Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980. 9 Erlendar fréttir STÓRSIGURINDIRU í MNGKOSNINGUM! — jafnvel taldar horfur á að flokkur hennar fái tvo þriðju þingsæta Átti að truf la friðarviðræður írani einn sem handtekinn var í Egyptalandi og sakaður um að hafa ætlað að fremja þar hryðjuverk sagðist hafa verið sendur af yfirvöldum í Teheran. Hafi hlutverk hans með ferð- inni til Egyptalands verið að reyna að trufla friðarviðræður ísraels og Egyptalands. í fimm daga í skottinu Sextíu og átta ára gamall leigubif- reiðarstjóri í Texas varð að dúsa í fimm sólarhringa í farangursrými bifreiðar sinnar. Tveir ungir menn rændu bif- reiðinni i borginni Galveston og stungu ökumanninum í farangursrýmið. Slapp hann ekki þaðan fyrr en eftir fimm daga en þá voru þremenningarnir komnir til Houston. Allar horfur voru á þvi i morgun að Indira Gandhi mundi vinna stór- sigur í þingkosningunum í Indlandi og flokkur hennar Kongressflokkur- inn jafnvel fá tveggja þriðju sæta meirihluta i neðri deild þings landsins. Þegar úrslit voru kunn i atkvæða- greiðslu um 95 þingsæti af 544 hafði Kongressflokkur Indiru fengið 71 þingsæti eða öll nema 24. Kosningun- um lauk í gær en fóru einnig fram á miðvikudaginn í sumum fylkjum Indlands. Kongressflokkurinn var í forustu í flestum kjördæmum, þar sem talning var hafin í morgun. Ef svo heldur fram sem horfði i morgun eru úrslit kosninganna gifur- legur sigur fyrir Indiru Gandhi sem orðin er 62 ára að aldri. Hún beið Gullið komið í 675 dollara Verð á gulli hélt enn áfram að hækka og var komið upp i 675 doll- ara fyrir únsuna (28,6 grömm) i morgun á markaði í Hong Kong. Á tímabili fór það meira að segja upp i 680 dollara, eða jafnvirði um það bil tvö hundruð og sjötíu þúsund islenzkra króna. Sérfræðingar höfðu spáð því að gullverð mundi halda áfram að hækka í kjölfar tilkynningar um að- gerðir Jimmy Carters gegn Sovétrikj- unum vegna atburðanna í Afghanist- an. Má þar meðal annars nefna bann við sölu á hveiti. Fór það eftir. í liðinni viku var mjög lítið um sölur á gulli þar sem mjög fáir óskuðu eftir að selja gull þegar það hækkaði svo mikið sem raun ber vitni. Kurt Waldheim aðalritari keisarastjórnarinnar. Þar á meðal var Sameinuðu þjóðanna er nýkominn úr þessi ungi piltur. V^r leynilögregla ferð til Irans sem mun hafa borið keisarans sögð hafa skotið af honum hefdur lítinn árangur. Hópur írana báða handleggi til þess að reyna að fá hafði skipuiagt fund þar sem Wald- föður hans til að gefá upplýsinÉar. heim var boðið að koma. Þar var Vegna óeirða i Teheran komst fyrir hópur fólks, sem hafði ient í Waldheim ekki á fundinn en hann höndum 1 fyrrum leynilögreglu var haldinn engu að síður. Missti báð- ar hendur mikinn ósigur í þingkosningum sem haldnar voru árið 1977. Fóru þær fram eftir að Indira hafði verið for- sætisráðherra i skjóli neyðarlaga í 21 mánuð. í kosningunum árið 1977 var Janata flokkurinn sigurvegari en sá flokkur klofnaði fljótlega eftir sigur- inn þar sem hið eina sem þingmenn hans gálu orðið sammála um var að vera á móti Indiru Gandhi. Hún hefur ferðazt gífurlega i þeirri fjögurra mánaða kosningabaráttu sem að baki er. Gagnrýndi hún bæði Janata flokkinn fyrir óstjórn, óreiðu og verðbólgu og einnig flokk núver- andi forsætisráðherra, Lok Dal flokkinn, fyrir verðbólguna og ráða- leysi gagnvart henni. Talping í Uttar Pradesh fylki, sem hefur fiesta fulltrúa, 85, hófst fyrir hádegi. OPIÐ KL. 9-9 Allar skreytingar unnar af fag- mönnum. Noag bllastceBi o.m.k. é kveldln HIOM£\YI\TIR HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Þessi bíll, Citroén CX 2400 Pallas árgerð 1977, verður til sýnis og sölu næstu daga. Bíllinn er ekinn 38 þús. km. Er með leðuráklæði, C-matic skiptingu, lituðu gleri, raf- magnsupphölurum og sóltjöldum. Verð kr. 7.200.000. Nánari upplýsingar hjá sölumanni í síma 81555. Stjörnumessa Dagblaösins og Vikunnar 1980 óskar eftir tilboðum í eftirtalda þcetti Stjörnu- messu ’80, sem haldin verður í Súlnasai Hótel Sögu þann M.febrúarnœstkomandi: — Skreytingar á sal og sviði. — Hljóðstjórn — innifalin leiga á nauðsynlegum hljóm- flutningstœkjum, uppsetning þeirra ogflutningur til ogfrá æfingastað og Hótel Sögu. — Ljósastjórn — uppsetning og stjórn Ijósa á Stjörnu- messu ’80. Nánari upplýsingar veitir Helgi Pétursson á rit- stjórn V'ikunnar, sími 27022. Tilboðum skal skilað skriflega fyrir 15. janúar næstkomandi merkt. Stjörnumessa DB og Vikunnar Box 5380, Reykjavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.