Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980. iKtsmidian hf # 1 1 í hringstigum X ^ 4| U-stigum og L-stigum Þýzki UNIVstiginn leysir vandann Glæsilegustu stigar á markaðnum ídag. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Síðastí innrítunardagur erídag. ansskóli onar INNRITUN HAFINIALLA FLOKKA. Kennslustaðir — Reykjavík — Tónabær — Kópavogur — Félagsheimili Kópavogs. Allir almennir samkvæmisdansar og fl. Einnig brons — silfur — gull, D.S.Í. Innritun og uppl. í sfma 41557 kl. 1—7. V-' L nnA4áSAM‘1aN0 iSLANjS OOO Verziið við þá sem eru reynslunni ríkarí Fæst / flestum kaupfélögum /andsins og varah/utaverz/unum Rafgeymaverksmiðjan PÓLAR H.F. Einholti 6, sími 18401. Finnbogi Hermannsson á Núpi skrifar: „Éghefveriðá vaktinni a/la mína starfsævi” — segir prófessor Kristbjöm Tryggvason, sem gegnir héraðslæknisstörfum á Flateyri eftir að hafa lokið starfsævi syðra Kristbjörn TryRgvason á stofunni sinni á Flateyri: Var farið að leiðast aðgerðaleysið. DB-mynd: FH. Frá þvi á haustmánuði hefur gulur Range Rover. merktur Reykjavik, stað- ið á hlaðinu við heilsugæslustöðina á Flateyri. Þeir sem oft eiga leið um Miklubraut eru hins vegar vanir að sjá þennan sama bíl, R-2445, á stæðinu móts við Miklubraut 48 en þar hefur bíll með þessu númeri staðið í um það bil þrjá tigu ára. Þannig stendur á ferðum bílsins, að húsbóndi hans Krist- björn Tryggvason fyrrum yfirlæknir og prófessor emeritus gegnir Flateyrar- héraði um þessar mundir. Undirritaður knúði dyra á stöðinni þegar Kristbjöm var hættur að sinna fólki þann dag, að biðja um skýringar á veru hans þar með þvi eigi er algengt að læknar sem skilað hafa löngu og drjúgu ævistarfi taki á sig ok erfiðra héraða i stað þess að hafa það huggulegt á eftirlaunum. Leiddist aðgerðaleysið Við höfum tyllt okkur inn á stofu i tvílýsinu og það kemur i ljós, að Krist- björn á ekki rætur á Vestfjörðum aðrar en þær sem myndast hafa síðan 1975 þegar hann hætti störfum sem yfir- læknir á Barnaspítala Hringsins: Ég var settur hér i tvo mánuði núna og ætla að vera eitthvað fram á vorið ef ég dugi. Ég hef verið hér á Flateyri á veturna síðan ég hætti störfum syðra. Mér leiddist aðgerðaleysið og enginn fékkst til að fara. Ég var að vísu ekki við störf í fyrra þar sem ég þurfti að gangast undir aðgerð í Bandaríkjunum. Ég á ekki ættir að rekja hingað vestur, fæddist á Vesturgötu 51, alinn upp á Bakkastígnum og síðan inn á Grettis- götu, og hef alið allan minn aldur í Reykjavík eftir að ég kom frá námi í Danmörku með Petsamóferðinni frægu. Ég hóf síðan störf sem practicus og sérfræðingur i barnalækningum í Reykjavik. Maður stóð uppi með ekkert í höndunum Talið barst að námi Kristbjörns eins og fara gerir á tímum framfara og stökkbreytinga: Við vorum sjö sem útskrifuðumst I936, og erum þrir á lífi, Baldur Johnsen, Oddur Ólafsson og ég. Hinir voru Ólafur P. Jónsson sem var á Bíldudal, prófessor Snorri Hallgrims- son, Brynjólfur Dagsson, síðast i Kópavogi og Pétur Magnússon sem dó ungur. Á þessari tíð voru berklarnir aðalvandamálið, maður stóð uppi með ekkert í höndunum, en fyrstu súlfa- lyfin voru að koma þegar ég var i Dan- mörku í sérnáminu. Nú eftir að hafa practíserað í 16 ár frá ’4l-’57 gerðist ég yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins en því fylgir kennsla. Varð ég fyrst dósent og síðan prófessor. Þetta hvort tveggja var mér svo orðið ofviða þegar ég hætti I974, enda heilsan tekin að bila. Þeir eru þá býsna margir þínir nemendur í læknastétt? Já, það er líklega rétt, hávaðinn af starfandi læknum, en nokkuð stór hópur hefur útskrifast síðan ég hætti. Mér er sama þótt ég sé einn Um störf Kristbjörns á Flateyri: Maður er náttúrlega af gamla skólanum, þvi voru þetta engin við- brigði, þetta er ósköp auðvelt hérna og mér er sama þótt ég sé einn. Menn setja víst fyrir sig núna að vera einir og geta ekki verið með fleirum, þurfa að vera á vakt 24 tima á sólarhring. Ég hef verið á vakt alla mina starfsævi, en ég hafði mjög góða menn á spítalanum og þurfti ekki að vera á bakvakt fyrir þá, en ég var alltaf i kallfæri. Maður væri líklega á söniu skoðun og ungu menn- irnir væri maður ungur núna, en þegar maður er orðinn rúmlega sjötugur finnst manni það ekki tiltökumál. Ég hef einnig verið tvisvar með syni mínum sem er læknir í framhaldsnámi í Svíþjóð. Við vorum bæði á Hvamms- tanga og Patreksfirði. Hann starfar ævinlega þrjá mánuði á fslandi á sumrin. Ekkert næturkvabb Varðandi samskipti við fólk i borg og byggð, eru þau öðruvísi? Nei, þetta er sama fólkið og ég hef haft ánægju af að vera hér að hjálpa til þegar enginn hefur fengist. Hefurðu verið plagaður af næturkvabbi? Nei, nei, það er ekkert kvabb á nótt unni nema þegar eitthvað hefur komið fyrir, samskipti mín við fólk hafa verið með ágætum. Mér finnst bera mest á þvi á landsbyggðinni að fólk heldur að Reykvíkingar hafi það svo óskaplega gott og geti alltaf verið í bíó og leik- húsi. Ég heid það séu tvö ár síðan ég fór i leikhús. -F.H. Núpi. Færri mál hjá borgarfógeta Dæmt var i mun færri málum við borgarfógetaembættið sl. ár cn árið 1978. Af skriflega fluttum dóms- málum var dæmt í I447 málum en 2143 árið áður. Áskorunarmál voru 2994 en 2410 árið áður. Sætt var i 401 máli en 448 árið 1978. Hafinvoru470 mál en 550á fyrra ári. Af munnlcga flultum málum var dæmt i 175 málum en 186 árið 1978. Sætt var í 91 rnáli á móti 109 árið 1978 og hafið 91 málámóti9l. Kjör- skrármál voru nú 138 en 92 árið áður. Alls voru afgreidd 5809 mál í fyrra en 6037 árið 1978. Þingfestingar voru 6034 á sl. ári og hjónavigslur 1197. Leyfi til skilnaðar að borði og sæng fengu 186 og skilnaðarmál voru 504. -jh.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.