Dagblaðið - 07.01.1980, Page 18

Dagblaðið - 07.01.1980, Page 18
18 1I Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980. Iþróttir Iþróttir I Strákamir hans Kirby lögðu milljónadrengina frá Manchester — Halifax sigraði Manchester City 1 - 0 í 3. umferð bikarsins. Mikið um ðvænt úrslit að vanda „Þelta voru hreint stórkostleg úrslit fyrir okkur og það er afrek að sigra Manchester City,” sagði George Kirby framkvæmdastjóri 4. deildar félagsins Halifax Town eftir að menn hans höfðu lagt Manchester City að velli í 3. umferð ensku bikarkeppninnar, sem fram fór á laugardag. Það var Paul llendrie, fyrrum leikmaður með Bristol Rovers, sem skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu við geysileg fagnaðarlæti hinna 12.599 áhorfenda. Nokkrum minútum áður hafði litlu munað að hann skoraði en þá sá Joe Corrigan. markvörður Manchester City við honum og varði með tilþrifum. Sigur Halifux þótti sanngjarn þegar allt kom til alls og mikil gleði var i borginni á eftir. „Sigurinn á City var einnig sætari vegna þess, að það voru einmitl félög af Manchester-svæðinu, sem börðust sem ákafast fyrir þvi i fyrra að Halifax og Rochdale misstu sæti sín í deildinni. Ég vissi alltaf að við ættum tilverurétt i deildinni. Við höfum verið á uppleið í vetur og þessi sigur stað- festir getu okkar,” sagði Kirby enn- fremur. Malcolm Allison, fram- kvæmdastjóri Manchester City, var þögull eftir leikinn aldrei þessu vant. „Okkur tókst ekki að skora gegn 4. deildarliði — hvað getur maður sagt við sliku,” var það eina, sem hann lét hafa eftir sér. Það er ekki lengra síðan en í fyrra að City féll út i 3. umferðinni fyrir Shrewsbury, sem þá lék i 3. deild- inni. Þá varð tap City 0—2. Halifax var eina liðið á laugardag, sem náði „giant-killing”, en þrátt fyrir það voru mörg úrslitanna mjög óvænt eins og titt er i enska bikarnum. Þar er öllum lögmálum varpað fyrir róða og hin ólíklegustu lið taka upp á þvi að vinna andstæðinga, sem fyrirfram voru taldir margfalt sterkari. Áður en við höldum lengra er ekki úr vegi að renna yfir úrslitin. Enski bikarinn 3. umferð Altrincham — Orient 1—1 Birmingham — Southampton 2—1 Bristol City — Derby 6—2 Bristol R — Aston Villa 1—2 Burnley — Stoke 1—0 Qardiff — Arsenal 0—0 Carlisle — Bradford City 3-2 Chesham — Cambridge 0—2 Everton — Aldershot 4—1 Halifax — Manchester City 1—0 Leeds — Nottingham F. 1—4 Leicester — Harlow 1 — 1 Liverpool — Grimsby 5—0 Luton — Swindon 0—2 Mansfield — Brighton 0—2 Millwall — Shrewsbury 5—1 Newcastle — Chester 0—2 Notts County — Wolves 1—3 Oldham — Coventry 0—1 Martin Dobson skoraði sigurmark Burnley gegn Stoke á Turf Moor. Preston — Ipswich 0—3 QPR — Watford 1—2 Reading — Colchester 2—0 Sunderland — Bolton 0—1 Swansea — Crystal Palace 2—2 Tottenham — Manchester U 1—1 WBA —WestHam 1—1 Wrexham — Charlton 6—0 Yeovil — Norwich 0—3 Blackburn — Fulham frestað Rochdaie — Bury frestaö 2. umferfl — aukaleikir Nortwich — Wigan 2—2 Wimbledon — Portsmouth 0—1 Portsmouth mætir Middlesbrough á heimavelli i 3. umferðinni og Northwich Victoria eöa Wigan mæta Chelsea á Stamford Bridge í 3. umferð- inni þegar ljóst er hvort liðið kemst áfram. Rétt er að fara fyrst í leiki áhuga- mannaliðanna fjögurra sem komust i 3. umferðina. Harlow Town frá borginni Exeter á suðurströnd Englands kom þar allra mest á óvart með þvi að krækja í jafntefli gegn Leicester á FiU bert Street. Lengst af stefndi þó i stgur Leicester þvi Henderson skoraði á 25. mínútu. Leicester sótti stift allat> siðari hálfleikinn