. desember, hefst afgreiðslutími klukkan 10.00. 35 ára sósíalismi í Albaníu Nýlega er komið út timaritið ALBANIA — sósíal- ismi I 35 ár. Er þaö í tilefni 35 ára afmælis frelsunar Albaniu undan oki fasisma og erlendrar kúgunar en landið var að fullu frelsað undan herjum nasista 29. nóvember 1944. Meðal efnis í blaðinu er eftirfarandi: Stutt ágrip af sögu Albaníu, Um bókmenntir og listir, Frelsun kon unnar. Um jarðskjálftann í Albaniu I april sl. og endurreisnarstarfið eftir hann, Alræði öreiganna. Deilur Kína og Albaníu. Útgefandi eru Menningartengsl Albaniu og íslands og verður ritið vætnanlega til sölu á einhverjum blað sölustöðum, auk þess sem því er dreift til félagsmanna. Fjölvaútgáfan gefur út teiknisögur um Stjána bláa Um þessar mundir er Fjölvaútgáfan að senda röð nýrra teiknisagna út á jólamarkaðinn. í þessum siö asta hópi er m.a. ný teiknisaga um söguhetjuna Stjána bláa sem lesendum Dagblaðsins er að góðu kunnur þvi að teiknisögur um hann hafa nú um langt skeið lifgaö upp á auglýsingasíður blaðsins. Þessi fyrsta teiknisögubók um Stjána bláa kallast Álagaprinsinn og álfakroppurinn mjói. I þessum sama flokki gefur Fjölvi út þrjár aðrar bækur um heimsfrægar teiknisöguhetjur, það er um Bleika pardusinn, Kéttinn Felix og Denna dæma lausa. Um sömu mundir hefur Fjölvi sett á markaðinn nýja og mjög rúmgóða sýningargrind í búðir, sem hann kallar öndvegissúlur Fjölva, og er þar að finna mikla fjölbreytni i teiknisögum. Sagan um Stjána bláa er eftir Bud Sagendorf og teljast þær sögur nú í hópi sígildra teiknisagna. Jóiamerki skáta 1979 Nú eru komin út jólamerki skáta fyrir 1979. Er þetta framhakl af útgáfu félagsmerkja einstakra skátafélaga sem hafin var í fyrra og gafst mjög vel. Þessi skátafélög eiga merki sin á örkinni i ár: Kven- skátafélagið Valkyrjan og Einherjar ísaftrði, Skáta félag Dalvíkur, Húnar Hvammstanga, Vflcingur Húsavflc, Ásbúar Egilsstöðum, Skátafélag Akraness, Selsingjar Seltjamamesi, Árbúar, Skjöldungar og Hafemir öll úr Reykjavflc, Fossbúar Selfossi, Heiða búar Keflavflc, Faxi Vestmannaeyjum og Frumbyggj- ar Höfn Homafirði. Hafa þá komið út merki 30 skátafélaga viðsvegar á landinu. Á næsta ári er ætlunin að Ijúka við útgáfu allra félagsmerkja. í gmnni merkjanna cr mynd af tjaldbúðum skáta, en hönnuður arkarinnar er Haukur Bjömsson. Merkin eru til sölu hjá öllum skátafélögum og i Skátabúðinni i Reykjavik. örkin kostar 800 kr. og áhennieru 15 merki. Stofnað Uffræðifélag íslands Dagana 9.—10. desember 1979 verður haldin á ^vegum Liffræðistofnunar Háskólans ráðstefna islenzkra Hffræðinga. Hefur verið leitazt við að fá sem Jlesta liffrasðinga til þess að kynna i stuttu máli helztu rannsóknir sem þeir hafa með höndum. Verða flutt alls 36 erindi á ráðstefnunni og eru þau flutt af líf- fræðingum frá 14 stofnunum. Með ráðstefnunni er stefnt að þvi að kynna stöðu llffræðirannsókna hér á landi og efla samstarf meðal islenzkra líffræðinga og meðal stofnana, sem sinna liffræðiransóknum. Á ráðstefnunni er fyrirhugað