Dagblaðið - 07.01.1980, Page 2

Dagblaðið - 07.01.1980, Page 2
2 r DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980. Með sama áframhaldi tapar Alþýðubandalag- ið 7000 atkv. á 4 árum Oskur Jónsson skrifar: Einhver Vigur Vó hefur að undan- förnu skrifað nokkrar greinar í Dag- blaðið, sem að efni til hafa einkum snúizt um úrslit síðustu alþingis- kosninga. Hin siðasta þeirra birtist 28. des. si. Að því leyti, sem sú grein var ekki „citat” eða endursögn úr grein Friðriks Sophussonar alþm. um sama efni, virtist grein V.V. vera harmagrátur út af slakri útkomu Sjálfstæðisflokksins í þeirri orrustu. Sá harmagrátur er ástæðulaus með öllu. Sjálfstæðisflokkurinn getur unað sínum hlut allsæmilega Þingmannafjölgun hans varð I + 1. Sú niðurstaða getur ekki kallazt ,,tap”. — En ástæða er til að staldra við þá þætti í grein V.V., er fjalla um það, sem höf. kallar „sigra” Ólafs Jóhannessonar og Ólafs Ragnars Grímssonar í fyrrnefndum kosningum, þ.e. i Reykjavík, enda hafa þeim þætti út af fyrir sig hvergi verið gerð nægileg skil, á hlutlægan, tölulegan hátt, svo að mér sé kunnugt. Um flokk Ólafs Jóhannessonar, Framsóknarflokkinn, er það að segja, að hann fékk nú 24.9% at- kvæða á landinu í heild, en það er ná- kvæmlega sama hlutfall og flokkurinn fékk 1974, og sömu þing- mannatölu og þá, 17 (en ætti miðað við atkva'ðamagn að hafa aðeins 15 þingm.; —Ef bomar eru saman al- kvæðalölur i miv. kjördæmi Ólafs Jóhannessonar, Reykjavík, kemur í Ijós, að þar fékk flokkurinn 8.014 atkvæði árið 1974, en ekki nema 7.252 atkv. i kosningunum 1979, eða m.ö.o.: tapið er 762 atkv. — Sá var nú „sigur” B-listans í Reykjavík. Hrakför Alþýðubandalagsins er sýnu verri: Skal hér sýnt fram á það með því að birta kosningatölur þess flokks úr Reykjavík frá þrennum sið- ustu kosningunt: ^ 1978 (borgarsljkosn.) 13.862 1978 (alþingiskosningar): 12016 1979 (alþingiskosningar): 10.888 Eins og hér sést, hefur Alþýðubandalagið tapað nær þvi þrjú þúsund atkvæðum (nákvæntl. 2.974) i Reykjavik á hálfu öðru ári! — Er það „sigur”, — eða hvað? Fróðir ntenn hafa reiknað út, að ef Alþýðubandalagið lapar hlutfallslega eins þann tíma, sem eftir er af kjörtímabilinu (1978—1982), muni heildartapið nema um sjö þúsund at- kvæðum á umræddum fjórum árum! — Ekki bendir það til þess, að trú á þeim flokki hafi aukizt, eftir að þeirra menn urðu ráðandi afl í borg- arsljórn Reykjavíkur. — Vonandi vinnur Alþýðubandalagið fleiri slíka „sigra”. — Alls tapaði flokkurinn þremur þingsætum í síðustu kosningum. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, hverjar ástæðurnar eru. Sumir tala i því efni um slaka frammistöðu borg- arstjórnarmeirihlutans, og kann nokkuð að vera til í þvi. Aðrir telja, að nokkru kunni að valda frantboð Ólafs Ragnars i síðari kosningunum 1978 og kosningunum 1979, en margir telja hann vera hina verstu „óheilfakráku”, er hvarvetna hafi valdið fylgishruni, enda verið kosinn „leiðinlegasti þir gmaðurinn”. Þingmannaltð Alþýðubandalagsins þynntist f sfðustu kosningum og óskar brél'- rítari þess að flokkurinn vinni fleiri slfka „sigra”. DB-mynd: Hörður. OGÆTILEGUR AKST- UR LÖGREGLU (Kristján G. Hallgrimsson) 5898— 5522 skrifar: Mig langar til að segja frá atviki úr umferðinni sem ég varð vitni að. Ég var að leið til Hafnarfjarðar um kl. 20.30 þann 18/12 þegar lögreglu- bifreiðin R—1346, hvítur Volvo ók fram úr mér á miklum hraða. Ég vil taka það fram að hún hafði hvorki sírenu né blikkandi Ijós í gangi. Mér fannst R—1346 keyra alltof hratt miðað víð gildandi umferðarreglur svo ég gaf í og elti lögreglubifreiðina. Þótt ég æki á meira en 100 km hraða þá dró ég ekkert á hana. Þegar ég kom að mjókkuninni fyrir sunnan Arnameshæðina, þá varð Cortinubifreið sem var á hægri akrein að hægja töluvert á sér til að R—1346 kæmist fram fyrir hana. Ég vil mælast til þess, að þessi öku- maður verði sviptur ökuleyfi fyrir mjög ógætilegan akstur. Þetta kvöld var skyggni lélegt og götur blautar og hálar. Ég reikna með að hefði ég ekið svona og lögreglan séð til mín, þá hefði ég misst ökuleyfið á staðnum. Ég vona að þetta sé mjög sjaldgæfur atburður, því annars er ég hræddur um að virðingin fyrir þessum mönnum verði að engu. Lögrelgan hefur oröiö fyrir nokkurri gagnrýni á lescndasíöum Dag- blaösins að undanförnu. Myndin er úr leikríli Guðrúnar Helgadóttur, Óvitar. Raddir lesenda Sífellt fleiri sækj lítinn, traustan c Við ákváðum þv stóra glæsibifrei heldur þrjár mir gerð sem á fran Honda Civic.Dr jast nú eftir að eiga g sparneytinn bíl. ’ að hafa ekki eina ð í aukavinning í ár ni. Eftirsótta tíðina fyrir sér, égið verður 10. janúar Þrír eftirsóttir bílar dregnir út / • / ^ / i jum SIBS VÖRUHAPPDRÆTTI 30 ARA

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.