en skyndiupphb Jn/Harlow voru hættuleg. Upp úr eina síiku kom jöfnunarmarkið. Prosset komst þá i gegnum vörnina og skotaði örugglega við mikil fagnaðarlaefi félaga sinna og þeirra örfáu áhangeitcla félagsins er lagt höfðu leið sina alla leið til Leicester. Tæpum tveimur minútum siðar var flautað til leiksloka. Aðeins 12 mínútur vantaði á að Altrincham kæmist i 4. umferð bikarsins í fyrsta skipti i sögu félagsins. Whitbread skoraði fyrir Altrincham á 27. minútu og þannig var staðan þar til á 78. minútu að Billy Jennings jafnaöi metin fyrir Orient. Jafntefli voru sanngjörn úrslit og telja verður allar líkur á að Orient komist áfram i 4. umfcrðina. c.ictum og Yeovil gekk ekki eins vel i sínum leikjum þótt bæði lékju þau á heimavelli. Chesham fékk Cambridge i heimsókn en mátti þola tap. Þeir Gibbins og Riley skoruðu mörk Cambridge. Yeovil fékk 1. deildarlið Norwich i heimsókn og mátti einnig þola tap, 0—3. Lengst af var þó ekki mikill munur á liðunum og leikmenn áhugamannaliðsins börðust eins og Ijón allan timann. Graham Paddon skoraði fyrsta mark Norwich á 24. mínútu og þannig stóð þar til tvær minútur voru til leiksloka. Þá bætti Norwich tveimur mörkum við. Fyrst Keith Robson og þá Justiri Fashanou. Óvenju mikið var um stórsigra í 3. umferðinni og nokkrir þeirra komu verulega á óvart. Bristol City, sem ekki hefur vegnað beint glæsilega að undan- förnu, fór létt með Derby á Ashton Gate. Staðan i hálfleik var 3—0 og Bristol komst í 5—0 áður en Derby svaraði tvívegis fyrir sig. Chris Garland skoraði tvívegis fyrir Bristol og voru þetta fyrstu mörk hans í vetur. Evrópumeistarar Forest virðast heldur vera að braggast og unnu stór- góðan sigur á Leeds á Elland Road. Það var fyrrum Leeds-leikmaðurinn Frankie Gray, sem kom Forest á sporið strax á 2. mínútu. Gary Birtles bætti öðru markinu við á 40. mínútu og Ian Bowyer því þriðja snemma í siðari hálf- leik. Kenny Burns varð siðan fyrir því óláni að senda knöttinn í eigið mark en varla hefur það verið eins glæsilegt og hjá Roger Davies gegn Liverpool. Yfir- burðir Forest voru algerir og John Robertson bætti fjórða markinu við. Liverpool lætur ekkert á sjá og vann stórsigur á Grimsby, 5—0. Kokhreysti framkvæmdastjóra Grimsby vakti mikla athygli fyrir leikinn. Á laugar- dagsmorgun lýsti hann því yfir að þvi miður myndi einn leikmanna hans, sem nýlokið var við að dæma í tveggja leikja bann, missa af báðum leikjunum við Liverpool. Fyrst, þegar liðið myndi John Toshack brá sér úr lakkskóm framkvæmdasljórans og reimaði á sig svörtu takkaskóna. Árangurínn: tvö mörk gegn Crystal Palace. gera jafntefli á Anfield og síðan siðari leiknum þegar Grimsby myndi leggja Liverpool að velli á heimavelli sinum. Að sjálfsögðu var þetta meira sagt i gamni en alvöru, en framkvæmdastjór- inn bætti svo við: „Það skiptir engu hvernig leikurinn í dag fer. Við höfum þegar gert nokkuð, sem Liverpool hefur ekki afrekað í vetur. Við höfum unnið Everton!” Skemmst er frá að segja að leikurinn á Anfield varð hinn fjörugasti og mótspyrna leikmanna 3. deildar liðsins var mikil. Graeme Souness kom Liverpool á sporið og það var ekki fyrr en David Johnson bætti öðru markinu við á 40. mínútu að draga fór af Grimsby. Johnson bætti siðan tveimur mörkum við i s.h. og Jimmy Caseeinu. Millwall burstaði Shrewsbury afar óvænt 5—1 og það var fyrrum Wrex- ham-leikmaðurinn Lyons, sem skoraði þrennu, og lagði grunninn að sigrinum. Wrexham malaði síðan Charlton 6—0 og þar skoraði gamla kempan Dixie McNeil tvö mörk. Mick