að stofna Liffræði- félag íslands er hafa mun það markmið að efla lif- fræðilega þekkingu og auðvelda samband og skoðana- skipti milli islenzkra liffræðinga innbyrðis og á milli þeirra og erlendra starfsfélaga. Ráðstefnan er öllum opin og hefst hún kl. 10.00 sunnudaginn 9. desember að Hótel Loftleiöum. Biúðuleikhús á Akranesi Fimmtudaginn 13. des. nk., verður brúðuleikhús i bókasafninu á Akranesi á vegum Leikbrúðulands og bókasafnsins. Sýningarnar eru fyrst og fremst ætlaðar yngri borgurunum og eru kl. 11.30, 14.30 og 15.30. Aðgangur er ðkeypis. Leikfélag Flateyrar sýnir Gísl Um helgina frumsýndi þessi hópur — nýlega endur- reist Leikfélag Flateyrar — leikritið Gísl eftir Brendan Behan. Leikstjóri er Sigurbjörg Arnadóttir. Aðalhlutverk leika Bergþóra Ásgeirsdóttir, sem fer með hlutverk Meg, og Páll Leifur Gislason, sem fer með hlutverk Pats. Alls leika fjórtán í leikritinu. m1 Iri X7 éM, >£ Gísl á Dalvík Laugardaginn 8. des. frumsýndi Leikfélag Dalvikur irska leikritið Gisl eftir Brendan Behan, i þýðingu Jónasar Árnasonar, í Samkomuhúsi Dalvíkur. Æfingar hófust um miðjan september og upphaf lega var áætlað að frumsýna um miöjan nóvember en vegna veikinda varðaðfresta frumsýningu. Verkið er skrifað 1956 og fjallar um frelsisbaráttu Ira. Inn i verkið er fléttað irskum þjóðlögum og ýmsum spaugilegum uppákomum. Leikritið var sýnt i Þjóðleikhúsinu 1963 og hjá Leikfélagi Akureyrar 1968. Einnig hafa nokkur áhugaleikfélög tekið það til sýningar. Milli tuttugu og þrjátiu manns hafa unnið viö sýn- inguna, þar af 14 i hlutverkum. í aðalhlutverkum eru, Ómar Arnbjörnsson, Svanhildur Árnadóttir, Lárus Gunnlaugsson og Lovísa Sigurgeirsdóttir. Undirleik, annast Ingólfur Jónsson á harmóníku. Kristján’ Hjartarson gerði leikmynd. Um lýsingu og leikhljóð sjá Helgi Már Halldórsson og Lárus Gunnlaugsson. Leikstjóri er Sólveig Halldórsdóttir frá Akureyri. Næstu sýningar verða þriðjudag, föstudag og laugardag og verða ekki fleiri sýningar fyrir jól. Fyrir hugað er að sýna milli jóla og nýárs. Gengið GENGISSKRANING Ferðmanna Nr. 235 — í 0. desember 1979 gjaldeyrir Elaing KL 12.00 Kaup Saia Sala 1 Bandar (k jadolla r 391.40 392.20 431,42 1 Steriingspund 848.55 850.25* 935.28* 1 Kanadadollar 338.45 337.16# 370.87* 100 Danskar krónur 7203.15 7217.85* 7939.64* 100 Norskar krónur 7812.76 7828.75* 8611.63* 100 Sœnskar krónur 9304.65 9323.65* 10266.02* 100 Hnnsk mörk 10454.05 10475.45* 11523.00* 100 Franskir frankar 9513.90 9533.30* 10486.63* 100 Beig. frankar 1371.90 1374.70* 1512.17* 100 Svissn. frankar 24256.30 24305.90* 26736.49* 100 GyUini 20171.10 20212.30* 22233.53* 100 V-þýzk mörk 22351.00 22396.70* 24636.37* 100 L(rur 47.86 47.96* 52.76* 100 Austurr. Sch. 3102.15 3111.45* 3422.60* 100 Escudos 780.45 782.05* 860.26* 100 Pesetar 585.50 586.70* 645.37* 1Q0 Yen 167.19 167.54* 184.29* I 1 Sárstök dráttarróttíndi 510.18 511.23 # Breyting frá slðustu skráningu. Slmsvari vegna gengtsskráningar 22190

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.