Dagblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979. Tryggiiighff.: Frábært tryggingafélag Sigfús J. Jóhnsen, Fýlshólum 6 skrif- ar: í öllu því flóði frétta af erfiðleikum tryggjenda til að fá bætur fyrir marg- visleg tjón sín, er þeir höfðu talið vera bótaskyid úr hendi trygginga- félaga sinna, þá tel ég mig knúinn til að lýsa mikilli ánægju minni með tryggingafélag mitt, sem er Trygging hf. : Viðbrögð þess félags hafa verið með svo einstökum hætti að eftirtekt vekur og gæti orðið fyrirmynd öðrum tryggingafélögum. Tvivegis hefi ég orðið að leita á náðir þessa ágæta félags. Hið fyrra tilfelli var það að ég ók næstum nýjum bíl mínum eftir Suðurlands- vegi og var staddur í brekkunni| vestur al' Skiðaskálanum i Hveradöl- um. Þá varð cu allt i einti var við gríðarstórai isteináveginum. Á undan nier ok liá vöruoilreið up tann lnin slysalaust yfir steininn, en á móti var óslitin umferö bifreiða á hinni gagn- stæðu akrein. Of mikill hraði var á bifreið minni svo tækist að stöðva áður en hún færi á steininn. Varð það 'því úr að bifreið mín ók yfir þennan stóra hnullung með þeim afleiðingum að panna undir bíl mínum brotnaði og sjálfskipting bifreiðarinnar og fleiri hlutir eyðilögðust algjörlega. Her var því orðið mikið tjón. F.g sneri mér til trygging.ifélags míns Tryggingar h/f. og greindi frá skaða mínum. Mér var þá tjáð að skv. tryggingarskilmálum væri ég í minni húftryggingu ekki tryggður fyrir lausu grjóti á veginum, nema tilvist þess yrði rakin til einhvers ábyrgðar- aðila, er valdur hefði verið að' tilkomu steinsins á veginum. Svo hagar þannig til að vegkantur er mjög hár og var því ekki um að ræða hrun á veginum og hlaut þvi að vera nærtækast að ætla að steinn þessi hefði fallið af bílpalli einhvers flutningabils. Slíkt varð þó erfitt að rekja þrátt fyrir góða aðstoð lögreglu og malarflutningsmanna. Tjónið var því sýnilega mitt. Nú var gert við bifreiðina og fengin ný sjálfskipting frá U.S.A. Heildartjón mitt var þvi talið í hundruðum þúsunda. Þegar viðgerð var svo lokið þá gerast þau undur og stórmeki að Trygging h/f er fylgzt hafði með við- gerð bifreiðarinnar fékk óumbeðið upp heildarkostnað við viðgerð bifreiðarinnar og i kjölfar þess var simað til min og mér þá tjáö að stjórn félagsins hefði, eftir að Ijóst var hve tjón mitt var mikið og hærra en ég haföi látið mig óra fyrir, þá hefði félagið ákveðið, án þess að vera bóta- skylt, að bæta méi þetta tjón að fullu. Sem og þeir gerðu. Geri aðrir betur. Nú víkur sögunni til stórveðurs er gekk hér yfir fyrr í nóvembermánuði. í þvt veðri fauk niður sjónvarnsloft- net á húsi mínu og varð ónýtt. Ég hringdi til tryggingafélags míns Trygging hf . og greindi frá skaða mínum og spurðist fyrir um það hvort ég væri tryggður fyrir slíku tjóni í tryggingaskilmálum mínum hjá félaginu. Var mér tjáð að einn liður í húseig- endatryggingu þeirra væri einmitt að bæta tjón sem þessi. Og væri ég með húseigendatryggingu hjá þeim, þá skyldi ég bara láta gera við þetta og krefja þá siðan um reikninginn. Þetta gerði ég og snar sjónvarps- viðgerðarmaður bætti um þetta allt. Greiddi ég fyrir hina nýju loftnets- greiðu kr. 60.000 með uppsetningu og kapli. Reikninginn fór ég síðan tafarlaust með til Tryggingar hf. og var mér hann greiddur samstundis að fullu orðalaust. Tveim dögum síðar er svo hringt til mín frá Trygging hf. í símanum er þá hinn hæverski starfsmaður tjón- deildar Tryggingar hf. og tjáði hann mér að því miður þá verði hans ágæta félag að gera þá grundvallar- og lág markskröfu til bóta úr þeirra hendi að tjónþoli sé með tryggt hjá félaginu fyrir þeim bótum, sem hann ætli sér aðfá. Það hafði þá komið i Ijós að trygg- ing mín hjá félaginu var bara heimilistrygging, en húseigendatrygg- ing mín reyndist vera í höndum annars félags en nafn þess félags kann ég ekki við að nafngreina hér. Sér og okkur báðum hefði því orðið á mistök, en hann bauðst til þess að senda reikning minn til þess félags er hafði annast húseiganda tryggingu mína. Sendi hann síðan reikninginn til þess félags, sem hann taldi að mundi endurgreiða jieim reikninginn. Nú fyrir skömmu fékk ég svo það svar frá þvi tryggingafélagi að ég væri að vísu með húseigendatrygg- ingu hjá þeim, en þeir bættu bara ekki svona tjón. Hafði ég því tapað rúmlega 60.000 kr. á því að hafa ekki þessa trygg- ingu