Vinter bætti þó um betur og skoraði þrennu. Og áfram var mikið um óvænt úrslit. Birmingham lagði Southampton á St. Andrews í Birmingham og ekki fór mikið fyrir bikarstuði Southampton i þeim leik. Keith Bertchin skoraði á 8. minútu en Mike Channon jafnaði metin á 37. mínútu, er hann skoraði úr vítaspyrnu. Leikurinn var áfram jafn, en á 60. mínútu urðu kaflaskipti. Steve Lynex kom þá inn á hjá Birmingham og gerbreytti leik liðsins til hins betra. Það voru einmitt hann og Archie Gemmill sem unnu saman að sigur- marki Birmingham. Joe Gallagher rak endahnútinn á sóknina og skoraði sigurmarkið. Burnley vann Stoke óvænt og það var Martin Dobson, sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Burnley hefur tekið algerum stakkaskiptum að undanförnu og undarlegt hvernig liðið leikur svona ár eftir ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Burnley byrjar leiktimabilið illa og rífur sig svo upp meðlátum. . . . Tvö af toppliðum 2. deildarinnar fengu ljóta útreið gegn liðum úr lægri deildum. Newcastle fékk Chester i heimsókn á St. James’s Park og þar var stólparok að vanda. Newcastle hafði tögl og hagldir í leiknum en tókst ekki að finna leiðina í markið. Það tókst leikmönnum Chester hins vegar tví- vegis og sigurinn var þeirra. Sama var uppi á teningnum hjá Luton. Swindon skoraði þar tvívegis — Rowlands og Williams — og velgengni Swindon í bikarmótunum báðum hefur verið mikil i vetur. Þá kom sigur Watford á QPR ekki lítið á óvart, en eitthvað meira en litið virðist nú vera að i herbúðum QPR. Þrátt fyrir að Bob Hazell næði foryst- unni fyrir QPR tókst liðinu ekki að ná sigrinum i höfn.Joe Bolton jafnaði fyrir Watford úr viti og Wilf Rostron skoraði síðan sigurmarkið. Ekki þar að efa að þessi sigur Watford hefur kætt Elton John verulega. Má telja vist að kappinn hafi tekið eina létta syrpu á slaghörpunaá laugardagskvöld. Bolton tókst loks að vinna sigúr og þá varð það heldur betur óvænt. Sunderland hafði ekki tapað leik a heimavelli í vetur og fæstir höfðu víst búizt við því að tap yrði hlutskipti Sunderland i viðureigninni við Bolton. Neil Whatmore sá þó til þess að svo varð og hver veit nema þessi sigur geti lyft aðeins undir Bolton í botnbarátt- unni i deildinni. West Ham náði nokkuð óvænt jafntefli gegn WBA á Hawthorns. Reyndar mátti Albion þakka himnaföðurnum fyrir að jafna metin þvi ekki var nema tæp mínúta til leiksloka þegar Cyrille Regis skoraði jöfnunarmarkið. Stuart Pearson skoraði fyrir West Ham á 33. mínútu og siðan var allur mannskapurin rekinn i vörn. Sóknarlotur Albion buldu á vörninni en ekki tókst að rjúfa á hana gat fyrr en rétt fyrir leikslok. Liðin leika á ný á þriðjudag. John Toshack, framkvæmdastjóri Swansea, brá undir sig betri fætinum og setti sjálfan sig i liðið gegn Crystal Palace. Það reyndist meira en viturleg ráðstöfun hjá honum þvi hann skoraði bæði mörk Swansea, sem var óheppið að vinna ekki sigur. Toshack skoraði fyrra mark sitt á 25. mínútu en tvö mörk Palace á 90 sek. kafla færðu þeim afar óvænta og óverðskuldaða forystu. Walsh og Kember skoruðu mörkin á 74. og 76 mín. Toshack hafði ekki sungið sitt siðasta og jafnaði metin með skallamarki á 82. mín. Nokkrir leikir fóru þó eins og þeim var fyrirfram ætlað og við skulum nú vinda okkur í þá. Cardiff og Arsenal skildu jöfn á Ninian Park i markalausu jafntefli fyrir framan 21.000 áhorf- endur — mesti fjöldi hjá Cardiff í 3 ár. Minnstu munaði þó að Gary Stevens stæli sigrinum rétt fyrir leikslok er Litlar breytingar urðu á