Dagblaðið - 11.12.1979, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979.
Tilkynning
frá
FISKVEIÐASJÓÐI ÍSLANDS um umsóknir
um lán á árinu 1980.
Á árinu 1980 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði íslands
til eftirtalinna framkvæmda í sjávarútvegi.
1. TIL FRAMKVÆMDA í FISKIÐNAÐI.
Einkum vcrður lögð áhersla á framkvæmdir er leiða til aukinn-
ar hagkvæmni i rekstri og bættrar nýtingar hráefnis og vinnu-
afls og arðsemi framkvæmdanna. Ekki verða veitt lán til að
hefja byggingu nýrra fiskvinnslustöðva eða auka verulega af-
kastagetu þeirra, sem fyrir eru á þeim stöðum, þar sem talið er
að næg afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla, sem*
gera má ráð fyrir að til falli i byggðarlaginu.
2. TIL FISKISKIPA.
Lán verða veitt til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endur-
bóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Ekki verða á árinu
veitt lán til kaupa á skipum erlendis frá, en einhver lán til ný-
bygginga innanlands.
Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum sínum á þar
til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsing-
um sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki
tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs,
Austurstræti 19, Reykjavík).
Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1980.
Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki teknar til
greina við lánveitingar á árinu 1980, nema um sé að ræða
ófyrirséð óhöpp.
Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður en fram-
kvæmdir eru hafnar.
Verðlaunasamkeppni
Sjómannablaðið Víkingur hefur ákveðið að efna til sam-
keppni um sögur er fjalli um sjómannalíf, sjávarútveg eða
tengsl manns og sjávar. Greidd verða tvenn verðlaun: fyrir
bestu frumsömdu söguna kr. 200 þúsund, og fyrir bestu
lýsingu á sannsögulegum atburði kr. 200 þúsund. Handrit,
eigi lengri en sem nemur 20 vélrituðum síðum, A4, berist
Sjómannablaðinu Víkingi Borgartúni 18, 105 Reykjavík,
fyrir 1. mars 1980, merkt: Samkeppni, svo og dulnefni.
Rétt nafn höfundar fylgi í lokuðu umslagi.
Dómnefnd skipa: Guðlaugur Arason, Ási í Bæ og Guð-
brandur Gíslason. Sjómannablaðið Víkingur áskilur sér
birtingarrétt gegn höfundarlaunum á öllu efni sem berst til
keppni. Niðurstöður dómnefndar verða kynntar í apríl-
blaði Sjómannablaðsins Víkings 1980.
ingu.
Jólinkomabráöum:
Unnið af fullum krafti fyrir jólin
á bamadagheimilunum
Um leið og flett er upp á fyrsta'
degi i desember á almanakinu byrja
barnadagheimilin að taka upp jóla-
föndrið. Krakkarnir vinna af fullumí
hug við að búa til jólagjöfina handa
mömmu og pabba. Er við litum inn á
barnaheimilið Kópahvol nýverið sátu
bömin með rauða málningu og mál-
uðu eggjapakka. Þau voru búin að
gera jólagjöfina handa mömmu og
pabba og nú sátu nokkur þeirra við
að klippa út merkisspjöldin. Auðséð
var á andlitum barnarina að ekki
leiddist þeim dvölin og öll sögðust
þau hlakka til jólanna.
Á Kópahvoli eru tuttugu börn fyrri
hluta dagsins og tuttugu seinni hlut-
ann. Þau eru á aldrinum 2ja til 6 ára.
Er þau voru spurð til hvers þau
hlökkuðu mest þegar jólin kæpiu
svöruðu þau öll um hæl: „Auðvitað
að fá pakkana.” Á myndunum má
síðan sjá þann jólablæ sem nú ríkir á
barnaheimilum. -ELA
VUS erum að búa tiljó/asveinasJoða, sögóuþær Sæunn Ósk 4ra ira. Stein-
unn Vala 2ja ára og Hildur Karítas 4 ira þegar v/ð spurdum hvað þær
væru aiginlaga að búa til.
Er þetta ekki orðið fíott hji mir?
Sæunn Ósk.
Erþetta ekki smart hji mir? sagði
Hildur Karítas um leið og hún
kiippti merkisspjakHð sitt tU.
Vi, hvað hún gerir þetta fíott, gatur sú Htia verið að hugsa, um kríð og hún setur hönd undir kinn. AOrir virtust '
ekkihmfa nokkum ihuga i þvisam var að gerast