mína hjá hinu einstaka trygg- ingafélagi er ber nafnið Trygging hf. Eftirtektarverðast af öllu er mér þó hið einiæga traust, er Trygging hf. sýndi mér sem viðskiptavini fyrir- tækisins. Sá starfsmaður er um þetta sá, Ágúst ögmundsson, hefði eflaust átt að krefja mig um tryggingaskír: teini mitt og ganga úr skugga um að það væri dl staðar. Þess í stað tók hann orð viðskiptavinar félagsins trúanleg og var vissulega í góðri trú um að allar mínar tryggingar væru í þeirra höndum, sem il]u heilli reyndust ekki vera. En slík tiltrú og traust til viðskipta- vinarsins verður mér ógleymanlegt og og jafnframt hvati til þess að segja þér, lesandi góður, frá sögu minni og skiptum við frábært tryggingafélag. Raddir lesenda SeðaZ Lesandi hringdi og kvaðst undrandi á því að í símaskránni væri ýmist notað s eða Z í orðinu verzlun (verslun). Kvaðst lesandinn undrandi á því að opinbert fyrirtæki gæti ekki gert það upp við sig hvernig ætti að skrifa þetta orð. Hegningar- lagabrot ÓlafsJóh. Haukur Guðmundsson hringdi: í tilefni af því að Ólafur Jóhannes- son segist ekki hafa skrifað upp á það, að Vilmundur yrði dómsmála- ráðherra langar mig til að koma því á framfæri að Ólafur er eini dóms- málaráðherrann sem hefur verið fundinn sekur um brot á hegningar- lögunum. Ólafur Jóhannesson. Áburðarverksmiðjan f Gufunesi. Verða ríkisverksmiðjumar seldar? Stutt og skýrbrél Enn einu sinni minna lesenda- dúlkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum llnu, að látafylgja fiillt nafn, heimilisfang, slmanúmer (ef um það er að rœða) og nafnnúm- er. Þetta erlltilfyrirhöfhfyrirbréf- ritara okkar og til mikilla þœginda fyrirDB. Lesendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fitllur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efiii betur til skila. Bréf tettu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kl 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga. tiljólagjafa SIGMAR 6. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A - Simi 21366. \i Jóhann V. Gunnarsson skrifar: Þeir einir kaupa sem eiga aura eða hafa aðgang að bankastjórum eða öðrum styrkveitingamönnum. Hverjir skyldu það vera sem ætla sér að kaupa Sementsverksmiðjuna og Áburðarverksmiðjuna. Jú, þeir sömu og gerðu þær óarðbærar til þess að geta síðan keypt þær á niðursettu verði. AUir vita hvernig forstjórar rikisfyrirtækja eru skipaöir, eftir pólitisku jafnvægi samtryggðra íslenzkra flokka. Hæfileikar til stjórnunar eru aukaatriði. PóUtík og hlýðni skipta meira máli þegar yfir- menn þessara stofnanaeru ráðnir. Nú er taliö að eina lausnin sé að selia þessi gulltryggðu fyrirtæki eins ogÁburðarverksmiðjuna sem kemur til með að verða eldsneytisframleið- andi í framtíðinni. Olíufélög eins og Skeljungur eða Esso hljóta að hafa áhuga á jafn arðbæru fyrirtæki og eldsneytis- og áburðarverksmiðju. Þú sem einstaklingur mátt kaupa ef þú átt aura eða hefur aðgang að banka. Því miður hefur þú það ekki að neinu gagni en þú ert samt sem áður atkvæði og þjóðfélagsþegn og þar að auki átt þú þegar þessar ríkis- verksmiðjur. Ef þú vilt færa verð- bólgubröskurum og gerspilltum póli- tíkusum þetta að gjöf, þá máttu vita að þú munt missa mun meira því ágirnd og græðgi eru óseðjandi hjá sumum mönnum. Islenzk veitingahús: llla skammtað „Mikill matmaður” hringdi: Maður heyrir Islendinga stundum hneykslast á því, að Þjóðverjar sem komi hingað á veitingahús hreinsi allan mat af borðinu áður en þeir halda út, jafnt sykurmola sem sultu- tau. Þetta er e.t.v. ekki svo undarlegt ef hafður er í huga sá mikli munur sem er á matarskammti hér og i Þýzkalandi. Það er að vísu nokkuð mismunandi eftir veitingahúsum hér en yfirleitt eru matarskammtar hér svo litlir, að miklir matmenn eins og ég verða að kaupa sér tvo skammta ef þeir eiga að fá nægju sína. í Þýzka- landi og t.d. í Bandaríkjunum þar sem ég þekki til sjá veitingastaðir sóma sinn í því að láta gestina ekki standa hungraða upp frá borðum. Þar er yfirleitt svo ríflega skammtað, að jafnvel matmenn eins og ég ráða ekki við að ljúka matnum. „Yfirleitt eru matarskammtar mjög litlir hér á landi,” segir bréfritari. Ef Islendingar ætla sér að laða ferðamenn hingað til lands i auknum mæli ættu þeir að kippa þessu atriði í lag. Þetta er þjóð okkar til skammar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.