toppnum í skozku úrvalsdeildinni um helgina þrátt fyrir að heil umferð færi fram. Úrslit urðu þessi: Celtic — DundeeUtd. I—0 Dundee — Partick I—1 Kilmarnock — Hibernian 3—1 Morton — Aberdeen 1—0 Rangers — St. Mirren 1—2 Það var Murdo McLeod, sem skoraði eina mark Celtic í leiknum gegn Dundee United úr vitaspyrnu. Morton heldur enn í við Celtic og McLaren skoraði sigurmarkið gegn Aberdeen. Raogers virðist hins vegar vera gersam- lega heillum horftð og mátti á laugar- dag þola tap á heimavelli gegn St. Mirren. St. Mirren náði forystunni, en Sandy og Jardine jafnaði metin fyrir Rangers úr vitaspyrnu. Það reyndist þeim hins vegar skammgóður vermir hann komst í dauðafæri í vítateig Arsenal. Hafi heppnin skyndilega lið- sinnt honum í þessu tilviki var jafn víst að hún yfirgaf hann samstundis. Kapp- inn hitti nefnilega ekki knöttinn og þar með var draumurinn búinn. Aston Villa sigraði Bristol Rovers á föstudagskvöldið 'með mörkum Gary Shaw og Gordon Cowans. Stewart Barrowclough svaraði fyrir heimaliðið. Everton vann Aldershot næsta örugg- lega. Latchford, Hartford, Kidd og King skoruðu mörkin fyrir Everton en McGregor svaraði fyrir Aldershot. Brighton vann góðan sigur á Mansfield og þeir Clarke og Ryan skoruðu mörkin. Úlfarnir unnu Notts County örugglega að jivi er virðist á markatöl- unni en þeir máttu þó hafa heilmikið fyrir sigrinum. George Berry, mið- vörðurinn þeldökki, skoraði strax á 2. minútu og Willie Carr bætti við marki á 24. minútu. Hunt minnkaði muninn fyrir Notts County og síðan áttu leik- menn County tvívegis skot i stangir Wolves-marksins og einu sinni björguðu Úlfarnir á linu. Eftir þessa orrahríð þeystu Úlfarnir í sóknina og John Richards bætti þriðja markinu við á 77. mínútu. Coventry sigraði Oldham 1—0 með marki Tommy Hutchison og Ipswich vann öruggan sigur á Preston með tveimur mörkum Paul Mariner og einu frá Alan Brazil. Tottenham og Manchester United skildu jöfn á White Hart Lane í bráðfjörugum leik. Osvaldo Ardiles skoraði með fallegu skoti á 52. minútu en 6 min. síðar felldi hann Gordon McQueen innan vita- teigs. Úr vítaspyrnunni, sem dæmd var, skoraði Samhiy Mcllroy örugg- lega. Tottenham sótti stíft eftir þetta en tókst ekki að knýja fram sigurinn — mest vegna snilldarframmistöðu hins unga Gary Bailey í marki United. Liðin leika að nýju á Old Trafford á þriðju- dag. Loks látum við fylgja hér með úrslit leikja í 3. og 4. deild á laugardag. 3. deild Blackpool — Oxford 1—2 Brentford —Gillingham 0—2 Chesterfield — Sheff. Utd. 2—1 Plymouth — Hull 5—1 4. deild Hartlepool — Tranmere 2—1 Hereford — Doncaster 2—2 Northampton — York 2—0 Peterborough — Scunthorpe 3—1 Port Vale—Bournemouth 1 — 1 Walsall — Huddersfield 1 — I þvi Doug Somner skoraði sigurmark St. Mirren í siðari hálfleiknum. Bobby Street skoraði þrennu fyrir Kilmarnock gegn Hibernian en fyrir þá svaraði Campbell. Hibemian er nú kirfilega bundið við botninn þrátt fyrir að hafa fengið George Best til liðs við sig. Dundee og Partick skildu jöfn og það var Clon McAdam sem skoraði jöfnunarmark Partick í leiknum. Staðan í úrvalsdeildinni er nú þessi: Celtic 19 12 4 3 39—17 28 Morton 20 11 4 5 39—26 26 Rangers 21 8 4 9 29—28 20 St. Mirren 19 7 6 6 27—33 20 Partick 19 6 6 7 24—29 18 Aberdeen 16 7 ■3 6 27—19 17 Dundee Utd. 19 6 5 8 24—20 17 Kilmarnock 18 6 5 7 20—28 17 Dundee 18 7 2 9 30—38 16 Hibernian 19 3 3 13 18—37 9 -SSv. Litlar breyting- ar á toppnum — Celtic enn með tveggja stiga forystu

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.