Dagblaðið - 07.01.1980, Síða 8

Dagblaðið - 07.01.1980, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980. 4- HEBA heldur við heilsunni Nýtt námskeið Dag- og kvöldtímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar — Nuddkúrar. Sértímar fyrir þær sem þurfa að léttast um 10 kg eða meira, fjórum sinnum í viku. Leikfimi — Sauna — Ljós — Megrun — Nudd — Hvíld — Kaffi — o. fl. - Þjálfari Svava, sími 40935. tpa Heilsurœktin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360 utsala Buxur (Easy) Kr. 12.900.- Skyrtur Kr. 4.900.- Bolir Kr. 4.900.- Shetlands- peysur Kr. 9.900.- Vesti Kr. 8.900.- VALLARTORGI AUSTURSTRÆTI 8 Útboð Dúka- og teppalögn Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óska eftir tilboðum í dúka- og teppalögn í fjölbýlishús, sem nú eru í byggingu í Hólahverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB Skafta- hlíð 4 gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verði opnuð á sama stað föstud. 11. janúar n.k. kl. 15. Sovézkir hermenn á verði á götu i Kabui, höfuðborg Afghanistan. Ljóst þykir nú að svonefnd bylting i landinu var að mestu framkvæmd af sovézkum hermönnum, sem eru þar tugþúsundum saman. Auk Kabul munu þeir vera i þrem öðrum stærstu borgum landsins. Sovétríkin munu beita neitunar- valdi í 113. sinn Talið er víst að stjórn Sovétríkjanna muni nota neitunarvald sitt i Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt kröfu um að þeir verði með lið sitt á brott frá Afghanist- an. Verður þetta þá í 113. skiptið sem Sovétstjórnin beitir neitunarvaldinu á þessum vígstöðvum. Stórveldin, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kina og Sovétríkin hafa slíkt vald í Öryggis- ráðinu. Ljóst er að nær öll ríki nema al- nánustu samstarfsriki Sovétríkjanna eru því fylgjandi að fordæma íhlutun Sovétrikjanna í Afghanistan. Aðgerðir þær sem Jimmy Carter Bandaríkjaforseti boðaði gegn Sovét- ríkjunum vegna málsins eru þegar farnar að koma til framkvæmda. Bannaðar hafa verið allar sölur á korni og hveiti. Er það bæði gert vegna stöðvunar á afgreiðslum til Spvétríkj- anna og einnig til að koma i veg fyrir verð verðhrun þegar svo mjög mun draga úr eftirspurn eftir þessum vörum. Tilkynnt hefur v'erið að Saudi Arabía muni hætta við þáttöku í ólympíuleik- unum í Moskvu á næsta sumri vegna aðgerða Sovétmanna i Afghanistan. Er þetta fyrsta ríkið sem tekur ákvörðun um slíkt. Zimbabwe/Ródesía: Óvissa með skæruliða sem eru enn í felum — Muzorewa biskup segir að aðilar með úrelt vopn komi í stað þeirra fram opinberiega Nú þegar vika er liðin síðan vopna- hlé komst á milli hinna stríðandi fylk- inga í Zimbabwe/Ródesíu og allir skæruliðar þjóðfrelsisfylkingarinnar eiga að vera komnir til sérstakra búða er allsvóvíst hve margir þeirra felast enn i skógum landsins. Einnig er mikil óvissa um hve mikið af vopnum þeir hafa enn undir höndum. Í gærkvöldi tilkynnti Soames lá- varður, landstjóri Breta í Zim- babwe/ Ródesíu þar til eftir væntan- legar kosningar, að allir skæruliðar væru sýknir saka þó þeir væru enn á leið til hinna opinberu búða. Samt sem áður eru nú komnir fleiri skæru- liðar fram en gert var ráð fyrir við friðarviðræðurnar í London í desem- ber. Muzorewa biskup, sem var for- sætisráðherra í Salisbury i rikisstjórn hvítra og svartra til skamms tima, sagði að leiðtogar skæruliða lékju nú þann leik að láta ýmsa menn gefa sig fram sem skæruliða vopnaða úreltum sovézkum byssum. Hinir raunveru- legu skæruliðar væru hins vegar enn í felum i skógunum. Stjórnin í Salisbury hafði talið skæruliða vera um það bil ellefu þús- und talsins en leiðtogar þeirra Nkomo og Mugabe sögðu í 1 ondon að þeir hefðu rúmlega þrjátiu þús- und manns undir vopnum. Ljóst er nú að alls er óvíst um fjölda skæruliða eða hvort þeir muni allir koma fram áður en kosningabar- áttan hefst i landinu. 26908_ • Danska, enska, þýzka, franska, ítalska, spænska og íslenzka fyrir útlendinga. • Innritun daglega kl. 1—7 e.h. • Kennsla hefst 14. janúar. Næsta vor eru fyrirhugaðar námsferðir til: Spánar, ftalíu, Frakklands og Þýzkalands. .—76908______________________HALLDÓRS___________ MALASKOLI BEGIN 0G SADAT RÆÐASTVIÐ Menachem Begin forsætisráðherra ísrael kom í morgun til borgarinnar Aswan í Egyptalandi til að ræða við Anwar Sadat forseta landsins. Viðræður þjóðarleiðtoganna um frið milli landanna fara nú fram í skugga atburðanna i Afghanistan þar sem Sovétríkin hafa staðið fyrir stjórnar- byltingu. Egypzka stjórnin hefur þegar for- dæmt aðgerðir Sovétríkjanna og ákveðið að krefjast þess að þeir fækki verulega i sendinefnd sinni í Kairö. Bæði Egyptaland og Ísrael hafa þegar boðið Bandaríkjastjórn að setja á fót hérstöðvar í löndum sínum til að vinna upp það hernaðarlega tjón sem þau urðu fyrir er keisarinn var rekinn frá völdum í íran. Egypzk stjórnvöld segja að atburðirnir í íran og Afghanistan reki mjög á eftir að ákvörðun verði tekin um sjálfstæði Palestínuaraba og stöðu Jerúsalemborgar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.